Myglað Ísland

 

Vanvirðir eldri borgara þessa lands.

Það viðheldur heilbrigðisstofnunum sínum í stöðugu fjársvelti og notar eitthvað fjármálahrun sem réttlætingu þess að myglan sé að yfirtaka byggingar og innviði heilbrigðiskerfisins.

Eða hvað útskýrir hið algjöra afskiptaleysi sem lýst er í þessari frétt.

 

Peningaskortur, fátækt samfélagsins??

Nei, þjóðin hefur aldrei verið ríkari.

 

Aðeins mygla hugarfarsins útskýrir að samfélag okkar er orðin féþúfa gírugra fjármálamanna og minnst af þjóðarauðnum fer til samfélagslegra þarfa.

En stærri hlutinn í vasa fjármagns og auðs.

 

Og aðeins myglað fólk styður þá stjórnmálamenn sem sjá ekkert athugavert við kerfið, nema það þó helst að þeir veiti of miklum fjármunum í það.

Þrátt fyrir innan við 30% fylgi þá er tangarhald þeirra á á þjóðfélaginu algjört, þökk sé velheppnaðri fjármálafléttu að láta hluta ættarveldisins bjóða fram "andófsflokk" gegn hina sama ættarveldi.

Líkt og þann klofa að láta vinstri höndina fara í sjómann við hægri höndina, og vita ekki fyrirfram hvor fari með sigur.

 

Mygla er því miður ekki bara bundin við byggingar.

Hún getur lagst á fólk, og yfirtekið huga þess og vilja.

Hættir þá að vera bara heilbrigðisvandamál, heldur verður að þjóðarvá.

 

Hversu mikil sú vá er mun skýrast um helgina.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Orðlaus vegna afskiptaleysis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

"Þegar rótin að samstarfi hefur ekki annað hald en gömul svik og ný tortryggnismál er eins atkvæða meirihluti miklu minna en ekki neitt.".

Mygla hugarfarsins hefur þrátt fyrir allt ekki náð að brengla alla sem tjá sig um stjórnmál dagsins i dag.

Og sumir vilja jafnvel sprauta mygluhreinsi á hana og skrúbba burt líkt og þessi tilvitnun í leiðara Morgunblaðsins sýnir.

Kannski er Engeyjarstjórnin andvana fædd, ólíkt Viðeyjarstjórninni á sínum tíma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.1.2017 kl. 18:18

2 identicon

Lafir á einum og fellur fljótt, blessunarlega.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 21:49

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Fjölskyldufyrirtæki eiga það reynda til að vera þrautseig Pétur, sérstaklega í miðju gróðabralli.

Spurningin er frekar hvort mútféð haldi, því ég sé ekki hvað Björt framtíð á að fá út úr dæminu.  Annað en pólitísk endalok.

Sjáum til, svo getur þetta allt saman verið stór leiksýning, ætluð til að temja gömlu kommaklíkuna sem sveik.

Það sem er, og það sem sýnist, eru oft á tíðum ekki sami hluturinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.1.2017 kl. 21:56

4 identicon

En hversu lengi munu þingmenn "sjálfstæðis"flokksins iðka grafarþögn sína?

Þeirra er ábyrgðin.  Þeirra er ábyrgðin, það þýðir ekki fyrir þá að benda á aðra,

ekki kaldastríðs-komma-flökin fýldu sem stóðu með alheimskapítalinu.

Það þýðir heldur ekki að benda á "mótmælendurna" Illuga Jökulsson og Vilhjálm Þorsteinsson

enda Þótt ábyrgð þeirra sé mikil og hafa reynst þægir ljár í þúfum.

M.a.s. Björt og Óttar Proppé munu verða jörðuð af sínu fólki.

En hver mun vekja þingmenn "sjálfstæðis"flokksins úr dróma grafarþagnarinnar?

Það gerir þjóðin, hún þegir nú, en maður heyrir á öllu heilbrigðu fólki að það er reitt.

Sú reiði brýst fram um leið og kemur að enur einkavinavæðingu bankanna.

Þá verður allt snarbrjálað, þá springur þessi stjórn, það verður undir lok vetrar.

Með kveðju að sunnan

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 22:51

5 identicon

ég ítreka og bæti nú D við:

en-D-ur einkavinavæðingu bankanna

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 22:54

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Eru þeir ekki allir í vasa Bjarna Pétur?  Ég held allavega ef Machiavelli ákvæði að rísa upp úr gröf sinni og semja viðauka við Furstann, þá fengi Bjarni allavega einn kafla.

Sástu mærðargreinina sem einn af síðustu "sjálfstæðu" þingmönnunum skrifaði í Moggann í dag??

Ég held að orðið Bjarni hafi komið oftar fyrir en orðið Kim í sambærilegum skrifum í Norður Kóreu.  Og þar eru menn skotnir ef menn gæta sín ekki.

Svona er skriðið fyrir ráðherrastólana.

En hins vegar þá tel ég litlar líkur á upprisu fjöldans, öflin sem æsa hann upp eru hlynnt mörgu af því sem þessi nýja ríkisstjórn á að gera.

Síðan rís fjöldinn aldrei almennilega upp nema á krepputímum, og hér verður ekki kreppa á meðan ferðamenn streyma hraðar til landsins en olían streymir uppúr söndum Arabíu.

Nei ég held að reiðin sé eins og lúsin sem fylgdi gömlu síldardöllunum, óværa en þegar vel fiskaðist, þá velti enginn sér upp úr henni.

Sjáum til Pétur, ég er svo ekki ennþá viss að þessi ríkisstjórn sé ákkúrat sú sem Bjarni stefni að, endurtek að kannski er bara verið að temja gömlu kommana í VG.

Kannski fáum við bara ágæta ríkisstjórn eftir allt saman.

Nei, djók.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.1.2017 kl. 23:56

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það er svo rétt hjá þér, þegar þú segir að hugarfarið sé vandamálið.

Hugsjón og tilvera hverrar sálar hér á jörðinni, er raunverulegi tilgangur hverrar sálar hér á jörðinni. En fólk trúir þessu ekki?

Vaðið ekki bara fram af Mammons feigðargræðis-ósi, kæra fólk, ef það er bara blinduð tilverutrú ykkar, kæra fólk, að svíkja sálarsáttmála sjálfs ykkar fyrir tilverunni hér á jörðinni.

Hver er stundum og sumpart sinnar gæfu smiður í lífinu, með eða án Mammons-útaf-villu-vegastóranna kúgandi.

Bankar og Lífeyrissjóðir hafa víst aldrei verið annarsstaðar heldur en utanvega-keyrandi jarðýtutortímingar skemmdarvargar hornsteina heilbrigðs samfélags.

Hornsteinar hvers heilbrigðs samfélags eru fjölskyldnanna samheldnu heimilin.

Það er víst ekki kennt mikið nytsamlegt né gagnlegt um grunnstoðanna hornsteina samfélagsins, í rándýrum Háskólum Reykjavíkur/Íslands?

Hvar er gagnið af lærðra Háskólanna "viskunni" siðmenntuðu, friðsamlega kenndu, ópólitísku og óskeikulu?

Vandfundið er víst svarið við slíkri spurningu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.1.2017 kl. 00:57

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

leiðrétting: ...ef það er ekki blinduð tilverutrú ykkar...

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.1.2017 kl. 01:01

9 identicon

Þessi ríkisstjórn verður fyrst og fremst á ábyrgð þeirra þingmanna "sjálfstæðisflokksins" sem hana munu styðja. Eru þeir allir druslur og gungur? Jú, líkast til. Þeir þegja enn, það gera gungur og druslur þegar dúsur eru réttar að þeim. En þeim líður illa. Þeir munu falla af þingi um leið og stjórnin springur og hún mun springa og þeir vita það, þeir finna það á sér. Angistar-lyktina leggur af þeim. Þeir trúa ekki á þessa stjórn, hafa enga sannfæringu fyrir henni ... ekki frekar en meirihluti þjóðarinnar sem mun kjósa á ný, miklu fyrr en síðar. 

Þeir vita að það verður enginn friður um
 þessa stjórn, meirihluti þjóðarinnar er nú þegar á móti þessari stjórn, enda þótt hún hafi lyginni líkast náð eins manns meirihluta á þingi, sem meirihluti kjósenda stendur samt alls ekki að baki. Það er hin undirliggjandi stóra bomba sem mun tifa undir þessari stjórn allt þar til hún springur með hvelli.

Þeir verða meðsekir þegar frá endur einkavinavæðingu bankanna tveggja verður gengið. 
Að henni er stefnt með vorinu. Þeirra verður getið í næstu RSA, sumir voru einnig í þeirri fyrri. Það er tímasprengja númer eitt, hún mun springa.
Allt þetta mun stjórnarandstaða með 31 þingmann nýta sér í botn og valda usla.
Einkavinavæðingarstjórnin lafir einungis á einum, aðeins einn þarf til að gangast undan merkjum þessarar svikastjórnar. Hún mun springa. Það er hinn eini pólitíski möguleiki.

Hvort það verði síðan þingmenn Benedikts í "bjartri framtíð" og í "viðreisn" sem svíki sína kjósendur í ESB málinu, eða þingmenn "sjálfstæðisflokksins" sína í ESB málinu, eina ferðina enn, er eina spurningin ... en annar hvor aðilinn mun svíkja í því máli. 
Það er ekki fræðilegur möguleiki á öðru. Annað hvort er það Já eða Nei. 

Því er þetta og verður svikastjórn, í huga helmings þeirra sem styðja hana, þetta er tímasprengjan númer tvö og hún mun springa. 
Það verður ekki bæði sleppt og haldið í þeim efnum.
Allt þetta mun stjórnarandstaða með 31 þingmann nýta sér í botn og valda usla.
Einkavinavæðingarstjórnin lafir einungis á einum, aðeins einn þarf til að gangast undan merkjum þessarar svikastjórnar. Hún mun springa. Það er hinn eini pólitíski möguleiki.

Og þær verða miklu fleiri sprengjurnar sem springa munu framan í trýnið á þessari eins manns meirihluta stjórn. Þær varða meint fjármálamisferli, bæði Bjarna og einnig Benedikts.
Þau eru nú þegar að komast í hámæli á ný. Mál kúludrottningarinnar verður rifjað upp, aftur og aftur, "sjálfstæðisflokkurinn" leiðir hana nú aftur til valda. Á það mun bent á aftur og aftur. 

Stjórn sem ætlar í stríð við sína eigin þjóð mun ætíð lúta í gras.
Stjórn sem nýtur ekki traust meirhluta þjóðarinnar í byrjun mun ætíð lúta í gras.
Feigðin ein, ásamt stundargræðgi og siðspillingu, er það eina sem knýur þessa stjórn áfram
...
Já áfram? Stendur meirihluti þingmanna "sjálfstæðisflokksins" lengi að baki slíkri stjórn?
Nei, þeir munu flýja þessa stjórn, eins og sökkvandi skip, rétt í þann mund sem hún mun hvellspringa.

Víða munu þeir þá svamla, en vera þá fyrirlitnir af flestum fyrir að hafa ekki aktað í tíma
og afstýrt ógæfunni, svikunum, stundargræðginni, siðspillingunni og stríðinu við þjóðina
... í tíma. Enn eiga þeir von, með því að afstýra sínu eigin pólitíska sjálfsmorði.
Og von þeirra er að þora að sprengja þessa stjórn strax í burðarliðnum, því þeir vita að ófreskjan sem er í fæðingu er hvorki þeim né þjóðinni vænleg. Að hafa dug eða vera gungur.

Druslurnar eru Björt og Proppé, þau seldu sig Benedikt sem ódýrar dræsur ... en hverjar verða gungurnar meðal þingmanna "sjálfstæðisflokksins" sem seldu sig óttanum, stundargræðginni, svikunum óhjákvæmilegu og panikkeruðu nú og panikkera aftur og aftur?
Jú, tímapressan er hugarástand, 
en tímasprengjurnar og stóra undirliggjandi bomban eru það ekki. Þær munu springa.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 01:41

10 identicon

Hvað segið þið snillingarnir.  Viljið þið frekar Steingrím & Co?

http://www.visir.is/kisilver-a-bakka-mun-nota-66-thusund-tonn-af-kolum-arlega/article/2017170109558

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 07:58

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Eitthvað til í þessu hjá þér Anna.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 10:02

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elín,.

Mér er svo sem gott sama hvaða armur "Einsflokksins" fer formlega með framkvæmdarvaldið, þeir þjóna allir sama herranum.

En fyrst þú spyrð hvort er betra, þjófaklíka eða fólkið sem sveik, að þá svaraði ég þessari spurningu fyrir mitt leiti í aðdraganda síðustu kosninga.

Ég þagði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 10:08

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Það virkar dálítið spés að kljúfa flokk út af ólíkum viðhorfum til svokallaðra grundvallarmála, og láta svo líta út nokkrum dögum síðar, þegar ráðherrastóll er í boði, að um málamiðlunarmál sé að ræða.

Til hvers voru menn þá að kljúfa??

En stjórnsnillingurinn okkar fann góða lausn á þessu, sem hann hefur þegar imprað á. 

Það kemur bara til kasta þingsins, það er öllum frjálst að leggja fram þingstillögu.

Þess vegna varð ég að henda inn orðum Davíðs hér að ofan, það sýður svo á kallinum að ég er virkilega farinn að óttast um hjartað á honum.

En ekki dæma Óttar og Björt svona hart, þau eru bara að sinna vinnu sinni, yfirmaður þeirra gaf þeim einfaldlega fyrirskipun um að afhjúpa sig núna.  Ekkert persónulegt þar að baki.

Þeir einir æsa sig sem trúðu því ekki að Björt framtíð væri kostað ESB skrípi, og ég trúi því ekki að þú hefir verið í þeim hópi Pétur.

Maður lætur ekki óvininn eina blekkja sig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 10:18

14 identicon

Ég skil þögnina en að kalla fólk gungur og druslur að hætti Steingríms J. Sigfússonar er svolítið sérstakt svo ekki sé meira sagt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 10:28

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú það Elín, af hverju tekur fólk sterkt til orða?

Líklegast vegna þess að því er mikið niður fyrir.

Og stundum af gefnu tilefni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 10:38

16 identicon

Ég veit svo sem ekki hvert tilefnið er hjá Pétri Erni.  Kannski að afgreiðsla búvörusamninganna valdi honum svo mikilli velgju að Steingrímur J. Sigfússon frussist upp úr honum.  Þetta er óskiljanlegt.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 11:05

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Ekki held ég að það sé skýringin Elín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 11:16

18 identicon

Sæll Ómar

Þú meinar að það sé óþarfi að eyða orðum að dauðum hórum, dauðum sálum, eins og Björt og Proppé?

Jú, líkast til er það óþarfi, og þeirra agenda var mér alltaf augljóst, en mér finnst ekkert að því að benda á það og jafnvel að rekja það líkt og ég gerði í athugasemd við frétt stundarinnar um "urg í baklandi bjartrar framtíðar" þar sem maður lagði það á sig að rekja hvernig kaupin gengu fyrir sig þegar Björt og Proppé seldu sig.  Það var nú bara gert til að lesa yfir moldum dauðu hóranna.  Það þótti mér bara nokkuð fallegt af mér og sagðist m.a.s. vorkenna þeim, því eitt sinn höfðu þau sálir eins og allt mannfólkið hefur þó misfagrar séu, en þau sem selja sálu sína glata henni, það er ástæða til að vorkenna fólki sem lifa án sálar, það fer mikils á mis.

Þá að spurningu Elínar.  Já, ég skrifaði gungur og druslur og vitnaði þar til orða þess manns sem reyndist svo sjálfur mesta gungan og druslan þegar á hólminn var kominn og hann orðinn fjármála- og allsherjarráðherra auðræðisaflanna.  Það er engin leið betri til að mana þinmenn "sjálfstæðisflokksins" til að huga að því hvert leið þeirra skuli liggja, hverjar áherslur þeirra skuli vera.  Feta þeir í spor Steingríms eða ekki?  Þjónar auðræðisaflanna eða til sátta við aðrar stéttir landsins, svo notað sé líkingamál úr þeirra frumstefnu um "stétt með stétt".

Nei, ég sé enga aðra leið betri en að kosið verði á ný.  Kjósendur vita núna betur hvar landið liggur eftir að hafa horft upp á hin ótrúlega suddalegu beðmál sem tíðkast hafa hjá flestum þingmönnum flokkanna að undanförnu.  Reikna t.d. ekki með að dauðar hórur þættu kosningavænar núna.  En hvernig það megi verða að kosið verði á ný er þrautin þyngri, en þó mætti ímynda sér að forsetinn ætti að hafa allar forsendur til að benda á þann möguleika að hugsanlega væri farsælast að boðað yrði á ný til kosninga.  En kannski hann skorti "sómakenndina" til að gera hið rétta í stöðunni?  Eða kannski finnst honum að hans "sómakennd" snúist um að viðhalda leik dauðu hóranna, gunganna og druslann og dauðu sálanna sem lengst og að honum finnist hann dansa svo skemmtilega með þeim?  Dansa, dansa, dansa eins og strengjabrúða?  Hvað veit ég hvað hann hugsar?

Með kveðju að sunnan 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 12:46

19 identicon

Þreytandi þetta hórutal í þér Pétur Örn.  Það er engin ástæða til að kjósa á ný.  Ég hef engan áhuga á því að eiga myglað heilbrigðiskerfi, myglað heilbrigðiskerfi eða nokkuð annað með framsóknarmönnum þessa lands sem endalaust heimta meiri peninga og meiri myglu okkur öllum til handa.  Það er best að selja allt draslið strax.  Þá er maður vonandi laus við þetta lið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 13:21

20 identicon

Ert þú flokksbundin í Viðreisn og/eða BF Elín?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 13:27

21 identicon

Nei.  Hér er heilbrigðiskerfið sem þú vilt bjarga - dópistar sem fá aldrei nóg.

http://ruv.is/frett/nordurlandamet-i-notkun-tauga-og-gedlyfja

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 13:42

22 identicon

Nú skil ég bara ekki Elín hvernig þér tekst að láta mig bera ábyrgð á heilbrigðiskerfinu og hvernig þú segir að ég vilji bjarga því?  Þar sem mér finnst þú oft skelegg og skemmtileg í snöggum tilsvörum þínum, þá finnst mér samt betra að vita hvert þú ert að fara með tilsvari þínu hér að ofan?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 14:23

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Pétur, það er bara óþarfi að vera hissa á því að hlutirnir séu eins og þeir séu.

Ekki frekar en að vera hissa yfir því að Borgunargróðinn rann að megin leiti til aðila tengdum fjármálaráðherra, eða þeir frændur, Bjarni og Benni frændi skuli hafa hug á að mynda ríkisstjórn um það háleita markmið að gera Engeyjarættina ennþá ríkari, sem og jú aðra máttarstólpa flokksins.

Og menn eiga ekki taka það persónulega að fólk skuli í vinnunni sinni sinna vinnunni sinni.  Eða hélstu að samtökin Já Ísland, væri sjálfsprottin grasrótarsamtök?? 

Það sem hið skítuga fjármagn, fjármagnar Pétur, hefur alltaf annarlegan tilgang.  Nú er tilgangur Bjartrar framtíðar kominn í ljós, og auðvitað er það Hari kari fyrir flokkinn, en hið skítuga fjármagn er bara tilbúið með aðra flokka.

Aðrar leikbrúður.

Að skamma Óttar og Björt er eins og að skamma Konna þegar klámkjafturinn á honum gekk fram af fólki.

Nei Pétur, vissulega ræður hið skítuga fjármagn öllu, en þá fyrst er ástandið svart þegar hinir Örfáu á móti, láta sýndina og blekkinguna glepja sig.

Og fólkið í baklandi Bjartrar framtíðar sem hélt eitthvað annað, það á einfaldlega að líta í sinn eigin barm.

Því ef einhver ber sök, þá er það hinu trúgjörnu, ekki þeir sem eru í vinnunni sinni og gera það sem allir gera í vinnunni sinni, að hlýða húsbónda sínum.

Annars eru menn jú ....., reknir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 14:25

24 identicon

Og ein spurning enn:  Hverjum viltu "selja allt draslið strax"?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 14:25

25 identicon

Sæll Ómar

núna er ég aðallega að reyna að botna í hverjum Elín vilji "selja allt draslið"?

En hvað svar þitt varðar, aths. nr. 23, þá geri ég enga athugasemd við það.

Með norðlenskri kveðju frá suðvestri til austurs 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 14:33

26 identicon

Dæmigerð framsóknarrolla er ekki dópisti vegna þess að dópsalinn er hámenntaður.  Við getum kallað þetta framsóknarriðu Pétur Örn.  Frá mínum bæjardyrum séð er kerfið myglað.  Betur komið dautt.  Ég sagðist vilja selja allt draslið.  Ég veit ekki hvernig ég á að orða þetta öðruvísi.  Allt garg þitt um hórur fannst mér benda til að þú vildir fara í aðra átt.  Hvert viltu fara Pétur Örn?   

PS.  Það er ekkert lykilatriði hver fær allt draslið.  Þú mátt eiga minn hlut.  Þið Ómar getið skipt myglunni bróðurlega á milli ykkar.  Verði ykkur að góðu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 14:43

27 identicon

Skil þig fullkomlega núna Elínog ég er algjörlega sammála þér um það

að allt stjórnkerfið er rotið og gegnum-myglað.

Með kveðju ... út í buskann

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 14:51

28 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Pétur.

Rakst á þessa tilvísun í gamlan skáldabróðir þinn á síðu Björns Birgissonar, og sá að það eru fleiri en ég sem velta því fyrir sér hvort allt sé eins og það sýnist.  Þetta er það gamall þráður að svona ritstuldur hlýtur að blessast.

"Einar Kárason á sinni FB síðu:

"Nú tala menn eins og að myndun ACD-stjórnar sé að klárast, lítið eftir nema ráðherralistinn. Mín spá er sú (kann að reynast röng, en "spá er spaks geta" eins og segir í Grettlu) að þetta klárist ekki. M.a. vegna heiftarinnar sem birtist í leiðara Mbl um Viðreisn og hennar hugmyndir um Evrópu og kvótann; þar var ekki bara DO að tala heldur veit ég að margir Sjálfstæðismenn, líka þingmenn, deila í fullu og öllu hans sjónarmiðum. Um helgina gerist þá þetta: allt virðist klappað og klárt og að Viðreisn og BF geti mjög vel við unað; hafa náð fram uppbyggingu í heilbrigðismálum, áföngum í mennta og menningarmálum, samkomulagi um stjórnarskrá, umhverfismál (líklega miðhálendisþjóðgarð), að auki fimm ráðherraembætti og forystu í þingnefndum, og að lokum einhverju um þjóðaratkvæði um ESB-aðild og lítil skref í kvótaútboði. Þetta mun BB fara með inn í sinn þingflokk þar sem allt verður samþykkt, nema þetta síðasta um ESB og kvótann - það geti þingflokkurinn ekki samþykkt.Viðreisn mun sjá að án þess muni þeir vera taldir sellát og svikarar, og með miklum vonbrigðum mun stjórnarmyndun falla á þessu. Viðreisn og BF verður kennt um, Sjálfstæðismenn segja allt hafa verið klappað og klárt, nema tvö ótímabær mál: fáránlegt sé nú, með óvissuna eftir Brexit, að fara að hringla með okkar stöðu í Evrópu, og með kvótann sé allt líka í óvissu hjá útgerðinni, flotinn bundinn í landi og lækkandi afurðaverð vegna gengis, osfrv. Viðreisn og BF hafi látið ótimabær aukaatriði skemma vel gerða stjórnarmyndun.
Svo verður fljótlega mynduð stjórn Sjálfstæðis, Framsóknar og Vinstrigrænna; VG sem getur varið slíkt með þjóðarnauðsyn, allt annað hafi verið reynt. Þeir munu fá sem sinn árangur það sem áður hafði verið samið um, plús eitthvað í viðbót (kannski sykurskatt og yfirlýsingu um engin stóriðjuáform).
Allavega kæmi mér þetta ekki á óvart.
Og lýk hér þeim pælingum."
"

Ég held nefnilega að það sé verið að pína gömlu kommana í VG til hlýðni.

Og ég verð að játa það að mér geðjast einna best af þessari útgáfu af einsflokknum, af mörgum ástæðum sem ég ætla ekki að rekja hér.

En Engeyjarstjórnin er hins vegar bara draumur fyrir gamla skæruliða sem vilja halda sér í þjálfun.

En þetta skýrist, og þar sem það er aðeins einn flokkur í framboði, þá held ég að kosningar breyti engu.

Fyrst þarf að stofna flokk númer 2, flokkinn sem er tilbúinn til að berjast við Svörtu pestina á öllum vígstöðvum. 

Því það er löngu liðið að örlög okkar séu lokal, stríðið er global.

En það er önnur saga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 16:29

29 identicon

"En Engeyjarstjórnin er hins vegar bara draumur fyrir gamla skæruliða sem vilja halda sér í þjálfun."

Þetta er alveg dásamleg setning hjá þér kæri vinur og skæruliða-bróðir,

og ég er algjörlega sammála henni :-)

Við verðum að halda okkur í a.m.k. lágmarks-þjálfun Ómar minn.

Já, og mér hefur fyrir löngu verið kunnugt um inntak hinnar snilldarsetningar þinnar:

"Því það er löngu liðið að örlög okkar séu lokal, stríðið er global."

Með kærri kveðju til austurs úr suðvestri, áður norðvestri

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 19:33

30 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Pétur, þetta er kannski dálítið sjálfhverft hjá mér, að taka á móti fyrstu ómenguðu frjálshyggjustjórninni með glotti á vör, hafandi hvorki burði eða útlitið eins og Egill hafði á sínum tíma.

En eins og þú bendir réttilega á þá er þetta sjálfseyðingarstjórn, sem gerir mig dálítið vantrúaðan á að þeim sé alvara með þetta.  Og jafnvel þó mikil verðmæti komi til skiptanna, þá hélt maður að flokkurinn hefði einhvern sjálfstæðan vilja.  Og léti ekki fara svona með sig.  Hvað þá að Engeyjarættin vildi slátra gullgæs sinni en Bjarni hefur skaffað vel síðustu ár.

Út frá hagsmunum hins gamla Íslands, hvað sem nú mikið er eftir af því, þá yrði söguleg sátt VG og íhaldsins miklu gæfulegri, og þyrfti sem slík ekki að vera mikil ógæfustjórn.  Að mínum dómi það besta sem er í boði fyrir þjóðina, miðað við armaskiptingu eins flokksins.  Og þá myndu gömlu ICEsave snatarnir yfirgnæfa umræðuna á mótmælakantinum, og benda á böl, bjóðandi uppá margfalt böl.  Fátt fyndið við það.

En það skiptir samt í raun engu máli, stríðið við Svörtu pestina er hafið, og stórmeistarar hennar hafa öll töglin hjá einflokknum. 

Baráttan snýst um að ná aftur völdunum til þjóðarinnar, endurreisa lýðræðið, og til þess þarf að stofna hinn flokkinn.  Og fylgja síðan fordæmi Sancho á sínum tíma, að halda óttalaus út í stríðið við hlið húsbóndans, Vonarinnar.

Náttúrulega algjörlega glatað, en núna er tíminn kominn, það er skollið á stríð.

Ég veit ekki hvort þú munir það ennþá Pétur að þegar ég ræddi við Liljur vonarinnar að þá benti ég þeim á að aðdragandi næstu heimsstyrjaldar, sem er stríðið fyrir sjálfri mennskunni, væri kominn langt inná sumarið 1939, og það yrði ekki aftur snúið eftir forsetakosningarnar í USA 2016, en þá myndi hið svarta vald fá sinn mann kosinn.

Ég efaðist ekki eina mínútu að Trump yrði kosinn, það var einfaldlega skrifað í skýin. 

Og eftir það hvarf valið.

Og engar afsakanir gildar. 

Maður er bara misfljótur að sætta sig við það.

Síðan hlýtur einn daginn einhver koma ríðandi á hvítum hesti og blása í lúðra sameiningarinnar.

Þá verður líf okkar skæruliðanna miklu auðveldara.

En á meðan er það þjálfunin.

Við heyrumst betur Pétur, veit ekki hvort ég nenni nokkuð að pistla fyrir helgi.

En ég mun allavega ekki þegja út árið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 21:21

31 identicon

Bjalla í þig bráðlega kæri vinur og bróðir í anda :-)

Með bestu kveðju austur.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 590
  • Sl. sólarhring: 643
  • Sl. viku: 6321
  • Frá upphafi: 1399489

Annað

  • Innlit í dag: 505
  • Innlit sl. viku: 5360
  • Gestir í dag: 462
  • IP-tölur í dag: 455

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband