3.1.2017 | 12:44
Hryðjuverkastefna Nató í hnotskurn.
Er að styðja stjórnvöld sem hýða fátækt fólk sem biður um það eitt að samninga um laun eigi að virða.
Samningar sem fela það eitt í sér að lágmarkslaun, sem eru lægra en allt það sem lágt er, standi.
Að virða ekki þá samninga er aðeins yfirlýsing um eitt, að þrælahald sé löglegt.
Og Nató segir ekki orð, ekki frekar en þegar hið sama miðaldraríki sendi hryðjuverkamenn til að sprengja í loft upp turnana sem einkenna New York.
Eða fjármagnaði Ríki Íslam frá A til Ö.
Eða alla hina svo kölluðu hryðjuverkaklerka sem boða hatur og heift gegn vestrænum lífsgildum, þeir þiggja allir sem einn fé frá þessum sama "bandamanni" vestrænna þjóða.
Eða reisa mosku á Íslandi.
Hin æpandi þögn segir aðeins eitt, að morðin og viðbjóðurinn sé í boði vestrænna hagsmuna.
Hverjir þeir hagsmunir eru, er ekki augljóst.
Það er ekkert augljóst að styðja ríkisstjórn sem stendur fyrir viðbjóð og hryðjuverk um víða veröld.
Þó olíufé múti, þá mætti maður halda að mútufjárþiggjendurnir þyrftu að standa ábyrgð gjörða sinna í lýðræðislegum kosningum.
Að vestræn gildi spyrðu ennþá um rétt og rangt.
Og glæpafólk og mútuþegar fengju ekki þjóðum að stýra.
En morðin og óöldin í Sýrlandi sem vestrænir fjölmiðlar í vasa Murdochs og annarra siðblindra auðmanna, kalla borgarastyrjöld, þó annars vegar berjist stjórnarher löglegrar ríkisstjórnar, og hins vegar fjármagnaður hópur erlendra vígamanna, sanna það eitt, að vestræn gildi eru hornreka í Evrópu í dag.
Og gæti maður efast, þá sanna síðustu fréttir frá miðaldabandamanni Nató, Saudi Arabíu, að fólk í kjaradeilu sé hýtt og fangelsað, að ómenni ráða för hjá vestrænum ríkisstjórnum.
Því aðeins óeðli getur útskýrt þá ómennsku að helsti bandamaður Nató við Persaflóann hýði fátækt verkafólk sem fær ekki laun sín greidd.
Það er að hann sé ennþá bandamaður.
Það er engin eyland.
Hvorki ríki eða ríkisstjórnir.b
Saudi Arabía er í okkar boði.
Í boði ríkisstjórnar Íslands.
Og annarra ríkja í Nató.
Og á meðan við látum fjármagnsþjófa stjórna okkur mun ekkert breytast.
Því siðblindan þekki ekki sið.
Hún vindur aðeins uppá sig.
Kveðja að austan.
Hýddir og fangelsaðir fyrir mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 487
- Sl. sólarhring: 706
- Sl. viku: 6218
- Frá upphafi: 1399386
Annað
- Innlit í dag: 413
- Innlit sl. viku: 5268
- Gestir í dag: 380
- IP-tölur í dag: 375
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sorglegt og satt.
Sigurður Haraldsson, 3.1.2017 kl. 12:50
Þetta eru reyndar staðreyndir og íslendingar taka virkan þátt í þessari ómenningu
Kristbjörn Árnason, 3.1.2017 kl. 13:54
Takk Sigurður, það einfaldlega hlýjar mér um hjartarætur að þú skulir strax hafa tekið eftir þessum pistli mínum.
Við megum aldrei gleyma, að það er svona siðleysi sem afhjúpar fólk.
Þeir sem yppta öxlum og segja, svona er þetta, og þetta er alltaf mikilvægur bandamaður, og svo framvegis, þeir eru ef eitthvað er, verri en þessi miðaldarviðbjóður sem lýst er hér að ofan. Því Saudarnir þannig séð vita lítt betur, en þeir sem reyna að réttlæta þá, ættu að vita betur.
Þetta er svipað með hina Saudi arabísku mosku hér á landi, að umbera hana, er líkt og að umbera nasista áróður Þjóðverja í aðdraganda stríðsins. Vissulega var megnið að þjóðverjasinnuðu fólki hið ágætasta fólk, en tilgangurinn var alltaf augljós, að styðja árásarstefnu og öfga sem aðeins átti sér einn tilgang.
Stríð.
Saudarnir og miðaldamennska þeirra, eru ekki nasistar nútímans, þeir eru miklu verra en það.
En þó að nasistarnir hafi sprungið út vegna stuðnings hins skítuga fjármagns á sínum tíma, það er fjórða áratugnum, þá eigum við ekki að láta hið skítuga fjármagn komast upp með að fjármagna nýja óöld og óáran.
Og við verðum að sjá þetta í víðu samhengi.
Það er engin tilviljun að hið helsjúka þjóðfélag græðgi og siðblindu frjálshyggjunnar sem endaði með Hruninu haustið 2008, verði endanlega og algjörlega endurreist með ríkisstjórn stjórnmálaarms fjármálaveldis Engeyjarættarinnar.
Þar sem aurinn fjárfestir, það uppsker hann, ekki nema að mannúðin og mennskan snúist til varnar í tíma. Eitthvað sem gerist ekki of oft í sögu mannkyns.
Á miðvikudaginn fáum við skýrslu um umhverfisstefnu Engeyjarstjórnarinnar, minnir að myndin heiti, "Befor the flood". Sökinni skellt á Kína, en Kína væri ekkert í dag, ef hið skítuga fjármagn hefði ekki brugðist við umhverfisstefnu Evrópu með því að flytja mengandi starfsemi úr landi. Sem og starfsemi sem borgaði laun, og hægt var að skipta út fyrir þræla.
Endir alls ef ekkert verður að gert, en staðfest með kosningum í USA eða öfgahægri ríkisstjórninni á Íslandi.
Það er svo margt sem svona frétt afhjúpar Sigurður.
Að þeir sem styðja miðaldamennsku í einni mynd, þeir styðja hana annars staðar þó hljótt fari. Eða ef maður orðar það á annan hátt, að þeir sem styðja siðblindu og siðleysi, þó með þögninni sé, að þeir þeir þekkja engin takmörk. Þeir taka ekki eftir svona frétt, eða þeir sjái samhengi á milli þekkts óeðlis fortíðar, og þess sem blasir við í nútíðinni.
Halda alltaf að þetta sé eitthvað tilfallandi.
Og að það sé tilfallandi að Benni frændi endaði í faðm aursins sem öllu stjórnar í Sjálfstæðisflokknum.
Eða að norðurskautin séu að drukkna í leysingum í stað frost og funa sem eiga að ríkja á þessum árstíma.
Það er margt sem ógnar manninum og mennskunni, en þegar rýnt er í þokuna, og mistrið ekki látið blekkja, þá blasir aðeins eitt við.
Að rótin er sú sama.
Siðlaus græðgi og siðblinda hinna Örfáu, sem í dag ná ekki einu prósentinu áður en þeir eiga helming gæða jarðar.
Og við sem erum reyndar ekki hýdd og fangelsuð, það þurfti ekki til, brugðumst við Hruninu með því að kjósa yfir okkur sömu öfl, sama kerfi, sömu gerendur.
Og erum ligeglad.
Það verður ekki af okkur skafið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.1.2017 kl. 13:55
Blessaður Kristbjörn.
Lenti í töf áður en ég náði að klára innslag mitt til Sigurðar, sem er að því ég best veit, einn af örfáum sem ekki bilaði eftir að hið skítuga fjármagn keypti upp "Fólkið á móti". Og hér að ofan náði ég að segja það sem ég tel að skipti öllu máli, að hið skítuga fjármagn á sér aðeins eina rót, og sú rót ber megin ábyrgð á óáran heimsins.
Ef því væri kippt út þá væru hlutirnir nokkuð veginn í lagi í heiminum dag.
Vissulega hlýnun jarðar, en ekki samt óviðráðanleg.
Vissulega ólga, en ekki þessi borgarstríð eða hryðjuverkaárásir sem sitja svip sinn á samtímann.
Hvað Ísland varðar, þá þarf gott fólk að feisa að þó við höfum verið smituð á árunum fyrir bankahrun, að þá þurfti bankahrunið til að hið skítuga fjármagn náði hér öllum völdum eftir Hrunið.
Samt var andóf, á einn eða annan hátt, í öllum flokkum, og seint verður þakkað þeim andspyrnuhópi sem Ögmundur Jónasson skipulagði innan VG, en hægt og hljótt þá lognaðist það út af, var annað hvort keypt upp, eða svæft.
Og niðurstaðan er Engeyjarstjórn hins skítuga fjármagns, spennumyndin "Before the flood", eða frétt eins og þessi hér að ofan.
Sakleysið sem við ólum Kristbjörn, það var skilið eftir á vergangi.
Og á sér engan málsvara í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.1.2017 kl. 14:09
Takk fyrir þennan pistil og ekki síður athugasemd þína númer 2, hún segir allt sem segja þarf og er eiginlega efni í nokkra þarfa pistla, því í hugum fólks er ástandið í Sádi Arabíu fjarri, en þó undarlega nærri okkur í tíma hér og í rúmi hér, rétt eins og pistillinn ýjar að, en athugasemd þín nr. 2 hnykkir á. Ekki ætla ég að segja höfundi fyrir en bendi þó á að ef um Ísland væri fjallað og líkt því næst við Sádi Arabískt ástand vekti það meiri eftirtekt en að fjalla um Sádi Arabískt ástand og líkja svo Íslandi við það, þú skilur hvað ég meina félagi Ómar.
Mbkv., Pétur
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.1.2017 kl. 15:39
Athugasemdin þín góða er vitaskuld sú sem er merkt nr 3
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.1.2017 kl. 19:09
Blessaður Pétur Örn.
Mig minnir að flokkurinn, sem sérhæfði sig í að segja það sem hann taldi að fólk vildi heyra, hafi endað í rúmum 5% í síðustu alþingiskosningum. Þó hafði hann eytt einhverjum tugum milljónum í síðustu kosningabaráttu, og frá stofnun sinni, einhverjum hundruðum milljónum. Vissulega réði almannatengillinn ekki öllu, hann gat látið flokkinn þagað um ESB hneigð sína, en ekki afneitað henni. Sem hefði verið klókt, svona ef blekkingin hefði átt að vera algjör.
Eða það sem verra var, ef stefnan hefði verið engin, en hið fyrirfram "skynsamlega" stefna almannatengilsins verið algjör. Það er að 5% flokkurinn hefði ekkert haft að segja.
Sá sem rær á mið froðunnar Pétur minn, uppsker því miður, hans vegna, froðu. Sem ekki nokkur maður les til lengdar, eða í stærra samhengi, kýs til lengdar.
Svo er síðan annað mál hvort áróðursblogg hafi efni á pistli eins og þessum, svona þegar bloggið var og hét, þá passaði ég mig á að tengja við tvær, þrjár vinsælar fréttir á eftir, og innihaldið var svona "markaðsvænt" í merkingu þess að það höfðaði til markhópsins sem líklegur var til að lesa á hverjum tíma.
Taktík sem ég þurfti svo sem að tileinka mér snemma því ég var ekki alveg tilbúinn að skrifa mína grunnpistla út í loftið, og lærði smátt og smátt að sækja mér lestur, í trausti þess að einhver læsi það sem ég vildi að yrði lesið.
En þó að ég Pétur hafi ekki nennt að lýsa yfir formlegum dauða þess áróðursbloggs sem kennt er við Í upphafi skal endinn skoða, gerði ég það með þögninni, en eins og þú veist þá er besta leiðin til að drepa niður lestur, að segja ekki neitt í marga marga mánuði, að þá er þetta blogg svona á milli skipa svo ég vitni í gamalt sjómannamál.
Það sem þarf að segja, og ég vildi kannski sagt hafa, er ekki sagt á þann hátt að líklegt sé að það sé lesið. En ef ske kynni, þá hefur sá lestur meiri vigt en lestur á þeim pistlum sem hafa fátt annað sér til ágætis en að orða skammir og gagnrýni þess sem er á móti.
Síðan er það undir áhuganum komið hvort maður tengir sérviskuna við meinstrímið.
Hvort þessi pistill sé upphafið að öðru og meira veit ég ekki, ég skrifaði hann eingöngu vegna þess að ég vildi festa mér í minni hvurslags viðbjóður býr að baki vestrænni utanríkistefnu. Svona svo ég muni af hverju það var sagt að Snorrabúð væri stekkur, í því samhengi að fólk er löngu búið að gleyma af hverju það var tjaldað á Alþingi. Gildi mennskunnar eru svo útþynnt að fólk sér ekki muninn á henni og sýndartjöldum ómennskunnar.
Líkt og Göbbels hefði aðeins þurft að bæta við "frelsi og kynjafnrétti" og hinn kostaði nasismi hefði sigrað heiminn án þess að skriðdrekum hefði ekki verið beitt.
Það skiptir engu Pétur þó ég bendi á þá nöpru staðreynd að hið meinta borgarstríð í Sýrlandi lúti flestum forsendum beinnar innrásar erlendra ríkja, bæði varðandi fjármögnun eða mönnun, það les þetta enginn, fólki er alveg sama.
Það skilur ekki neitt fyrr en afleiðingarnar tjalda í þess eigin bakgarði.
Framsetning eða við hvað maður tengir. skiptir engu máli.
Jafnvel Nóbelskáldið myndi ekki hreyfa við fólki.
En það breytir því ekki að ef þú ætlar að breyta heiminum, þá þarft þú að vita af hverju. Þú þarft að þekkja hin ótal andlit skepnunnar sem þú ætlar að vega á vígvelli lífsins.
Eitthvað sem fólkið á móti flaskaði á, og skilur ekki ennþá af hverju það beið algjöran ósigur. Af hverju Bjarni klóki gerði út Benna frænda svo flokkurinn héldi velli Og réði því sem hann ráða vildi..
Hvað mig varðar, þá er þetta just in case. Maður veit aldrei hvenær gamli skæruliðinn lítur uppúr holu sinni og sér eitthvað sem hann vill plamma á með framhlaðningi sínum.
Ekki í dag, ekki á morgunn.
En maður veit aldrei Pétur.
Maður veit aldrei.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.1.2017 kl. 20:19
Nægt er fóðrið í framhlaðninginn og fullt tilefni til að plamma vel og hressilega ... sá tími er í vændum í lok þessarar viku, taktu bjútíblund þangað til :-)
Mbkv. Pétur
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.1.2017 kl. 21:28
Það er líklegast rétt Pétur.
Það er ekki félegt framundan, og minnsta áhyggjuefnið er hin ómengaða nýfrjálshyggjustjórn, verra er að það skuli ekki frjósa á Svalbarða.
Og verst er valdataka hins nýja Mussólíni í Washington.
En allra, allra verst er að ekki skuli heyrast í Herlúðrum lífsins sem ákalla hinn venjulega mann til að snúa bökum saman gegn ómennsku hinna Örfáu.
Menn hafa hætt að þegja að minna tilefni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.1.2017 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.