Engeyjarstjórn í burðarliðnum.

 

Og er það svo sem vel, að sýna almenningi sitt rétta andlit ætti að vera sjálfsögð kurteisi í stjórnmálum.

 

Benni frændi vann ekki aðeins þarft verk fyrir flokkinn, jók fylgi hans í yfir 40%.  Og náði að nýta sér trúgirni Pírata um að hann væri kerfisandstæðingur, og eyðilagði þar með möguleikann á samstarfi, vinstra megin við Sjálfstæðisflokkinn.

Því það var jú alltaf hætta á samstarfi vinstri og miðjuflokka.  En Birgitta greyið hélt að Framsóknarflokkurinn væri gerandi í íslenskri pólitík, og tók því náðarfaðm Engeyjarættarinnar fram yfir sögulega sátt á vinstri vængnum.

 

Og Benni frændi náði að stilla sjálfstæðum Sjálfstæðismönnum upp við vegg á þann hátt að þeir trúðu að ESB umsókn væri eina ráðið til að halda villta vinstrinu frá völdum.

Jæja, reyndar kallast sú umsókn þjóðaratkvæðagreiðsla í dag, en tilgangurinn ennþá sá sami.

Reyndar var sú blekking auðveld því allt síðasta kjörtímabil komst Bjarni upp með að afturkalla ekki umsóknina til ESB svo hún væri tilbúin þegar flokkurinn yrði blekktur til að halda umsóknarferlinu áfram.

 

Sumir gætu haldið að þessi ríkisstjórn frjálshyggju og auðs, myndi grafa hina endalegu gröf Sjálfstæðisflokksins, en það er mikill misskilningur.

Hinar kostuðu árásir vinstripennanna á flokkinn áttu sér aðeins eina skýringu, og það er sú óvænta samþykkt flokksþingsins í janúar 2009, að Bjarni og félagar mættu ekki sækja um aðild að ESB.

Aðild að ESB er forsenda hins algjöra arðráns fjármagnsins, þá eru engin innri landamæri á fjármagnsflutningum og endalaust hægt að flytja hagnað úr landi en skilja skuldir eftir hjá almenningi.  Og það er það sem átti að gerast í janúar 2009, og hefði gerst ef móðgaður Davíð hefði ekki mætt á svæðið og virkjað þjóðerniskennd hinna borgarlegu íhaldsmanna.  Sem aftur minnir á það að það voru mistök hjá Bjarna að fá Geir Harde til að styðja aðförina á Davíð með sinni æpandi þögn.  Því þá hefði Davíð ekki verið svona móðgaður.

Og síðan þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn mátt sæta stanslausum árásum hinna frjálsu fjölmiðla auðsins, Fréttablaðsins, Fréttatímans, Stöðvar 2 og Ruv.  Að ekki sé minnst á alla hina "róttæku" penna sem silfrið þiggja.

 

Þessum árásum mun linna.

Ekki á þann áberandi hátt að Gunni, Hallgrímur, Illugi og þeir allir hinir fari að vegsama flokkinn, þeir munu einbeita sér að fólkinu á móti, fólkinu sem ennþá vill halda í sjálfstæði landsins og þá velmegun sem ennþá er til staðar í samfélagi okkar.

Árásirnar á landbúnaðinn og sjávarútveginn munu því margfaldast í stjórnartíð Engeyjarstjórnarinnar.

 

Bjarni er því sigurvegari Panamaskjalanna, hvort sem hann átti putta sem hönnuðu atburðarrás eða náði að nýta sér uppákomuna til að jarða sinn helsta keppinaut í íslenskum stjórnmálum.

Og hann náði að mynda fyrst ómenguðu frjálshyggjuríkisstjórn Íslands.

Í þegjandi samkomulagi við fólkið í VG sem sveik vorið 2009.

Í raun snilld hjá svona ungum manni, og í raun ekki hægt annað en taka ofan hattinn fyrir þessum Machivelli Íslands.

 

Eftir stendur hvernig Davíð greyið kyngir þessari nýju ESB ríkisstjórn. 

Það verður ekkert fast í hendi til að gagnrýna, en áin sem rennur að ósi Brussel blasir við öllu vitibornu fólki.

Og hafi hann ekki vitað hverjir hvöttu Samfylkingarklárinn í atlögunni að honum í Seðlabankanum á sínum tíma, þá ætti honum að vera það ljóst núna.

Ekki nema hann sé vitgrannri en allir þeir sem hann gerir endalaust grín að fyrir meinta vitleysu og heimsku.

 

Fyrir áhugamenn um stjórnmál eru þetta skemmtilegir tímar.

En kannski ekki eins skemmtilegir fyrir almenning.

 

Hann hefur jú ekki sólina sem Grikkir geta jú alltaf huggað sig við.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Bjarni boðaður á Bessastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk minn kæri að segja sannleikann. Áramótakveðja til þín og ykkar allra. Guð veri með okkur á nýju ári.

Sigurður Haraldsson, 30.12.2016 kl. 16:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk sömuleiðis Sigurður, það er ígildi metalíu að fá hrós frá Byltingarmanni Íslands.

Takk fyrir gamla, og megi gæfan fylgja þér á nýju ári.

Kveðja,

Ómar.

Ómar Geirsson, 30.12.2016 kl. 19:12

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Var ekki Davíð Oddson látinn undirskrifa eitthvað á Landsspítalanum? (spurning hvort það samræmist siðferðisreglu réttarríkis óháða Landsspítalans reglum)?

Og, ef ég man rétt, þá var Ólafur Ragnar Grímsson látinn undirrita eitthvað mikilvægt á sama Landsspítalanum? (ó-löglegt og siðlaust Landsspítalans verk)?

Óska þér og öllum öðrum frelsisins og friðarins rétthöfum góðs komandi árs. Með þökk fyrir lífreynsluárið sem er næstum á mörkum þess núna, að vera útrunnið á eftirlits-neytendastofunnar opinberlega miðstýrðu og útrunnu dagsetningunni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.12.2016 kl. 23:55

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ein spurning þvælist ennþá dálítið um í höfðinu á mér.

Hvernig er það, á Bjarni Benediktsson yngri ekki neina móðurætt á Íslandi?

Er það eitthvað vandræðalegt á Íslandi að kanna uppruna pólitíkusa út frá móðurættum? Kannski hafi gleymst að reikna með mæðrum á karlaveldisstýrði eyjunni Íslandi, á Móður Jörðinni?

Er móðurætt Bjarna Benediktssonar alin upp í Engey?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.12.2016 kl. 01:58

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Svei mér þá Anna þá held ég ekki, kannski ekki eingetinn en allt að því.

Hins vegar átti Thor Vilhjálmasson rithöfundur móðurætt.

Þó hann hafi reynt að berjast gegn því hálf ævi sína.

Kveðja suður.

Ómar Geirsson, 31.12.2016 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 1438773

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband