15.9.2016 | 16:39
Kosningaskjálftinn mældist á Ritcher.
Uppá tæpan milljarð, eins og enginn hafi verið gærdagurinn þegar fjárhagsáætlun ársins var samþykkt.
Sem kvað á um svelti og niðurrif skólastarfs í Reykjavík.
En í dag, á að snúa vörn í sókn.
Undir eru þingmenn í komandi þingkosningum.
Skólarnir græða vissulega, og það liggur við að maður snúi laginu, "vildi væri jól alla daga" uppí vildi að það væru kosningar á hverju ári.
Við megum ekki gleyma því að þegar andófsflokkurinn Píratar, vonin um ný vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum, kennda við Bjarta framtíð, græni flokkurinn sem kennir alltaf helv. íhaldinu um allan fjárskort í kerfinu, og draumurinn eini um sameinaða jafnaðarmenn sömdu fjárhagsáætlun sína fyrir þetta skólaár, þá vissu þeir ekki að það yrðu kosningar í haust, enda Wintris aðeins nafn á tölvuleik.
Þegar mistökin uppgötvuðust og ljóst var að aðal kosningamál þessa flokka, að ráðast á núverandi ríkisstjórn vegna fjárþrenginga í almannakerfinu, væri í uppnámi, því ástandið er miklu verra hjá þessum flokkum í Reykjavík, að þá þurfti að gera eitthvað.
Og kanínan dró milljarð uppúr hati sínum, fannst óvart, og að sjálfsögðu eru menntamál í forgrunni, og allt á að vera gott á ný.
Eða fram yfir næstu kosningar.
Hvort þessi sjónhverfing dugi og þessir flokkar nái að blekkja kjósendur sína á eftir að koma í ljós.
Og eitt er víst að flokkshollir stuðningsmenn munu ekki sjá neitt athugavert við þessa blekkingartilraun, ekki frekar en þeir hinir sem segja að tilgangurinn helgi meðalið þegar aðför að Steingrími Joð er annars vegar.
Eftir standa stjórnmál þar sem aðeins eitt skiptir máli.
Völd, völd, völd.
Og vissan um að ekkert muni breytast eftir kosningar því í raun dansa allir limirnir eftir þræðum fjármagnselítunnar.
Sama stefna í raun, þegar menn stýra, sömu slagorðin þegar menn gagnrýna úr skotgröfum stjórnarandstöðunnar.
Sama tóbakið, sama lýðskrumið.
Og engar breytingar í sjónmáli.
En fyrst að eina raun stefnumál allra þessara flokka og flokksbrota er niðurskurður, hagræðing, fjársvelti, hví sýna þeir ekki fordæmi, og skera sjálfa sig niður´.
Í einn flokk.
Þjóðin losnar við hávaðann og argþrasið.
Og fær loksins að vita allan sannleikann.
Að lýðræðið er dautt, andaðist fyrir nokkrum árum síðan.
Og við tók auðræði, það er alræði fjármagns.
Feisum það, viðurkennum það.
Og ef við erum ekki sátt.
Byltum því.
Kveðja að austan.
Kveðja að austan.
Vilja snúa vörn í sókn í skólamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 450
- Sl. sólarhring: 729
- Sl. viku: 6181
- Frá upphafi: 1399349
Annað
- Innlit í dag: 379
- Innlit sl. viku: 5234
- Gestir í dag: 348
- IP-tölur í dag: 343
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar. Viltu ekki bara þjóðkjörinn, og þar með löglegan forseta, í boði yfirvaldsins í kirkjunni.
Hæstaréttar Íslands?
Það er að segja ef þú vilt raunverulegar breytingar til batnaðar í valdaembættum og stjórnsýslu Íslands?
Það þýðir ekkert að pönkast á valdalausu löggjafaþinginu flota-hertekna.
Íslandið kúgaða, Breta-veldis-garðinum Íslenskra flotaforingjanna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.9.2016 kl. 00:30
Allir sem hafa rétta innsýn í raunverulega atburðarrás pólitískrar embættisstjórnsýslu á Íslandi, vita að forseti Hæstaréttar Íslands ræður öllum smáum og stórum málum, en situr þó ekki í löglega þjóðkjörnu umboði, og þarf ekki að bera ábyrgð á einu eða neinu?
Þannig er nú það, á ó-ábyrga stjórnlausa stjórnsýslu/dómstóla-kerfi Íslands.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.9.2016 kl. 00:45
Nú nær ég þér ekki alveg Anna.
En hvað um það, takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 16.9.2016 kl. 06:08
Í tíð R-listans, sem var uppistaðan af sama ruslinu og nú stjórnar í Reykjavík,
sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem ennþá er á jötunni og sjúga af okkur
fé,3 dögum fyrir kosningar, að Reykjavík hefði aldrei staðið eins vel fjárhagslega og í
tíð R-listans. Að sjálfsögðu kusu allir þessir bláeygðu ruslið yfir sig aftur.
Strax eftir að hafa náð völdum aftur, var boðað til neyðarfundar vegna þess
hvað borgin var í miklum fjárhagsvanda.
Allt sem sagt var og gert fyrir kosningar var bara lýgi.
Holræsagjaldið, sem sett var á til að rétta af halla Reykjavíkur, er ennþá til
staðar og fleiri skattar sem þetta vinstra-samfó lið bjó til.
Ætlar almenningur alltaf að láta gull fiska minnið ráða för eða á ALDREI að læra
af sögunni..??
Því miður er það bara staðreynd, þó menn reyni að halda öðru fram, þá er bara
borgum og landi best stjórnað þegar íhaldið er við völd.
Sagan einfaldlega sýnir það.
Tek það fram, að ég er hvergi í flokki og finn mig ekki neins staðar
é þessari pólitík á Íslandi. Finnst vanta fólk sem stendur við orðin
og þorir að standa við þau. Ekkert af þessu liði í dag hefur það sem
vantar í að vera alvöru pólitíkus. Eiginlega allt sama rsulið með
mismunandi flokkanöfn.
M.b.kv. ávallt.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 16.9.2016 kl. 09:37
Blessaður Sigurður.
Ef lífið væri svona einfalt, að við létum íhaldið stjórna okkur.
Gat kannski verið rétt áður en svarta pest frjálshyggjunnar eitraði hægri flokka vestrænna landa.
Ringulreið er vissulega ekki góð, en auðsöfnun hinna örfáu er bein ávísun á endalok mannkyns.
En svarta pestin er ekki bara bundin við hægri flokka, í dag fer varla flokkur gegn alræði peningahyggjunnar.
Við sáum það í ICEsave, böðlarnir voru ekki bara VG liðar, systurflokkar þeirra í Skandinavíu voru í engu betri.
Ég hef oft hugsað Sigurður að blogga um nákvæmlega þennan raunveruleika, en hef aldrei séð tilganginn í því, það er mikil vinna að undirbyggja alvöru pistla, og það þarf alltaf að vera ávinningur. Þð sé eknhver lestur, eitthvað feedback, og einhver þróun á því sem sagt þarf að segja.
En í stuttu máli þá felst snilld auðræningjana í því að þeim tókst að viðhalda víglínum gömlu stéttarbaráttunnar sem mótuðust á fyrri hluta síðustu aldar.
Vinstri menn berjast gegn borgarastéttinni, og íhaldsmenn berjast gegn vinstri mönnum.
En enginn berst við hinn raunverulega óvin.
Takk samt Sigurður fyrir innlitið.
Margt hefur verið sagt hér og margt misvísandi, og þeim mun þakklátari er ég fyrir tryggð hinna föstu lesenda þessa pistla.
Ég hef ekki styrkinn til að fókusa á það sem er að gerast, og virkilega skiptir máli um framtíð okkar allra, en ef það gerist að fram kemur afl, flokkur eða leiðtogi, sem virkilega ræðst á heljarítök hinna örfáu, þá mæti ég á ný
En á meðan, takk fyrir mig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.9.2016 kl. 12:30
Takk fyrir góða pistla, Ómar. Það sem þú segir hér næst að ofan er trúlega alveg rétt, eða þekkt herbragð úr sögunni: "sundrið og sigrið" (divide and conquer).
Kolbrún Hilmars, 16.9.2016 kl. 13:35
Ef einn pistlahöfundur hér á moggablogginu er alltaf sannur, þá er það vinur minn Ómar Geirsson.
Takk Ómar fyrir alla þína frábæru pistla, þeirra er alltaf þörf til að minna okkur á að láta ekki sundra viti okkar
heldur að mynda alvöru andóf gegn kerfislægri ný frjálshyggjunni, pilsfaldakapítalismanun,
sem nýtir sér stofnanir ríkisins til að arðræna okkur og mala undir sig strit okkar.
Þetta segi ég sem algjörlega óflokksbundinn maður en sem þykir vænt um lífið og veit að það þrífst best
ef allir fá að njóta sín og það í sátt og samlyndi um að yrkja jörðina, hlusta og nema sammannlegan tóninn
og þykja í alvöru og af öllu hjarta jafn vænt um náunga sinn eins og sjálfan sig
... ekki af fórnfýsi heldur v.þ.a. það gagnast okkur öllum best og er til farsældar okkar allra.
Það er gróskan, í því er hin sammannlega lífsbjörg fólgin. Nema og heyra lífsins ljóð ... oh hrífast með.
Þinn vinur, Pétur Örn
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.9.2016 kl. 14:16
Blessuð Kolbrún.
Ég held að það hafi tekist svo vel að sundra allri andstöðu, að engin dæmi séu þekkt í mannkynssöngunni.
Það versta við það að hvorki hægri eða vinstri menn fatta að þeir eru i sama liði, liði fórnarlamba auðránsins.
Eins og við öll.
Og svo heldur fólk að kostuð bjánaframboð eins og Píratar leysi allan vanda.
En einn er þó flokkur sem er hreinn og beinn, og er ekki í neinum felubúning, og það er Viðreisn.
Flokkur þeirra sem flutu ofaná, fengu alltaf sín laun, sjá evru sem lausn við óstöðugleika.
Shitt þó restin éti það sem úti frýs.
Það er alltaf gaman að hafa undantekningu sem þó er heiðarleg.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.9.2016 kl. 14:27
Takk Pétur, alltaf gaman að lesa meitlaðan prósa, hvort sem forsendan er rétt eður ei.
Við fáum kannski heiðarlega úttekt á Hrunmálum, við fáum kannski mótspyrnu gegn þegar ákveðinni pólitískri aftöku, mótspyrnu sem afhjúpar kannski að hluta hvað gerðist eftir að þjóðin var blekkt með frumvarpinu um stöðugleikaskattinn.
Kannski, kannski ekki, en í orðinu kannski felst þó að eitthvað sé ekki alveg útilokað.
Þetta skýrist allt Pétur, en ef tilefni er til, þá koma fleiri kveðjur að austan,.
Heyrumst, Ómar.
Ómar Geirsson, 16.9.2016 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.