Þvílíkt eftirá klór.

 

Ásmundi Daða og öðrum sem bendla nafn sitt við þessi vinnubrögð formanns og varaformanns fjárlaganefndar, til vansa.

Hann fær þó hrós fyrir að ljúga ekki beint að hann hafi komið nálægt þessari prívat vinnu, og hann kannast ekki við að aðrir hafi komið að málinu.

Segist hafa haft vitneskju en varla þó, og getur ekki kallað þetta skýrslu, þetta sé svona meira samantekt, sem á þá eftir að fjalla um og vinna nánar í nefndinni, svo hægt sé að tala um skýrslu.

Á mannamáli heitir þetta að gefa fjarvistasönnun með þeim rökum að maður hafi hugsanlega verið með viðkomandi fjarri vettvangi glæps.

 

Þetta er sorglegt vegna þess að Ásmundur Daði hafði kjark til að gagnrýna mörg skollavinnubrögð síðustu ríkisstjórnar.

Þetta er sorglegt vegna þess að Ásmundur Daði áttar sig ekki á hversu alvarlegt það er fyrir þingið og starfsemi þess, ef störf nefnda er dregin niður í svaðið eins og formaður og varaformaður fjárlaganefndar gerðu með þessu einka útspili sínu.

 

Og menn verða að spyrja sig, hvar eru mörkin, hve lágt er hægt að leggjast svo samþingmenn grípi inní?

Geta menn kóperað níðpistla eins og Poldark lenti í fyrsta þætti, og kynnt sem skýrslu meirihluta fjárlaganefndar??

Eða kostaða auglýsingu um gæði tiltekins hlutar, og dreift til fjölmiðla sem skýrslu meirihluta fjárlaganefndar??

Hvar eru mörk lágkúrunnar??, hvenær segja þingmenn hingað og ekki lengra, við getum sóma okkar ekki vegna eftirá stutt svona vinnubrögð??

 

Eða er forsenda spurningarinnar röng, er Sómi aðeins orð yfir samlokugerð í huga þingmanna?

 

Eitthvað er það, eitthvað fær þingmenn til að ærumeiða sjálfan sig á þann hátt sem Ásmundur Daði gerir í þessu viðtali.

 

En gleymum því ekki að þó þetta verði enn ein smánin sem alþingismenn kokgleypa af flokkshollustunni einni saman, að þá lifir smánin fyrir það.

Hún hverfur ekkert, hún horfir aðeins raunamædd yfir þingsali.

Eftir stendur þjóðþing án virðingar, þingmenn án virðingar.

 

Sómi,sverð og skjöldur, var oft sagt á árum áður.

Þetta er kannski latína í dag.

Útdauð orð í tungumáli okkar.

 

Eitthvað er það.

Eitthvað skýrir að reisnin er hornreka kerling í þingsölum þjóðarinnar.

 

Eitthvað er það.

Kveðja að austan.


mbl.is Meirihlutinn styður skýrslugerðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1412733

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband