15.9.2016 | 08:33
Við vorum bara í vinnunni.
Segir Vigdís Hauksdóttir, eins og að hún viti ekki að hún vinni í fjárlaganefnd, gegni þar trúnaðarstarfi, og um vinnubrögð nefndarinnar gildi ákveðnar reglur.
Sem Vigdís fór ekki eftir í einu einasta atriði eins og kom fram í viðtali Mbl.is við Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðing.
Og Guðlaugur Þór hefur viðurkennt að þau Vigdís hafi borgað kostnaðinn við gerð skýrslunnar úr eigin vasa.
Svo efnisatriði málsins séu dregin saman, þá unnu Vigdís og Guðlaugur skýrslu á eigin vegum, héldu þeirri vinnu leyndri, og kynntu síðan niðurstöðu vinnu sinnar sem skýrslu meirihluta fjárlaganefndar. Líklegast til að gefa skýrslunni trúverðugleika og aukið mikilvægi.
Þar grófu þau hundinn, það er þessi lygi, þetta skrök, og misnotkun á trúnaðarstöðum sínum fyrir Alþingi, sem er ólíðandi.
Sem og það er með öllu ólíðandi að Ruv, ríkisfjölmiðillinn sjálfur, skuli ennþá nota orðaleppinn, "skýrsla meirihluta fjárlaganefndar", þegar ljóst var samdægurs að um prívatskýrslu þeirra Guðlaugs og Vigdísar var að ræða.
Ríkisfjölmiðillinn á ekki að útbreiða lygi á þennan hátt.
Það er augljóst á viðbrögðum, eða á maður að segja viðbragðsleysi, þeirra sem málið varðar, líkt og forsætisnefnd Alþingis, að menn kunna ekki að takast á við svona aulahátt.
Hafa ekki þá reisn að segja, "svona er ekki gert í nafni Alþingis".
Og hafa þar með opnað fyrir hyldýpi lágkúrunnar í framtíðinni.
Því það sem einn kemst upp með, mun næsti freistast til.
Etir stendur óstarfhæft Alþingi, bæði nefndir og þingsalir undirlagðir af pólitískum vígaferlum, endanlega rúið virðingu og trausti.
Sorglegur endir á þingferli hins mæta manns sem gegnir embætti forseta Alþingis.
Það er ekki gott.
Ekki gott.
Kveðja að austan.
Skýrslan ekki rannsóknarskýrsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 20
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 2039
- Frá upphafi: 1412738
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 1792
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll sértu Ómar Geirsson
Í fyrsta lagi, hver er þín skýring á því sem kemur fram í fréttinni
"að þingsályktun um að sett verði á fót rannsóknarnefnd vegna seinni einkavæðingar bankanna sé enn óafgreidd af Alþingi" ?
Virðingarfyllst
Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 09:28
Það er nú það dr. Símon.
Ætli það eins og svo margt annað, sé ekki bara spurning um viljann.
Það eru margir sem eru ekki um of hrifnir af dagsljósinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.9.2016 kl. 10:13
Sæll sértu Ómar Geirsson
Já, það er nú það og það er nú það.
Í öðru lagi, býst þú við að t.d. FME taki á þessu máli, hvers stjórnarformaður er sú sama og er annar eigandi Klínikar í Ármúlanum
sem tengist því fjármagnsliði sem vill einkavæða heilbrigðisþjónustuna?
Virðingarfyllst
Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 11:10
Nei dr. Símon, ég býst ekki við því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.9.2016 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.