"Neðar verður ekki komist".

 

Og það skiptir engu máli hvort þetta sé harmleikur eða farsi, ný viðmið hafa verið sett í lágkúru í íslenskum stjórnmálum.

Því lengri tími sem líður án þess að yfirmenn Vigdísar og Guðlaugs takast á við þessa smán Alþingis, því skítugra verður þjóðþing okkar, og allir þeir sem ábyrgðina neita að axla.

Við erum ekki skrípaland, við erum ekki skrípaþjóð, en það lítur þannig út ef allir yppta öxlum enn einu sinni.

 

Þetta snýst ekki um persónu Steingríms J. Sigfússonar, þetta snýst ekki um gjörðir hans sem fjármálaráðherra, þetta snýst ekki um innihald skýrslunnar á nokkurn hátt.

Þetta snýst um ólíðandi vinnubrögð sem eiga ekki að þekkjast.

Í öllum vestrænum lýðræðisríkjum hefðu Vigdís og Guðlaugur sagt af sér áður en að kveldi fyrsta dags var komið, annað hvort sjálfviljug, eða þvinguð.

Aðeins fólk sem er gjörsneytt reisn eða karakter, lætur eins og ekkert sé.

 

Það er kannski sorglegast við allan þennan harmleik, því þetta er náttúrulega ekkert annað en persónulegur harmleikur, að hann afhjúpar svo marga.

Eða hótar að afhjúpa svo marga.

Sem geðleysingja.

 

Forseti Alþingis, þeir sem skipa forsætisnefnd Alþingis, formenn stjórnarflokkanna, formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn í fjárlaganefnd, og í raun þingmenn alla.

Hvað þarf lágt að leggjast til að sómi manna neyðir þá til að bregðast við?

Sýna manndóm og reisn??

 

Þetta er ekki einkamál Alþingis, þetta er ekki einkamál þeirra sem þar ráða, og þeirra sem þar sitja.

Þetta fólk ber ábyrgð gagnvart þjóðinni, því ber skylda til að hindra að sómi og virðing Alþingis, sé dreginn í svaðið, og haft þar í geymslu líkt og rymjandi svín í svínastíu.

Þingmenn eiga ekki Alþingi, Alþingi er þjóðareign.

 

Og þingmenn eru trúnaðarmenn þjóðarinnar.

Og þeim ber að gæta að virðingu þingsins.

Og bæta úr ef á því verður brestur.

 

Þeir hafa ekki langan tíma til þess.

Þjóðin er að setja niður við aðgerðarleysi þeirra.

 

Eins og hún sé ekki lengur alvöru þjóð.

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Það verður ekkert neðar komist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekki einkamál SJS, það er rétt.

En finnst þér þetta vera í lagi? Nurtséð frá áfallinu...

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2016 kl. 00:37

2 Smámynd: Sandy

Mér finnst þetta langt frá að vera í lagi.SJS telur að ómaklega sé að honum vegið,en þá spyr ég, sem einn af mörgum þegnum þessa lands sem tapaði nokkrum miljónum í hruninu,og hef lítið gert síðan en að borga okurvexti á þau lán sem ég er með,var þetta sk..... ekki kosin til að verja hagsmuni fólksins í landinu? Og hvað um þau gögn sem engin má sjá, hvað er SJS að fela? þangað til allur þessi skítur er kominn upp á borð ætti SJS að tala sem minnst.

Sandy, 15.9.2016 kl. 08:07

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur,.

Það liggur við að mér finnist að þú sért að koma ofan af fjöllum eftir langa viðveru, reyndar endurnýjaður og hress.  En hafir ekki fylgst með lengi.

Svo að við höfum það á hreinu, þá bloggaði ég þó nokkuð marga pistla fyrir síðustu kosningar, reyndar fyrir tómu húsi því ég var ekki að blogga skammir, þar sem ég benti á að fólk þekkti alvöru andófsframboð á tvennu.

Annars vegar að það krefðist réttlætis fyrir fórnarlömb Hrunsins, og að bein landráð í ICEsave deilunni yrði nýtt til að sækja meðreiðasveina AGS til saka.

Þeir gerðu þá ekkert annað af sér á meðan þeir væru að útskýra af hverju þeir sviku þjóð sína á ögurstundu.

Afstaða mín til þeirra gjörninga sem koma fram í þessari skýrslu hefur alltaf legið hreint fyrir, og ég fullyrði að fáir hafa verið eins árásargjarnir gegn þeim eins og ég á undanförnum árum í bloggpistlum mínum.

En mér þykir vænt um lýðveldið og stofnanir þess.  Það er árangur af baráttu kynslóðanna fyrir réttlátri þjóðskipan.

Og það á að koma því til varnar þegar pólitískum vindhönum sést ekki fyrir í hjaðningavígum sínum.

Síðan Guðmundur er þessi skýrsla greiði fyrir Steingrím og flokk hans.

Sem mér þykir jafnvel ennþá verra, því fólkið sem sveik á ekki þingsali að gista. 

Óþarfi að hjálpa þeim að auka við fylgi sitt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.9.2016 kl. 08:49

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sandy.

Það þarf að rannsaka þetta mál allt saman, en það þarf að rannsaka það, ekki handvelja hráefni í pólitískar skítabombur, að aðilum sem á engan hátt hafa breytt öðruvísi en Steingrímur gerði á sínum tíma, núna þegar þeir sjálfir eru við völd.

Þetta er eins og hjaðningavíg milli glæpahópa, sem berjast um yfirráð yfir "markaðnum".

Gættu að að núverandi ríkisstjórn hefur í engu breytt þeim ákvörðunum sem síðasta ríkisstjórn tók, eins og Davíð Oddsson rakti ágætlega í Reykjarvíkurbréfi fyrir ekki svo löngu.

Skattalækkanirnar aðeins til málamynda, þú býrð við sama vaxtaokurkerfið, og núna síðast var kröfuhöfum leyft að fara með ránsfeng sinn úr landi, án þess að króna væri tekinn af honum til að bæta fórnarlömbum Hrunsins hluta af þeim skaða sem þeir urðu fyrir vegna mannanna verka.

Ekkert hefur verið gert til að hjálpa þeim fjölskyldum sem fóru á vergang, þó sá vergangur hafi ekki verið minni af umfangi en þar sem í mörgum löndum er talað um flóttamannavanda.

Nei Sandy, við megum ekki verða eins og konan sem reifst ennþá við nágranna sína, 50 eftir að þeir fluttu úr hverfinu.

Allt sem miður fór, var þeim að kenna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.9.2016 kl. 08:58

5 Smámynd: halkatla

Þetta eru orð að sönnu. En það er því miður orðið alveg ljóst að við ættum ekki að kvelja okkur með því að búast við einhverju sómasamlegu eða vitrænu frá Alþingi :( Fólkið sem velst þar inn er upptilhópa hvert öðru verra, og VH örugglega sú versta í sögu þess... Það er meiri reisn yfir næstu svínastíu, svona að meðaltali (allavega þar sem dýraníð viðgengst ekki).

halkatla, 15.9.2016 kl. 18:25

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú segir það halkatla.

Ég er reyndar mjög skömmóttur en ég ætla nú samt að segja að ég held að allflestir á þingi séu hið ágætasta fólk, en tíðarandinn og eitthvað sem ég skil ekki, býr til þennan leiðinda hrærigraut sem íslensk stjórnmál eru orðin.

Hins vegar held ég að það sé á hreinu að það vantar skörunga á Alþingi í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.9.2016 kl. 22:13

7 identicon

Sæll.

Má virkilega ekki benda á hvers lags vinnubrögð Steingrímur viðhafði? Skipta nú allir þessir milljarðar ekki máli?

Helgi (IP-tala skráð) 25.9.2016 kl. 07:05

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú breytir engu með lyginni Helgi, þú festir í sessi það sem þú vildir breyta.

Færð umræðuna á lygina, ekki á það þar sem þér tókst að segja satt.

Kallast að skjóta sig í fótinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.9.2016 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 2042
  • Frá upphafi: 1412741

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1795
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband