Forkastanleg vinnubrögð krefjast viðbragða.

 

Annars eru þau ekki forkastanleg, og aðeins um upphrópun minnihlutans að ræða.

 

Og bónarkvak um að hitt og þetta sé upplýst er ekki í samræmi við alvarleik málsins.

Hvað ætlar minnihlutinn að gera í framhaldinu??, bjóðast til að vaska upp og annað það sem Steingrímur Joð gerði í frægu áramótaskaupi.

 

Væri vottur að döngun í Oddnýju, þá krefðist hún tafarlausra svara um hvort skýrsla tvímenningana væri þegar samþykkt skýrsla meirihluta nefndarmanna. 

Og hún á ekki að sætta sig við undanbrögð eða eitthvað muldur og humm eins og hún lýsir í þessu viðtali við Mblis.

Hún á að krefjast svara með fulltingi forseta Alþingis.

 

Vegna þess að ef tvímenningarnir höfðu ekki fengið þessa skýrslu rædda og samþykkta af einhverjum meirihluta í fjárlaganefnd, þá er ljóst að þau lugu opinberlega að þjóðinni, sbr þessi tilvitnuðu orð í frétt Mbl.is af einkablaðamannafundi þeirra Vigdísar og Guðlaugs.

 

Þetta kem­ur fram í skýrslu meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is sem kynnt var í dag.

 

Það er ekki á nokkurn hátt hægt að mistúlka þessi orð, og annaðhvort er meirihluti, eða það er ekki meirihluti.

 

Og það er ekki til neitt sem heitir eftirá samþykkt.  

Aðeins gild fundagerð með stund, stað og undirskrift viðkomandi nefndarmanna er gild í þessu máli.

 

Og liggi það ekki fyrir, geti nefndarmenn ekki staðfest að þeir séu hluti af þessum meintum meirihluta, eða lýsi yfir að þeir hafi hvorki komið nálægt samningu hennar og samþykkt, að þá liggur aðeins eitt verk fyrir fjárlaganefnd.

Og það er ekki að ræða innihald skýrslunnar, hvað þá að fá svör um tilurð hennar.

 

Hið eina sem liggur fyrir, er krafa um tafarlausa afsögn formanns og varaformanns fjárlaganefndar.

Allt annað vanvirðir Alþingi.

 

Síðan, ef aðrir alþingismenn eru ekki svo samdauna lygum og blekkingum, þá eiga þeir að taka upp þá umræðu á fundi Alþingis, að viðkomandi þingmönnum sé ekki stætt að starfa lengur.

Alþingi sé ekki vinnustaður fyrir fólk sem lýgur vísvitandi uppí opið geð á almenningi þegar það kynnir sig sem trúnaðarfólk þingsins.

En kannski er þessi krafa fullhörð, það er að segja sú að ætla að aðrir þingmenn séu ekki samdauna lygum og blekkingum.

 

Kemur í ljós.

En það er ekkert val með afsögn.

 

Jafnvel þó enginn alþingismaður skilji af hverju.

Sem við skulum vona að sé ekki raunin.

 

Í þessu máli eru lappir ekki dregnar.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Ekki til að auka virðingu Alþingis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vertu viss. Skilningsleysið verður algjört og það kemur ekki á óvart hjá neinum sem hafa fylgst með. 

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 06:43

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Nei, líklegast er allt þetta fólk svo samdauna sandkassanum, að það kann ekki lengur að haga sér.

Og gerir því ekki kröfur á aðra um hegðun.

Ég skil ekki af hverju Vigdís og Guðlaugur skutu sig svona í fótinn, af hverju kynntu þau þetta ekki sem sína eigin skýrslu??

Svo er Vigdís hissa á að menn ræði ekki innihald skýrslunnar.

Þvílíkt klúður á annars þörfu verki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.9.2016 kl. 08:37

3 identicon

Sammála síðastu setningu. 

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 19:54

4 Smámynd: Ómar Geirsson

En er lendingin verður opinber óháð rannsókn á þessum myrku árum, þá er kannski hægt að fyrirgefa þeim.

Sjáum til hvernig málin þróast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.9.2016 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 511
  • Sl. sólarhring: 677
  • Sl. viku: 6242
  • Frá upphafi: 1399410

Annað

  • Innlit í dag: 433
  • Innlit sl. viku: 5288
  • Gestir í dag: 397
  • IP-tölur í dag: 391

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband