13.9.2016 | 17:19
Stjórnar Skari Skrípó Alþingi?
Ef ekki þá verða þau Vigdís og Guðlaugur ekki lengur formaður og varaformaður fjárlaganefndar, þegar dagur er að kveldi kominn.
Forsætisnefnd Alþingis getur ekki liðið svona vinnubrögð því hvað sem sagt er um Alþingi Íslendinga, þá stendur hvergi í samþykktum þess að það sé skrípasamkoma.
Því er ábyrgð stjórnenda þingsins mikil í þessu máli.
Og æra þeirra undir.
Einnig er ábyrgð stjórnarflokanna mikil, viðkomandi þingmenn sitja í þeirra nafni.
Ef þeir lúta forystu, þá grípa þeir til viðeigandi aðgerða.
Jarða málið strax, láta flokka sína ekki gjalda frumhlaups og hins algjöra dómgreindarleysi trúnaðarfólks flokka sinna.
En vissulega ef þeir eru aðeins tilbúin ímynd almannatengla, og geta ekkert gert af eigin frumkvæði, þá náttúrlega fjárfesta þeir í trúðsbúning, svo klæðnaður þeirra endurspegli stöðu þeirra.
Því Skari skrípó er alltaf auðþekktur, villir aldrei á sér heimildir.
Hann er trúður, ekki forseti Alþingis, eða formaður stjórnmálaflokks.
Skemmtir í afmælum, en stjórnar ekki þjóðinni, eða stýrir Alþingi.
Sumt er ekki umflúið.
Sumt þarf að gera.
Ef menn axla sína ábyrgð.
Kveðja að austan.
Þetta er ekki skrípasamkoma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 454
- Frá upphafi: 1412816
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 393
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finnst þér semsagt engin ástæða til að gagnrýna þau vinnubrögð sem fjallað er um í skýrslunni?
Eða skipta efnisatriði málsins kannski engu máli heldur bara formsatriði varðandi framlangingu og birtingu þeirra?
Guðmundur Ásgeirsson, 13.9.2016 kl. 18:18
Sæll enn á ný Ómar Geirsson
Mér finnst ástæða til að taka undir spurningu Guðmundar. Sú spurning er afskaplega góð og gild.
Mig undrar enn afstaða þín.
Virðingarfyllst
Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 18:33
Blessaður Guðmundur.
Það er rétt að ég er ekki sammála Rumsfeld að niðurstaða réttlæti aðferðirnar.
Tel það muninn á okkur og villimönnum.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 13.9.2016 kl. 18:50
Blessaður dr. Símon.
Þar sem þú ert nýkominn hér á bloggið mitt, þá reikna ég með að þú þekkir hvorki bloggferil minn, eða hvað ég hef gagnrýnt harðast gegnum tíðina.
Einræði, skrílræði, ólýðræði.
Svo eitthvað sé nefnt.
Mest vegna þess að ég tel lýðræði og lýðræðissamfélög forsenda velmegunar og velferðar.
Og lýðræði vex ekki á trjánum, og það fylgdi ekki Cherios pakkanum í gamla daga. Heldur er það uppskera langvinnar baráttu genginna kynslóða alþýðunnar, kostaði blóð, svita og tár.
Ég veit ekki hvort það sé svörtu pestinni að kenna, eða afleiðing almennrar úrkynjunar velmegunarinnar, að grunngildi samfélagsins hafa svo undan látið eins og raun er á, en það breytir því ekki að það sem við höfum þó ennþá óskemmt, eigum við ekki að láta lágkúru fjármagnsins eyðileggja.
Sá sem sér ekki fáráð vinnubragða þeirra Vigdísar og Guðlaugs, verður að gera það upp við sína vitsmuni, en slíka afsökun eiga ekki þeir aðilar sem ég spyr hvort séu klónar Skara Skrípó.
Þeir verða annað hvort að axla ábyrgð á þessari misnotkun fjárlaganefndar, eða taka inná sig þá gjaldfellingu sem af því hlýst að láta þetta viðgangast.
Varðandi síðan hina sorglegu spurningu Guðmundar, þá er því til að svara, að það er ekki þannig að Vigdís og Guðlaugur sæti algjöri kúgun, hafi ekkert málfrelsi eða vettvang til að tjá sig, og þurfi því að grípa til óyndisráða til að koma þessum upplýsingum á framfæri. Eða á ég að kalla þetta þeirra túlkun á liðinni atburðarrás.
Það er ekki þannig dr. Símon, og það sér allt vitiborið fólk.
Aðeins flokksheift, að ætt Jógrímu, getur skýrt þá blindu að mæla þessum handarbakavinnubrögðum bót.
Og það sem verst er, þetta styrkir stöðu Steingríms Joð, og nóg hafði ruglið styrkt hana fyrir,.
Gæti gefið manninum sem sveik, sveik meðal annars mig og mína, viðbótar þingsæti.
Svo skelfilegt er þetta.
Og það er ekki félegt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.9.2016 kl. 19:11
Mér þykir nú spurningin ekkert sorgleg, heldur miklu frekar umfjöllunarefni skýrslunnar. Staðreyndirnar breytast ekki hvað sem formi á framlagningu þeirra líður.
Ein af meginreglum íslensks réttar er sú að ekki skiptir máli hvernig sönnungargagna er aflað, ef þau nýtast á annað borð til að varpa ljósi á staðreyndir máls.
Svo má hafa skoðun á því hvort sú meginregla sé góð eða slæm, en hún er samt við lýði að óbreyttu.
Yfir og út.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.9.2016 kl. 19:27
Ja Guðmundur, nú þykir mér týra, held að þú ættir að láta lögguna vita af því, þar á bæ eru menn farnir að hafa áhyggjur hvort þeir noti rétta leturgerð þegar þeir skrifa skýrslur sínar, þeir vita aldrei hvar hártogunin um formið ber næst niður.
En spurning þín er samt ákaflega sorgleg því hún áttar sig ekki á grundvallaratriði réttrar hegðunar í lýðræðisþjóðfélagi. Hún væri svona ósorglegri ef við lifðum í einræðisríki, og þú sæir ekkert athugavert við gerræði og eina af grundvallarreglu alræðisins, að tilgangurinn helgi meðalið.
Sem hann gerir aldrei.
Aldrei.
Því það er munurinn á sið og ósið, á villimanni og manni.
En fyrst að þú last andmæli mín til nýliðans, dr. Símons, þá áttir þú að klára að lesa það svar.
Það er ekki verið að ræða um hvernig upplýsinganna var aflað, og það liggur ekki fyrir að Vigdís og Guðlaugur hefðu verið nauðbeygð að nýta sér þessa leið til að koma túlkun sinni á þegar þekktum upplýsingum, áleiðis.
Þau geta því ekki varið misnotkun sína á stöðu sinni innan fjárlaganefndar með tilvísun í einhvern neyðarrétt.
Þeim varð hrikalega á, og þurfa að axla ábyrgð gjörða sinna. Eiga að axla ábyrgð gjörða sinna.
Síðan verð ég að segja þér það Guðmundur, að ég hef áður lesið svona rök sem þú notar, þau kallast að verja hið óverjanlega með öllu því sem tiltækt er, vegna þess að "mínir" menn frömdu hið óverjanlega, eða að það er verið að koma höggi á einhvern sem ég vil að verði höggvinn.
Þetta var hlutskipti VG liða á síðasta kjörtímabili.
Sorglegt hlutskipti, og ekki til eftirbreytni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.9.2016 kl. 19:50
Sæll Ómar Geirsson
Ert þú þá sammála Steingrími J. Sigfússyni þegar hann segir núna:
„Þetta er samsuða ásakana og stóryrða sem áður hafa verið sett fram og verið í gangi í nokkur misseri“
?
Virðingarfyllst
Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 20:14
Eitt enn,
um nokkuð langt skeið hef ég fylgst með skrifum þínum, án þess þó að tjá mig um þau fyrr en upp á síðkastið.
Mér er því nokkurn veginn ljóst hvar áherslupunktar þínir liggja.
Mig undrar því enn hví svo ágætur bloggskrifari sem þú oft ert skulir nú á fullu vera orðinn kaþólskari en páfinn
í vörn þinni fyrir helsta talsmanni þess að þjóðin skyldi fara á krossinn fyrir syndir alls fjármálaheimsins.
Og vörn þín byggir einungis á formsatriðum líkt og Guðmundur bendir réttilega á.
Það er ekki nema von að þú spáir því að Steingrímur J. komi sterkari út úr þess en nokkru sinni fyrr
þegar jafngóðir og þræl-vanir bloggarar og þú leggjast á árarnar að upphefja hann.
Virðingarfyllst
Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 20:26
Blessaður dr. Símon.
Ég sé hreinlega ekki hvað orð Steingríms Joð komi innihaldi þessa pistils, eða umræðunni á þræðinum hér að ofan, nokkuð við.
Hins vegar ef þú hefði spurt mig þessarar spurningar í þeim tveimur pistlum sem ég vék að innihaldinu, og setti það í samhengi við grafalvarlega atburði líðandi stundar, þá sagði ég, sem ég get endurtekið, að jóðsótt fílsins gat af sér kattarþvott Steingríms.
Því réttlæting hans er réttlæting Bjarna Ben.
Og ég greyið sem hélt að Vigdís hefði eitthvað í höndunum.
Það er allavega ljóst að núverandi ríkisstjórn hefði ekki samið á neinn hátt öðurvísi, þetta byggðist allt á upprunalegu samkomulaginu við AGS.
Hvort við hefðum gert eitthvað öðruvísi dr. Símon, það má guð vita. Vonandi hefðum við haft kjark til að standa á móti. Ég held að Davíð hefði gert það, þess vegna var honum fórnað. Og Andófið lét blekkjast til að sjá um þann þrýsting sem réttlætti svo brotthvarf Davíðs, og innlimun Seðlabankans í hagsmunabandalag hrægammanna.
Steingrími var vorkunn, en grundvallarfeill hans var að átta sig á því að hann var ekki kosinn til að svíkja.
Menn starfa ekki með djöflinum, þó hann virðist hafa öll spil á hendinni, sérstaklega ef menn gáfu sig út fyrir að geta kveðið hann í kútinn líkt og Kolbeinn Jöklaskáld forðum daga.
En þetta kemur núverandi misnotkun á stofnunum lýðveldisins ekkert við.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.9.2016 kl. 20:30
Sæll Ómar Geirsson
Ég ítreka það sem ég sagði hér að ofan:
"Það er ekki nema von að þú spáir því að Steingrímur J. komi sterkari út úr þess en nokkru sinni fyrr
þegar jafngóðir og þræl-vanir bloggarar og þú leggjast á árarnar að upphefja hann."
Segi því sem Guðmundur: "Yfir og út." Við erum greinilega, alla vega hvað formsatriðin varðar, fífl í þínum huga.
Virðingarfyllst
Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 20:43
Blessaður aftur dr. Símon.
Ég ber ekki ábyrgð á ólæsi þínu, og ályktanir þínar að ég sé á einhvern hátt að mæla Steingrími Joð bót, eru því mér óviðkomandi.
Hins vegar syrgir það mig að þú skulir ekki skilja rökfærslu mína um sið versus ósið, annað getur ekki útskýrt orð þín um að ég sé að velta mér uppúr formsatriðum. Ég vona að þetta sé skilningsskortur, annars er asskoti stutt á milli þín og Donalds Rumsfeld, sem taldi það ekki máli skipta á hvern hátt upplýsinga væri aflað, bara ef upplýsingarnar kæmu að notum. Skipaði þar sér á bekk með ekki ómerkari mönnum en Beria og Himmler. Rumseld vissulega ánægður með félagsskapinn, en ég hélt að þú værir ekki sama sinnis.
Varðandi orð þín um að ég líti á ykkur Guðmund sem fífl, þá skaltu aðeins tala fyrir þína hönd, ég tel mjög líklegt að Guðmundur hafi skilið þessi rök mín; "Það er ekki þannig dr. Símon, og það sér allt vitiborið fólk. Aðeins flokksheift, að ætt Jógrímu, getur skýrt þá blindu að mæla þessum handarbakavinnubrögðum bót.". Hann gerði allavega ekki athugasemd við þau. Hann er líka gamall lesandi og þekkir því alveg glímu mína við VG liðana sem reyndu að verja hið óverjanlega, til dæmis með þeim rökum, að ICEsave væri bein afleiðing af stefnu Sjálfstæðisflokksins, þjóðin hefði kosið flokkinn til valda tekk í trekk, og ætti því að borga ICEsave, það væri svona réttlát tyftun í anda hinnar lútersku geðveiki 17. og 18. aldar. Eða rökin að Árni Matt hefði samið um 6, eitthvað vexti, því væru 5, eitthvað vextir mikil kjarabót. Og Svavars samningurinn því flottur.
Guðmundur skilur alveg þessi rök um að verja hið óverjanlega, en hins vegar er það þitt mál hvort þú kýst að gera það ekki. En mundu að það ert þú sem kallaðir ykkur fífl, ekki ég.
Að lokum þetta dr. Símon, í athugasemd sem ég fékk við einhvern af fyrri pistlum mínum var lagt út af orðum mínum um auma þjóð, að hún væri vesæl, sem ég í athugasemd tók ekki undir. Hins vegar vil ég kveða skýrt að orði að það er vesælt Andóf sem dansar í takt við niðurskurðarböðla núverandi ríkisstjórnar, fólksins sem ber ábyrgð á stærsta þjófnaði Íslandssögunnar, ábyrgð á að þeir sem hallloka fóru eftir hrun var neitað um réttlæti, hvað þá að fórnarlömbum Hrunsins fengju notið slíks, bara vegna þess að það telur sig koma högg á gamlan andstæðing sem er ekki issjú dagsins í dag.
Er ekki lengur gerandi, en niðurskurðarböðlarnir eru það hins vegar, í engu skárri en sá sem átti að koma höggi á.
Og hið hlálega er að hið meinta högg er þvílíkt vindhögg að það styrkir í stað þess að veikja. Er búmmerang af flottustu gerð.
Nei dr. Símon, núverandi ástand er ekki skrifað á þjóðina, hún hefur ekki náð áttum, vegna þess að Andófið lætur endalaust glepjast af mýrarljósum úr smiðjum atburðarsmiða fjármagnsmafíunnar.
Lætur endalaust spila með sig og er rúið öllum trúverðugleik í augum þjóðarinnar.
Þjóðin áttar sig nefnilega á því að þó ástandið er slæmt, að þá getur það orðið mikið verra.
"Ég er á móti" er engin forsenda farsællar stjórnunar.
Það þurf fleiri en Sigmundur Davíð að líta í sinn eigin barm.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.9.2016 kl. 21:36
Hvað er það sem fer svona í nefið á þér Ómar Geirson, það skyldi þó ekki vera það að til skuli vera nefndir skipaðar fólki sem vogar sér að gera athugasemdir við störf þingmanna og ráðherra?
Hverjir gerðu ekki athugasemdir við störf Geirs Haarde, heldur kærðu hann fyrir landsdómi. Það er engin ákæra í þessari skírslu á Steingrím j. Sigfússon, bara umsögn um, ja hvað, segð þú mér Ómar?
Hrólfur Þ Hraundal, 13.9.2016 kl. 22:41
Blessaður Hrólfur.
Það er rétt að vinstri stjórnin misnotaði þingmeirihlutann sinn til að ná sér niðri á pólitískum andstæðing svo þjóðarskömm hlóst af, öllum til vansa sem að komu, þar á meðal núverandi ríkissaksóknara.
Og fannst þér það til eftirbreytni??
Þó ég sé ekki að líkja saman misnotkun á Landsdómi og fjárlaganefnd, þá er eðli gjörningsins sá sami.
Og hann var rangur, óháð því hverjir áttu í hlut. Rangt er ekki bara rangt þegar andstæðingar þínir eiga í hlut Hrólfur Hraundal.
Þú spyrð mig hvort eitthvað sé að því að til skuli vera nefndir skipaðar fólki sem vogar sér að gera athugasemdir við störf þingmanna og ráðherra.
Og svarið er augljóslega að það er ekkert af því.
Gott mál, viðkomandi einstaklingar geta tekið upp mál innan þingnefnda, eða sem þingmenn í sölum Alþingis, þeir geta lagt fram fyrirspurnir, beðið um rannsókn og svo framvegis. Og þeir geta beitt sér utan þings, boðað til blaðamannafundar og svo framvegis.
En þeir geta ekki boðað til prívat fundar og kynnt skoðanir sínar, og sagt að þær séu skoðanir meirihluta sinnar nefndar, bara vegna þess að þeir hafa umboð meirihluta þingnefndarinnar til að gegna trúnaðarstörfum fyrir viðkomandi nefnd.
Það er skrípó, ef menn vilja vera kurteisir, og ekki taka sterkt til orða.
Og alvarleiki málsins er að þetta er misnotkun, eða réttara sagt nauðgun á starfsháttum Alþingis, þingnefndir gegna gríðarlegu mikilvægu hlutverki, og í dag eru þær í raun það eina sem virkar í störfum þingsins, og það er óbætanlegur skaði að eyðileggja þann frið, sem þó hefur haldist innan þingnefndanna.
Og við tekur botnlaust hyldýpi ruglsins sem þegar hefur stórskaðað störfin í þingsal, og eyðilagt virðingu Alþingis út í þjóðfélaginu.
Nei Hrólfur, þetta er ekki það sem íhaldsmenn standa fyrir,,og Skari Skrípó stjórnaði ekki Sjálfstæðisflokknum þegar flokkurinn var og hét.
En margt hefur greinilega breyst í Valhöll.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.9.2016 kl. 07:25
Ómar Geirsson
Marinó Njálsson hefur eftirfarandi um málið að segja og tel ég hann greina kjarna málsins ágætlega.
ert þú ósammála orðum hans þegar þú neitar að ræða efnisatriði skýrslunnar en einblínir á formlegheitin, eins og Steingrímur J?:
"Mjög mikilvægt er í umræðu, sem þessari, að greina á milli ákvörðunarinnar og útkomunnar. Ákvörðun Steingríms gerði EKKI ráð fyrir að innheimt yrði 6 árum síðar stöðugleikaframlag. Hún gerði eingöngu ráð fyrir að bönkunum tveimur yrði komið í hendurnar á kröfuhöfum.
En það er fleira sem hún gerði og gerði ekki ráð fyrir:
- hún gerði ráð fyrir að slegið yrði af kröfu um mat á eignasöfnum ;
- hún tók ekki tillit til þess að virði lánasafna heimilanna yrði lækkað vegna hugsanlegs ólögmætis gengistryggðra lána;
- hún gerði ekki ráð fyrir upptöku á endurmati lánasafna nema í mjög stuttan tíma;
- hún gerði ekki ráð fyrir niðurstaðna dómsmála um gengistrygginguna eða verðtryggingu;
- hún gerði ekki ráð fyrir að lán yrðu leiðrétt eða að bankarnir þyrftu að gefa eftir kröfur á lántaka vegna tjóns sem gömlu bankarnir höfðu valdið íslenskum heimilum og fyrirtækjum;
- hún gerði hins vegar ráð fyrir að nýju bankarnir gætu fitnað eins og púkinn á fjósbitanum af virðisaukningu útlána;
- hún gerði ráð fyrir að kröfuhafar gætu fengið til sín útgreiddan arð frá bönkunum sem þeir eignuðust;
- hún gerði ráð fyrir opnu skotleyfi á íslensk heimili og fyrirtæki;
- hún gerði ekki ráð fyrir að gömlu bankarnir greiddu ríkinu sektir vegna skaðans þeir höfðu valdið;
- hún gerði ekki ráð fyrir að hægt væri að sækja bætur til bankanna.
Nei, það liggur við að ákvörðun Steingríms hafi eingöngu gert ráð fyrir að kröfuhafar gætu endurheimt nokkur hundruð milljarða aukalega af kröfum sínum og það yrði á kostnað heimilanna og fyrirtækja. Steingrímur ætlaði aldrei að innheimta stöðugleikaframlag. Nei, hann vildi verja "rétt" kröfuhafa gegn rétti heimila og fyrirtækja fyrir sanngjörnum lyktum mála."
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 14.9.2016 kl. 12:28
Og dr. Símon, hvað með það, á þá að gefa Steingrími skálkaskjól með því falsa persónulega skýrslu og kalla hana skýrslu meirihluta fjárlaganefndar??
Myndirðu taka mark á Marínó ef hann setti þetta álit sitt fram sem ráðgjafi OECD vegna þess að hann hefði einu sinni tekið í höndina á einum slíkum??
Það þarf ekki að ræða hvað Steingrímur gerði, hann hefur útskýrt að þetta var það eina sem hann gat í stöðunni, að gefast upp. Hafði það sér til afsökunar að hann teldi að annars hefði ekki verið hægt að fjármagna hina endurreistu banka og að áhættan af málssókn hefði getað tafið allar endurreisn.
Það er allavega hægt að taka undir með Steingrími að hann lifði óvissu tíma, og það voru ekki margir góðir leikir í stöðunni.
Núverandi ríkisstjórn bjó ekki við þennan þrýsting, og þessa óvissu, en hún þurfti að sætta sig við þetta samkomulag Steingríms.
En hún hafði það tromp á hendi að allir fjármuni voru læstir inni vegna gjaldeyrishaftanna. Hún gat gert kröfu um skaðabætur, sbr. " hún gerði ekki ráð fyrir að hægt væri að sækja bætur til bankanna.", og hún gat gert tilraun til að rétta hlut fórnarlamba Hrunsins með þeim skaðbótum.
Hún gerði það ekki, raunveruleiki stöðugleika framlagsins var sá að ekki var til beinharður gjaldeyrir til að flytja úr landi allar innlendar eigur bankanna, og það sem eftir sat, var kallað stöðugleikaframlag.
En til að fá umboð Alþingis til að semja eða gefa eftir við kröfuhafana, þá blekkti hún þjóðina með frumvarpi sínu um stöðugleikaskattinn, sem kvað á um 40% skatthlutfall af eignum slitabúanna. Sem aldrei stóð til að innheimta, og rökin voru sótt í smiðju Steingríms, að annað tefði endurreisn, og svo var þessi óvissa um málssókn.
Með öðrum orðum, niðurskurðarböðlarnir, Vigdís og Guðlaugur eru hluti af stjórnarmeirihluta sem sýndi nákvæmlega sömu hegðun og Steingrímur Joð, með nákvæmlega sömu réttlætingu, án þess að geta notað óvissutímana sér til afsökunar.
Og núna, korteri til kosninga, þá ætlar það að sækja sér stuðning til áframhaldandi voðaverka, með því að slá pólitískar keilur með samsuðu úr sínum eigin ranni, og ljúga því að þjóðinni að um skýrslu meirihluta fjárlaganefndar sé að ræða.
Þetta er svo aumt dr. Símon, ekki hjá þeim, heldur hjá því andófsfólki sem lætur nota sig í þessum skrípaleik öllum.
Því miður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.9.2016 kl. 13:53
Ómar Geirsson
ert þú nú farinn að að ásaka Marinó Njálsson um aumingja sem "lætur nota sig í þessum skrípaleik öllum."
Kv. Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 14.9.2016 kl. 14:04
Nei Marínó kemur ekki fram undir fölsku flaggi, hann misnotar ekki stöðu sína, og er því ekki á nokkurn hátt sambærilegur og niðurskurðarböðlarnir.
Þar að leiðandi á hann ekkert sambærilegt með þeim Guðlaugi og Vigdísi.
Hann er aðeins að vinna úr þeim upplýsingum sem liggja fyrir, og hann hefur margoft bent á þetta. Ítrekað frá Hruni í frábærum pistlum sínum, og heldur því vonandi áfram.
Þú virðist ekki átta þig á dr. Símon að þegar tveir glæpahópar takast á, að þá getur vissulega annar gefið upplýsingar sem gagnast í baráttunni við glæpi, til dæmis vitnað í ársskýrslu lögreglunnar um útbreiðslu glæpa, en það gerir hann ekki stikkfrían, eða gefur honum frítt spil að sitja einan að hinni glæpsamlegu starfsemi.
En sá sem gengur í takt með öðrum glæpahópnum, því honum er eitthvað illa við hinn, hann er í besta falli nytsamur sakleysingi, en oftast hluti af glæpaverkinu.
Þú getur valið í hvorum hópnum þú ert dr. Símon.
En bendlaðu ekki Marínó við vörn þína fyrir niðurskurðarböðlana, og gættu að þú kaust sjálfur að kalla þig aumingja.
Og gerðu ekki öðrum upp það orð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.9.2016 kl. 14:21
Sæll enn á ný Ómar Geirsson
Það sem öndvegisamaður sem ég þykist vita að þú sért þarft að átta þig á er að stundum þarf að rugga bátnum.
Í því er hreyfiaflið fólgið. Gróandin sprettur ekki alltaf upp úr hreinni mold, heldur einmitt upp úr átökum.
Mér virðist að allt muni nú fara í "formlegt ferli", ef marka má fréttir ruv:
http://www.ruv.is/frett/umraedu-um-bankaskyrslu-frestad
Virðingarfyllst
Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 14.9.2016 kl. 14:28
Upp úr drullinni vaxa oft fegurstu blómin, hversu aum sem þú telur þau vera.
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 14.9.2016 kl. 14:30
Hvernig átti að skilja orð þín
"Þetta er svo aumt dr. Símon, ekki hjá þeim, heldur hjá því andófsfólki sem lætur nota sig í þessum skrípaleik öllum."
öðru vísi en þú ættir við Marinó?
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 14.9.2016 kl. 14:33
Blessaður dr. Símon.
Ég sé allavega að þú ert ekki doktor í íslensku, og ég vona það þín vegna að þú segir ekki á móti við fólk sem segir þér að það sé aumt í bakinu, að það sé aumingjar. Gætir þurft að fjárfesta í sólgleraugum í kjölfarið.
Síðan ertu lélegur að leggja út af spakmælum, vissulega geta vaxið fögur blóm uppúr drullu, en það kemur bara þessu máli, og forsendum þess ekkert við. Reyndu ekki að skýla auma hegðun á bak við fögur blóm, og síðan ætti allt andófsfólk að vita að það kemur ekkert fagurt úr ranni niðurskurðarböðla.
Þeirra er alltaf auðnin.
Síðan skaltu gera þér fyllilega grein fyrir því að þau Vigdís og Guðlaugur eru ekki að rugga bátnum, hvað þá það andófsfólk sem skríður í kjölfar þeirra.
Það er aðeins að styrkja einn glæpahóp í sessi á kostnað annars.
En ég er hins vegar að rugga bátnum, hví í fjandanum heldur þú að ég sé að skrifa þessa pistla og taka þetta debat við þig.
Til að ergja mæta íhaldsmenn eins og Hrólf Hraundal, margherta samherja úr ICEsave stríðunum.
O nei, o nei dr. Símon.
Heyrumst,
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.9.2016 kl. 15:35
Sæll Ómar Geirsson
Megir þú rugga bátnum sem lengst :-)
Varðandi doktorsgráðu mína þá nældi ég einmitt í hana með því að skerpa hugsun þeirra sem rugga bátnum, landi og lýð til heilla.
Það er sú eina doktorsgráða sem máli skiptir í og fyrir lífið, gróskuna og gróandann.
Virðingarfyllst
Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 14.9.2016 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.