13.9.2016 | 09:27
Það húmar að kveldi.
Stjórnmálaferils Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Þegar menn eins og Guðni Ágústsson, segja hreint út að hann eigi að víkja, flokksins vegna, þá er ljóst að þunnur er orðinn stuðningsmannahópur hans.
Jafnvel þó hann taki slaginn, og hafi sigur, þá er ljóst að aðeins flokksbrot verður eftir til að leiða.
Svona eins og Samfylkingarbrotið er eftir atlögu Jóhönnuliðsins að Árna Pál.
Líkt og Sjálfstæðisflokkurinn er að verða eftir að gömlu kallarnir mættu á kjörstað og skáru konur flokksins niður við trog.
Sigmundur Davíð er sinn eigin sökudólgur.
Ég er ekki að vísa í Wintris,og þann klaufagang allan, ekki heldur þegar hann spilaði sig spinnegal með því að upplýsa um njósnir og annan yfirgang fjármálamafíunnar, án þess að geta fært fyrir því nokkrar áþreifanlegar sannanir.
Ég er að vísa þegar hann skreið ofaní vasa Bjarna Ben í aðdraganda uppgjörsins við kröfuhafa gömlu bankanna, sem mest megins eru hrægammar, bæði innlendir og erlendir.
Bjarni notaði Sigmund, leyfði honum að baða sig í sviðljósinu, og setti hann síðan út í horn, þegar nauðsynlegt samþykki Alþingis lá fyrir um að fjármálaráðherra mátti ganga frá samningum við kröfuhafana.
Bjarni leyfði Sigmundi eiga sviðið á blaðamannafundinum þar sem boðaður stöðugleikaskattur var kynntur, uppá langtum hærri upphæðir en síðar var samið um. Sigmundur Davíð lék síðan lykilhlutverkið þegar Alþingi samþykkti hinn boðaða stöðugleikaskatt, sem yrði lagður á nema kröfuhafarnir semdu fríviljugir um stöðugleikaframlag, sem ætlað var í kynningunni, svipuð upphæð og hinn boðaði stöðugleikaskattur, eða rétt tæpir 900 milljarðar.
Og Sigmundur lék sig svo inní hlutverk sitt að hann talar ennþá eins og að hinu háu upphæðir hafi komið í ríkissjóð. Og flokksmenn hans kyrja þá sömu möndru. Eins og fólk sé fífl og trúi öllu því sem logið er að því.
En eftir að Alþingi samþykkti að aflétta gjaldeyrishöftunum að undangengnu samkomulagi við kröfuhafana, samkomulagi sem Alþingi hefði síða ekkert um að segja, að þá var það fjármálaráðherra, ásamt seðlabankastjóra, sem fóru með forræði samningaviðræðnanna, og það virðist ekki hafa hvarflað að þeim eina einustu mínútu að semja um þær upphæðir sem um var rætt í frumvarpinu um stöðugleikaskattinn, og greinargerð þess.
Það kvisaðist strax út fréttir að til stæði að semja um miklu lægri upphæðir, og það var ljóst af tali Sigmundar, sem ennþá talaði um stóru upphæðirnar, að hann var ekki með í ráðum, eftir á er augljóst að honum var haldið utan við sjálfa ákvörðunartökuna, og honum var stillt upp við vegg og látinn samþykkja orðinn hlut.
Sigmundur Davíð var leiksoppur, og hann hafði ekki þá styrk, eða eigum við að kalla það manndóm, til að setja hnefann í borðið, og fara gegn þessar mafíu sem hann hefur svo fjálglega lýst að hann hafi snúið niður.
Eftir að Wintris málið komst upp, þá er ljóst að hann hafi haft beinan ávinning uppá 40-60 milljónir (þeir sem vilja vita forsendur þessara talna er bent á að lesa bloggpistil Friðriks Hansen þar um).
Það lítur þannig út að Sigmundur Davíð hafi selt þjóð sína fyrir smánarfé, eða um 12 silfurskildinga.
Lítur út fyrir segi ég því ég dreg það ekki í eina mínútu í efa að þannig sé málin ekki vaxin.
Ég trúi einfaldlega Sigmundi þegar hann segist vilja vel, og hann hafi alltaf tekið hag þjóðar fram yfir sinn eigin hag. Í það minnsta trúi ég konu hans þar um.
En ef menn eru ekki Júdas, og harðsvíruð mafía féflettir þjóðina á þeirra vakt, og einu viðbrögðin eru að láta eins og féflettingin hafi ekki átt sér stað; hvað eru þeir þá??
Það er spurning sem Sigmundur Davíð hefur ekki svarað, og þess vegna húmar að kveldi hans stjórnmálaferils.
Honum til vorkunnar má hann eiga að hann er ekki einn um að hafa ekki kjarkinn til að svara þeirri spurningu, til dæmis hímir uppí Móum geðvondur karl sem dreymir um endurkomu að hætti Churchils, en áttar sig ekki á forsendu hans endurkomu.
Sem var að Churchil hafði kjark til að ganga gegn fjármálamafíu þess tíma. Sagði satt þegar aðrir vildu stinga hausnum í sandinn.
Þar liggur efinn, það þarf kjark til að mæta ræningjum sem virðast öll tögl og haldir hafa í höndum sínum. Allavega vita það allir sem hafa séð Magnificent Seven.
Og kjarklaus maður mun ekki ná að spóla sig uppúr þeirri forarkeldu sem Sigmundur Davíð er í.
Eins og ég benti á í gær, þá er búið að grafa hans pólitísku gröf, og núna er Guðni að vefja hana silkiklæðum svo hvíldin í henni verði mýkri fyrir vikið. Silkiklæði ofin úr þeim rökum að flokkurinn sé stærri en einstaklingurinn, en segir í raun, forðumst þann subbuskap að þér verði hent emjandi úr formannsstól.
En það er annað með kjarkinn, hann losar sig við Ormstungurnar sem slefa í hann óráðum úr ráðgjafastól, tekur sér í hönd sverð baráttunnar, réttir úr sér, og ríður til orrustu. Jafnvel þó sigur sé ekki vís, eiginlega óvís, en fallið því sem næst óumflýjanlegt.
Það er aldrei of seint að rétta úr sér, og fara gegn fjármálamafíunni, og ég get svo svarið að það munu margir ríða með þeim sem það gerir.
Og margur fallinn maður, á von um pólitískt framhaldslíf, ef hann aðeins hefur það sem svo margir bíða í ofvæni eftir.
Kjarkinn til að segja hingað og ekki lengra, tökum slaginn.
Því fortíð skiptir engu þegar framtíð er í húfi.
Kveðja að austan.
Sigmundur Davíð víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll sértu Ómar Geirsson
Með betri skrifum um þetta mál sem ég hef lesið.
Sá sem hefur engu að tapa berst eins og maður, en þó er það stundum þannig að menn brotna niður á þannig stundum.
SDG lék þann algjöra afleik að hafa ekki fyrrum Indefence félaga sína með í ráðum eftir að hann varð forsætisráðherra.
Sóló hans, barnaleg athyglisfrekja, hefur komið honum í koll.
Nörd með mikilmennsku komplexa, ekki vegna illsku heldur v.þ.a. hann er nörd.
Nú veitti honum ekki af að hafa vit til að leita góðra ráða, síðustu forvöð, nú þegar Sigrún er byrjuð að flytja mærðarlega líkræðuna og Guðni að búa til slepjulega ostaköku með tveimur hjartakóngum á. Manni væmir.
Virðingarfyllst
Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 10:01
Almen speki dr. Símon, almenn speki.
En er lítt þekkt í raunveruleikanum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.9.2016 kl. 10:35
Sæll aftur Ómar Geirsson
Það er alla vega ljóst að Guðni vill "feita kallinn" en beitir fyrir sig holdanautasérfræðingi
til að setja pressu á annan "hjartakónginn" sem hann vill nú fella. Guðni af lífi og sál, um hvað?
Manni væmir, manni væmir. Og BB glottir með Má í Svörtuloftum.
Virðingarfyllst
Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 11:00
Ég vil bara segja að Bjarni er fulltrúi hrægammanna og ekki auðvelt fyrir Sigmund að "díla" við það ofurefli.
Steindór Sigurðsson, 13.9.2016 kl. 13:28
Blessaður Steindór.
Ég held að sú afstaða hafi komið skýrt fram í pistlum mínum, bæði þessum og öðrum sem ég hef skrifað um Gjöfina einu.
En það er alltí lagi að ítreka það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.9.2016 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.