12.9.2016 | 17:37
Fíllinn tók jóðsótt.
Og fæddi ekki einu sinni mús, heldur kattarþvott Steingríms Joð Sigfússonar.
Þó óviljandi væri.
Því þegar grannt er skoðað þá gerði Steingrímur Joð ekki annað en fyrirrennari hans í stól fjármálaráðherra, Árni Matt gerði.
Það er lét undan óbærilegum þrýstingi hins alþjóðlega fjármagns.
Sá þrýstingur útskýrir ICEsave samning Árna, og sá þrýstingur útskýrir samkomulag Steingríms við hrægammana.
Og yfir öllu vomaði svipa innheimtustofnunar hins alþjóðlega fjármagns, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Bomba Vigdísar reyndist því ekkert annað en enn eitt "Ekki benda á mig dæmið".
Þar sem gjörsekt fólk, sem varði ekki hagsmuni þjóðarinnar, bendir á hvort annað.
Röksemdirnar meira að segja þær sömu, eða því sem næst.
Vantaði lagaheimild er sagt um gjörðir Steingríms, fór ekki eftir ýtrustu túlkun laga um fundagerðir var ákæruatriðið sem dæmt var fyrir þegar Geir var dreginn fyrir Landsdóm þegar sökin var að hann vogaði sér að bjarga þjóðinni á neyðarstundu.
Steingrímur Joð var í svipaðri stöðu, hann þurfti að semja, enginn veit hvað hefði gerst ef hann hefði hamlað gegn þeim þrýsting að láta hrægammanna njóta vafans.
Aum er sú pólitík sem bendir á aðra en horfist ekki í augun á sínum eigin gjörðum.
Og aumast af öllu, er fólk eins og Vigdís og Guðlaugur, sem röfla fortíð, en þegja þegar þeirra eigin fjármálaráðherra gaf hrægömmunum a.m.k 500 milljarða í beinhörðum verðmætum,og einu skiljanlegu rökin að það var góður bissness fyrir innlenda hluta hrægmannanna.
Þetta auma fólk kastar ekki einu sinnu úr glerhúsi, það kastar aðeins búmmerangi sem hittir þau sjálf fyrir.
En aumast af öllu er fólkið sem lætur spilast, og grípur fegins hendi skítinn sem hið skítuga fólk réttir því til að kasta að þeim sem það mislíkar.
Eins og glæpur sé aðeins glæpur þegar "hinir" fremja hann, eins og skítur sé aðeins skítur ef hann lendir á þér og þínum.
Þetta er ekki einu sinni grátlegt.
Þetta er ekki einu sinni sorglegt.
Þetta er aðeins aumt.
Kveðja að austan.
Tugmilljarða meðgjöf með bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll sértu Ómar Geirsson
Samsektin er algjör hjá löggjafar- og framkvæmdavaldinu og stjórnsýslunni allri, með manni og mús.
Það er aum þjóð sem lætur slíkt yfir sig ganga, ár eftir ár, kjörtímabil eftir kjörtímabil.
Margrænd af innlendum hrægömmum og yfirþjóðlegum stórglæpamönnum um meira en 1000 milljarða samtals
með velþóknun löggjafar- og framkvæmdavaldsins og algjörri vanhlæfni stjórnsýslunnar allrar.
Guð blessi landið og miðin og þessa vesælu þjóð sem karpar svo daginn inn og út um keisarans skegg.
Viðingarfyllst
Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 19:06
Blessaður dr. Símon.
Vissulega eru það almenn sannindi að aum er sú þjóð sem lætur síbrotamenn ræna sig og rupla, án þess að lát er á. Hvort af þessu leiðir að hún sé vesæl, læt ég liggja milli hluta. Upplifi þjóð mína reyndar ekki vesæla, heldur frekar sem síkvikt eldfjall þar sem allt ólgar og kraumar undir, en því miður er tappi sem hindrar að gosið brjótist út.
Fólk er búið að fá nóg, en það einhvern veginn finnur ekki farveginn, og bíður því og bíður eins og Katla gamla.
En ég hristi vissulega hausinn yfir þeim sem kasta sér á þessa dragúldnu bita sem platskötuhjúin kasta fyrir almenning, í trausti þess að fólk sé lyktarlaust, og elti gjammandi í átt að Steingrími. Ekki það að Steingrímur er sekari en syndin, hann sveik, sveik allt ærlegt í þessu landi. En fýlan af honum er ekki sterkari en af því ýldumoði sem á borð er borið.
Og ég greyið hélt að Vigdís hefði eitthvað í höndunum, að hún væri ekki svo skini skroppin að afhjúpa sjálfa sig og þá ríkisstjórn sem hún styður, því sakarefni Steingríms, eru sakarefni núverandi ríkisstjórnar, og sama hvað sagt er, þá er sami glæpur í nútíð alltaf meiri ógn en þegar framinn glæpur, þó vissulega eigi glæpir gegn þjóð og lýð ekki að fyrnast fyrr en sekt er gerð upp.
Og ég varð eiginlega svo spældur að ég varð argur, og missti fókusinn á erindi mitt þessa dagana, sem er pólitísk aftaka Sigmundar Davíðs þar sem böðlarnir eru hans eigin flokksmenn.
Því hún er það næsta sem við komust að kviku þeirra gjörninga sem enduðu í Gjöfinni einu.
Ég fékk meir að segja staðfestingafrétt um að núverandi ráðherrar framsóknar telji Sigmund spinnegal, annað verður ekki lesið út úr orðum Lilju utanríkisráðherra við fyrirspurn Róberts Marshall.
En þá var Vigdís búin að kveikja þetta mýrarljós sem villti mig af leið.
Sussum og svei, þvílíkt loftleysi í einni bombu.
Jarðar við lofttæmi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.9.2016 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.