12.9.2016 | 10:32
Póltitísk gröf Sigmundar Davíðs var grafin í gær.
Og Sigrún Magnúsdóttir var fengin til að tilkynna að fjármálamenn flokksins, þeir Fínnur, Óli og allir hinir, væru búnir að forframa Sigurð Inga það mikið að hann teldi sig hafa styrk til að setja Sigmund Davíð af.
Að hætti hússins fylgdi hinni pólitísku aftöku mikil lofræða og mærð.
Þess vegna var Sigrún Magnúsdóttir fengin til að tilkynna tíðindin, hún fer vel með slíkan texta.
Þetta eru svo sem ekki stórtíðindi, það er ljóst að flokksmenn Sigmundar Davíðs líta á hann sem veruleikafirrtan og stórgalinn, það er ljóst af viðbrögðum þeirra við Akureyrarræðu hans.
Formaður flokksins, fyrrverandi forsætisráðherra upplýsti fundarmenn að harðsvíruðu fjármálaöfl hafi svo ég vitni í frétt Mbl.is "segir að ýmislegt hafi gengið á í baráttu hans við slitabú föllnu bankanna, hann hafi m.a. verið eltur til útlanda, sími hans hafi verið hleraður og þá fullyrðir hann að brotist hafi verið í tölvuna hans.".
Og það stóð enginn á fætur og krafðist opinberar rannsóknar á moldvörpustarfsemi hrægammanna.
Með öðrum orðum, það trúði enginn Sigmundi, heldur var klappað kurteislega, kinkað kolli, og horfst í augu, eins og menn vildu segja, "þetta fer bráðum að vera búið".
Það þarf ekki mikið ímyndunarafl eða rökvísi til að sjá hvaða sprengja hefði sprungið í Noregi eða Danmörku ef þarlendir ráðamenn hefðu upplýst um svipað athæfi, þar hefðu ásakanirnar verið rannsakaðar ofaní kjölinn, því þegar sést glitta í svona moldvörpustarfsemi, þá er vitað að undir niðri skiptir fé um hendur, fólki er hótað, og annað það sem þarf til að hafa áhrif á afstöðu þess og ákvarðanatöku.
Og ef enginn er fóturinn þá þarf sá sem ásakaði, að segja af sér, öllu.
Þriðji möguleikinn er vissulega til staðar, að álíta viðkomandi galinn líkt og Georg konung þriðja, gera hann óskaðlegan og útvega honum síðan viðeigandi hjálp.
Og þá leið hefur fjármagnið keypt innan Framsóknarflokksins.
Þjóðin virðist einnig vera sammála þriðju leiðinni, hvort sem hún er keypt eður ei, og fátt annað um það að segja en að benda á að þá þarf hún ekki að vera hissa á að vera rænd og rupluð af hinni sömu fjármálamafíu.
Því það hurfu 500 milljarðar frá boðuðum stöðugleikaskatti til þess samkomulags sem þeir ICEsave félagarnir, Már og Bjarni gerðu við slitabú gömlu bankanna.
Þjóðinni munar um minna, og menn hafa njósnað, rógborið og hótað fyrir lægri upphæðir.
En sjálfsagt er Sigmundur ekki í þessum heimi, og hrægömmunum veitir ekki af meðgjöfinni, enda koma hluti hennar í vasa innlendra aðila, á einn eða annan hátt.
Tilbúningurinn stjórnar fjölmiðlaumræðunni, og núna er mál málanna hvort fólk sé kosið eftir kynfærum þess en ekki mannkostum, eða þeirri hæfni sem þarf til að smala á kjörstað.
Aðferðafræði sem kennd er við grænar baunir.
Héðan af er aðeins einn maður sem getur skorið úr um hvað er rétt og rangt í þessu öllu saman.
Og það er Sigmundur Davíð niðrí sinni pólitísku gröf.
En það er ekki víst að hann fatti það.
Sem aftur kannski styður .....
Það skýrist.
Kveðja að austan.
Komið að uppgjöri? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 450
- Frá upphafi: 1412812
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 389
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll sértu Ómar Geirsson
Þegar svo er komið sem nú, þá er svona dásamlega háðskur pistill hressandi.
Ekkert hefur reynst íslenskri þjóð betra, en jafnframt verr, en hæðnin, þá er fokið í flest skjól og dauðinn og djöfullinn á næsta leyti.
Rís þessi vesæla þjóð einhvern tíma upp? Ég efa það, en þó, kannski sækir hún sér einhvern innri styrk í hæðninni?
En eitt er ljóst, það kostar klof að ríða röftum.
Virðingarfyllst
Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 13:14
Ha, var ég hæðinn dr. Símon??, ég hélt ég væri að skrifa skýringarpistilinn sem stjórnmálfræðingarnir gleymdu í allri umræðunni um hvort eigi að kjósa fólk í prófkjöri eftir kynfærum þess eða frammistöðu.
Mér finnst það stórfréttin að Sigurður Ingi sé búinn að ákveða að bola Sigmundi Davíð burt.
Og að SDG sé án stuðnings í eigin flokki.
Allt sem blasir við nema kannski sú forsaga að Sigmundur var kosinn gegn vilja hinna marggjaldþrota en stórauðugu fjármálamanna flokksins, og síðan þá hafa þeir leynt og ljóst grafið undan honum.
Hinir rotnu þræðir fjármagnsins liggja nefnilega víða, líka til hinna nytsömu fjölmiðlamanna sem halda að þeir séu að skúbba.
En hvað um það, don´t worry, Þyrnirós svaf aðeins í hundrað ár.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.9.2016 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.