11.9.2016 | 09:42
Hótanirnar virkuðu.
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs féll frá áformuðum stöðugleikaskatti sínum uppá tæpa 900 milljarða, og sömdu við þá, sem að sögn Sigmundar hótuðu, njósnuðu og ástunduðu brjálaðar aðgerðir, um mun lægri upphæð í svokallað stöðugleikaframlag.
Eftirgjöfin var að minnsta kosti uppá 500 milljarða.
Óskiljanleg eftirgjöf en skiljanleg í ljósi orða Sigmundar.
Hann lét undan óbærilegum þrýstingi.
Eina spurningin er, hver er staða og hlutverk Bjarna Benediktssonar, var hann fórnarlamb eins og Sigmundur lýsir stöðu sinni, eða var hann meðspilari vegna fjármálatengsla sinna, fjölskyldu hans og vildarvina?
Sjálfstæð þjóð rannsakar svona grafalvarlegar fullyrðingar, það er ekki Enginn sem setur þær fram, heldur formaður annars stjórnarflokksins, fyrrverandi forsætisráðherra, og þær eru settar fram á opinberum vettvangi stjórnmálanna.
Og nú reynir á manninn.
Þeir sem afgreiða svona orð sem rugl veruleikafirrts manns, af órannsökuðu máli, þeir afhjúpa sig aðeins sem gjörspillta meðreiðasveina fjármagnsaflanna sem höfðu 500 milljarða af þjóðinni með hótunum, njósnum og öðrum ólöglegum aðgerðum.
Það þarf þá ekki lengur að spyrja í hverju liði þeir eru.
Þeir sem þegja, eins og svo oft áður, eru annað af tvennu, undir þrýstingi ógnaraflanna, eða samsekir um glæp.
Það er enginn þriðji möguleiki í svona grafalvarlegu máli.
Núna reynir á manninn.
Það er fyrirfram vitað að Ruv mun þegja, þar þorir fólk ekki gegn mafíunni, það er þeir sem lúta ekki stjórn hennar.
Og sjálfstæðu fjölmiðlarnir eru aðeins sjálfstæðir á meðan þeir tala ekki gegn hagsmunum eiganda sinna.
Spurningin er hvort ennþá fyrirfinnst kjarkur uppí Móum, og svo má ekki gleyma gömlum hægrimönnum, eins og Styrmi og Jón Steinari. Þeir hafa áður risið upp og sagt satt, þó sannleikurinn hafi komið illa við fjármálahagsmuni vildarvina Sjálfstæðisflokksins.
Allavega þá voru það aðeins örfáir hægrimenn, af öllu hinu svokallað málsmetandi fólki, sem þorði gegn fjárkúgun breta og ESB á sínum tíma. Þeir hafa völina hvort það aðeins verið gagg í gegnum lúður úr músarhreiðri, eða kvölina hvort þeir séu keikir á berangri gegn ógnaröflum fjármagnsins.
Það reynir ekki á Alþingi, það var það fyrsta sem var keypt upp, eða hótað til hlýðni, og þar þegja menn.
Þegja þegar aurinn segir því að þegja.
Og örlitlu andófsflokkarnir eru flestir feik, lamaðir af trjóuhestum fjármagnsins, fastir í einhverju rugli og vitleysu sem engu máli skiptir, líkt og stjórnarskrárblöffið var, og munu örugglega ekki einu sinni gjamma.
Þeir hafa engu breytt frá Hruni, og munu engu breyta.
En það reynir á okkur öll hin.
Þegjum við, eða krefjumst rannsóknar.
Á beinum lögbrotum sem Sigmundur Davíð lýsir í ræðu sinni, á beinum þjófnaði þegar fjármálaráðherra samdi við hina meintu lögbrjóta um stöðugleikaframlagið, á heljartökum hrægamma á fjölmiðlum, í stjórnmálum, að ekki sé minnst á hina stóru spurningu; af hverju virka ekki stofnanir réttarríkisins á svona tímum þegar teinóttir fjárglæpamenn rupla og ræna þjóðina fyrir opnum tjöldum.
Af hverju gerist þetta, og af hverju þegja allir??
Það reynir á okkur að spyrja þessa spurninga, og krefjast svara.
Svara sem aðeins fást við opna, óháða rannsókn, þar sem fyrsta vitnið í vitnastúkunni er fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar.
Sem sagði frá glæp svo ekki verður lengur þagað.
Já, við hin, það eru engir aðrir.
Kveðja að austan.
Svartur kafli, njósnir og brjálaðar aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 39
- Sl. sólarhring: 623
- Sl. viku: 5623
- Frá upphafi: 1399562
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 4796
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hreint út sagt frábær pistill Ómar, þessi orð þín segja allt sem segja þarf um það hversu helsjúkt allt okkar löggjafarvald, framkvæmdavald, dómsvald og "4. vald" er orðið, sem algjörir leppar fjármagnsaflanna:
"Þeir sem afgreiða svona orð sem rugl veruleikafirrts manns, af órannsökuðu máli, þeir afhjúpa sig aðeins sem gjörspillta meðreiðasveina fjármagnsaflanna
sem höfðu 500 milljarða af þjóðinni með hótunum, njósnum og öðrum ólöglegum aðgerðum.
Það þarf þá ekki lengur að spyrja í hverju liði þeir eru."
"Það reynir á okkur að spyrja þessa spurninga, og krefjast svara.
Svara sem aðeins fást við opna, óháða rannsókn, þar sem fyrsta vitnið í vitnastúkunni er fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar.
Sem sagði frá glæp svo ekki verður lengur þagað.
Já, við hin, það eru engir aðrir."
Þinn vinur, Pétur Örn
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 14:20
Sæll sértu Ómar Geirsson
Nokkuð hef ég fylgst með skrifum Styrmis Gunnarssonar í gegnum tíðina. Það veist þú jafn vel og ég að þaðan er engrar hjálpar að vænta. Hann hugsar eingöngu og einvörðungu um hag og völd flokksbróður síns, fjármálaráðherrans. Öll hans skrif miðast við að viðhalda spillingunni, ekki að uppræta hana, hann er og verður einungis mýkri malandi sölumennsku dauðans. Slíkt hið sama gildir um þá aðra flokksbræðurna sem þú nefnir.
Virðingarfyllst
Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 17:10
Ein spurning lúrir í kolli mínum Ómar:
Af hverju kærir SDG ekki sjálfur, eða þá krefst þeirrar rannsóknar sem þú kallar réttilega eftir?
Engum er málið skyldara en nákvæmlega honum sjálfum ... að ákæra.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 20:00
Sæll sértu enn á ný Ómar Geirsson
Finnst þér það ekkert undarlegt að alls enginn, ég endurtek alls enginn,
flokksforingi Samfylkingar, flokksforingi VG, flokksforingi Bjartrar framtíðar, flokksforingi (kapitan) Pírata
og vitaskuld alls enginn flokksforingi Viðreisnar og þaðan af síður flokksforingi Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráðherrann sjálfur
skuli sjá ástæðu til að leyfa sér að undrast það að "kröfuhöfum" voru gefnir 500 milljarðar á kostnað þjóðarbúsins?
Hvers vegna þaga þeir allir þunnu hljóði? Jú, við vitum svo sem svarið, samsekt þeirra allra er algjör.
Steingrímur skar Engeyjarættina úr eigin græðgisssnöru (nægir þar að nefna Sjóvá skandalinn og SpKef o.fl) og þar með þegir Viðreisn og Shjálfastæðisflokkurinn um skandal Steingríms.
Samfylkingin á í nægum vanda með einn helsta áhrifamanninn í þeirra fylkingu, makker Björgólfs Thor og Gunnlaugs Sigmundssonar, föður SDG.
Píratar eiga svo í eigin vanda með vinnustaðasálfræðingunum sínum, þeirra hugsun um þjóðarhag nær ekki lengra en að koma sér vel fyrir í kerfinu og láta skattgreiðendur borga fyrir tíma þeirra hjá sálfræðingum.
Björt framtíð er dauð svo ekki þarf að ræða um hana.
Virðingarfyllst
Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 23:57
Bendi þér á athugasemd Jóhannesar Þórs, aðstoðarmanns SDG, við feisbókarfærslu mína, byggða á pistli þínum, um málið.
Hann segir þetta allt saman kjaftæði um 500 milljarðana.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 03:35
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 03:37
Blessaður Pétur minn.
Og fyrirgefðu hvað ég kem seint inn, ég var í Víkinni minni í gær og síðan hef ég mörgu þurft að sinna.
Nú er aðeins tími á hundavaðið.
Það fyrsta, SDG kærir ekki því hann er ennþá að upplifa sigur, hann virðist ekki ennþá vera kominn af blaðamannafundinum í fyrrasumar þar sem hann kynnti ætlaðan stöðugleikaskatt sinn uppá 870 milljarða að mig minnir.
Annað, það þegja allir á Alþingi þegar þeim er sagt að þegja, er ekkert flóknara en það. Hins vegar hefðir þú mátt spyrja um þögn allra hinna, en það er flóknari saga.
Þriðja, aðeins auli hrekur fullyrðingu sem inniheldur tölu, í þessu tilviki 500 milljarða, með orðunum; "kjaftæði". Sem síðan hugsanlega útskýrir feigðarför Sigmundar í Wintris málinu, hinn áberandi skortur á ráðgjöf hefur hugsanlega stafað af ónýtum ráðgjafa, ekki keyptum.
En því líkur lestur hjá Skáldinu, sem ég sé að þú hefur sleppt lausu, það eitt og sér réttlætir fyrirhöfnina við pistilinn.
Takk svo Pétur fyrir innlitin, það gott að þekkja Hauka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.9.2016 kl. 10:43
Blessaður dr. Símon.
Vona að þú fyrirgefir mér töfina og að ég slóg 4. athugasemd við hundavaðið til Péturs.
Eftir stendur vari þinn á þeim mæta íhaldsmanni, Styrmi Moggaritstjóra með stóru Emmi.
Það er alveg rétt að seint sægi ég Styrmi fara gegn hagsmunum flokks, en málið er aðeins flóknara en það.
Sem er að á Ögurstundum þjóða, þá eiga menn til að átta sig á því að flokkar þeirra hafa verið yfirteknir af fjandsamlegum öflum, og ef þeir vilja endurheimta þá, þá þarf að berjast fyrir þeirri endurheimt.
Styrmir man örugglega eftir að hvað Hudson sagði í grein sinni í Fréttablaðinu á sínum tíma þegar hann hóf greinina á þeim orðum að Ísland hefði orðið fyrir árás hins alþjóðlega fjármagns. Sú árás endaði með fullum sigri þeirra, þó reynt sé að breiða yfir það með þögninni, og hérahættinum. En að lokum reynir á hvort mælt sé í gegnum lúður úr öruggu skjóli músarholunnar, eða hvort menn standi keikir gegn ógnaröflunum.
Heimurinn er jú einu sinni á heljarþröm, og mýs munu ekki fá hann til að stíga í öruggt skjól.
Veit ekki hvað verður, en hitt veit ég þó að það voru mætir íhaldsmenn sem snérust til varnar í ICEsave stríðunum, og það voru mætir íhaldsmenn sem felldu frjálshyggjunni hina fyrri. Og núna þegar hún er orðin að drepsótt sem hart leikur heimsbyggðina, þá spái ég að sagan muni endurtaka sig.
Allavega mun ekki Andófið eða hinir Lost vinstrimenn gera það sem þarf að gera.
En maður veit aldrei um Okkur Hin.
Takk fyrir innlitið dr. Símon.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.9.2016 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.