"Í upphafi var orðið svo kom blóðið".

 

Sjaldan hef ég lesið fyrirsögn á grein sem er eins sláandi og harmræn og sú sem blaðamaður Mbl.is setti á ítarlega grein sína um bakgrunn ófriðarins í Sýrlandi, og framvindu hans.

Þessi grein er alvöru blaðamennsku, skrifuð hjá alvöru fjölmiðli.

Og ætti að vera skyldulesning alls siðaðs fólks.

 

Það eru skýringar á að þetta fólk hraktist af heiman, og þetta fólk á skilið alla okkar samhygð. 

Ríkisstjórn Íslands gerði þarft verk að bjóða fleiri sýrlenskum flóttamönnum til landsins, vissulega getum við ekki ein og sér bjargað heiminum, en við getum gefið fordæmi, sýnt reisn og samstöðu.

 

En allt verður að skiljast i stærra samhengi, og allt á sínar skýringar. 

Hvort sem það er Hrunið á Íslandi eða harmleikurinn í Sýrlandi, aðgerðaleysi okkar í loftlagsmálum, eða hvað annað sem ógnar tilvist mannsins hér á jörð.

Í þó nokkun tíma hefur bráðsmitandi drepsótt sótt að samfélögum fólks, alltaf með sömu afleiðingunum.

Það er minnst á hana í þessari grein þar sem aðdraganda þessa hamfara af mannavöldum var lýst.

"Und­ir stjórn Assads var lögð mik­il áhersla á markaðshyggju og ný­frjáls­hyggju sem jók mjög ójöfnuð meðal lands­manna"

 

Það eru margar skýringar á svona borgarastyrjöldum, en kveikjan er yfirleitt alltaf sú að fólk hefur fengið nóg, og slík viðbrögð eru mjög algeng í samfélagi ójafnaðar og misskiptingar, þar sem örfáir velta sér uppúr auðævum sínum líkt og svín í svínastíu, en allur almenningur er sláturfé í gróðafíkn þeirra.

Svona kveikjuþræðir eru víða í heiminum í dag, og þeim fer fjölgandi, því það er ekki bara línurituð um mannfjölgun eða hitastig sem rís uppí hæstu hæðir þessa dagana, hlutdeild hinna ofurríka í heimshagkerfinu vex með veldishraða.

Þeir eiga alltaf meir og meir, en við hin alltaf minna og minna.

 

Við Íslendingar áttum ekki langt í að upplifa blóðuga byltingu, og ennþá ólgar og kraumar undir.

Fólk sér ekki útgönguleið, það upplifir ekki mun á þeim flokkum sem verja auðinn og hina taumlausu auðsöfnun, og þeim sem þykjast berjast gegn henni.

Núna þegar Gamla Ísland hefur kastað grímunni, og segir að allt tal um Nýtt og betra Ísland hafi bara verið djók, við þurfum sko að halda áfram að hagræða og skera niður, svo auðsöfnun hinna Örfáu gangi snurðulaust, þá er ljóst að það þarf ekki mikinn neista svo fólk rísi upp, og noti ekki næst pönnur og potta til að skapa hávaða.

 

Það töpuðu svo margir miklu, það urðu svo margir útundan, að ef þetta fólk fær trúverðugan valkost, þá mun það fylkja sér um hann.

Ef valkosturinn boðar uppgjör í eitt skipti öll við þjóðfélag misskiptingar og óréttlætis.

Uppgjör við Gamla Ísland, og eigendur þess.

 

Í alvöru talað, af hverju var fórnarlömbum Hrunsins ekki í alvöru hjálpað og af hverju voru svona stórir hópar settir utangarðs?

Af hverju þurfti frjáls félagasamtök (Hagsmunasamtök heimilanna) til að sækja réttlæti varðandi hin ólöglegu gengislán??

Af hverju þurfti fjölmenn mótmæli og eggjakast til að Útburði barna af heimilum sínum var stöðvuð.

Afhverju, af hverju, af hverju???

 

Spurningarnar eru endalausar og allflestum ósvarað.

Og enginn lærdómur, ekkert réttlæti við sjóndeildarhringinn.

 

Því drepsóttir eru aðeins lagðar af velli með því að útrýma þeim.

Ef þeim er leyft að grassera í einhverjum afkimum, þá brjótast þær alltaf fram aftur og aftur, og illvígari í hvert skipti.

Sá tími er runnin upp á Íslandi að við þurfum að átta okkur á því.

 

Ef reiði fólks finnur sér farveg í kostuðu Andófi í vasa fjármagnsins, þá mun ekkert breytast, og sama argþrasið mun gegnsýra stjórnmálin og þjóðlífið allt.

Og reiðin mun aðeins magnast.

Í næstu niðursveiflu, í næsta samdrætti, mun allt springa, ef  það gerist ekki  fyrr.

 

Þá verður Bylting, þá verður afhausun (vonandi og reyndar mín vissa í óeiginlegri merkingu þessa orðs).

Því auðskrílinn virðist ekkert hafa lært, og er samur við sig.

 

Það er hætta á gosum víðar en í Kröflu.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Í upphafi var orðið svo kom blóðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þennan pistil þurfti að skrifa og þar var enginn færari en þú.

Bestu þakkir!

Árni Gunnarsson, 3.9.2016 kl. 22:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Árni, mér þykir vænt um þessi orð þín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.9.2016 kl. 08:55

3 identicon

Tek svo sannarlega undir með Árna.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 4.9.2016 kl. 14:19

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Sigurður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.9.2016 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 333
  • Sl. sólarhring: 712
  • Sl. viku: 5917
  • Frá upphafi: 1399856

Annað

  • Innlit í dag: 298
  • Innlit sl. viku: 5062
  • Gestir í dag: 291
  • IP-tölur í dag: 289

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband