30.8.2016 | 20:17
Verðugur er verkamaður launa sinna.
Sjaldan eða aldrei í gjörvallri mannkynssögunni hafa örfáir starfsmenn skilað eins miklum hagnaði til eiganda fyrirtækja sinna eins og starfsmenn eignarhaldsfélaga gömlu bankanna.
Og ef launin eru ekki önnur en þokkalegt tímakaup og þessar bónusgreiðslur, þá eru fá dæmi um annan eins nánasarskap og greint er frá í þessari frétt.
Það er launað með eins litlu fyrir eins mikið.
Það gerist ekkert af sjálfu sér, og menn skulu ekki halda að gjafir stjórnmálamanna til hrægammanna, bæði erlendra og innlendra, hafi bara gerst án þess að nokkur hafi unnið í málunum.
Það er virkilega flókið verkefni að rýja eina þjóð inn að beini án þess nokkur æmti eða skræmti.
Lítum á helstu afrek þessa verkamanna.
Þeir hönnuðu atburðarrásina sem ríkisstjórnin notaði til að fá Alþingi til að veita undanþágur frá gjaldeyrishöftunum svo hægt væri að greiða út eignir þrotabúanna. Bara sú Gjöf var að minnsta kosti 500 milljarða króna virði.
Þeir hönnuðu hinn stóra díl sem kenndur er við afnám gjaldeyrishafta þar sem þjóðinni var talið trú um að hún hefði grætt á að nota gjaldeyrissjóði sína til að borga út verðlausar bólukrónur því hún hefði fengið hinar verðlausu krónur svo ódýrt.
Þeir sköpuðu sáttina um vaxtastig Seðlabankans sem á sér engar hagfræðilegar forsendur, en skilaði árlega tugmilljarða umframgróða, miðað við eðlilegt vaxtastig, sem rann beint í vasa hrægammanna, þeirra erlendu sem og þeirra innlendu.
Svona rán og rupl, án þess að nokkur stjórnmálaflokkur, án þess að nokkur stjórnmálamaður, án þess að nokkur fjölmiðill, eða nokkur fjölmiðlamaður æmti, hvað þá að rísi upp og vitni í fleyg orð Jóns Sigurðssonar, "Vér mótmælum", er afrek sem á sér fá fordæmi í gjörvallri mannkynssögunni.
Líklegast má fullyrða að ef dæmin eru þekkt, þá hafa þau ekki verið skráð á síður sögubóka.
Og ekkert óeðlilegt við að afreksverkamennirnir fái ríflega umbun í verkslok.
Sem þeir varla fá því þessi milljarður eða tveir, í ljósi féflettingar þjóðarinnar, minnir einna helst á enska landeigandann sem gaf leiguliða sínum eitt gullpund fyrir að uppgötva verðmæta silfurnámu á landareign sinni.
Og þótti það jafnvel ofrausn.
Miðað við ránsfenginn eru þetta smápeningar.
Og þeir sem nöldra hæst, bæði á þingi sem og í fjölmiðlum, vita það mæta vel.
Pirring þeirra má einfallega rekja til eftirsjár, að það hvarfli að þeim að þeir hafi selt sig of ódýrt.
Þeir hefðu getað fengið fleiri silfurpeninga í vasa sína.
Gleymum því ekki að snilld verkamannanna fólst ekki í ráninu fyrir opnum tjöldum, heldur samstöðunni sem náðist að þegja ránið í hel.
Og slík samstaða er ekki ókeypis, þeir sem halda annað ná ekki að vera bláeygðir bjánar.
Því það gerist ekkert að sjálfu sér, og á öllu er skýring.
Svo ég vitni í meistara Friedman, það er ekkert til sem heitir ókeypis þögn.
Nöldrið í netheimum er síðan annar kapítuli.
Sérstaklega hjá fólkinu sem þagði á meðan Gjafir voru gefnar.
Margt býr að baki, en einna stærst er tryggðin við forystumennina sem þáðu aurinn fyrir þögn sína.
Sem og að moldviðrið er að hluta til part of programmeð svo ég vitni í drukkinn Svía.
Hannað til að hylja hin napra sannleika sem ætti að blasa við öllu sæmilega skynsömu fólki.
Sem er megahagnaður þeirra sem launa verkamönnum sínum með þessu lítilræði.
Menn fá ekki milljarða í bónusa fyrir ekki neitt.
Og það er snilld að láta umræðuna kristallast um lítilræðið.
Bónusinn en ekki megagróðann.
Já, verðugir eru verkamenn launa sinna.
Þeir hafa sannarlega unnið sitt verk.
Kveðja að austan.
Bónusgreiðslur Kaupþings samþykktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
shitttttt !!!!!!!!!!
Erla Magna Alexandersdóttir, 30.8.2016 kl. 20:53
Happens.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.8.2016 kl. 22:19
"Nöldrið í netheimum er síðan annar kapítuli"
og hvað er þessi bloggpistill annað en enn eitt nöldrið í netheimum? Hvað leggur síðuhafi til að gert verði? Ekkert sem hann nefnir.
Sjitt happens (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 00:10
Skarpur shitari.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.8.2016 kl. 06:11
Skarpur síðuhafi að sjá það sem augljóst er.
En skarpur hlýtur að hafa eitthvað meira til málanna að leggja, strategíu gegn rotnu ríkisvaldinu sem leyfir slíku að gerast
en að kalla það að sjitt happens sé skarpt shit? Ha?
Sjitt happens (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 08:54
Ég var nú eiginlega að hrósa þér fyrir skarpheitin shittur minn, ekki nafngiftina.
Hvað viltu annars að ég hefði sagt, vildurðu útskýringu á muninn á nöldri og nálarstungum, eða lærðan fyrirlestur um gagnleika nála við að láta loft leka úr rotnu og spiltu kerfi?? Hefurðu ekki lesið hann Júlíus, hann lét nú ekki hið stóra fella Marsbúana, heldur það smæsta sem þá var þekkt.
Og hvað viltu að útnárabúi, lokaður á bak við þykka hamraveggi geri??
Skrifi Kommúnistaávarpið uppá nýtt eða hafi lifandi tengil inná síðu Alþýðufylkingarinnar?
Ég hafði þó nennu að benda á að fáleika umræðu sem gerir umbun fyrir glæp gegn þjóðinni að aðalatriði málsins, en ekki glæpinn sjálfan.
Þú mátt kalla það nöldur, ég kalla það nálarstungu, finnst það fínt orð, gefur svona tilgangslausum skrifum eitthvað vægi, þó í örmynd sé.
Og varðandi strategíuna, þá er hún þegar skrifuð, aðeins einn pistill óskrifaður. Það er ekki mér að kenna að hvorki var lesandi eða skilningur. Afstæðiskenningin var rétt fyrir því þó fáir skyldu hana þegar hún var birt.
Sumt er eins og það er, og verður ekki breytt, jafnvel þó omenn leiti upp hana til að geta afneitað sem oftast.
En ef menn vilja skyndilausnir, þá er ein þrautreynd, og virkar vel á fyrsta stigi byltingarinnar, það er afhausunartímabilinu, og sú lausn hefst á því að menn setjast niður og lesa Kommúnistaávarpið.
En ekki bloggpistla mína.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.8.2016 kl. 09:46
Það þýðir lítið að afsaka sig með Einstein eða alþýðufulkingunni
eða útnára og hamraveggjum.
Ef enginn les og enginn skilur vantar eitthvað upp á strategíuna.
Sjitt happens (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 10:09
Shit, það væri að æra óstöðugan að leggja orð í belg, en verð þó að segja Ómar; rökréttur pistill á eftir það sem þú hefur áður sagt um þetta rán, sem framið er í krafti skipulegrar glæpastarfsemi.
Magnús Sigurðsson, 31.8.2016 kl. 12:46
Það var enginn að afsaka neitt shittur minn, að benda á það sem er, er að benda á það sem er. Alþýðjufylkingin bíður uppá skammtímalausn sem virkar, þó vissulega má færa rök fyrir að þeir eru ekki nógu beinskeittir, eiginlega alltof málefnalegir og hógværir.
Og það var bara þannig með Einstein, að hann settist niður og hugsaði upp stærðfræðilausn á ákveðnum ferlum sem fyrir var ekki til nógu góð útskýring á. Miðað við forsendur þá var lausnin ekki bara algild, hún var eingild, það er það var ekki önnur lausn í boði.
Og gildi þeirrar lausnar hafði ekkert með skilning samferðarfólks að gera.
Ástæða þess að afstæðiskenningin breiddist út um heim eðlisfræðinnar var sú að fólk rak sig á að bullið virkaði ekki, ekki að Einstein hefði keypt sér kassa og haldið trúboðsræður. Þess vegna var hann beðinn að koma í háskóla og halda fyrirlestra, hann réði yfir þekkingu sem fólk vildi tileinka sér.
Það er sama með þær tvíburasystur, Aðferðafræði og Hagfræði lífsins, þegar lífið sjálft er í húfi, þá mun Galdur lífsins sjá um kynningu þeirra. Hins vegar er hvergi gert ráð fyrir Trúboða lífsins í kenningum Aðferðarfræðinnar, því frumskilningurinn kemur innanfrá, sbr. pistillinn um Upprisuna.
Hvenær það gerist shittari góður hef ég ekki hugmynd um, það er ekki á mínu ábyrgðarsviði, hef ekkert með það að segja. Því eins og ég sagði í mínum fyrsta pistli, þá er ég gamall skæruliði, ofan í holu í einhverri afskekktri fjallshlíð, og plumma með framhlaðningi mínum á þá pótintáta hins Svarta fjármagns sem leið eiga framhjá. Áhrifin eru fyrst og fremst hávaði, þó ég kjósi að tala um nálarstungur.
En þessi pistill var skylda, settur inn til að þeir sem læsu sæju betur hvurslags innantómur hávaði þetta er í hinni fóðruðu Andstöðu þessa dagama, því það var þagað þegar ránið var framið.
En þá þagði ég ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.8.2016 kl. 13:15
Blessaður Magnús.
Gaman að sjá að gamlir lesendur fylgjast með bloggi mínu þó innsetningar séu svo strjálar að til algjöra óbyggða horfir.
Og takk fyrir þetta, já ég held að ég hafi náð að vera sjálfum mér samkvæmur í gegnum tíðina, það er menn átta sig á rauða þræðinum sem heldur öllum hinum ólíku nálgunum saman.
Ég er ekki í stríði við borgarstéttina, vinstri flokka, miðjuflokka eða óflokka, eða eftir því hvaða andstæðinga fólk velur sér eftir átakapólum fortíðarinnar.
Ég er í stríði við hina Örfáu því þeir hafa náð það langt í úrkynjaðri fégræðgi sinni að ógna öllu lífi á jörð.
Og ég á líf sem þarf að vernda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.8.2016 kl. 13:24
Sjitt, hélt þú værir trúboði lífsins.
Helvítis fokkin fokk, er sá ekki til?
Sjitt (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 13:33
Ekki svo ég viti, en það getur öllum orðið á að rugla saman fólki.
Og eftir því sem ég best veit er sá náungi ekki til. Ekki einu sinni falsúgáfan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.8.2016 kl. 13:37
Afneitaðu aldrei trúboða lífsins, því hann er andi þinn.
Fylgdu vegi sannleikans, alltaf og eilíflega,
þó hann sé þyrnum stráður af allskyns sjittum heimsins.
Sjitt happens (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 17:04
Sæll Ómar
Þetta er enn einn góður pistill hjá þér um hina skipulögðu glæpastarfsemi sem hefur átt sér stað hér á landi, í aðdraganda hrunsins og öllum eftirmálum þess.
Mér virðist að þessi furðufugl sem kallar sig "Sjitt happens" sé að hvetja þig enn frekar til dáða hvað pistla skrifin varðar. Sé minn skilningur réttur á tilgangi athugasemda hans réttur, þá tek ég undir hans hvatningu til þín. Rödd þín og glöggskyggni er einstök og má ekki þagna.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 17:27
Rétt athugað hjá þessum Pétri, nema þetta með "furðufuglinn" því sjitt er engin furða, það er mannlegur úrgangur.
Sjitt (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 17:44
Margt get ég verið shittari minn góður en það er hvergi minnst á trúboð í þeirri upptalningu, og varðandi Trúboða lífsins, þá er það bara þannig, ef ég man rétt pistlana um Aðferðafræði lífsins, að þá er ekki gert ráð fyrir trúboði í henni. Vegna þess að skilningur á henni kemur innan frá.
Hún er svar við leit, en ekki niðurstaða ytra áreitis.
Og þar sem allt líf leitar að lifa af, þá mun hún breiðast út þegar hennar tími er kominn. Því það er engin önnur leið til að lífið lif af.
Og ég hef ákkúrat ekkert með þessa ferla að gera, og sá sannleikur er ekki þyrnóttur, hann er, eins og svo margt sem er.
Það er vissulega rétt, að hér er ekki lengur bloggað til stuðnings, en það er einfaldlega vegna þess að það er ekkert andstöðuafl sem hefur eitthvað sér til brunns að bera, að vert sé að styðja það.
Fyrri síðustu kosningar sagði ég að alvöru Andstaða þekktist á því að hún tilkynnti að hún mynda láta landslög gilda í ICEsave landráðunum. Sem hefði náttúrulega verið stríðsyfirlýsing við hina skipulega glæpastarfsemi sem við sjáum lokahnykkinn á þessa dagana.
Og það sem meira er, að það er ekkert róttækt við að lýsa yfir að lög gildi í landinu, og elítan og vinnufólk hennar þurfi að hlíta þeim lögum. Aðeins yfirlýsing um reisn en ekki undirlægjuhátt, að fólk beri höfuð hátt, en skríði ekki fyrir höfðingjunum.
En þetta var hinni meintu andstöðu ofviða, og segir allt sem segja þarf um afhverju ekkert breyttist eftir Hrun, og af hverju ekkert muni breytast um nánustu framtíð.
Því skríðandi fólk mun engu breyta.
Og það er ekki einu sinni strategía að benda á það shittari minn góður.
Þannig er það nú bara.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.8.2016 kl. 18:22
Blessaður Pétur.
Ekki veit ég hvað rekur shittarann áfram, líklegast upphaflega smámisskilningur um að botn minn á athugasemd Erlu þýddi að ég væri að blogga um að shit happens.
En það er kannski ofaukið að segja að ég sé þagnaður, réttara er að ég hef eiginlega ekkert að segja, ég er svo gjörsamlega áhugalaus um þann tilbúning sem stjórnmála dagsins eru. Ég sé ekki að það skipti máli hvaða Leppur er kostaður til valda, nema þar sem mér var ekki sama um svikin, þá þætti mér sárt ef fólkið á móti kæmi VG aftur í valdastóla.
Einhverja lágmarks virðingu hljóta menn að bera fyrir sjálfum sér.
En allt þarf að þjóna tilgangi, og ef fólk kveikir ekki á hundraða milljarða ráni fyrir opnum tjöldum, ráni sem ég kallaði Gjöfina einu, þá er engan glæp svo alvarlegan hægt að fremja, að hann veki viðbrögð almennings.
Þar er meinið Pétur minn, ég er ekki nógu öflugur penni, og ég þó mér þyki gaman að höggva mann og annan, þá drífur sú hvöt mig ekki áfram. Ég er ekki á móti til að vera á móti.
Þögn mín er ekki val, hún er eiginlega niðurstaða.
Það er meinið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.8.2016 kl. 18:48
Áhugavert að lesa hugleiðingarnar hér varðandi bónusgræðgi.
Ég velti fyrir mér hvort sú græðgi endurspegli ekki "veiðieðli" sem áður fyrr snerist um að karlar öfluðu/veiddu í matinn og til að safna í vetrarforða, meðan konur unnu úr aflanum. Svo fór virðingin og goggunarröðin eftir aflamagninu. Öldungar töluðu hins vegar fyrir því að taka ekki meira af gjöfum jarðar en menn þyrftu. Ungir og kappsamir nenntu/nenna ekki að hlusta á svoleiðis speki. Nú er aflinn talinn í hundruðum milljóna.
Kveðja að sunnan.
Eygló (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 20:00
Athyglisverð kenning Eygló að tengja sjálftökuna við ýkt veiðieðli, en í sjálfu sér fólst tilvist veiðisamfélaga í því að ganga ekki of nærri veiðistofnum, og sú hugsun einkenndi til dæmis veiðisamfélög á Norðurslóðum. Og virðing fyrir öldungum virðist hafa verið mönnum í blóð borin.
Spurningin er hvenær þetta breyttist?
Allavega er um alheimsvandamál að ræða, og það virðist vera mjög fornt. En ef má marka fornleifar, þá var það samt ekki svo í fyrstu menningarsamfélögunum. Fyrstu múrar Jerikó eru yngri en borgin sjálf. Og menningarsamfélögin á Balkanskaganum, frá því um 5.000 fyrir Krist, eru ekki varin af múrveggjum.
Svo gerðist eitthvað, brunaleifar finnast útum allt í yngri jarðleifum. Sem og merki um lagskiptingu samfélaga.
En ef jörðin á ekki að verða ein brunarúst, þá þarf að koma böndum á þetta óeðli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.8.2016 kl. 22:07
Sæll aftur Ómar
Ég ætti ekki að þurfa að vekja athygli þína á því að enn hefur þú líf að verja og framtíð þess lífs.
Því veit ég að þú munt ekki þagna í bráð. Baráttan er eilíf.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 22:56
Sæll Ómar
Ég er sammála þér að verkamaður sé verðugur launa sinna. Ég er einnig sammála að allir þeir sem vinna vinnuna sína séu verðugir launa sinna.
Ég horfði á rás alþingis í dag og þá settist mig hljóðan og byrjaði að hugsa til baka.
Ég spurði mig sjálfan um hvað hafði gerst í vinstri stjórninni þ.e. sniðganga Neyðarlaga, endurreisn SPkef, sniðganga ráða IMF og Seðlabanka, Icesave, ESB umsókn, stofnun Dróma, undirritun gjaldeyrisskuldabréfs upp á rúmar 250 milljarða til gjaldþrota banka- 100 ára leynd yfir skjölum v. e-h, sem vonandi verður aflétt nú í haust.
Hver sat við stjórn allra þessara atburða? (þú veist svarið örugglega)
Í ljósi pistils þíns get ég ómögulega hætt að hugsa um tilgang þessara atburða og þeira ávinninga sem hlutust af þeim. Þá er ég að hugsa um þann ávinning sem kom til þeirra sem sniðgengu Neyðarlögin-
Ég tel að bónusgreiðslur til þeira sem vel hafa unnið fyrir sinn vinnuveitanda séu kærkomnar og séu verðskuldaðar. Verkmenn er skila auði,eru ekki, og verða ekki láglaunamenn, þó þeir njóti einvörðungu brotabrots af heildar ávinningi vinnuveitanda sinna.
Þá er spurning um hversu mikla bónusa fengu þeir gerendur sem réðu ríkjum til að gera þetta allt mögulegt?
Felst svarið í 100 ára leynd.
Eggert Guðmundsson, 31.8.2016 kl. 23:48
Má svarið finna í 100 ára leynd -átti þetta að vera
Eggert Guðmundsson, 31.8.2016 kl. 23:54
Sumt veit maður bara Eggert, það þurfti ekki Newton til að fólk vissi að hlutir féllu til jarðar.
Hvernig nákvæmlega, skiptir svo ekki öllu.
Heldur að þetta gerðist, með stuðningi allra flokka, og flokksbrota.
Eða svo ég umorði Styrmi, þessir á þriðja hundruð lögfræðinga, almannatengla auk annarrar sálaseljenda sem unnu fyrir hrægammanna, þeir unnu ekki við að góna uppí loftið.
Þegar þessir flokkar, og flokksbrot, sameinast síðan í heilögu góli yfir því sem kannski eina sem er réttmætt í þessu, að þeir sem skiluðu húsbændum sínum miklum auði, fá brotabrot umbun fyrir störf sín, þá ofbýður maður hræsnin og yfirdrepsskapurinn.
Enda segi ég að aðeins afbrýðissemin drífur þá áfram.
"Fengu þeir meir en ég, samdi ég af mér?". Eða eitthvað.
Það þarf ekki hundrað ár, það þarf réttlæti.
Og það verður þegar fólk áttar sig hvurslags allsherjar svikamylla þetta þjóðfélag okkar er orðið.
Hætti að verja sína, hætti að benda á aðra.
Og fari að skúra, fari að hreinsa út.
Og við höfum ekki hundrað ár til að átta okkur á þessu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.9.2016 kl. 07:04
Þess vegna lærði ég að biðja Pétur minn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.9.2016 kl. 07:23
Fólk getur gert þetta milljarða talnaverk verðlaust með því einu að virða ekki ólögin sem glæpastarfsemin byggir á. En á meðan það telst til almennra dyggða að fara að lögum settum af glæpahyski þá breytist lítið.
Magnús Sigurðsson, 1.9.2016 kl. 13:13
Bænir eru svo sem góðra gjalda verðar Ómar minn,
en það eru þó góðar hugsanir, góðar gjörðir og góð orð sem öllu máli skipta ... og megi þær góðu hugsanir, gjörðir og orð fara sem víðast
en ekki vera sem eintal sálarinnar við almættið.
Öll erum við á sinn hátt tengd við almættið, við erum agnaragnir í einu af öllu og öllu af einu.
Á sinn hátt er það að biðja merki um hræðslu, uppgjöf í mannheimum.
Að gefast aldrei upp í baráttunni gegn rangsleitninni í mannheimum er að trúa
... að biðja er merki um uppgjöf og styrkir því ekki almættið í baráttunni milli góðs og ills.
Allt þetta veistu minn kæri, í mannheimum skulum við berjast ... fyrir hið góða, sanna og fagra
eða eins og þú segir svo oft ... fyrir lífið, allt líf og framtíð þess.
Megi nú almættið blessa þig og blása þér herhvöt í brjóst.
Þinn vinur, Pétur
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 13:37
Þetta er maður að mínu skapi þessi Pétur.
Hættu svo að nöldra Ómar, en prédikaðu eins og þú eigir lífið að leysa.
Þannig og aðeins þannig styrkirðu almættið, í því er hin eina sanna trú á hið góða fólgin, til þess og fyrir það skal barist.
Sjitt happens (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 13:45
Blessaður Magnús.
Fyrirgefðu hvað ég kem seint inn, en ég var staddur í óbyggðum síðustu 2 daga.
Ég skil hvað þú átt við, en það er erfitt í réttar og lagaþjóðfélagi, að fara gegn lögum.
Og ef við göngum skrefinu lengra, eins og til dæmis þjóðernissinnar (eða kannski voru þeir antiskattasinnar) í Boston sem hentu tefarmi fyrir borð, því þeir voru á móti einhverjum teskatti sem stjórnvöld í London settu til að fjármagna styrjaldir sínar við Frakka, að þá þurfum við að hafa einhver lög sem svo auðvelt er að mótmæla.
Ég held hins vegar að þetta snúist meir um það sem tiltölulega lélegur sagnfræðingur sagði þegar hann seldi flokknum heimildarmynd sína, Þjóð í hlekkjum hugarfars, að við séum ekki samdauna ríkjandi ástandi.
Arðrán og óstjórn síðmiðalda var ekki vegna guðlegs skipan stjórnskipunarinnar, þó það taldist satt og rétt á hámiðöldum.
Frjálshyggjan, það er að segja hagfræðileg réttlæting hinna Örfáu fyrir taumlausri gróðafíkn, og hennar tungumál, er ekki neitt annað en bábilja, og ættuð úr ranni siðblindu og síngirni. Líkindi hennar við frjálslyndi, og þörf okkar fyrir að vera ekki ofstjórnuð, mega ekki villa okkur sýn á raunverulegt eðli hennar.
Sem og að stjórnmálamenn í vasa auðsins, þeir gera akkúrat ekkert, ef það þjónar ekki gróðafíkn húsbænda sinna.
Og þar eigum við að andæfa, þar eigum við að mótmæla.
Þar eigum við að rísa upp.
Og ég verð að segja eins og er að mér finnst margir hugsa sinn gang fyrst að þessi pistill féll ekki dauður. Ég er ekki beint skyldulesning, en samt lásu margir, og lásu aftur, til að fylgjast með umræðunni.
Og þetta er hið stóra skref, að vera ekki samdauna.
Því Samdaunin er helsta vopn tómhyggjunnar, sem er ofurvopn kostað af hinum Örfáu.
Ég vona að miklu fleiri svona greinar hafi verið skrifaðar og lesnar. Að það sé gerjun sem endar með þrýstingi sem afstöðuleysið fái ekki hamið.
Og Bullið nái ekki að fanga í sín víðfeðm veiðinet.
Því maður sem lyftir haus, og segir Nei, hann verður aldrei sigraðu. Kannski drepinn, en aldrei sigraður.
Og ef menn trúa ekki þessari einföldu speki, þá geta menn spurt hana Rósu, reyndar nýdáin, en saga hennar er margskráð.
Því breytingin er okkar, við erum Breytingaraflið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.9.2016 kl. 22:55
Blessaður enn og aftur Pétur minn.
Þetta er langur þráður, en samt hef ég ekki talað við marga, og lækar á greinina eru óvenjumargir, og hefur fjölgað frá því að ég fór að huga að grafreitum í Víkinni minni. En samt ná þeir ekki að vera kvaðrat af kvaðarót af deilingu með 4 eins og meðal læk er á upphrópun eða pópulistagrein sem kostuð er úr ranni auðhyggjunnar. Það læka til dæmis fleiri skrif Björn Vals eða Gunnars Smára, en lesa lykilgreinar mínar. Og læk eru aðeins brot af lestrinum.
Ekki það mér sé ekki sama, við róum ekki á sömu mið, ég auðsleikjendurnar, en þegar hástemmdu hvatningarnar hér að ofan eru lesnar, til dæmis hjá shittarnum, eða öðru fáu fólki, þá þarf alltaf að staldra við.
Og spyrja, hvað býr að baki, ef það er ekki fjöldinn, þá hlýtur það að vera innihaldið, sem hefur unnið sér inn hrósið, eða ádrepuna.
Látum svo vera, ímyndum okkur það, sem ég reyndar geri ekki því ég hló þegar ég skrifaði þessi orð, en samt, það getur eitthvað haft með að gera gott rauðvín og góða steik sem ég fékk í byggðum, að þá ætti sá sem ég veit að hefur lesið oftast, það er ekki yfirgefið þegar stingandi skoðanir pistla minna beindust gegn "hans mönnum", að hafa lesið pistla mína sem spruttu af bíómyndinni Help eða húshjálp fyrir nokkrum árum síðan.
Og átti við margt og gilt spjall um pistilinn sem ég átti óritaðan. Sem ég gat ekki þá, en hef getað í rúmt ár, en gerði ekki, þó ég bæri því við að ekki var eftirspurn eftir honum, þá vissir þú jafnvel og ég að það var klár lygi. Því ég pistla gegn almannarómi, og því sem viðtekið er. Og þyki ekki leiðinlegt þó enginn kinki kolli.
Bara að fólk les, og les aftur, þar liggur metnaðurinn, og þar tek ég mig alvarlega.
Ég pistlaði ekki lokapistilinn, því ég neyddist til að gefa upp nafn þegar ég hóf bloggferil minn hér á Moggablogginu. Og sumt er betur ósagt ef maður ætlar að halda samræmi sínu við umhverfið.
Sem breytir því ekki, að þú veist um innihald síðasta Pistils lífsins, að hann fjallar um Trú.
Sem er sterkast Vopn Lífsins, og þegar Hreyfing lífsins nær að virkja það vopn, þá mun ekkert standast hana, og Wall Street (ef þú hefur gleymt öllu hinu, þá hefur þú líka gleymt að ég nota Wall Street yfir hina algjöru illsku sem stefnir öllu lífi í voða) mun falla.
Ekki gera því lítið úr bæninni.
Eitt er að samþykkja ekki, annað er að biðja þann sem hefur sagt, að segja eitthvað annað.
Skilningur eða skilningsleysi, slíkt hefur ekkert með mig að gera.
En þegar Efinn er svona stór hjá eina lesendanum, sem reynir að finna einhvern þráð innan um hálfkæringinn og allt hitt, þá er það dulítið skrýtið að lesa svona hvatningar hjá þeim eina sem les. Það hlýtur að vera mitt mál Pétur minn hvort ég nenni að skrifa vel orðaðar skammir, eða ekki, en þær skammir er aldrei hægt að setja í stærra samhengi.
En vissulega getur komi vel á vondan, að vitna í vel notaðan frasa "Líf sam þarf að vernda", en þá verður þú að meðtaka það svar sem gefið er í alvörunni.
Og bænin er það besta sem ég get gert í dag, hún virkar á sinn hátt, en eftir ICEsave stríðin þá hætti þetta blogg að virka, sem er svo sem ekki skrýtið, það var stofnað til af skæruliða sem hírðist í holu sinni og vildi plamma með framhlaðningi sínum á allt sem hægt var að plamma á. Sem var ekki mikið, því bæði var holan fjarri alfaraleið, sem og að framhlaðningurinn dró lítið.
En virkaði samt á sinn hátt.
Þessi athugasemd mín ætti að vera á mili mín og þín, á fjórða degi les enginn nema sá sem eltir athugasemdir mínar. Ef einhver óviðkomandi les þetta, og skilur ekki baun, þá vísa ég honum aðeins á pistla sem eru upp to deit. Sem eru reyndar ekki til staðar í dag.
En þú skilur mig Pétur minn, ef þú ert ósáttur við svar mitt, þá skaltu finna hanann.
Gal þeirra ku-u virka vel til skilnings.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.9.2016 kl. 23:35
Shittur minn.
Eins og þú sagir fyrr, þá ertu bara úrgangur, en vissulega samþykki ég orð þín um Pétur.
Þau eru sönn.
En mér skilst að úrgangur sé kallaður úrgangur, því nauðsynleg efni voru þegar nýtt.
Sel það ekki dýrara en ég keypti, en samt, hættu að vera afleiðing, reyndu að vera orsök, þá gæti hlutskipti þitt breyst til batnaðar.
Því shitturinn verður annarra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.9.2016 kl. 23:39
Heill og sæll Ómar minn
Takk fyrir langt og gott svar þitt, sem ég hef lesið og lesið aftur ... og núna enn og aftur :-)
Það sem ég vil helst segja hvað það varðar, er að ég mun bíða eftir "lokapistli" þínum, því ég veit að fyrr en síðar munt þú skrifa hann og birta, framhlaðningsmaður mun ekki standast mátið þegar fram líða stundir. Ég trúi því að sá pistill verði skrifaður af þeirri andagift sem hinu góða, sanna og fagra í almættinu sæmir og dauðir rísi upp úr gröfum sínum, uppljómist af gleði og finnist sem til einhvers hafi verið barist :-)
Með kærri kveðju
þinn vinur, Pétur
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.9.2016 kl. 15:36
Sæll Ómar, og þakka þér fyrir svarið.
Að vísu sá ég örlítið eftir orðalaginu í síðustu athugasemd. Síðasta setningin þar var svona "En á meðan það telst til almennra dyggða að fara að lögum settum af glæpahyski þá breytist lítið" hefði viljað hafa, eftir á að hyggja, "nitsömum sakleysingjum" í stað "glæpahyskis", en það breytir svo sem ekki kjarna málsins.
Það er svo sem ekki góður siður að leggja orð í belg með því að setja hugrenningar af eigni síðu við annarra manna blogg, en þar sem þú kemur inn á lagasetningu aldanna og þar með það sem ég vildi benda á, að það breytist lítið með því að hlýða ó-lögum, þá ætla leyfa mér þann ósið núna.
http://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2178023/
Magnús Sigurðsson, 4.9.2016 kl. 09:31
He, he Pétur, þú gefur þig ekki.
Kannski var það andgiftin sem vantaði því koníak er orðið svo helv. dýrt, þökk sé Þystilfirðingnum. Kannski var það þau leiðindi að ég vissi eins og er að þrekið til að fóstra græðlinginn í netheimum var ekki til staðar því eitt er að sá í grýttan jarðveg, annað að koma sáningunni á legg. Og ekki er það mikil manndómur að láta Blóm lífsins heyja sína baráttu eitt í harðangrinu.
Eða var það afleiðingin af getunni, að vissan sem útrýmdi efanum, vó líka að lífsháskanum sem var kannski helsta næringarafl svona skrifa út úr kú.
Eða er ég að bíða eftir spámanninum og trúboðanum sem hefur þetta allt á hreinu, og aðgang að beinni línu við almættið.
Eða er það bara leiðtoginn sem hægt er að styðja. Berjast fyrir, trúa á.
Hvað veit ég Pétur, en hitt veit ég þó að ég lagði drög að honum í huga mér, það var verkefni í Trú 501, en ég er svo gleyminn, að ég man eiginlega ekki neitt af innihaldi hans. Rétt að mig rámi í að það væri einn pistill eftir, og þá væri Hreyfing lífsins fullsköpuð, þó fjölmenn væri hún ekki.
En það sem einu sinni hefur kviknað, getur alveg blossað upp aftur.
Maður rífst bara ekki við verkstjórann, Lífið sjálft og gang þess sem skrifaður er í skýin.
Þetta er fagurt haust og loksins virðist eitthvað jákvætt vera að gerast í stoðkerfinu mínu, þökk sé Kírópraktor lífsins. Það kallar á hreyfingu, orkuupptöku, alveg þar til ystu mörk getunnar eru fundin. Og það er lengra í þau en oft áður.
Síðan ætla ég að segja það sem lokaorð, að ég held að tími manna eins og mín sé liðinn, áður en hann kom. Ég sé fáráð og tilgangsleysi afhausana, það endar alltaf verr en ástandið var þegar knýjandi nauðsyn kallaði á þær. Fikt mitt við að orða þetta kenningakerfi Lífsins var fyrst og síðast tilraun til að eygja Vonina, að það væri hægt að hægja á og síðan stöðva Helreiðina og afstýr áður óþekktum hörmungum.
Þú veist jafnvel og ég um veikleika kenninga minna, og því varð síðast pistillinn ekki skrifaður nema eins og Skáld lífsins orðaði; "af þeirri andagift sem hinu góða, sanna og fagra í almættinu sæmir og dauðir rísi upp úr gröfum sínum, uppljómist af gleði og finnist sem til einhvers hafi verið barist", því fólk varð að trúa að við værum ekki alone.
Þetta snérist ekki um hvort hann yrði góður, hann hefði orðið það, heldur hvort hann myndi takast. Því mistökin afhjúpa það sem uppá vantar, hvort sjálf forsendan sé rétt.
Hvort það sé til eitthvað gott og fagurt í þessum heimi sem hefur afl til að vernda sakleysið, lífið sem á alltaf rétt til lífs. Hvort slíkt sé skrifað í skýin.
En þegar ekkert annað er í boði, þá virðast afhausunin vera eina ráðið í stöðunni, því hún er það eina sem auðurinn skilur, og óttast. Það er bara ekki mín deild, þó ég hafi allt sem þarf til að skrifa og flytja eldmessur þar um.
Og fá viðbrögð.
Ég veit um annmarkana, og ég hef slíkt einfaldlega ekki í mér. Svo á ég líf sem þarf að vernda, og nota hel gegn heli, endar alltaf á einn eða annan hátt með Sýrlandsástandi. Þó það sé ekki meiningin þegar lagt er af stað með axirnar.
En ég skil alveg axarmenn, og fatta eiginlega ekki af hverju þeir eru ekki mættir. Að auðnum skuli enn einu sinni takast að láta þekkta leigupenna sína útbúa mýrarljós útí keldu, svo niðurstaðan verði alltaf meiri arðrán, meiri sjálftaka.
En það mun ekki duga, ekki næst.
Og þá verður uppgjör, ljótt uppgjör.
Meðal annars vegna þess að Val lífsins hefur ekki náð að vaxa og dafna, honum hefur vissulega verið sáð, og skotið rótum, en síðan reyndi á frumforsenduna. Og hún er ekki að virka.
Það fellur ekki með lífinu.
Sem er shitt, en happens.
Heyrumst Pétur minn.
Það er rétt, ég er ekki alveg þagnaður, en aðeins á mínum forsendum, sem ég veit ekki í augnablikinu hverjar eru. En ég er ekki í stríði, og þarf því ekki að sækja lestur.
Spurningin er bara hvað kveikir í mér, og um hvað mig langar að skrifa.
Og Tíminn einn mun svara henni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.9.2016 kl. 09:41
Blessaður Magnús og takk fyrir tilvísun þína.
Fróðleg og skemmtileg grein aflestrar, og áreynslulausar tengingar við nútíðina, af mörgum þá snerti þessi mig mest;
Það má því segja að mál Jóns og Kristínar hafi verið leyst með nútímalegum hætti sé litið til þess hvernig almúgans ólöglega eignaupptaka dagsins í dag er leyst eftir að fólk hefur verið borið út af heimilum sínum í krafti ólöglegra okurlána. Því nú er í boði okurleiga í öðrum eignum sem sölsaðar hafa verið undir fjármálavaldið á svipaðan hátt. Allt í nafni fjármálastöðugleika, laga og réttar.
Þetta er svona hvötin sem fékk mig til að blogga hart gegn Útburðinum, og þeirri niðurstöðu minni að það ætti að varða við lög að börn væru borin út af heimilum sínum.
Í raun höfum við ekkert lært, og fátt breyst, aðeins orðfærið, en kuldinn og mannvonskan á svipuðu stigi og var.
Varðandi eldri tíma þá má færa rök fyrir, og þá er ég ekki bara að vísa í Stóra dóm, hann er minnsti hlutinn ef því, að stór hluti lúterska/kalvínískra kirkjufeðra okkar hafi verið geðvillingar, fátt annað getur skýrt afskræmdan huga þeirra gagnvar mannlegri tilveru.
Hins vegar verðum við að átta okkur á að Stóri dómur kom að utan, og það var tregða við innleiðingu hans, sem og að margir fyrirmenn voru alltaf tregir að fara eftir bókstaf hans. Við munum nefnilega frekar dæmin um hið gagnstæða. Og þar sem ég er töluvert lesin í sósjal sögu, þar á meðal réttarsögu, því fortíðin hefur alltaf heillað mig, að þá veit ég ástandið hérna var um margt miklu skárra en í nágrannalöndum okkar, sérstaklega var harkan mikil í Danmörku og Svíþjóð. Að ég tali ekki um morðæðið sem einkenndi enska löggjöf eftir að frjálshyggjan byrjaði að sá fræjum sínum á 18. öld.
Okkur hættir svo til að bera hið gamla saman við nútíðina, að við gleymum að bera saman á þeim tíma sem atburðir urðu. Spyrjum ekki hvernig þetta var í öðrum löndum, eða öðrum menningarheimum.
En þá er ég kominn að kjarnanum, sem er rauður þráðurinn í skrifum þínum, það var ofríkið og gerræðið sem alþýða manna bjó við.
Og býr í raun við í dag, eða þekkir þú einhvern sem hefur efni að fá sér lögfræðing, þegar um flóknari hluti er að ræða, en skoðun pappíra??
Og búum við ekki við alræði peninganna???
Steinn Steinar skynjaði þennan rauða þráð, og í takt við tíðarandann var niðurstaða hans hin rauða bylting, það er að fara úr öskunni í eldinn.
En greiningin hans var jafn góð fyrir það, og lýsingarnar hans magnaðar. Er ég þá að vísa í ljóðið hans Öreigaæska.
Grípum niður í það ljóð;
Ég heilsa þér, öreigaæska,
sem auðvaldið rak út á hjarnið,
sem átti að lifa og líða og deyja
við loftleysið, kuldann og skarnið,
sem átti að svelta og safna
silfrinu í auðmannsins poka,
og bera með þolgæði þrældóms-okið
og þegja til æviloka.
Og það er hin sama saga,
er saman aldirnar flétta:
þínir feður og mæður í þúsund liðu,
voru þrælar drottnandi stétta.
Þau áttu þann sama óvin,
sem arðrænir stritandi lýðinn.
Þau báru til enda sitt böl og sinn kross,
svo buguð og kjarklaus og hlýðin.
Þau áttu þann sama óvin,
það er auðvald hins liðna tíma,
samskonar blekkingar, svik og rán,
samskonar djöfla-glíma.
Samskonar guðsorða-gjálfur
og guðræknis-helgislepja,
samskonar klæðileysi, samskonar hungur
og samskonar vetrar-nepja.
Mér finnst Steinn vera tímalaus í kvæði sínu, og við sjáum hvernig allt er að leita aftur í sama farið. Æ fleiri gerðir að þrælum, hvort sem það er fjármagns eða vinnu (þrælabúðir 3. heimsins), æ fleiri afskrifaðir sem óþarfa kostnaður eins og ekkert mennskt tengist launum og launakostnaði.
Það var að birta til alla síðustu öld, en undir lok hennar hafði skuggi illvígrar drepsóttar lagst á vestræn samfélög, og eitrið síðan breyst út um allan heim.
Við stefnum hraðfari afturábak, þannig að við endum ekki einu sinni aftur í svörtustu miðöldum, sem voru reyndar ekki svartari en það að þá var viðurkennt að verðugur væri verkamaður launa sinna, heldur alla leið til baka í þrælaþjóðfélag gömlu Rómverjanna, þar sem hin stritandi vinnustétt hafði réttarstöðu þræla, réttindalaus og helþrælkuð. Og ekkert mátti út af bregða hjá millistétt þess tíma að hennar beið ekki sama hlutskipti.
Vissulega munu hinar vinnandi stéttir snúast til varnar, áður en slíkt verður en slík átök geta um leið orðið síðustu átök mannsskepnunnar, og öld rottunnar eða kakkalakka rennur upp.
Og svo verður ef við áttum okkur ekki að stóru spurningarnar eru ekki hagfræðilegar, að stjórnmálalegs eðlis, heldur hugmyndafræðilegar og ekki hvað síst siðferðislegar.
Áttum okkur til dæmis á því að jafnvel þótt frjálshyggjan hámarki neysluvörur, að þá er hún í eðli sínu ill og siðblind, og þjóðfélög sem nýta hana, verða alltaf að lokum siðblind og ill, sama hversu góð þau voru í upphafi vegferðar sinnar.
Að virða ekki lög er upphaf byltingar, og ef við förum þá leið, þá verðum við að vita hvar við viljum enda.
Í dag gerir fólk það ekki.
Það áttar sig ekki til dæmis á þessum sannindum; "Þau lög eru, nú sem fyrr, siðlaus þegar kemur að hjartanu og eiga sér enga bót fyrir lagaboðinu æðsta," Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig".".
Og á meðan mun í raun ekkert breytast, aðeins misversna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.9.2016 kl. 17:03
Sæll Ómar
Þessa vísu hef ég ekki séð síðan ég var í MH og það var í tíma hjá Jóni Böðvarsyni. Á þeim tíma var ég einn af fáum á móti öllum vinsti mönnum nemanda skólans. Þetta ljóð var í uppáhaldi hjá þeim vinstri og mér líkaði kveðskapurinn en ekki boðskapurinn.
Síðan lærði ég það að "vinstri" hjá þeim vinstri var hægri, eins og ég skildi hlutina þá, og þegar kom að skólalokum, lífsgæðum, stofunun fjölskyldu, byrjun vinnuferils o.s.fr. þá voru þeir sem voru til vinstri orðnir til hægri.
Ég á sögur um seðlabankastjóra,seðlabankamenn, lektora og aðra samborgar í íslensku samfélagi sem eru eins og þú "vinstri menn" í upphafi(að ég held) en breytast í hægri menn þegar kemur að fjölskyldu og frumskyldu þeirra til að afla viðurværis til hennar.
En allt er þetta heiðarlegt og normalt. Þetta er gangur lífsins og er trúverðulegt, hefur verið ýmynd æskunar og ávallt verið til róttækra breytinga á samfélaginu.
Trúverðuleiki er hugtak- Það er eitthvað sem hver og einn þróar með sjálfum sér og lifir eftir og kennir börnum sínum og sýnir sínum náustu í verki.
Trúnaður og traust er vegur framtíðar ef við viljum byggja upp samfélag sem er kemur jafnvægi á heildina gagnvart ljóði Steins Steinars hér hjá þér að ofan.
Þá set ég hægri og vinstri á vogarskálina til að skapa jsfnvægið
Eggert Guðmundsson, 25.9.2016 kl. 00:45
Takk fyrir þetta Eggert.
Þó við Hriflungar séum vinstri megin við miðjuna, svona heilt á litið, þá erum við ekki vinstri menn í þeirri merkingu að við aðhyllumst sósíalisma.
Það fer ekki saman við að virða manngildið, að þvinga alræðiskerfi skriffinna og stórfyrirtækja upp á samfélagið.
En það er samt það sem við erum að upplifa í dag, nema núna eru færð einhver hagfræðileg rök fyrir skrímslinu, hin meinta hagkvæmi hinna stóru eininga sem á samkvæmt fræðunum að enda með einu stóru hugtaki, það á víst að minmina margið.
Þetta gerðist vegna þess að borgarlegir íhaldsmenn misstu sig í græðginni, breyttust í siðlaus skrímsli sem afneituðu manngildi og mennsku, en settu markaðinn og markaðslegar forsendur sem mæliker alls. Og á sama tíma uppgötvuðu hinir svokölluðu vinstri menn að sósíalisminn var bull, kenningar Marx og Leníns voru hagtrú, ekki hagfræði.
En þeir fóru úr einni hagtrúnni, frá Marx, í aðra, til Hayeks.
Með öðrum orðum, jafnvægisstöngin brást, það fóru allflestir á annan endann.
Þess vegna upplifum við heim á heljarþröm Eggert, borgarlegu gildin urðu undir á tíunda áratugnum.
En svarið er ekki Rauði loginn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.9.2016 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.