29.8.2016 | 18:13
Joker.
En var hann ekki yfir Gotham borg, yfirglæpaborg hins tilbúna sýndarveruleik sem kennt er við Batman og seinna Superman??
Eins og fréttin á Mbl.is sem allt heiðarlegt sjálfstæðisfólk las, sem kvað á um örvæntingaróp Bryndísar skattrannsóknarstjóra gegn tregðu fjármálaráðuneytisins, hafi aldrei verið í þessum heimi.
Heldur í heimi teiknimynda og aflandsfélaga.
En aumt er það fólk sem fordæmdi ICEsave, því það voru hinir, þeir til vinstri sem ábyrgðina báru, en láta silfurskeiðina komast upp með yfirklór sitt.
Til hvers var skipt út í kosningunum 2013???
Í Reykjarvíkurbréfi sínu rakti Davíð óbreytingarnar, sem voru sýndarskattalækkanir, ekki afturköllun umsóknarinnar að Evrópubandalaginu, og aðeins minni eftirgjöf handa hrægömmum, sem óvart voru margir í venslaneti fjármálaráðherra.
Var þá ekki heiðarlegra að hafa Steingrím?
Hann sveik þó allt, hans eina markmið voru völd fram af næstu kosningum.
En Bjarni greyið, hann sveik ekki aðeins þjóðina, hann sveik líka Sjálfstæðisstefnuna.
Það eina sem Davíð sagði ekki, en öllum með lágmarks læsi var ljóst.
Og svo lesum við frétt um að fjármálaráðuneytið vísi á bug að kaup skattrannsóknarstjóra á félögum í skattaskjólum hafi dregist á langinn.
Ef rétt er, sem krefst aðeins lágmarks dómgreindar að sjá, að þá átti Bjarni að reka Bryndísi umsvifalaust þegar hún hélt öðru fram.
Bryndís skattrannsóknarstjóri er ekki Donald Trumph, hún hefur ekki rétt á að ljúga að þjóðinni svo hún þurfi ekki að vinna sína vinnu.
En Bjarni rak ekki Bryndísi, svo heimskur er hann ekki.
En hann treystir á heimsku hinna vitgrönnu sem höfðu vit í ICEsave, en töpuðu því þegar auðkýfingarnir fjármögnuðu tap sitt til sigurs með því að gera Bjarna að Yfirráðherra Íslands.
Tók við að Steingrími og engu var breytt.
Aumt er Ísland í dag.
Ef silfurskeið nær að fela sig í soranum, og enginn sér muninn.
Á þeim sem sviku hugsjónir sínar í þágu auðmanna, og þeim sem aldrei sviku.
Því auðurinn og þeir voru eitt.
Og lygin er sannleikur.
Og Gamla Ísland var aldrei til.
Því það breyttist ekkert.
Kveðja að austan.
Aðeins átta mánuði tók að kaupa gögnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1225
- Frá upphafi: 1412779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1084
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú gleymir hversu æðislegt það er að geta stolið einhverjum gögnum og geta svo selt þau fyrir morðfé
Það er ekki furða að Wikileaks eigi miljarðatugi í skattaskjólum
Grímur (IP-tala skráð) 29.8.2016 kl. 18:25
Blessaður Grímur.
Mörgu hefði ég búist við hjá verjendum hins óverjanlega, því ég er vanur maður úr ICEsave stríðunum. Sérstaklega náði yfirklór VG liða inní mengi hins óskiljanlega.
En ég átti eiginlega ekki von á endurtekningu þinna raka frá því að ég pistlaði álíka við fréttina um ákall Bryndísar skattrannsóknarstjóra, þá var þessi aulahúmor á vissan hátt skiljanlegur, svona ef menn kusu að sækja rök sín í hið ómálefnalega, eða beinan útúrsnúning.
Síðan hafa mörg vötn runnið í ósa staðreynda, og hver sem hvötin var á uppljóstrunum, þá var um uppljóstranir að ræða. Sem ollu jarðskjálfta uppá 8 í heimi siðspillingarinnar og fjárglæfra hinna ofurríku.
Mig minnir í þessu tilviki, að þá hafi bankamaður í leyndarhjúpnum, ákveðið að bíða ekki í ár eða áratugi að hann kæmist að kjötkötlum ofurbónusana, heldur seifað gögn, og selt. Því það er þannig að allt hið illa og óheiðarlega, að sígræðgin og siðblindan, þurfa hendur viljugra til að gjörðir þeirra gangi eftir. Þó Hitler hefði unnið dag og nótt, þá hefði honum aðeins dugað þrekið til að slátra á öllum sínum valdaferli summu sem var sirka ein vika í Auswitch, og þá er ótalið allar hinar útrýmingarbúðirnar.
Svo ekki gera lítið úr græðginni sem knýr áfram siðblinduna og síngirnina, og ekki fordæma verkfærin sem segja, "núna má ég".
Enda gera slíkt ekki verjendur hins óverjanlega, það besta sem þeir geta, þegar kjarkurinn virkilega blæs þeim rök í huga, er að segja, "já en helv. vinstri stjórnin, helv. hann Steingrímur". Sem er reyndar samhljóða rökum hinna aumkunarverðu VG liða á sínum tíma.
En flestir hafa vit á að þegja Grímur.
Þeir vita að ekkert ver silfurskeiðina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.8.2016 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.