8.5.2016 | 18:37
Tveggja turna tal.
Með þeim smá galla að báðir turnarnir eru í sama liði.
Margur getur sér það til að þetta framboð Davíðs sé gegn Ólafi, og þá hugsað til að tryggja Guðna Té völdin en það er ofmælt.
Menn eins og Davíð bjóða sig aðeins fram af einni ástæðu, þeir ætla að vinna.
Jafnframt þá afléttir Davíð þeim leiðindaálögum sem forsetakosningarnar voru komnar í, því hann riðlar þeim fylkingum sem þegar höfðu myndast.
Ekki bara hægra megin, heldur líka vinstra megin.
Núna er enginn skyldugur að kjósa Guðna Té, vegna þess að það sé eina leiðin til að hefna ICEsave glæps Ólafs, að hafa vísað bresku fjárkúguninni í þjóðaratkvæði.
Núna getur fólk hreinlega vegið og metið, hvern frambjóðanda því lýst best á.
Framboð Davíðs á því mjög eftir að styrkja Andra Snæ Magnason, jafnvel Sturlu, og síðan eiga raddir kvenforsetaframbjóðandanna eftir að heyrast sterkt, konur munu uppgötva að það er ekki sjálfgefið að kjósa karla til að hindra að einhver annar karl nái kjöri.
Síðan held ég að það sé ofsagt hjá Styrmi Gunnarssyni að framboð Davíðs sameini sjálfstæðismenn. Davíð er umdeildur Hrunverji og hatrammur andstæðingur ESB, og það verður bara ekki frá honum tekið. Þó menn þegi, og mæri hann í dag, þá er það ljóst að aðförin að Davíð til að losna við hann úr Seðlabankanum, naut víðtæks stuðnings þess sjálfstæðisfólks sem vildi koma landinu í ESB. Þar á meðal margra frammámanna flokksins.
Þessi sár gróa ekki, og það vita allir að Davíð kann að hefna sín.
Eins þá þakka margir sjálfstæðismenn Ólafi landvörnina í ICEsave stríðunum, og þeir vanþakka það ekki með því að yfirgefa hann við fyrsta hanagal. Því íhaldsmenn mega eiga að þeir eru trygglyndir og ekki mikið fyrir rýtingsstungur líkt og félagar þeirra til vinstri.
Hvað sem öðru líður, þá er mikil þjóðarskemmtun framundan.
Og hafi Davíð þökk fyrir að veita okkur hana.
Látum svo auðnu ráða um hver verður næsti forseti.
Kveðja að austan.
Allt aðrar kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1412778
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1483
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Núna er stóra spurningin hættir Ólafur Ragnar við framboð sitt. Ég trúi að Ólafur noti framboð Davíðs sem útgönguleið og hætti við framboð Það var hans innsti vilji persónulefga að hætta trúi ég en svo kom forsetinn þegar allt fór í háa loft hjá Sigmundi Davíð fyrir nokkru að hann yrði að standa vaktina. +Eg vona samt að hann taki slaginn svo það verði gaman hjá okkur hinum
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 19:07
Ég vona ekki B.N.
Þá sitjum við aftur uppi með leiðindafylkingar þar sem fólk kýs á móti, en ekki með.
En hef ekki höfuðverk af þessu, treysti núna á Auðnu,.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.5.2016 kl. 19:15
Blessaður Ómar Geirsson.
Allt þetta sjónarspil í dag hefur gerst undir handarjaðri 365 miðla og flest bendir nú til þess að Ólafur dragi framboð sitt til baka.
Vonandi verður svo ekki, en eigum við þá bara að halla okkur aftur með popp og kók og gleyma því sem máli skiptir, hinu vanheilaga bandalagi og ráninu mikla, gjöfinni miklu, 500 milljörðunum sem stöðugleikaskatturinn hefði skilað þjóðarbúinu umfram grautarsleifa "framlagið", auk afnáms gjaldeyrishaftanna sem verða til þess að íslensku aflandskóngarnir koma með illa fenginn hlut sinn og setja hér allt á annan endann?
Nú fyrst er ástæða til að óska þess að íslensk þjóð kyrji einum rómi: "sitji guðs englar saman í hring/ sænginni yfir minni"
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 19:24
Blessaður aftur Ómar Geirsson,
nú vitna ég í athugasemd nr. 27 og athugasemd nr. 28 við pistil þinn
"Framboð knúið áfram af heift og hatri",
því það er það sem framboð Davíðs er, það er aðför Davíðs að sitjandi forseta og þar með er Davíð búinn að fullkomna sitt vanheilaga bandalag við aflandsvíkingana:
Stund hefndarinnar er runnin upp. Davíð ætlar sér ekki að verða forseti, hann ætlar að fella þann sitjandi. Þeir sem til þekkja, segja DO ákaflega langrækinn mann.
Már Elíson, 8.5.2016 kl. 13:36
Sama hugsaði ég í dag þegar ég fékk fréttir af þessu framboði Davíðs.
Hann vill frekar að fulltrúi Samfylkingarinnar, þekktur ICEsave sinni, nái kjöri, en að Ólafur sitji áfram.
Þetta skýrir lika Reykjavíkurbréf hans.
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 19:36
Athugasemdir og pistlar eru nú ekki alltaf sami hluturinn kæri dr. Símon.
Eigum við ekki að segja að ég sé frjálsari í athugasemdum mínum þó ég leyfi aldrei eina spurningu, en það er hvort mér sé full alvara með skrifum mínum. Það er ljótt að spyrja þann sem heldur úti áróðurs og átakabloggi, slíkrar spurningar.
Pistlar tjá oft ákveðna hugsun, sem ég af einhverjum ástæðum tel ástæða að koma á framfæri, eða koma inní umræðuna. Stundum þarf maður líka að hugsa upp nýja fleti.
Og það sem ég hugsaði í dag, hugsaði ég betur áðan.
Og ég segi það satt, mikið held ég að þetta verði skemmtilegar vikur fram að kosningum, ef Ólafur mætir Davíð af fullri hörku.
Hver segir að hið vanheilagabandalag eigi Ísland, þó það eigi Alþingi??
En það er ekki mitt að svara.
Mínu hlutverki er lokið í bili.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.5.2016 kl. 19:45
Mbl,Visir,ruv og fleiri hafa búið til bandalag gegn forsetanum það er klárt í mínum huga.Hvaða hagsmunir eru á bak við það væri gaman að vita sem setur alla þessa fjölmiðla í sama grasut Það þarf sterk bein og heila þjóð til að sigra forseta kosningar með nánast alla fjölmiðla í landinu gegn sér því sitandi forseti er látinn fá lítið aukahlutverk í leikritinu.
Baldvin Nielsen
P.S. Hver skrifaði handritið?
B.N. (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 19:50
Blessaður enn á ný Ómar Geirsson,
mér finnst ástæða til að taka undir spurningu Baldvins Nielsen um það
hver skrifaði handritið að þessum farsa?
Skyldi það vera sjálfur Ubu Roi?
Skyldi það vera sjálfur Dabbi kóngur? Og farsinn fjallar um brauð og leiki, Divide et Impere.
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 20:04
Blessaður aftur dr. Símón, ég er gleraugnalaus að stelast úr uppvaskinu. Sá því ekki innlegg þitt númer 3.
Það er bara þannig að ég hef ekki nokkur áhrif á hvernig hlutirnir þróast hér á landi, ég virka aðeins í átakaumhverfi.
Eins og til dæmis þegar ég minnti sumt ICEsave stuðningsfólk á tvískinnung þess að þykjast vera á móti, en kjósa mann beran að landráði, vegna þess að það lætur hið vanheilagabandalag spila með sig út í eitt.
Og það er meinið, sem gamall stríðshestur þá skil ég ekki fólk sem liðsinnir ógnaröflunum, finnst það eiginlega stærri glæpur en allt ránið og ruplið til samans, því það er jú einu sinni í eðli ræningja að ræna og rupla. Það er mér bara illskiljanleg að þeir komist upp með það, og með öllu óskiljanlegt að þeir sem kalla hæst, þjófur þjófur, skuli síðan í raun aðstoða ræningjana, einmitt þegar þeir liggja við höggi.
Og þetta á bara ekki við mig kæri dr., og stundum á maður að vægja þó maður hafi ekki endilega neitt sérstakt vit til þess.
En það er bara sorgleg staðreynd að stríðsjálkar virka ekki sem einskismannsland, og það er enginn her að berjast á vígstöðvum þjóðarinnar gegn auðruplinu.
Það er enginn til að styðja, til að hvetja áfram til góðra verka.
Ég er ekki að blogga til að fá yfir 1000 ip tölur fyrir velorðaðar skammir, ég er að reyna að vekja fólk til umhugsunar, og líttu yfir sviðið, yfir pistla mína um Gjöfina einu eða fyrirhugað peningaþvætti Seðlabankans.
Það hreyfist ekkert, alls ekkert.
Pointles, dr. Símon, pointless.
Það er ekki einu sinni umræðan út í þjóðfélaginu um þessi mál, engin frétt til að blogga við. Og ég er ekki meira lesinn en það, að teljarinn hreyfist ekki ef ég pistla sjálfstæða pistla, án frétttengingar.
Þannig að það er dálítið ósanngjarnt að bera uppá mig popp og kókdrykkja, núna þegar ég er í sykurlausu matarprógrammi.
Ég hef allavega reynt, og það ítrekað.
En maður réttlætir ekki endalaust tímaeyðslu árangursleysisins.
Davíð skammar ICEsave þjófana betur en ég, núna er ekkert fyrir mig að gera.
En óvænt innkoma þín á bloggið mitt hefur verið ljósdepill sem ég er þakklátur fyrir.
Og það koma tímar þar sem svona jálkar eins og ég virka.
Þá munum vonandi eiga aftur spjalla um landsins gagn og nauðsynjar, sem og um þá örfáu sem sýnt og heilagt ásælast þau gæði.
Á meðan er það friðurinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.5.2016 kl. 20:07
Blessaðir félagar, BN og dr. Símón.
Ætli við fáum nokkuð að vita það ef sú sorgarfrétt er rétt að Ólafur ætli að lúffa fyrir Davíð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.5.2016 kl. 20:08
Blessaður enn Ómar Geirsson,
tveggja turna talið endar með að verða á milli Guðna og Davíðs og Guðni vinnur með nokkrum yfirburðum.
Það er ekki við þjóðina að sakast að svo fer, heldur Davíð sjálfan. Hann lagði sjálfur upp með aðförina að Ólafi,
en hann mun tapa fyrir Guðna og honum er slétt sama og það er samkvæmt forskrift farsans
(enda er megintilgangur Davíðs með framboði sínu sá að losna við Ólaf Ragnar úr forsetastól)
En meðan á forleiknum stendur mun hann þyrla upp moldviðri og kasta smjörklípum og skít í allar áttir.
Hann mun ekki sjást fyrir, þegar hann verður kominn í stríðið.
Ólafur mun draga sig í hlé en hann mun tala síðar svo eftir verður tekið.
Skil þig vel Ómar að þú viljir fremur vera í eldhúsinu og vaska upp meðan á þessum farsa stendur.
Honum lýkur 25. júní 2015 með sigri Guðna Thorlacius Jóhannessonar.
Og auðna mun þar ráða að hann mun þroskast betur en nokkur þorði að vona.
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 21:22
Niðurstaða:
Að kvöldi dags 25. júní 2016 mun ljóst verða að Guðni Thorlacius Jóhannesson er næsti forseti Íslands.
Auðna mun ráða að hann mun þroskast mjög að viti og skynsemi allri og verða farsæll forseti lands og þjóðar.
Virðingarfyllst
Dr. Símon Jónsson
Post scriptum v/ aths. nr. 8.
Jú, ég mun og skal verða þér ljósdepill á myrkum tímum og vera þér sem hliðarsjálf með athugasemdum mínum :-)
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 21:39
Að lokum:
Davíð er sjálfur höfuðpaur útrásarinnar, einkavinavæddi bankana í hendur þeirra, sem síðar settu þá og landið á hausinn. Sem seðlabankastjóri átti hann ásamt Fjármálaeftirlitinu að hafa eftirlit með starfsemi bankanna. Það gjörsamlega mistókst og endaði með Hruninu haustið 2008 og skorið var niður í ríkissútgjöldum um 20-30% auk þess sem tugir þúsunda misstu vinnuna.
Davíð hefur nú setið í 5-6 ár í Morgunblaðið reynt að endurskrifa sjálfævisögu sína, Íslandssöguna og þó sérstaklega þá kafla hennar sem fjalla um það, sem átti sér stað á árunum 2001-2016. Útgerðin hefur haldið Morgunblaðiðinu á floti til að gæta sinna sérhagsmuna við fjölmiðlaumfjöllun.
Nú vilja útgerðarmenn koma Davíð í forsetastól til að tryggja að engar neikvæðar breytingar verðir gerðar á lögum eða stjórnarskránni t.d. hvað varðar beint lýðræði eða þjóðarauðlindirnar. Með því að kjósa Davíð mun hér aldrei fara fram heiðarlegt uppgjör við hrunið.
Sverrir Stormsker og Jón Gnarr munu nú sameina krafta sína sem skemmtanastjórar hins vanheilaga bandalags moggans og 365 meðan á kosningabaráttu Davíðs stendur.
Allt þetta veit þjóðin og allt þetta mun verða rifjað upp og þá mun Davíð byrja skítkastið svo fólki mun blöskra. Davíð mun fella sjálfan sig að leikslokum.
Fráfarandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson mun að kvöldi 25. Júni, nær miðnætti, óska þjóðinni innilega til hamingju með næsta forseta lands og þjóðar, Guðna Thorlacius Jóhannesson.
Sjálfur mun ég nú einnig snúa mér að uppvaski, upp á gamla mátannn, um stund.
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 22:07
Það sem "Viðreisnar"stjórnin hefði átt að gera meðan Kristján Eldjárn var forseti var að leggja fram tillögu um að ef enginn frambjóðandi næði 50% atkvæða í forsetakjöri, þá yrði kosið í annað sinn milli tveggja atkvæðamestu. En sú stjórn gat aldrei hugsað lengur fram í tímann og lét sig þar að auki lítið varða forsetakjör, því að íhaldið hafði aldrei komið "sínum" frambjóðanda á Bessastaði. Ég er viss um, að ef kosingalögunum hefði verið breytt þá að þá hefði Guðlaugur orðið forseti 1980 í stað Vigdísar, sem hefði verið mjög gott (ég viðurkenndi að ég kaus Vigdísi og sá eftir því, þegar ég sá hvernig hún var sem forseti). Það var mjótt á mununum milli þeirra.
Með marga frambjóðendur þar sem nokkrir fengju mikið fylgi getur orðið það mjótt á mununum, að áhöld eru um hver ætti í raun að verða forseti. Ef t.d. fjórir af fimm frambjóðendum skiptu á milli sín 99% atkvæða nokkurn veginn jafnt þannig: 24,6%, 24,7%, 24,8 og 24,9%. Þá yrði sá síðastnefndi forseti þótt aðeins munaði 0,1% í næsta mann, sem samsvaraði aðeins um 144 manns ef kosningaþáttaka væri 60%. Ef kosið yrði aftur, væri munurinn kannski 10% eða meira vegna minni dreifingar atkvæða, sem er alltént betra. Þá væri kjörinn forseti með meirihluta virkra kjósenda bak við sig.
Ekki er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs án þess að breyta stjórnarskránni, en aðeins þarf að breyta 5. grein lítillega og síðan kosingalögum. En stjórnarskránni hefur verið breytt a.m.k tvisvar á lýðveldistímanum, þó ekki alltaf til hins betra. Ef þetta fyrirkomulag væri í gildi í dag, væri engin forsetakjörskreppa eins og er í dag, því að þá gætu allir sem óvart kusu Guðna í fyrstu umferð, kosið Ólaf í síðari umferðinni (ef Ólafur fengi minna en 50% í fyrri umferðinni). Þetta var auðvitað ekkert vandamál árið 2012, því að þá voru í raun aðeins tveir frambjóðendur með tveggja stafa fylgistölur, en vatnið er orðið anzi gruggugt í þetta sinn. Að sjálfsögðu meira spennandi og getur aðeins endað með annað hvort farsæld eða þá hryllingi.
Pétur D. (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 22:10
Blessaður dr. Símon.
Af hverju er sjálfgefið að Ólafur hætti við?
Að mínum dómi er það versti kosturinn í stöðunni fyrir hann. Þá fyrst fara krossararnir að verða broslegir. Maður svo sem gerði fátt annað en að hrista hausinn þegar hann ákvað að hætta við að hætta, rökin svona og svona, en það þarf enginn að segja mér að undirliggjandi hafi ekki verið ákveðin löngun að halda áfram, enda karlinn ern, og alveg klæðskerasaumaður í þetta embætti.
Og lestu aftur pistil minn dr. Símon.
Spáðu í hvað sviðsmynd ég stilli upp.
Það er aðeins eitt sem skýrir hið mikla fylgi Guðna, og það er Ég vil ekki Ólaf syndrómið.
Núna þegar Ólafur er kominn með mótframbjóðanda, þá er öruggt að aðrir frambjóðendur komi sterkar inn. Til dæmis af hverju ætti náttúru og umhverfisverndarfólk ekki að kjósa frænda minn, Andra Snæ. Hann hafði aldeilis kjark til að fara gegn peningaklíkunni sem ætlaði að gera erlenda auðhringi ríka á gjafaraforku.
Guðni er bara kjarkleysingi, hann hefur aldrei gert neitt.
Sjáðu viðtalið í dag hjá Birni Inga.
Sérhannað til að ræða Grapewine viðtalið, því út úr því er hægt að snúa. En heppinn var hann að ekki var lygamælir tengdur við hann. Þvílíkt og annars eins yfirklór.
Sem svo gengi í trúgjarna ef ekki væri greinin sem hann skrifaði 4 dögum eftir niðurstöðu ICEsave þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sakaði þar 96% þjóðarinnar um siðblindu. Að við hugsuðum bara um okkur en gæfum skít í aðra. Jafnvel þó bæði hollensku og bresku innlánseigendurnir hefðu ekki haft beina tryggingu hjá sínum innlandstryggingarsjóðum, og gátu aldrei tapað neinu, þá er það þannig að lög gilda, og þjóðir gátu ekki verið í ábyrgð fyrir sparifjáreigendur, ekki nema þær sjálfar settu það inní löggjöf sína.
Nei, þið eruð bara siðblindir aumingjar sagði Guðni.
Og út úr þessu getur hann ekki snúið sig, hann fokkaði þjóðina berum orðum.
Og þessi skítur mun smán saman kaffæra hann, það eru fleiri sem munu spyrja hann en auðmannadindlar á fjölmiðlum hins vanheilaga bandalags.
Andri Snær á eftir að koma sterkt inn, það er öruggt.
Og síðan er ekki hægt að ganga að því vísu að allt íhaldið fari til Davíðs, þetta eru ekki rollur sem eru dregnar í dilka.
Margur hefði kosið Davíð ef hann hefði tilkynnt framboð sitt tímalega eins og annað fólk. Þá væri það heiðarlegt framboð á heiðarlegum forsendum, ekki alblóðugt þar sem ennþá sést glitta í rýtinginn í skikkjuerminni.
Nei, núna er ballið fyrst að byrja, ef Ólafur er ekki blauður næst hjarta.
Vissulega er hann klækjastjórnmálamaður, en hver segir að þeir geti ekki bitið skjaldarrendur og tekið orrustu lífs síns.
Hvernig sem fer, hvort hann fellur eða stendur vígmóður eftir orrustuna, sigurvegari, þá verða af því sagðar sagnir á meðan sögur eru sagðar, af mönnum sem kunna að segja sögur.
En þetta er ekki mín barátta, ætli ég kjósi ekki Elísabetu Jökulsdóttir í kyrrþey. Það er ekki bara að hún er fótboltamanna, whiský rödd hennar er virkilega grípandi.
Síðan getum við spurt hvar við erum núna stödd í versum Hávamála.
Þau hafa hingað til gengið eftir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.5.2016 kl. 22:24
Takk fyrir innlit þitt Pétur D.
Ég held að gömlu mennirnir hafi hreinlega ekki séð fyrir þennan farsa sem varð seinna meir.
Enda vorkunn, hver gat séð þennan skrípaleik fyrir sem hér hefur verið undanfarið ár.
Velmegun geri allt svo sjálfgefið, að fólk ver ekki lengur grunnstoðir sína.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.5.2016 kl. 22:32
Blessaður Ómar Geirsson,
Ólafur nefndi í viðtalinu að það hefði mikið breyst frá því hann tók þá ákvörðun að hætta við að hætta.
Beint og óbeint nefndi hann að tveir, að hans mati, mjög hæfir frambjóðendur væru síðan komnir í framboð.
Annar þeirra hefði setið næst lengst í ríkisráði og það væri Davíð (aðeins Ólafur hefur setið þar lengur).
Hinn væri gjörkunnugur allri sögu og tilhögun forsetaembættisins, það væri Guðni Th.
Í loftinu lá, að þar með sæi hann ekki lengur ástæðu til að bjóða sig fram.
Hann hefði jú rökstutt það vel í áramótaávarpi sínu af hverju hann teldi að þá væri tími hans kominn til að hætta
og nú væru komnir fram, að hans mati, tveir mjög hæfir einstaklingar til embættis forseta.
Þannig er nú það Ómar minn.
Guðni Th. Jóhannesson verður næsti forseti Íslands og það mun hann geta þakkað Davíð Oddssyni.
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 22:42
Hið vanheilaga bandalag er sem draugur sem erfitt er að glíma við.
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 22:44
Blessaður dr. Símon.
Ég skal gefa þér eitt ráð, taktu aldrei mark á Ólafi.
Hann var aðeins að opna útgönguleið.
En gat náttúrulega ekki sleppt því að hæðast að Guðna í leiðinni þegar hann kallaði hann sérfræðing um forsetaembættið.
Og taktu eftir þessum orðum hans;
Ólafur Ragnar fór hörðum orðum um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar í þættinum. Þegar hann tók ákvörðun um að bjóða sig fram aftur árið 2012 hafi fullveldi Íslands verið í uppnámi vegna aðildarumsóknarinnar að Evrópusambandinu, stjórnarskráin sömuleiðis og þá hafi dómur ekki enn verið genginn í Icesave-málinu.
Þáverandi ríkisstjórn hafi gengið gegn vilja þorra þjóðarinnar í öllum málunum þremur. Sagði Ólafur Ragnar að einhver þyrfti að vera til staðar til að segja stopp við þessar aðstæður, þegar ríkisstjórn ætli að vaða áfram með „frekjugangi“ og binda hundruð milljarða bagga á þjóðina til frambúðar án þess að lúta þjóðarvilja.
Fullyrti hann að ríkisstjórn Jóhönnu hafi ekki viljað verja hagsmuni Íslands. Mark Íslands hafi staðið opið og hver sem er hafi getað tekið boltann og skorað því enginn hafi viljað flytja mál landsins. Því sagðist Ólafur Ragnar hafa „neyðst“ til þess að fara í erlenda fjölmiðla til að tala máli Íslands sem hafi verið nýjung fyrir forsetaembættið.
Svona tala bara alvörumenn;
Fullyrti hann að ríkisstjórn Jóhönnu hafi ekki viljað verja hagsmuni Íslands. Mark Íslands hafi staðið opið og hver sem er hafi getað tekið boltann og skorað því enginn hafi viljað flytja mál landsins.
Þessi maður er ekki að fara lúffa fyrir einum eða neinum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.5.2016 kl. 22:50
Blessaður enn og aftur Ómar Geirsson,
það er rétt að Ólafur er alvörumaður og hann mun ekki lúffa fyrir einum né neinum,
en eins og ég segi og spái fyrir um í athugasemd nr. 10:
Ólafur mun draga sig í hlé en hann mun tala síðar svo eftir verður tekið.
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 23:04
Og spá mín er óbreytt um niðurstöðuna:
Guðni Th. Jóhannesson verður næsti forseti Íslands og það mun hann geta þakkað Davíð Oddssyni.
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 23:09
Sjáum til, en ég held að menn misráði í Ólaf ef þeir halda að leiðin til að fella hann sé neðanmittisspörk í konu hans.
En ef Ólafur lúffar núna, þá á hann ekkert komback, bæði veður honum aldrei treyst, sem og að Íslendingar eru ekki svag fyrir mönnum sem taka ekki slaginn þegar á reynir.
Það er alltaf stutt i glottið, sama hvað alvöruþungi orðanna er mikill.
Ég átti eins von á því að Ólafur gerði eins og prinsinn af Wales sællar minningar, tæki ástina frá rógnum og útburðarvælinu, það er mjög skiljanlegt, en að renna frá Davíð, án orrustu, það er enginn stíll yfir því.
Af því verða engar sögur sagðar, nema þá þar sem eru þess eðlis að þær kæmust í íslenska fyndni.
Þá hefði hann betur hætt við á laugardaginn.
Og ég held að Guðni verði ekki næsti forseti, ég stend við það að hans eigin skítur muni kaffæra hann. Allar fréttatilvitnanir í hann í dag, eru eins og tilvitnanir í aula. Það er engin stjórnviska í þeim eða kænska.
Þóra kom þá fyrir sig orði, var bara of ung, og tengd ICEsave flokkunum, en Guðni virðist bara vera bókaormur, sem hefur sitt vit úr bóklestri, en hefur ekki nógu hraða hugsun til að svara fyrir sig af þeirri skynsemi sem þarf til að snúa aðstæðum sér í hag.
Ef Davíð hefði ekki boðið sig fram, þá hefði ég velt honum uppúr fiðrinu, án þess að þurfa að nota tjöru með, svo mikið er af þversögnum og afbökunum á staðreyndum í málflutningi hans. Og ég hefði orðað þetta á þann hátt að það hefði verið lesið, og það hefði verið sár lestur fyrir þá sem styðja Guðna án þess að þeir hefðu haft nokkuð í það að gera að verja hann.
Ég held svei mér þá að Jóhanna Sigurðardóttir hafi verið klárari í ICEsave málsvörn sinni, eða í lýsingum sínum í öllu því sem hún gerði fyrir heimili landsins.
En það eiga margir eftir að gera það dr. Símon, mjög margir.
Guðna væri bara réttast að þegja það sem eftir væri kosningabaráttunnar.
Já, hann mun ekki vinna kosningarnar, það er á hreinu.
En hver vinnur veit ég ekki, ég reikna ekki með að minn kandídat hafi vinninginn. Fyrir mig er það bölvuð nauð að vera í sigurliði, lítil sérviska við það.
Takk fyrir spjallið dr. Símon.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.5.2016 kl. 23:42
Enn og aftur blessaður Ómar Geirsson,
mig langar núna aðallega til að þakka þér fyrir þína afbragðsgóðu bloggpistla og oft ekki síðri athugasemdir þínar.
Þar er um að ræða skrif af allt öðrum og viturlegri kaliber en leigupenninn Páll Vilhjálmsson skrifar.
Og einnig finnst mér það miklu skipta að óska þér innilega til hamingju með bikarinn sem fótboltasynir þínir áunnu sér.
Með bestu kveðju
Dr. Símon Jónsson
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 00:02
Blessaður enn og aftur Ómar Geirsson
Sem ég sagði og segi enn: Ólafur Ragnar hefur (nú) ákveðið, endanlega, að stíga til hliðar.
Hann mun hins vegar tala síðar svo eftir verður tekið.
Þar með er ljóst að framboð Davíðs Oddssonar hefur tryggt að
Guðni Thorlacius Jóhannesson verður næsti forseti Íslands.
Auðna mun ráða að hann mun þroskast vel og verða farsæll forseti lands og þjóðar allrar.
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 11:47
Blessaður dr. Símon.
Hugrekki er kraftur sem tengist alheimsorkunni, og það það þarf að næra það með því að eggja menn áfram, eða benda á að það sé valkostur.
Síðan notar þú óvænta fleti til að koma vissum sjónarmiðum á framfæri, og ég tala svo sem um fátt annað en að landráðamaður eigi ekki að vera forseti.
Þar með get ég ekki tekið undir síðustu setningu þína, Guðni mun alltaf eiga á hættu ákæru fyrir beina aðstoð við bresku fjárkúgunina, sem varðar við lög, þá ekki sé til sá kraftur hér á landi sem lætur lögbrjótana sæta ábyrgð.
En það er bara þannig, að þú þekkir trén á ávöxtunum, og það er aðeins ein leið til að þekkja alvöru Andstöðu framboð, og sem og fólk sem er heilt í andstöðu sinni við 1000 milljarða þjófnaðinn úr hagkerfinu.
Og það er hópurinn sem lætur hart mæta hörðu.
Ákærir hina seku, og krefst réttlætis.
Því þjóð sem lýður landráð er feig þjóð.
Sem við Íslendingar svo sem erum, því við líðum líka ránið og ruplið, og landið er að verða algjörlega stjórnlaust. Endar fljótlega hjá Brusselvaldinu, sem er að breytast í stórríki Þýskaland.
Ólafur er history, blauður í hjarta, enda sjálfsagt orðinn hjartveikur á öllum þessum látum.
Ekki nema, að öldungarnir sameinist um þjóðarsamtök gegn auðræði og gjörspillingu.
Finnst samt líklegra að Greta vinni í Eurovision, 5 ár í röð.
En ekki mitt vandamál, mér er sama þó hýenur auðsins keppist við að rífa hvora aðra á hol.
Hér fyrir austan er það bara blíðan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.5.2016 kl. 13:04
Kannski er líður með einföldu.
Aftur kveðjan
Ómar Geirsson, 9.5.2016 kl. 13:05
Sæll Ómar, var að lesa pistil þinn og athugasemdir og af þeim finnst mér það gleðilegast að synir þínir hafi unnið til bikars í fótbolta.
Trúi því að fátt hafi glatt kallinn þig eins mikið og það. Hjartanlega til hamingju með synina kæri vinur og baráttufélagi til vors og blóma :-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 13:12
Blessaður Pétur.
Það er bara þannig að eftir að lífið hætti að vera saltfiskur, þá varð það fótbolti. Og fátt er skemmtilegra að sjá hóp glaðra barna elta knöttinn, og reyna allan tímann að gera sitt besta, sem og að spila fótbolta.
Og ég get nefnt bara sem dæmi, að í öllum þeim leikjum sem ég sá, hjá öllum liðum Fjarðabyggðar, og það sama gildir um gestaliðin, að ég sá ekki eitt brot sem var viljabrot, tækling í mann, bakhrinding, eða annar ósiður sem oft hefur skemmt fótboltann.
Hreint út sagt frábærir krakkar.
Eins er gaman að sjá hvernig svona mót brjóta niður byggðaríg, því þar sem lífið er fótbolti, þá hugsa menn um að spila fótbolta, auðvita til að reyna að vinna, en fyrst og síðast ánægjunnar vegna.
Fjarðabyggðarliðið hefur sameinað krakkanna svo það mætti halda að þau ættu öll heima við sömu götuna. Eins kynnast foreldrarnir hægt og hljótt, og allur byggðarígur verður erfiðari á eftir. Síðan má nefna að okkar lið er alltaf að takast á við Hérana, bæði í æfingaleikjum, sem og á mótum. Og liðin vinna á víxl. En það þekkjast allir og þetta er í raun bara einn stór kunningjahópur.
Hin jákvæðu áhrif seint þökkuð.
Svo eins og ég segi, hér fyrir austan er það bara blíðan, og fótbolti.
EM og Eiður Smári og allir hinir.
Þetta sofnar hérna hjá mér hægt og hljótt að sinni, það þarf ekki lengur að halda uppi vörnum fyrir Bessastaði, því þeir féllu í nótt.
En ætli maður kíki ekki við í 2-3 daga þegar Stóri Peningaþvotturinn verður kynntur.
Svona prinsippsins vegna.
Heyrumst þú ljóðskáld lífsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.5.2016 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.