7.5.2016 | 17:20
Vinnumaður bresku fjárkúgarana.
Getur aldrei orðið forseti allrar þjóðarinnar.
Vil vitna í Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði sem vann að rannsókn um viðhorf breskra embættismanna og stjórnmálamann í ICEsave deilunni.
Breskir embættismenn lýsa aðgerðum Breta gegn Íslendingum í hruninu sem efnahagslegu stríði og undrast væg viðbrögð íslenskra stjórnvalda. Þeir töldu sig hafa samkomulag við Íslendinga um flutning Icesave í dótturfélag með stuðningi íslenska ríkisins. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði, sem ræddi við embættismenn í breska fjármálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu auk manna í breska Verkamannaflokknum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þegar í ljós kemur að menn ætla að fara í hörkuna, efnahagslega stríðsaðgerð sem þeir orða sjálfir þannig, þá ákveða menn að gefa í og gera þetta af enn meiri hörku en þurfti, segir Eiríkur um samtöl sín við bresku embættismennina. Það mundi hjálpa til þess að slá réttan tón pólitískt heima fyrir í þeirri viðleitni að bjarga bönkunum en vera harðir gegn bankamönnum.
Þeir voru í stríði og undruðust kellingaskap íslenskra stjórnvalda.
Og hafa í hljóði undrast ennþá meir að vinnumenn þeirra gátu óáreittir beitt blekkingum og lygum til að fá íslensku þjóðina til að gefast upp mótþróalaust fyrir breska ofbeldinu. Vissu eins og er að slík gjörð er sú eina sem er refsað fyrir með dauðrefsingu í Bretlandi.
Á Íslandi tala menn hins vegar um að verðlauna þjónustuna með forsetaembætti.
Við skulum aldrei gleyma því að Guðni Té kastaði af sér hlutleysisgrímunni í bræðikasti eftir að þjóðin hafnaði Svavarssamningnum með afgerandi mun.
Og við skulum gera okkur grein fyrir því hvað þessi samningur hefði verið búinn að kosta þjóðina í dag ef hann hefði ekki farið í þjóðaratkvæði. Tekið að Vísindavef Háskóla Íslands.
Hvað hefðu Icesave-samningarnir sem kenndir eru við Svavar Gestsson kostað íslenska ríkið hingað til ef þeir hefðu verið samþykktir?
Ef Icesave-samningarnir, sem kenndir eru við Svavar Gestsson, hefðu verið samþykktir árið 2009 hefðu eftirstöðvar þeirra hinn 5. júní næstkomandi numið tæpum 208 milljörðum króna, að gefnu óbreyttu gengi punds og evru, eða um 8,8% af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins 2016. Sú fjárhæð hefði fallið á ríkissjóð og hefði verið til greiðslu í jöfnum ársfjórðungslegum afborgunum á næstu átta árum, eða um 26 milljarðar á ári ásamt vöxtum. Hins vegar hefðu engar greiðslur nú þegar verið inntar af hendi úr ríkissjóði vegna samninganna þar sem samningarnir kváðu ekki á um greiðslur umfram heimtur úr búi Landsbankans fyrr en eftir 5. júní 2016.
Árlegar greiðslur uppá 26 milljarða næstu árin og og stuðningsmaður fjárkúgunarinnar segist ætla að verða forseti allrar þjóðarinnar.
Meira níð um eina þjóð hefur maður sjaldan lesið.
Að telja að engin upprétt manneskja sé eftir í landinu.
Rifjum upp orð Guðna.
Það má líka halda því fram að ríkinu hafi aðeins borið siðferðisleg og pólitísk skylda einhvers konar neyðarréttur til að tryggja innstæður í útibúum bankanna á Íslandi. En þá er samt horfin sú röksemd að ríkisvaldið eigi aldrei að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Eins og margoft hefur komið fram vakna líka ýmsar lagalegar, pólitískar og siðferðislegar spurningar við þessa skiptingu milli fullrar ábyrgðar ríkisins innanlands en engrar ytra. .....
Niðurstaðan er þessi: Ætli menn að halda því fram að Íslendingar séu að reyna sýna umheiminum fram á óréttlætið í því að ríkisvaldið þurfi að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum verða þeir að bæta við orðum sem gætu hljómað eitthvað á þessa leið: það er að segja í útlöndum en á Íslandi hljóta aðrar reglur að gilda.
Ísmeygilegri getur bömmering varla orðið eða fyrirlitningin djúpstæðari á samlöndum sínum.
Nei Guðni TH verður aldrei forseti allrar þjóðarinnar.
Hann verður heldur aldrei forseti.
Hann verður bara það sem hann er.
Verkfæri.
Kveðja að austan.
Yrði forseti allrar þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurning: Hvað telur þú að hefði gerst ef Islendingar hefðu tapað Icesave málinu fyrir EFTA dómstólnum?
Jónas Kr (IP-tala skráð) 7.5.2016 kl. 17:47
Og bretar tapað fyrir Þjóðverjum í stríðinu??
Var nokkur hætta á því, vinnur illskan nokkurn tímann endanlegan sigur?
Og er nokkur ástæða til annars en að ætla dómstólar dæmi eftir lögum, jafnvel þó þeir tengist Evrópusambandinu.
En ef það hefði fallið rangur dómur, vegna pólitísks þrýstings, þá hefði stríðið bara haldið áfram.
Ætlaði Churchil ekki að halda áfram að stríða í Kanada?
Og alveg eins og hann hefði ekki verið einn í því stríði, þá hefði rangur dómur kallað fram sterk viðbrögð um alla Evrópu, því vitiborið fólk veit að slíkir dómar eru alltaf upphaf af endalokum lýðræðisins. Menn hefðu spurt, hvað næst?
Svona eins og Nató þarf að spyrja tyrknesku ríkisstjórnina um.
Svo ég svari loksins spurningu þinni beint Jónas, að þá hefði fyrst verið gaman. Og við hefðum ekki verið einir í þeirri baráttu, því þegar á reynir á réttlætið sér marga vini og velunnara.
Þess vegna hrynur óréttlætið alltaf að lokum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.5.2016 kl. 18:09
Blessaður Ómar Geirsson,
af góðri samantekt þinni að dæma er eitt algjörlega ljóst:
Stuðningsmenn Guðna ættu alveg eins að kjósa Svavar Gestsson sem forseta Íslands.
Þeir eru alla vega þar með orðnir stuðningsmenn Svavars-samninganna.
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 7.5.2016 kl. 18:32
Ómar, þar sem tengdafjölskyldur skipta orðið svo miklu máli fyrir stjórnmálamenn og forseta, mætti þá ekki draga þá ályktun að afstaða Guðna Th gagnvart Icesave hafi mótast af bresku tengdafjölskyldunni hans?
Kolbrún Hilmars, 7.5.2016 kl. 20:02
Blessuð Kolbrún.
Gæti alveg verið hugsanleg skýring, ef hann hefði verið einn fárra. En hann var í stórri fylkingu ungra Evrópusinna sem allir hugsuðu á þessum nótum.
Honum varð hins vegar það á að birta grein um hugleiðingar sínar, og á stríðstímum, bretar hafa viðurkennt að þeir voru í stríði, þá haga menn sér ekki svona.
Og fá forsetaembættið í verðlaun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.5.2016 kl. 22:37
Já dr. Símon.
Stuðningur við Guðna er beinn eftirá stuðningur við bresku fjárkúgunina.
Enda margir sem studdu þá þrælagjörning.
Vísa í grein mína fyrr í dag, að þá á Guðni samt stuðning gamalla baráttufélaga úr ICEsave stríðunum, og það er sorglegur endir á þeirra þátttöku.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.5.2016 kl. 22:38
Blessaður Ómar,
mér virðist sem bæði Davíð og Styrmir sé að fara á límingunni svo skín í galtóma glufuna fyrir framboð Dabba.
Ekkert annað getur útskýrt kergjuna og fýluna í léttadrengjum útgerðardrottninginnar í Eyjum sem fjármagnar daglega fýlu þeirra.
Nú vilja þeir ólmir ganga í allaballaflokkinn með Svavari Gestssyni. Vesælir menn, sem engar hugsjónir hafa aðrar en eigin fýlu og minnimáttarkennd gagnvart kallinum sem þorir, forsetanum Ólafi Ragnari.
Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 02:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.