7.5.2016 | 00:54
Hýennur kætast alltaf.
Þegar þær koma kjálkum í bráð.
En þegar bráðin er sú síðasta við vatnsbólið, og ekki í aðrar lindir að ræða, þá er hlátur þeirra það síðasta sem þær heyra.
Þessa vitneskju hafði ég frá 11 ára strákum sem þekkja mjög til Simba og Tímons, hetjanna í Lionking.
En þekking sem liggur ekki á glámbekk í hirslum Samfylkingarinnar.
Og hafi hún verið til, þá gufaði hún upp í hatursframboði Oddnýjar Harðardóttir, sem vó úr launsátri að Árna Pál því hans glæpur var að viðurkenna næstum því í orðum, syndir og svik Jóhönnu Sigurðardóttir.
Sem öllu væri svo sem sama um, nema vegna þess að aflandseigendur áttu ennþá hundruð milljarða í verðlausum froðukrónum, og þurftu að skipta út fyrir beinharðan gjaldeyri.
Sannsögli Árna gat því kostað þá næstum því allan sinn þjófnað, og slíkt er ekki fyrirgefið.
Hatursframboð Oddnýjar kostaði Samfylkinguna bæði æru og trúverðugleika, svo síðan hefur hún aðeins verið Skugginn af þeim draumi sem sameining jafnaðarmanna átti að verða.
Árni, sá eini sem einhvern tímann þorði að segja satt, sá að lokum, að það berst enginn um hræ.
Hræætur sjá um það verk.
Eftir standa alvöru menn, eins og Árni Páll, Ögmundur, Jón Bjarnason, og svo margt annað gott fólk sem pistill minn kann ekki að nefna, enda nýkominn af balli.
Enda ekki hlutverk þessa pistils.
Hann er aðeins til að minna á að í þögninni eru til önnur hljóð en hlátur hýenunnar.
Núna þurfum við að verja Bessastaði.
Til dæmis fyrir þeim sem hýenuhlátri stjórna.
En munum að gæfulaus þjóð á fyrrverandi stjórnmálamenn, líkt og þann sem í fjötrum Jóns Ásgeirs dvelur.
En gæfan á gott fólk sem þorir að gera upp við líf sitt og fortíð.
Stígur fram, lyftir skjöldum, og horfir fram á við.
Það er mikið af svoleiðis fólki á lausu í dag.
En hvort það þekki sinn vitjunartíma á Ögurstundu er önnur saga.
Stundum getur hið besta fólk orðið að háðhlátri hýenanna.
Gott fólk fyrir það.
Gleymum því ekki, gott fólk fyrir það.
Kveðja að austan.
Góð ákvörðun fyrir Árna Pál og flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:28 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert áberandi mildur í þessum pistli, enda að eigin sögn nýkominn af balli, Ómar. Það er líklega allra meina bót fyrir þá sem eru fótaheilsu-dansfærir, að dansa úr sér mesta stressið.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2016 kl. 01:22
Blessuð Anna.
Ég náði þér rétt fyrir svefninn, ég var að tékka á ógnum áður en ég fór að sofa.
Ég dansaði ekki, nema við aldraða móður mína, þegar ballhljómsveit Smára Geirs spilaði.
Annars var það karlakórinn Ármenn, hreint út yndislegir gaurar, og harmoníku hljómsveit sem ég kann ekki að nefna, hún hefur endurnýjast svo mikið, sem sá um ballfjörið. Og þá var ég of ungur, þó kona mín hafi verið enn yngri. En hafði lært að dansa ræl og polka.
Þá mildi sem þú last úr pistli mínum, er ekki óviljandi, fyrir utan að ég læt illa eins og næstum því alltaf, þá hef ég alltaf kunnað vel við Árna Pál.
Hann virkar bara þannig á mig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.5.2016 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.