4.5.2016 | 20:17
Lögleg skattaundanskot í skjóli laga.
Það er þarft verk hjá Bjarna Benediktssyni að leggja fram þessa aðgerðaráætlun.
Hún virðist vera markviss, og hugsuð til að takast á við þessa meinsemd sem skattsvik eru, sem og að ætlunin er að sjá til þess að skattaeftirlitsmenn fái fjármagn til að fylgja eftir þeim tillögum sem fram munu koma.
Í raun má segja um Bjarna að batnandi manni er best að lifa, og bara þetta dæmi sýnir að reiðialda í þjóðfélaginu hefur áhrif.
En það má samt ekki horfa framhjá grunnvanda málsins, sem Guðrún Johnsen lektor orðaði vel í Kastljósi á dögunum;
"Hún sagði það þó ljóst að ef stjórnmálamenn eru studdir af auðjöfrum sem hafa efnast á því að fara á svig við lögin væri hætta á því að regluverkið væri sett upp þannig að þessir gerningar væru gerðir löglega."
Meingölluð löggjöf sem hyglar stórfyrirtækjum og stóreignamönnum er í boði stjórnmálamanna, það eru þeir sem gera flest undanskot lögleg.
Ásamt því að fjársvelta eftirlitskerfið.
Af hverju var hægt að jafna út hagnað hérlendis með einhverju tilbúnu tapi í aflandsfélagi??
Af hverju fékk stóriðjan þau vildarkjör að þurfa ekki að greiða tekjuskatt um aldur á ævi á Íslandi, með reiknuðu tapi sínu?
Af hverju var hægt að kaupa eitthvað stórgjaldþrota skussafyrirtæki og þurrka hagnað alvöru fyrirtækja með hinu keypta tapi?
Og svona má lengi telja, þeir sem þekkinguna hafa geta örugglega fyllt bloggsíðurnar með undanlátssemi stjórnmálamanna gagnvart hinum stóru.
Og það er ekki hægt að láta stjórnmálamenn komast upp með þetta. Þó þetta sé liðin tíð, þá eiga svona hlutir ekki að fyrnast, því fáir glæpir eru alvarlegir gagnvart þjóðum, en að koma stórum hluta eigna og tekna framhjá samneyslunni.
Bretar urðu reiðir þegar upp komst um að nokkur stórfyrirtæki þar í landi, í bullandi gróða, greiddu lítinn sem engan skatt. Og þau bentu réttilega á að allt væri löglegt.
Að hið glæpsamlega væri löglegt. En bresku þjóðinni skorti kjark til að setja hina gjörspilltu stjórnmálamenn í gapastokk fyrir framan þinghúsið, jafnvel að þeir kusu þá ekki bara áfram.
Sem er meinsemdin, við látum þrjótana sleppa, og komast upp með iðju sína. Og þrjótarnir eru ekki hinir stóru sem nýta sér hina hliðhollu löggjöf, heldur þeir sem gerðu þetta kleyft.
Hvað skipti um hendur þegar skattleysi stóriðjunnar var samþykkt? Eða eigum við bara að trúa að heimska eða fákænska hafi ráðið för??
Trúum við alltaf slíkum eftirá afsökunum?
Trúum við þá því að Steinþór Pálsson beri ábyrgð á Borgunarhneykslinu og það var aðeins óvart að vildarvinir flokksins stórgræddu á öllu saman??
Nei, á einhverjum tímapunkti verður fólk að horfa í eigin barm, og hætta að láta mata sig á fjarstæðu eins og um ómálga börn væri að ræða.
Þetta er í okkar boði, þetta gerist á okkar eigin vakt.
Það erum við sem sitjum uppi með sjúklingaskattinn, vaxtaokrið og spillinguna.
Og það er okkar að gera eitthvað í málunum.
Góð byrjun væri að hætta að láta segja sér hvað sem er.
Góð byrjun væri að gera kröfum um heiðarleika og orðheldni.
Og ekki hvað síst að hætta að verja alla óhæfu "sinna" manna, og sjá aðeins óhæfuna þegar "hinir" eiga í hlut.
Bara þessi byrjun myndi gera kraftaverk fyrir íslensk stjórnmál.
Og síðan eigum við að þakka góð verk, líka hjá "hinum".
Bjarni mælir hér vel.
Og við eigum að trúa því að hugur fylgi máli.
Það má þakka það sem vel er gert.
Kveðja að austan.
Hvert var umfang skattsvikanna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 49
- Sl. sólarhring: 776
- Sl. viku: 5588
- Frá upphafi: 1400345
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 4802
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.