4.5.2016 | 13:13
Ánægjuvísitala þjóðarinnar eykst.
Og þar með minnkar fylgi Pírata.
Því þeir eru einskonar lofvog á pólitískt ástand þjóðarinnar.
Þeir hafa ekkert fram að færa, hafa ekkert uppá að bjóða, en þeir eru öflugur valkostur hinna óánægðu.
Þeir eru svona eins og Pappírspési, sem börn vita að er tilbúningur, en getur verið góður leikfélagi þegar fýla ræður samskiptum við vinina.
En er skipt út þegar um alvöru leik er að ræða.
Fyrir aflandseigendur, sem eiga stóra lottóvinninginn í vændum, hið fyrirhugaða peningaþvætti Seðlabankans, þá er hið minnkandi kjörfylgi Pírata mikið áhyggjuefni.
Því óánægjufylgið er best geymt hjá þeim sem spyrja ekki spurninga.
Og spurningin um óháða rannsókn á peningaþvættinu, á Gjöfinni einu, á öllu svindlinu í kringum aflandsfjármunina, gæti alltaf komið uppá yfirborðið ef Píratar skilja eftir sig tómarúm.
Ég spái því nýjum stórkostlegum uppljóstrunum, nýrri hávaðabylgju á Alþingi, upphrópunum og hástemdum ræðum, eftir hvaða hráefnui eru notuð í moðreykinn hverju sinni.
Því það er varhugavert að treysta á forsetakosningarnar í þessu skyni.
Því á meðan eitthvað er eftir til að ræna, þá veður Andófinu séð fyrir leikum, fær sinn skammt af tuði og röfli.
Einföld áætlun sem hefur gengið upp fram af þessu.
Aðeins borgaralegir íhaldsmenn spyrja, krefjast rannsóknar, en á meðan fjármálaráðherra flokksins er innvinklaður í aflandsránið, þá er ólíklegt annað en að þessi krafa verði aðeins hjáróma rödd sem hávaði Andófsins tekst að kæfa.
Eða eins og gula pressan sagði hér á Mbl.is í gær, "Dorrit kemur til með að erfa meira af aflandsauði fjölskyldunnar þegar móðir hennar fellur frá ....", og Andófið sem uppgötvaði það í fyrradag, að forsetinn giftist milljónamæring í enskum pundum, meðlim í þotuliðinu, stekkur á beinið, og fær útrásina fyrir gremju sína og ergelsi. Undir staðfösum trommutakti fyrrum ICEsave þjófa.
Það er alltaf hægt að treysta á sitt fólk.
Það veit auðurinn.
Kannski hefur hann ekki svo miklar áhyggjur af falli Pírata eftir allt saman.
Kveðja að austan.
Fylgi Pírata dregst saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 22
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 2041
- Frá upphafi: 1412740
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 1794
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.