29.4.2016 | 21:13
Aumt er byggðarlag sem eyðir öllum þessum peningum í málaliða.
Á meðan æskan fær ekki krónu.
Þessi uppdráttarsýki er reyndar ekki bara bundin við Fáskrúðsfjörð, nágrannabyggðarlagið Fjarðabyggð hefur lengi haldið úti málaliðaher án þess að margar krónur hafi farið í æskulýðsstarfið.
Og ef menn vilja halda lengra burt frá Austfjörðum, þá muna allir knattspyrnuáhugamenn eftir Leiftri frá Ólafsfirði.
Að ekki sé minnst á mesta skrípaleikinn í islenskri knattspyrnu í dag, Víking frá Ólafsvík.
Ótrúlegt að þetta fólk sem ábyrgðina ber skuli ekki láta sér duga að kaupa áskrift af Stöð 2 Sport, að það skuli plata alla þessa fjármuni út úr lokal fyrirtækjum, til þess eins að sjá 5. flokks fótbolta sem er afskræming þess sem má sjá á fótboltastöðvum sem sýna beint frá heimsfótboltanum.
En minnimáttarkennd á sér svo sem engan botn.
Það sannar þessi frétt um liðskipan Leiknis.
Og örugglega geta þeir sem ábyrgðina bera, vitnað í að hún sér stærri, eins mikil öfugmæli og það er um minnimáttarkennd, i Ólafsvík, þar sé ennþá stærri upphæð eytt í málaliða.
Eftir stendur ömurleiki þeirra byggðarlaga sem fjárfesta ekki í börnum.
En eyða stórfé í minnimáttarkennd.
Eins gott að þetta er ekki algilt.
Annars væri ekki veisla í Frakklandi eftir nokkrar vikur.
Því án upphafs er enginn endir.
Kveðja að austan.
![]() |
Enn fleiri til Fáskrúðsfjarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 1
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 1174
- Frá upphafi: 1440001
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1042
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú óvenju mikið af uppöldum strákum sem eru að spila í Leiknisliðinu. Og miðað við stærð bæjarins myndi ég segja ótrúlega margir uppaldir. Og þeir munu bara græða á því að fá gæðaleikmenn í liðið. Það styrkir þá miklu meira að spila í 1. deildinni með sterkari leikmönnum heldur en að vera að berjast við að ná í lið í 3. deildinni. Ég veit ekki hvernig þetta hefur verið í hinum liðunum sem þú nefnir en það hefur ekki vantað hjá Leikni síðustu ár að ungir strákar fái tækifæri með liðinu.
Héðinn (IP-tala skráð) 29.4.2016 kl. 23:38
Blessaður Héðinn.
Kannski var þetta svona Albaníu gagnrýni hjá mér, þegar menn skömmuðu kommúnistastjórnina í Albanínu þegar menn áttu við þá í Peking.
Það er rétt, og sjálfsagt að halda til haga, að Leiknir hefur gefið ungum strákum tækifæri. Þess vegna er svo blóðugt að sjá svona langan lista af erlendum leikmönnum. Átta talsins, þetta er næstum fullskipað lið. Það er bara pláss fyrir vatnsbera, og það er skrýtin árátta hjá heimamönnum að mæta á völlinn og hlusta á einhverja útlensku. Það má vera að þetta gangi en áberandi var hjá stærra liðinu í byggðarlaginu að áhorfendur greiddu atkvæði með fótunum. Nennti ekki að horfa uppá áhugaleysi málaliðans.
Síðan er eitt að styrkja liðið, annað að skipa út heimastrákunum eins og leggur sig. Þú ert ekki að kosta uppá málaliða, til þess eins að láta þá slá grasflatir á daginn, en sitja á bekknum um helgar.
Loks vil ég benda á að íslenska landsliðið hefur afsannað þann frasa að við séum öll svo smá að við eigum engan möguleika annan en að berjast við að ná í lið í 3. deildinni.
Öflugt unglingastarf ásamt trú á að okkar krakkar séu ekki síðri en þeir fyrir sunnan, skilar sér í öflugu liði. Það þarf aðeins að gæta að umgjörðinni, hafa réttan þjálfara sem kann að byggja upp, en ekki þann eina kost að kaupa, og öskra síðan hástöfum á hliðarlínunni.
Og gefa þessu tíma.
Hafa sjálfstraust, segja bless við minnimáttarkenndina.
Þá endum við með að flytja út leikmenn, ekki peninga eins og gert er í dag.
Fólk fjölmennir á vellina til að styðja sína stráka (sama gildur um kvennaboltann), það nýtur litlu sigranna, og á alltaf innan seilingar sinn Frakklandsdraum.
Lið í úrvalsdeildinni.
Að ráðstafa kvótagróðanum í erlendan her málaliða er ekki leiðin til að uppfylla þann draum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.4.2016 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.