29.4.2016 | 15:50
Það er ekki sama hver er í stjórn, og hver í stjórnarandstöðu.
Þegar vinstri stjórnin hækkaði tryggingargjaldið, þá varð allt brjálað.
Atvinnurekendur mótmæltu og fótgönguliðar Sjálfstæðisflokksins fordæmdu hart skattaáráttu Steingríms Joð Sigfússonar. Létu það ekki hafa áhrif á sig að Steingrímur gerði ekkert annað en að fylgja fyrirmælum AGS, samkvæmt samkomulagi sem ríkisstjórn Geirs Harde hafði samið um við sjóðinn.
Í raun voru það vinstri menn sem áttu að gagnrýna, en sjálfstæðisfólk að verja.
Núna þegar fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins skilar til baka minimal af skattahækkunum Steingríms, þá fagna Samtök iðnaðarins. Gleymd er gagnrýni á óbærileika skatthækkunar Steingríms, örlítil lækkun er tilefni til að slá upp veislu.
Og fótgönguliðar Flikksins þegja, hinn mikli skattur Steingríms Joð er ekki lengur ógn við efnahag landsins.
Hætti að vera það um leið og þeirra maður stóð fyrir skattheimtunni.
En þetta litla dæmi segir allt um íslensk stjórnmál.
Hið óverjanlega er aðeins gagnrýnt af þeim sem eru í stjórnarandstöðu á hverjum tíma.
En er varið út í rauðan dauðann ef þeirra menn bera ábyrgð á glæpnum.
Sem segir aðeins eitt.
Stjórnmálamenn eru ekki vandamálið.
Hinn blindi stuðningur við þá, er hins vegar þjóðarógn.
Höfum það í huga næst þegar við hittum eða lesum orð hinna sítryggu flokkshesta.
Þeir gagnrýna eftir pöntun, þeir styðja eftir pöntun.
Á meðan er rænt og ruplað.
Af þeim sem eru aldrei gagnrýndir.
Aflandseigendur Samtryggingarflokksins.
Kveðja að austan.
Vilja lækkun til lengri tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki bara ágætt eins og þetta er núna, hægri flokkarnir í stjórn og vinstrihjörðin í stjórnarandstöðu?
Ég held það bara, þau eru öll vel þjálfuð í þeim stöðum sem þau eru á þingi núna og almenningur er vanur þessu eins og það er núna og hefur verið undanfarin tugi ára, með örfáum undantekningum.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 29.4.2016 kl. 19:45
Góður punktur Jóhann, mjög góður.
Reyndar minnir mig þar sem þú ert aðeins til hægri, að þú hafir ekki alveg verið hrifinn með hina hlutverkaskiptinguna, þegar vinstrið var í ríkisstjórn.
En hvað mig varðar, þá var mér eiginlega alveg sama, ég og Davíð urðum alveg dús eftir sjóflóðin á Súðavik og síðan á Flateyri í kjölfarið. Þá áttaði ég mig á því að Davíð var hefðbundin íhaldsleiðtogi, með rætur í sér löngu genginna manna.
Ég hafði skoðun á frjálshyggjunni, en þannig séð virtist ég hafa rangt fyrir mér, það virtust allir vera ligeglad, og hver vinstri flokkurinn í Evrópu féll fyrir henni, án þess að margir væru að kvarta. Um hluta þessa ferlis má lesa í góðri bók Einar Más Jónssonar, Bréf til Maríu.
En svo gerðist dálítið Jóhann sem þú þekkir vel.
Ísland hrundi og stjórnmálastéttin ákvað að selja þjóðina í skuldaþrældóm fjármagnsins.
Og ég er ekki fyrsti maðurinn sem hef ekki sætt mig við slíka trakteringu. Til dæmis voru einhverjir hundruð þúsundir sem sættu sig ekki við þetta á árunum 1939-1945.
Og það er ennþá verið að tala um þessa sérvisku í viðkomandi löndum.
En munurinn á mér og mörgum öðrum, er að ég bilaði ekki í Ungó, svo ég vitni í þekktan frasa sósíalista sem héldu trúnni á Sovétið eftir blóðbaðið í Búdapest.
Ég sætti mig ekki við auðránið þó skipt væri um ríkisstjórn.
Og alveg eins og í ICEsave deilunni, þegar ég var óskaplega einmana að kveldi þess dags sem þrælasamningar Svavars voru samþykktir samhljóða á þingi með þeim breytingum sem þverpólitísk nefnd stóð fyrir og varðaði aðallega greiðsluálag þjóðarinnar, og allflestir félagar mínir í baráttunni stóðu með sínu fólki á þingi, þá upplifi ég núna að málsmetandi fólk tekur undir gagnrýni mína, það er sambærilega gagnrýni sem er örugglega ekki ættuð frá mér. Það eru nefnilega ekki allir steinblindir flokkshestar, stundum getur fólk ekki afneitað raunveruleikanum.
Og alveg eins og gott fólk gat ekki kyngt fjárkúgun breta, þá er til fólk sem getur ekki sætt sig við peningaþvætti Seðlabankans í þágu aflandsþjófa, svo ég kalli þetta lið því nafni sem gjörðir þess hafa nefnt.
Ragnar Önundarson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Guðrún Johnsen, bara nöfn sem hafa dúkkað upp á síðustu dögum.
Sjálfstætt fólk lætur ekki bara ræna sig og rupla Jóhann.
Og þó ég sé ekki sjálfstæðismaður, þá er ég sjálfstæður maður, í frændgarði Bjarts frá Sumarhúsum, og á mér samsvörun í öllu því fólki sem sætti sig ekki við síðustu yfirráð hinna örfáu.
Þess vega ríf ég mig alveg fram að þeim degi sem ég sé að tuð mitt hefur fengið vængi.
Sem ég tel að það hafi fengið í þessari viku.
Sem er vísir af þeirri stjórnarandstöðu sem hefur fengi nóg af auðráni og arðráni hinna örfáu.
Þá setjast menn eins og ég á friðarstól Jóhann.
Og svei mér þá þá held ég að ég sjái stólinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2016 kl. 20:28
Ég hef ekki verið búsettur á Íslandi síðan 3. janúar 1971 og hef verið sviptur kosningarétti, jafnvel þegar ég greiddi skatta á Íslandi og ekki fékk ég að vera með í heilbrigðiskerfinu heldur.
Þegar ég kláraði mitt nám erlendis, þá var ég logandi hræddur um að fá ekki vinnu erlendis og þyrfti að verða þræll peningaelítunnar og skattkerfisins á Íslandi.
Ég reyndi fyrir mér í Evrópu, Luxumborg og Þýskalandi, en komst að þeirri niðurstöðu að til að geta komist út úr þrældómi peningaelítunnar þar, þá þarf að vera vel ættaður eða þekja konu sem skúrar á góðum stað, alveg eins og á Íslandi.
Þannig að ég fór aftur til USA og þar loksins fann ég mig og hef gert það mjög vel, þó svo að ég segi það sjálfur. Ég er enginn milljarðamæringur en skulda hvorki í húsnæðinu eða bíl og á yfir 5 krónur eftir þegar allur kostnaður er greiddur. Sem sagt, ef peningaelítan í USA væru að treysta á peninga frá mér til að verða ríkir, þá yrðu þeir öreigar.
Ég hafði hugsað mér að flytjast til Íslands í ellinni, en sé mér ekki fært að koma því við. Ég yrði gerður að öreiga á fáum mánuðum vegna skatta og okurs a vörum og þjónustu. Ef ég þyfti að komst á sjúkrahús, þá væri ég dauður áður en ég kemst inn vegna forgangsröðun sjúklinga. Flótta og hælisleitendur first, unga fólkið númer tvö og þeir sem eru hættir að vinna sökum aldurs þegar það er engin af númer eitt og tvö sem býður og það er pláss, þá kanski kæmist ég inn ef ég væri af Eingeyjarættini eða einhverri svipaðri ætt.
Hvenær ætlar fólk að hætta að kjósa sömu sauðina aftur og aftur og ætlast til að eitthvað breytist? Sennilega verð ég dauður áður en það gerist.
Er það einhver sæla hér í USA? Nei, en ég er í það minsta ekki þræll peningaelítunnar og skattkerfisins.
Vona að þú hafir það sem bezt yfir helgina Ómar minn.
Kveðja frá Las Vegs
Jóhann Kristinsson, 29.4.2016 kl. 21:48
Megir þú lifa sem lengst Jóhann.
Kveðja vestur.
Ómar Geirsson, 30.4.2016 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.