Hin "góðu verk" ríkisstjórnarinnar.

 

Sem seðlabankastjóri telur svo mikilvægt að fá að klára í friði fyrir reiðiöldinni í þjóðfélaginu, verður ekki betur lýst en með þessum orðum;

 

Ef við för­um yfir það, þá er al­veg ljóst að þeir sem eru í þess­ari aðstöðu, bæði að fá lán út úr banka­kerf­inu, koma upp fé­lög­um í er­lendri eigu, fela eign­ar­haldið, fá arðinn út úr kerf­inu - bæði taka þeir þá ekki geng­isáhættu á Íslandi, þeir borga ekki skatta, hugs­an­lega, á Íslandi og eru ósýni­leg­ir. En eft­ir að höft­um var aflétt í áföng­um hafa þeir getað komið með pen­ing­ana aft­ur inn í ís­lenskt hag­kerfi á 20% af­slætti, að meðaltali,“ sagði Guðrún.

 

Þetta er það sem ríkisstjórnin er í raun að gera.

Að ryðja út heiðarlegu fólki fyrir Aflandskónga og Hrunverja.

Þetta er það sem heiðarlegt sjálfstæðisfólk ver með kjafti og klóm þessa dagana, beina aðför að borgaralegu þjóðfélagi, borgarlegum kapítalisma, í þágu aflandsfjármagns sem var sturtað úr hagkerfinu fyrir Hrun í vasa aflandsfélaga.

 

Og þegar maður spyr sig, af hverju gaf ríkisstjórnin kröfuhöfum gömlu bankanna u.þ.b. 500 milljarða miðað við þegar samþykktan stöðugleikaskatt, að þá leggur maður eyrun við sögnum um að hinir erlendu hrægammar voru fyrir löngu orðnir leiðir á biðinni, og seldu þessum sömu aflandskrónueigendum hrakkröfur (kröfur keyptar innan við 10% af nafnverði) sínar með góðum hagnaði.

Hrægammarnir innleystu hagnað, hinir innlendu auðmenn treystu á pólitísk ítök sín við að fá allt sem ekki var naglfast (það er hægt var að leysa skammlaust í erlendan gjaldeyri).

Sem gekk eftir.

 

Guðrún Johnsen bendir á flókna svikamyllu, með fullri þátttöku seðlabanka og ríkisstjórnarinnar, sem í raun er glæpur gagnvart almenningi sem þurfti að borga Hrunið fullu verði.

Meðan gerendurnir eru með allt sitt á þurru og fá í raun að eignast Ísland.

Er þetta lið ekki til dæmis búið að kaupa upp lungað af atvinnuhúsnæðinu á höfuðborgarsvæðinu og okurleigan fylgdi i kjölfarið?

Og Gjöfin mikla er óútskýrð.

 

Hvað ætlum við að þegja lengi?

Hvað ætlum við að láta bjóða okkur þetta í langan tíma í viðbót?

Af hverju er ekki hafin sakamálarannsókn á þessu liði?

Eða ef Alþingi vill verða fyrri til, og reyna að sættast við þjóð sína, að það skipi Opinbera rannsóknarnefnd, sem fær  vald til að rannsaka allt.

Allt.

Án nokkurrar leyndar, án þess að nokkur yfirhylming verði liðinn.

 

Hættum að láta mata okkur á svona bulli eins og að afi eða langafi forsetafrúarinnar hafi verið Pírati eða aflandari.  Fjölskylda hennar kemur Íslandi ekki við á neinn hátt.  En þeir sem moldvirði þyrla, þeir framleiða svona tilbúinn æsing á færibandi, svo eitt orð heyrist ekki.

Rannsókn.

Hvort sem hún er opinber eða sakamála.

Það eru einu orðin sem við eigum að ljá eyra.

 

Það gista núna fangageymslur í Brussel sekir menn sem töldu sig í krafti valda sinna vera ósnertanlega.  Í Suður Ameríku hafa gamlir herforingjar einnig þurft að sætta sig við dóm réttlætisins.

Á Íslandi höfum við fangelsað verkfæri, hálaunuð að vísu en verkfæri engu að síður.  Gerendurnir hafa sloppið fyrir utan einn, og stjórnmálamennirnir í vasa þeirra eru ósnertanlegir, og halda grimmt áfram að koma milljörðum í vasa húsbænda sinna.

 

Af hverju er þetta lið ósnertanlegt??  Af hverju líðum við völd þeirra og áhrif.

Af hverju gefum við umheiminum nýjan tón, að Íslendingar líði ekki lengur fjárglæpamenn, og leppa þeirra?

 

Það er ekki afsökun þessara fjárglæpamanna að stjórnmálamenn í vasa þeirra hafi gert glæpi þeirra löglega, sbr þessi orð Guðrúnar:

 

Hún sagði það þó ljóst að ef stjórn­mála­menn eru studd­ir af auðjöfr­um sem hafa efn­ast á því að fara á svig við lög­in væri hætta á því að reglu­verkið væri sett upp þannig að „þess­ir gern­ing­ar“ væru gerðir lög­lega.

 

Hinir dæmdu í Brussel brutu ekki lög, því þeir voru lögin.  En sú afsökun dugði skammt þegar á reyndi, það var eðli verknaðarins sem var metinn, ekki lögin sem þeir settu sjálfir.

 

Við þurfum Uppgjör á Íslandi, og öll hin fjölmörgu fórnarlömb Hrunsins, þurfa bæði réttlæti, og bætur.  Alt að 10.000 fjölskyldur misstu heimili sín, og ótalmörg fyrirtæki voru tekin eignarnámi af bönkunum.  Að ekki sé minnst á þann ótal fjölda, jafnt heimila sem fyrirtækja sem sættu afarkostum.

Samfélagið okkar mun alltaf krauma af beiskju og reiði þeirra sem eiga um sárt að binda.  Verður alltaf eins og gjósandi eldfjall ef ekkert réttlæti nær fram að ganga.

"Af hverju látið þið svona" hafa ótal menn með allt sitt á þurru, spurt í blaðagreinum, sem og á öðrum vettvangi.  Alls ófærir um að setja sig í spor náungans.  Skilja ekkert í reiðinni.

 

Og þessu verður að linna.

Við þurfum nöfn kröfuhafanna uppá yfirborðið, við þurfum nöfn aflandseigandanna uppá yfirborðið, við þurfum nöfn þeirra sem ætla að þurrka upp gjaldeyrissjóð landsmanna í hinu "góða" samstarfi ríkisstjórnar og seðlabanka.  Já og reyndar stjórnmálastéttarinnar allrar, því hærri hróp heyrist í mállausum manni en í stjórnarandstöðunni á þingi, hvað varðar þetta rán og rupl.

Við þurfum rannsókn.

Enn og aftur, við þurfum rannsókn,.

 

Eina val gerandanna er samstarf.

Sem þýðir að margt er hægt að fyrirgefa.

Eða ekkert verður fyrirgefið, ef undanbrögðum þeirra linnir ekki, og þjóðin þarf að neyða þá í vitnastúkuna.

 

Ríkisstjórnin okkar er gjaldþrota.

Hún er þátttakandi í svikamyllu.

Með auð gegn þjóð.

 

Hún hefur engan trúverðugleika.

Hún er eitt stórt aflandsfélag.

Og því miður er stjórnarandstaðan deild í því aflandsfélagi.

 

Látum ekki stuðningsmennina blekkja okkur þegar þeir benda á hina.

Segum þeim að ærlegt fólk bendi fyrst á sína, og krefur síðan hina um það sama.

Krefjumst þess að þeir leggi niður vopnin, það eru þeir sem viðhalda óöldinni.  Ekki höfðingjarnir sem þeir styðja. 

 

Því höfðingjarnir eru ekkert, búnir að vera.

Gjaldþrota, gjörsneyddir öllum trúverðugleika. 

Þeir settu reglurnar.  Þeir gerðu gamblið löglegt.

Þeir hafa ekki neitt tilkall til að stjórna þessari þjóð.

 

En þá verðum við að snúa bökum saman.

Krefjast rannsóknar, krefjast réttlætis.

Krefjast Uppgjörs.

 

Því þetta gerðist á okkar vakt.

Og það er okkar að klára dæmið.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is „Ruðningsáhrif aflandsfélaga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þetta er það sem heiðarlegt sjálfstæðisfólk ver með kjafti og klóm þessa dagana, beina aðför að borgaralegu þjóðfélagi, borgarlegum kapítalisma, í þágu aflandsfjármagns sem var sturtað úr hagkerfinu fyrir Hrun í vasa aflandsfélaga."

Var það ekki einmitt vinstri velferðarstjórnin sem stóð vörð um ræningjana með því að samþykkja ekki tillögu Lilju Mósesdóttur?  Það er alger óþarfi að kenna kjósendum - hægri sinnuðum - um verk vinstri velferðarstjórnarinnar.  Þeir eiga það einfaldlega ekki skilið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 07:57

2 Smámynd: Ómar Geirsson

BlessuðElín.

Ég held að þetta sé þriðji pistilinn núna á stuttum tíma þar sem ég kem inná grunnvanda þjóðarinnar, sem er ekki gerendur málsins, heldur hinu meðvirku.

"Ekki benda á mig liðið", sem  bendir alltaf á hina.

"Látum ekki stuðningsmennina blekkja okkur þegar þeir benda á hina.

Segum þeim að ærlegt fólk bendi fyrst á sína, og krefur síðan hina um það sama.

Krefjumst þess að þeir leggi niður vopnin, það eru þeir sem viðhalda óöldinni.  Ekki höfðingjarnir sem þeir styðja. "

orðaði ég þetta núna síðast.  Í kjölfar ábendingar mínar um að stjórnarandstaðan væri deild í þessu sama aflandsfélagi.

Það er einföld ástæða fyrir því að ég tala um heiðarlegt sjálfstæðisfólk, sem ver þessa atlögu að borgaralegu samfélagi,  sem á sér eina helstu samlíkinguna í löndum eins og Tékkóslóvakíu í árdaga Stalínismans þar í landi en þá var einstaklingnum og fyrirtækjum hans skipt út fyrir stórfyrirtæki á nokkrum misserum, er sú að heiðarlegt sjálfstæðisfólk ver þessa atlögu með kjafti og klóm.

Það lætur sér ekki duga að láta þetta yfir sig ganga, það ver þetta, það ver ósómann, það ver atlöguna.

Vegna þess að þeirra fólk er í stjórn.

Og það sama gerðu VG liðar á síðasta kjörtímabili, nákvæmlega sömu stjórnarstefnuna, sem er ekki flókið að vita því ríkisstjórnin laut forræði AGS, sem aftur var samið um hjá ríkisstjórn Geirs Harde, vörðu þeir óhæfuna, atlöguna að grunnstoðum samfélagsins.

Eina fólki sem er þannig sér með hreinan skjöld er samfylkingarliðið, það vildi hinar rjúkandi rústir auðmannaránsins því þá myndi þjóðin neyðast til að sækja um sveitarfestu hjá Brusselvaldinu.  En úr glerhúsinu kastar það þegar það skammar aðra fyrir það sem það í hjarta sínu styður.

Það er mikið vandamál að fólk geti ekki upplifað ógnir nútíðarinnar því það er alltaf í fortíðinni.

Þú talar um verk vinstri velferðarstjórnarinnar, eins og það Bjarni Ben sé í VG, eins og Sigurður Ingi sé í Samfylkingunni.  Ég veit að þú ert að vísa í skortinn á stuðningi við breytingartillögu Lilju Mósesdóttur, sem stjórnarliðar urðu að fella að kröfu ESA, en ekki man ég eftir stuðningi sjálfstæðisþingmanna við þá tillögu.  Enda samþykkja menn ekki eitthvað sem beinist að 90 og eitthvað prósent af þeirra eigin flokksmönnum, fjárhagslegum bakhjörlum flokksins.  Sem er ekkert leyndarmál, fjármálamenn eru að uppstöðu stuðningsmenn hægri flokka, ekki bara á Íslandi, heldur er þetta alheimstrend.

Elín, það eru allir sekir, líka hinir.

Hættu að verja þessa vitleysu, taktu undir kröfuna, Rannsókn.

Rannsókn.

Stattu einu sinni með sjálfri þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.4.2016 kl. 08:37

3 identicon

Ég er sammála þér í því að það eru allir flokkar sekir.  Það sjá orðið allir.  Þess vegna er fáránlegt - nú - að taka kjósendur Sjálfstæðisflokksins út fyrir sviga.  Það er bara til þess fallið að valda deilum.  Ekki dettur mér í hug að taka kjósendur VG út fyrir sviga.  Ég er viss um að kjósendur þess flokks hafa ekki ætlað sér að tryggja Björgólfi Thor Björgólfssyni tugmilljarða samning og loforð um undanþágur frá ákvæðum skattalaga, hvað þá að þeir hafi séð fyrir sér olíuvinnslu á Drekasvæðinu þegar þeir grunlausir álpuðust til að kjósa eins og þeir gerðu.  Við skulum hætta að kenna kjósendum um spillinguna.  Þeir græða ekkert á henni.  Þvert á móti.  Í gær voru fórnarlömbin á Hillsborough loksins hreinsuð af ásökunum um að hafa valdið dauða sínum.  Það vissu reyndar allir að þau voru saklaus - nema kannski hinir seku.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 09:18

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Elín, ertu ekki læs á það sem þú lest?

Þessi pistill heitir "Hin "góðu verk" ríkisstjórnarinnar.", og er spunninn út frá viðtali Kastljós við Guðrúnu Johnsen, þar sem hún bendir á glæpinn bak við hugmyndafræðina á bak við afnám gjaldeyrishafta.  Manstu ekki, þetta stendur hérna fyrir ofan; "Ef við för­um yfir það, þá er al­veg ljóst að þeir sem eru í þess­ari aðstöðu, bæði að fá lán út úr banka­kerf­inu, koma upp fé­lög­um í er­lendri eigu, fela eign­ar­haldið, fá arðinn út úr kerf­inu - bæði taka þeir þá ekki geng­isáhættu á Íslandi, þeir borga ekki skatta, hugs­an­lega, á Íslandi og eru ósýni­leg­ir. En eft­ir að höft­um var aflétt í áföng­um hafa þeir getað komið með pen­ing­ana aft­ur inn í ís­lenskt hag­kerfi á 20% af­slætti, að meðaltali,“ sagði Guðrún.".

Síðan bæti ég við hinu "góðu verkinu", þess vegna nota ég orðið góður í fleirtölu; "Og þegar maður spyr sig, af hverju gaf ríkisstjórnin kröfuhöfum gömlu bankanna u.þ.b. 500 milljarða miðað við þegar samþykktan stöðugleikaskatt, að þá leggur maður eyrun við sögnum um að hinir erlendu hrægammar voru fyrir löngu orðnir leiðir á biðinni, og seldu þessum sömu aflandskrónueigendum hrakkröfur (kröfur keyptar innan við 10% af nafnverði) sínar með góðum hagnaði. Hrægammarnir innleystu hagnað, hinir innlendu auðmenn treystu á pólitísk ítök sín við að fá allt sem ekki var naglfast (það er hægt var að leysa skammlaust í erlendan gjaldeyri).".

Þetta er það sem stuðningsmen ríkisstjórnarinnar verja með kjafti og klóm.  Og ástæða þess að ég nefni sérstaklega góða og heiðarlegar sjálfstæðismenn, er sú að þetta er aðför að borgarlegum kapítalisma, sem þeim stendur næst að verja.  Sjálfstæðisflokkurinn er jú flokkur einstaklinga í rekstri, og þeirra sem styðja einkareksturinn.

Hvað er flókið við þetta??

Þetta kemur allt fram í beinni línu nema ég gef mér sérstaklega tíma til þess að koma öðrum sekum að.  Ég er sko ekki fjalla um hróp hinna mállausu.

Og ég er ekki að kenna kjósendum um spillinguna, þeir bera fyrst ábyrgðina þegar öll blekkingarhulan er falin.

Jafnvel strúturinn með eitt tonn af sandi yfir skilningsvitum sínum kemst ekki hjá því að sjá hvað hefur gerst, og núna þegar á eftir að fremja lokaglæpinn, svikamylluna sem Guðrún lýsir svo vel, þá er ábyrgðin okkar.

Sú ábyrgð felst ekki í því að telja fram skít og skammir fortíðar, hún felst ekki í því að tína vendilega fram ávirðingar hinna, sem einu sinni gerðu þetta, og myndu örugglega gera þetta líka núna, ef þeirra hlutverk væri ekki að vera í augnablikinu í stjórnarandstöðu.

Ábyrgðin felst í því að bregðast við eins og ærleg vitiborin manneskja, og segja; Hingað og ekki lengra.

Það er komið nóg.

Hættu að verja þetta Elín, hættu að kasta ryki svo þú leggir þitt af mörkum í sköpun þess moldviðris sem á að hylja glæpaslóðina, hindra að fólk stöðvi ósómann.

Meðvirkni er ekki góð, þó hún sé "inn".

Stattu með sjálfri þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.4.2016 kl. 10:11

5 identicon

"Hættu að verja þetta Elín, hættu að kasta ryki svo þú leggir þitt af mörkum í sköpun þess moldviðris sem á að hylja glæpaslóðina, hindra að fólk stöðvi ósómann."

Er ég sem sagt að kasta ryki þegar ég bendi á að spillingin sé þverpólitísk?  Ég var að vekja athygli á kröfu Ólafs Elíassonar í Indefence um rannsókn þegar þú varst að mæra Ólaf Ragnar Grímsson.  Hvað gengur þér eiginlega til með þessum pistlaskrifum þínum?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 10:27

6 identicon

Það hefur verið ánægjulegt að horfa á Kastljósið tvö undanfarin kvöld.

Þar er loksins verið að fjalla um alvöru svikamál sem snerta alla þjóðina.

Og auðvitað hlýtur allt vitiborið fólk, þvert á flokka, að taka undir kröfuna um rannsókn á öllum þessum málum.

Það er hins vegar önnur saga að allt þetta var meira og minna vitað, m.a. í hvítbókvg á netinu

þar sem mörg hinna flóknu eignatengsla voru rakin ... svo virðist sem sú hvítbókvg á netinu

hafi gufað allt í einu upp og horfið u.þ.b. sem Steingrímur Joð byrjaði að taka við skilaboðum frá landshöfðingja AGS.

Nú gefur sú slóð bara upp Virgin Island, Jómfrúareyjar.  Undarleg er gráglettnin.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 10:58

7 identicon

Og vissulega er það rétt hjá Elínu að enn eru og hafa verið margir góðir aðilar sem hafa verið að varpa mynd á það hversu hrikalegir glæpir

voru og eru enn í gangi - og það með vilja og beinni og óbeinni þáttöku stjórnvalda, fyrrverandi og núverandi- eins og t.d. Ólafur Elíasson og Indefence (að útskýraranum einum undanskildum sem seldi sálu sína fyrir fallinn forsætisráðherra).

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 11:09

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Elín, þú ert ekki að því, það er eitthvað hálmstrá sem þú grípur í núna þegar ég frábið mér rykdreifingu á þessari síðu.

Því niðurstaða pistilsins er að hún er grunnvandi þjóðarinnar, réttlæting hinna meðvirku.

Hvað sem verður sagt um síðustu ríkisstjórn, þá gaf hún ekki 500 milljarða, að einhverjum hluta vinum og vandamönnum.  Og hún hafði ekki styrk til að nýta lán AGS til að borga út aflandskrónurnar, þó hún vissulega hefði hafið það ferli sem kennt er við gjaldeyrisuppboð.

Hún er ekki gerandi dagsins í dag, hún er fyrrverandi.

Blasir við að þegar maður fjallar um atburði dagsins í dag, þá er maður ekki að fjalla um fyrrverandi ríkisstjórn, og það er gróft að ætla stuðningsmönnum hennar, að þeir komi líka óhæfu núverandi ríkisstjórnar til varnar.

En samhljóða voru rök þeirra, þegar á þessari síðu var hart veist að ICEsave svikunum og samstarfinu við AGS.  Þá var talað um ríkisstjórn Geirs Harde, eins og Geir hafi aldrei vikið úr forsætisráðuneytinu.

Og þessu verður að linna Elín, þessu verður að linna.

Stattu með sjálfri þér, reyndu ekki að verja hið óverjanlega með því að tala um misgjörðir fortíðar.  Fordæmdu þær, notaðu þær ekki sem réttlætingu á gjörðum nútíðar.

Það er komið nóg af slíkum vinnubrögðum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.4.2016 kl. 12:39

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Það var þannig með þyngdarlögmálið að það var meira eða minna þekkt áður en Newton setti fram jöfnu sína, menn vissu til dæmis ef þeir gengu framaf hömrum, þá féllu þeir til jarðar.  En það breytir ekki mikilvægi þyngdarlögmáls Newton, þó margir fylgjendur kirkjulegs rétttrúnaðar hefðu dreift ryki til að gera það tortryggilegt.  Höfðu áhyggjur af miðjukenningunni.

Það er margt vitað um eignatengsl, það var fljótlega farið að skrifa um slík tengsl eftir að menn hófu að skrá niður eignir fyrir 5.000 árum síðan, og menn eru ennþá að.

Okkur grunar margt, en við vitum ekkert í raun.

En við þekkjum svikamylluna, og hún gengur upp ef fólk endalaust hjólar í gömlum hjólförum.

Og það dugar ekkert kurteisishjal ef við ætlum að grípa inní fyrir hendur gefenda og geranda.

Og það verður ekki neitt úr neinu ef við leyfum hinum meðvirku að skipa sér í 2 meginfylkingarinnar, sem hafa aðeins eitt meginmarkmið, að tryggja völd sinna manna.

Þeir háværustu í dag sem sækja að ríkisstjórninni, þeir eru aðeins að grípa gæsina til að koma sínum mönnum að.  Til valda, að kjötkötlunum.

Gleymdar eru gjörðirnar, þær voru efnahagsleg nauðsyn, gleymdar eru heitstrengingarnar sem lofuðu að takast á við þetta gjörpilta hagkerfi einkavinarins, það eru bara orð í stjórnarandstöðu.

Og nýju flokkarnir þögðu, höfum það á hreinu að þeir þögðu.

Sem segir allt um þjónustulund þeirra.

Nei Pétur, þetta eru bara við, ég og þú, og allir hinir sem hafa ekki flokka að verja.  Og við þurfum að mynda bandalag með þeim sem hafa átt flokka að verja, en hafa fengið nóg.

Við þekkjum þetta fólk á því að það byrjar fyrst að taka til í stofunni heima hjá sér áður en það kvartar yfir meintum óhreinindum í öðrum stofum.

Þetta er hópurinn Pétur, fólkið sem vill endurheimta þjóðfélagið sitt úr höndum fjárúlfa og þjóna þeirra.  Sama hvað þeir nefnast, sama í hvaða flokk þeir eru.

Og það er engin málamiðlun á milli okkar, og þeirra sem verja.

Þeirra sem geta ekki horft á atburði dagsins í dag, án þess að fara með ættartölur, og vitna í sagnfræðibækur.

Það er ekki svo flókið að segja, Rannsókn, Uppgjör, Ábyrgð.

Það er ákaflega einfalt.

Rannsókn, Uppgjör, Ábyrgð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.4.2016 kl. 13:41

10 identicon

Hvern nákvæmlega er ég að verja þegar ég segi að spillingin sé þverpólitísk?  Hættu nú þessari meðvirkni Ómar og stattu með sjálfum þér.  Kveðja að sunnan.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 13:52

11 Smámynd: Ómar Geirsson

 ""Þetta er það sem heiðarlegt sjálfstæðisfólk ver með kjafti og klóm þessa dagana, beina aðför að borgaralegu þjóðfélagi, borgarlegum kapítalisma, í þágu aflandsfjármagns sem var sturtað úr hagkerfinu fyrir Hrun í vasa aflandsfélaga."

Var það ekki einmitt vinstri velferðarstjórnin sem stóð vörð um ræningjana með því að samþykkja ekki tillögu Lilju Mósesdóttur?  Það er alger óþarfi að kenna kjósendum - hægri sinnuðum - um verk vinstri velferðarstjórnarinnar.  Þeir eiga það einfaldlega ekki skilið."

Lestu þetta yfir í rólegheitum Elín.

Ef gefendurnir, sú ríkisstjórn sem nú situr væri vinstri velferðarstjórn, þá væri þessi athugasemd réttmæt, það er ef gott heiðarlegt sjálfstæðisfólk væri að verja svikamylluna, og Gjöfina einu, eins og það gerir í dag.

Þetta með þverpólitíkina kom ekki hjá þér fyrr en ég benti þér á hlutverk hrópa hins mállausa manns.  En eðli málsins vegna þá leyfir pistill sem fjallar um ákveðinn verknað, spunnin út frá frétt um þennan ákveðna verknað, framkvæmdum af ákveðnum aðilum, sem pistillinn fjallar um, mikla umfjöllun um hina sem ekki fengu tækifæri til að fremja glæpinn, sökum kosningaósigurs í síðustu kosningum.

En ég benti samt á samsekt þeirra, svo ég fengi ekki inní athugasemdarkerfið, lofgjörð um stjórnarandstöðuna.

Og Elín, ég stend með sjálfum mér, þess vegna er ég að hafa fyrir því að slá inn pistla eins og þennan, þar sem ég bendi á það sem þarf að gera ef við viljum fá upplit frá Gjöfum og pólitískri spillingu í þágu ræningja og ruplara.

Ég reikna hins vegar með að þessi ábending þín þýði að þú standir með sjálfri þér, sem segir mér aðeins eitt, þú sérð þér hag í núverandi ástandi, og sýnir tryggð þína með því að beina umræðunni frá gerendum yfir í eitthvað sem fólk getur endalaust rifist um í hjólförum skotgrafanna.

Það er ekkert að því að vera hægrimaður, en hægrimaður sem lætur kjurt liggja, er samsekur.

Samsekur um grundvallarglæp gegn þjóð sinni, og því þjóðskipulagi sem lagði grunn að nútíma Íslandi.

Þeir standa ekki með sjálfum sér.

Heldur ruplurunum.

En menn ráða að sjálfsögðu sínum félagsskap.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.4.2016 kl. 14:39

12 identicon

Hér er ágætur pistill hjá Illuga Jökulssyni.  Hann bendir ekki á ábyrgð kjósenda, hvað þá á ábyrgð heiðarlegra kjósenda, heldur bendir hann á ábyrgð stjórnar og stjórnarandstöðu.  Hann virðist hafa áttað sig á því að "gerendurnir" hafa hreiðrað um sig í báðum liðum.  Það er alltaf fagnaðarefni þegar fólk kýs að opna augun.  Illugi fær hrós dagsins.  

http://stundin.is/pistill/rennur-i-thessu-folki-blodid/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 15:45

13 identicon

Og hvað Elín?  Ég held að misskilnings gæti á milli ykkar Ómars.

Ómar er að tala um hvað við ætlum að gera, hvenær ætlum við að opna augun og bregðast við í stað þess að kenna alltaf stjórn eða stjórnarandstöðu um.  Að hefja okkur upp fyrir lágkúru og skítkast sem á sér stað á milli liða, skotgrafarhernað sem sundrar okkur venjulega fólkinu?

Hvenær ætlum við að rísa upp og tala í okkar eigin nafni og það með tungu hreinni og út frá þeim forsendum og þeirri framtíðarsýn sem við viljum berjast fyrir og það þvert á allar skotgrafir ... og uppúr skotgröfum þeirra sem búa okkur til sínar átakalínur og blekkingarleik á meðan þeir ræna okkur og rupla eins og sagan kennir okkar, og samkvæmt forskriftinni, Divide et Impere. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 16:23

14 identicon

Það er blóðið í okkur, mér og þér og allra þeirra sem blöskrar ástandið, sem þarf að renna og púlsa samkvæmt innsta krafti hjarta okkar og heilbrigðs móavits og heilbrigðrar skynsemi um að nú sé nóg komið að láta valdherra, alveg vinstri hægri og í miðjumoði, hefta hugsun okkar og framtíðarsýn.  Þetta mætti kalla lýðræðisvakningu, að við föllum ekki í þær skítlegu skotgrafir sem stjórn og stjórnarandstaða búa okkur. Því á meðan við gjörum svo, erum við einungis hermenn í stríði sem þeir há og til hagsbóta fyrir þá á ... en ekki okkur hina venjulegu og óbreyttu Íslendinga sem blöskrar framferði þeirra og föllum svo í grafir þeirra ... aftur og aftur.  Nei, hættum nú meðvirkninni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 16:34

15 identicon

Ég er að taka mér stöðu hérna með Illuga Jökulssyni og benda á ábyrgð stjórnar og stjórnarandstöðu Pétur Örn.  Hvað á ég að gera?  Henda skít í kjósendur Sjálfstæðisflokksins?  Kjósa Ólaf Ragnar?  Til hvers?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 17:19

16 identicon

Hvert okkar og eitt verður að skipa sér í lið sem vill.

Best er þó að hefja sig upp yfir skotgrafirnar ... en það er val okkar hvers og eins, það er jafnframt á ábyrgð okkar hvers og eins.

Ef þú vilt taka þér stöðu með Illuga þá gjörirðu svo. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 17:46

17 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er búið að vera í gangi í fjölda ára, það er ekkert nýtt í þessu hjá Guðrúnu Jhonsen. Þetta umhverfi er afsprengi fleyri en einnar ríkisstjórnar, raunar alþingi alls í gegnu tíðina.

Á meðan fólk skilur á milli þess að græða á daginn og grilla á kvöldin, vill vera virt sem friðheilagt í einkalífi og við samþykkjum að svo skuli vera þá breytirst ekkert á Íslandi.

Flest fólk er þannig gert að það telur sér skilt að gera það í "vinnunni" sem það myndi aldrei gera heima hjá sér, því breyta engar kosningar. 

Magnús Sigurðsson, 27.4.2016 kl. 17:47

18 identicon

Rennur blóðið í okkur sjálfum ... til lífs okkar allra sem þjóðar?

Eða ætlum við að mæna sem vesalingar og spyrja hvort blóðið renni í samtryggingarflokknum á þingi

... svo blóðið megi renna í okkur sjálfum?  Séum við svo aum, þá er það næsta sem við biðjum um

risagerfinýra ... með vasa. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 17:53

19 identicon

Ég er ekki í neinu liði Pétur Örn.  Það ættirðu að vita :)

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 17:58

20 identicon

Það er gott Elín, ég ekki heldur ... og það ættirðu líka að vita :-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 18:04

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Nú er ég ekki alveg viss um að ég skilji þig! "Flest fólk er þannig gert að það telur sér skilt að gera það í "vinnunni" sem það myndi aldrei gera heima hjá sér, því breyta engar kosningar.".

Hvað áttu við??

Geta bara Már og Bjarni haft sína hentisemi??

Hvar endar hún?, ef þeir veðsetja hús fólks að því forspurðu, eða sem er kannski nær svo ég vitni í ICESave gjörninginn, að þeir verðsetji skatttekjur ríkissjóðs fram í tímann?

Þegar þarf að bregðast við neyðarástandi þá er það úrkynjuð þjóð sem spyr fyrst hvað hún kaus, var glæpurinn eða þjófnaðurinn til umræðu, var það mitt lýðræðislega val, og get ég því ekki gert neitt í dag??

Svona eins og Frakkagreyin sem gáfust algjörlega upp fyrir Þjóðverjum, vegna þess að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn samdi við þá um uppgjöf og niðurlægingu þjóðarinnar.

Við lifum í núinu og við þurfum að bregðast við í núinu. 

Og skýring þess að við gerum það ekki, er árátta þjóðarinnar í ættartölum og geta ekki tileinkað sér þekkingu nema hún lesi um hana í sagnfræðiritum.

Varðandi Guðrúnu Johnsen, sem varpar fram sprengju í umræðuna, þá er það alveg rétt að margir hafa bent á þetta áður.

En í umræðunni í dag hefur mér vitanlega enginn málsmetandi aðili, það er aðili sem hefur þá stöðu eða vigt að á hann sé hlustað, bent á þessa svikamyllu, og afleiðingar hennar fyrir borgarlegt samfélag.  Eða hina einföldu staðreynd að hinir löglegu gjörningar eru aðeins partur af svikamyllunni.

Það má vel vera að þú vitir betur Magnús, ég hef akkúrat ekkert fylgst með umræðunni frá því að ég hætti að blogga reglulega fyrir ákaflega mörgum mánuðum síðan, en ég les þó annað slagið Mbl.is, og ég hef ekki rekist fyrr á svona frétt.  Enda að mér vitandi ekki tilefni til hennar áður.

En þetta snýst ekki um að ég sagði þetta, eða hann sagði þetta, fyrir langa löngu síðan, þetta snýst um að þetta var sagt í dag, af gefnu tilefni, að málsmetandi manneskju, sem auðvaldið á erfitt með að andmæla.

Þá fer rógurinn í gang, alveg eins og var með Lilju Mósesdóttir á sínum tíma.

Okkar val er að taka þátt í smækkun hinnar alvarlegu gagnrýni.

Eða úthrópa hana um torg og grund.

Það geri ég. 

Og vonandi gera það fleiri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.4.2016 kl. 19:17

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elín.

Merkilegt að þú skulir vitna í Illuga, að hann skuli hafa áttað sig á að stjórnarandstaðan er samsek.  Mig minnir að hann hafi ekki verið í þínu liði fram af þessu, en margt er skjólið í garranum.

Illuga var ekki ljós þessi staðreynd þegar hann úthrópaði okkur ICEsave andstæðingana, og bar upp á okkur fylgispekt við gerendur Hrunsins, sem voru allir með tölu í stuðningshópi ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar á sínum tíma.  Að við öxluðum ekki ábyrgð á gjörðum þeirra sem við kusum.

Eins og það væri hægt að réttlæta skuldaþrældóm þjóðarinnar með þessum rökum.

Það er gott sálu hans vegna að hann skuli vera búinn að átta sig á því að þessi rök eru röng, að viðbrögð við óhæfu fara ekki eftir því hvað þú kaust.  Þess vegna bar ég til dæmis ekki ábyrgð á svikum Steingríms Joð Sigfússonar, eða var fylgjandi 22 virkjunum til að borga ICEsave þrælasamninginn vegna þess að ég kaus nafna minn Ragnarsson í kosningunum 2007.

Atkvæði binda ekki hendur fólks til að styðja óhæfu, en þegar það styður óhæfu, þá hefur það sér enga afsökun.  Það afsakar sig ekki með að vísa í aðra.

Heiðarlegir sjálfsstæðimenn afsaka sig ekki í dag með því að benda á að heiðarlegt vinstri fólk studdi óhæfuverk VG ríkisstjórnarinnar vegna þess að það benti á að hægri menn bæru ábyrgðina, að þeirra fólk væri aðeins að vinna skítverkin.

Þetta heitir hringavitleysa, og mál að linni.

Um þetta fjallar pistill minn.  Ef svikarar við þjóðina, og hugsjónir mennskunnar, eins og Illugi Jökulsson, hafa áttað sig á því, þá er það vel, þar með hafa þeir gengið til liðs við þjóðina.

Þeir upplifa árið 0, og þeir berjast fyrir framtíðina.

Þá hætta þeir líka að dreifa ryki, og krefjast Rannsóknar, Uppgjörs, Ábyrgð. 

Þú getur þetta líka Elín.

En notaðu ekki stjórnmálamenn sem skálkaskjól.

Þeir sitja ekki deginum lengur en þeim er stætt.

Og þeim er ekki stætt þegar stuðningsmenn þeirra hætta að verja þá.

Hætta að benda á hina, benda á sína menn, og segja, við viljum þetta ekki.

Stattu með sjálfri þér Elín, því þú ert hluti af þjóðinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.4.2016 kl. 19:32

23 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ómar ég er ekki að mótmæla því sem fjármálalektorinn sagði, heldur einungis að benda á það að þessar staðreyndir hefðu þurft að heyrast hærra og af fleirum sem hafa "vigt", eins og þú kallar það. Margt venjulegt fólk sem hefur haft með atvinnustarfsemi að gera, sem heita á á samkeppnisgrundvelli hefur lengi vitað hvernig í pottinn er búið og það eru ekki svo fáir, en á þá hefur ekki verið hlustað, fólk sparar aurinn og kastar krónunni með því að skipta við grillmeistarann.

En til að skýra það út hvað ég er að meina þá hefur engin komist neitt á fótgönguliðanna. Rétt eins og í Þýskalandi á sínum tíma var öll þjóðin saklaus, hún var bara í "vinnunni" við að verða sér út um sitt lifibrauð. Á meðan meir að segja fótgönguliðarnir telja að "Sturlungar" eiga að hafa þau mannréttindi að grilla í friði í lok vinnudags, þá er ekki von á öðru en þjóðin uppskeri það sem hún á skilið. 

Magnús Sigurðsson, 27.4.2016 kl. 19:59

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Skil þig núna Magnús.

Og því miður er þetta sorglega satt.

Þeim mun meiri var gleði mín þegar ég las þessa frétt seint í gærkveldi.  Því eiginlega er þetta faglegt sjálfsmorð að tala svona beinskeytt um staðreyndir hagkerfisins, og hvað býr að baki öllu talinu um hin meintu góðu verk.  Fólk hefur verið fryst fyrir minna.  En samt er til manneskja sem þorir.  Og hefur einhverju að tapa.

Ég trúi að dropi holi steininn, og æ fleiri beina umræðunni í þennan farveg.

Hvort það dugi?, jæja ég veit ekki.  En ég hafði ennþá minni trú á kraftaverkinu þegar ég setti niður á blað pistilinn um Panamafólkið.  Daginn eftir sér maður svona frétt, lektor bendir á einfaldar staðreyndir.  Og þetta er eiginlega aðalfréttin hjá viðskiptahluta Mbl.is., það er hún lendir ekki í þöggun.

Það er eins og tími kraftaverkanna sé að renna upp.

Eins og að séu að verða vatnaskil.

Ég upplifði svipað þegar vonin virtist verða samferða móðurinni í Móðurástinni hans Jóns Hallgrímssonar, þegar ICEsave samningurinn var samþykktur að kveldi 30. des 2009.  Svo kom áramótaskaupið, og ég fékk svona flash í hausinn, Ólafur á aðeins eitt svar til að endurheimta æru sína á ný.

Sem gekk eftir.

Það urðu vatnaskil þá og þjóðin hafði fullnaðarsigur.  Líka þegar sjálfstæði hluti samtryggingarflokksins sýndi sitt rétta andlit.  Þá héldu fótgönguliðar flokksins haus, fylgdu sínum gamla leiðtoga gegn forystu flokksins.

Ég veit það ekki, þetta lið verður búið að stela öllu áður en það fjarar endanlega undan ríkisstjórninni, sem mun gera því við sjáum aðeins toppinn af núverandi og fyrrverandi máttarstólpum ríkisstjórnarflokkanna, held að það sé ansi mikil Þórðargleði hjá þeim íhaldsmönnum sem ákváðu að tengja samstarfsflokk sinn eingöngu við þetta aflandsrugl, eins og þeirra menn kæmu ekki næst.  En stjórnarandstaðan er svo eindregin að baki Má Guðmundssyni, að það mætti halda að um símastvíbura væri að ræða.  Og gjaldeyrinn mun hverfa í froðuna.

En Uppgjör og Ábyrgð, í kjölfar hlutlausrar Rannsóknar, það er ekki útilokað að fljót tímans renni í þann farveg.

Þjóðin hefur vissulega uppskorið sína sáningu, en það má alltaf hætta við að nýta uppskeruna, og kaupa inn æta vöru.

Og ég held að þeir sem verða fyrstir í tiltektina heima hjá sér, og taka síðan undir kröfuna um heiðarlegt Uppgjör, þeir komi sterkt inní nýja umræðu, og eigi mikla möguleika til að vera gildandi í þeirri gerjun sem mun fylgja í kjölfarið.

En þeir sem ætla að verja fúafleyið, þeir munu sökkva með því.

Ég held að þriðji möguleikinn sé ekki í boði.

En hvað veit ég svo sem, þetta er allt mat og óskhyggjan skekkir alltaf dómgreindina.

Sjáum til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.4.2016 kl. 21:51

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Dropinn holar steininn. 

Ragnar Önundarson sagði allt sem segja þarf um þessa svikamyllu, ég læt texta hans fylgja með hér fyrir neðan.  Og hann vill enga sátt við stórnmálastéttina, hann vill opinbera sakamálarannsókn.  Ég held að þetta verði ekki stöðvað héðan af, sem betur fer.

Réttlætið sigrar að lokum.

Ragnar Önundarson

14 hrs ·

 

Viltu "vinna" milljarð ? Viltu svo "vinninginn heim" ? Þá er þetta aðferðin:

1. Þú stofnar "eignarhaldsfélagið" Rán ehf. og tekur milljarð að láni hjá kunningja þínum í bankanum eftir að hafa borgað "bónus" til hans með "þóknun skv. gjaldskrá".

2. Þú stofnar "aflandsfélag" Highway Robbery Inc. í Panama eða Tortóla með aðstoð kunningja þíns í bankanum og millifærir það sem eftir er af milljarðinum þangað.

3. Þú sérð enga leið til að eignarhaldsfélagið geti borgað afborganir og vexti og það fer í þrot. Bankinn afskrifar lánið þegjandi og hljóðalaust þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar um hvað varð um peningana og hvert þeir fóru. Þú borgaðir svo góðan "bónus" að þeir fara ekki að vera með nein leiðindi.

4. Til öryggis stofnarðu fleiri aflandsfélög með aðstoð erlends banka og millifærir áfram nokkrum sinnum í þeirri von að það "snjói í sporin". Allt kostar þetta og þú þarft nú sjálfur að lifa eins og aðrir, svo nú "áttu" bara 900 millur.

5. Þú bíður í nokkur ár en svo sérðu tilboð Seðlabankans um að taka þátt í gjaldeyrisútboði. Þú tekur því og færð þriðjungs ábót á "vinninginn" og átt allt í einu 1.200 milljónir. Seðlabankinn tryggir þèr nafnleynd svo ekki sé unnt að lesa saman nöfn þáttakenda við afskriftalistana.

6. Þú kaupir þér teinótt jakkaföt og gerist "fjárfestir". Ásamt félögum þínum kaupir þú banka af ríkinu, sem gleðst yfir vel heppnaðri einkavæðingu og lýsir yfir sigri og fagnar að samkeppni virðist komin í bankaþjónustu.

7. Þú ert kosinn formaður bankaráðs og lætur bankann sinna ýmsum menningar- og velferðarmálum og flytur ávörp af því tilefni.

8. Þú ert sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu í boði hjá Forseta Íslands.

9. Þú gerir samkomulag við kollega þína í hinum bönkunum um að bankarnir láni ykkur í kross, svo þið þurfið ekki að skulda í eigin banka. Það er ekkert óeðlilegt við það, þú ert jú "fjàrfestir".

10. Þú tekur 10 milljarða að láni og ... sjá liði 1-8, nema nú er það Stórriddarakross auðvitað.

Til vara: Þú átt tilbúna fréttatilkynningu ef eitthvað fer úrskeiðis sem segir 1) Þessi aflandsfélög voru aldrei notuð til neins, 2) auk þess sem mikið tap varð af þeim, og 3) greiddir voru skattar af þessu öllu saman, auk þess sem þú manst ekki í hvaða landi félagið átti heima.

Ómar Geirsson, 27.4.2016 kl. 22:32

26 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ómar, þetta er þörf lýsing hjá Ragnari, enda innanbúðar maður. Eins og hann bendir á þá er látið snjóa í sporin aflands. Þó svo að ekki hafi verið vitað í hverra spor snjóaði, þá er vitað hverjir fengu bónusana, almenningur er grillaður af því fólk dags daglega.

Magnús Sigurðsson, 28.4.2016 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 507
  • Sl. sólarhring: 507
  • Sl. viku: 603
  • Frá upphafi: 1413411

Annað

  • Innlit í dag: 428
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 416
  • IP-tölur í dag: 411

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband