Samtryggingin sigrar að lokum.

 

Og auðmenn endurheimtu sitt fé.

 

Þessar línur Stuðmanna komu uppí huga mér þegar ég les þessi orð Árna Páls, hinum samseka í Gjöfinni miklu.

Hann er ligeglad með Bjarna Ben, sá eini stjórnmálamaður sem ógnaði bankamafíunni og vogunarsjóðunum er fallinn frá, en ESB fylking íslenskra stjórnmálamanna stendur keik á eftir.  Bjarni, Illugi, Katrín, Árni, og ekki má gleyma þeim alflottasta, og það er bara vegna þess að hann er svo góður söngvari, Óttari Proppe.

Og enginn rífst yfir Gjöfinni einu, enginn rífst yfir ofsagróða Vogunarsjóða og innlendra hrægamma.

Sigur samtryggingarinnar er algjör.

 

Og ef einhver efast, þá skal hinn sami skoða nýjasta pistil Styrmis Gunnarssonar, sem vegsamar lítilmannlæti og róg, gagnvart þeim eina manni sem tilheyrði íslenskri stjórnmálastétt, sem hafði kjark að lokum til að rísa upp.

Rísa upp gegn auðmönnum, ofsagróða þeirra, og þörfinni til að koma þjóðinni í ESB svo hver illa fengin króna fengi skjól í Tortilla sem nýfengin evra.

Davíð og Jón Ásgeir, Styrmir og Birgitta.

Í vanheilögu bandalagi gegn þessum eina sem sveik lit.

 

Sem er alltí lagi, þetta fólk fóðrar höndina sem fóðra það.

Hver fer gegn ofsauði og þeim áhrifum sem hann kaupir??

Hver fer gegn Jón Ásgeir, Óla og Björgólfi??

Ekki Davíð, ekki Styrmir, ekki Samtryggingin.

Og ekki Sjálfstæðir menn, því inn við beinið eru þeir svo óttalega litlir kallar.

 

Þeir láta fóðra sig á bröndurum, um að íslenska lýðræðið er líkt og lýðræði blóðugra einræðisherra.

Þeir láta fóðra sig á á rógi leigupenna um að sá eini sem fór gegn samtryggingu auðs og stjórnmála sé Baugsmaður, líkt og við endurupplifum aftur árin fyrir Hrun, árin þar sem enginn spurði, enginn efaðist, og allir reyndu að græða. Og enginn talaði gegn.

Eins og aldrei hefði verið árið 2009, aldrei hefði enginn risið upp og vísaði til þjóðarinnar kröfu Samtryggingarinnar um að hún yrði skuldaþræll fjármagns um aldir og ævi.

 

Nei sjálfstæðir kallar lesa Pál og þeir lesa Styrmi.

Páll fékk skipun um að tengja þann eina við Baug, fór létt með það.

Styrmir í dag hrósar Guðna Té, sem skrifaði lærðar greinar um að síðbúinn þjóðerniskennd að hætti falangista útskýrði tregðu íslenskra alþýðumanna að greiða ólöglegar fjárkröfur breta, sem Guðni taldi bæði löglegar og réttmætar.

Íhaldspenninn lofsyngur samfylkingarpennann.

Samtryggingin þjónar eins og hún gerist fegurst.

 

Og hið síröflandi fólk fattar ekki að ekkert skuli breytast.

Að það skiptir ekki máli hver stjórnar, minn eða þinn, að þeir skiptast aðeins um ræður, Steingrímur fékk ræðu Árna Matt, síðan fékk Bjarni ræðu Steingríms.

Og fullnægja þar með stuðningsmönnum Samtryggingarinnar.

Því það eru alltaf hinir sem eru ljótir.

 

Samtryggingin hefur sigrað.

Hún á aðeins eftir að fella Ólaf.

Síðan verður stjórnarskráin breytt í þágu auðmanna, þeir fá sitt keypta beina lýðræði.

En með þeirri viðbót, að næsta skuldaþrælasamning verður ekki hægt að vísa til þjóðarinnar.

 

Sem skiptir ekki máli.

Því hún tryggir brauð og leika.

Tuð og röfl út í eitt.

 

Já, mikill er máttur aursins.

Og lítið er risið á þeim sem eiga líf sem þarf að vernda.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Kosningar í vor enn besti kosturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðin liggur enn undir feldi Ómar.

Hún er enn ekki búin að gera upp hug sinn varðandi forsetann.

Ég held þú ofmetir 4. valdið, það vita flestir hverjir fóðra það.

Þjóðin liggur enn undir feldi ... og hugsar.

Um "puntudúkku" og "öryggisventil" snerust síðustu forsetakosningar.

Hver veit nema þjóðin komi undan feldinum og kjósi Ólaf Ragnar, þegar á reynir.

En það get ég sagt fullum fetum að CNN viðtalið við Ólaf segir ekkert

... annað en hann fær drottningarviðtal hjá einum mjög svo vafasömum fjölmiðli ... erlendum.

Þjóðin kýs ekki fyrr en seinni hlutann í júní, sú þjóð swem felldi Icesave í tvígang.

Ég treysti dómgreind hennar, þegar á reynir.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.4.2016 kl. 19:41

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, skeleggur pistill að vanda. Hvort samtryggð samspillingin spilar með þjóðina þegar upp er staðið á eftir að koma endanlega í ljós. Margir eru að vakna upp við að íslenska útgáfan af alþjóðlega leikþættinum 3. apríl, sem boðaði að 600 nöfn íslenskra aflandseyjaskeggja yrðu upplýst dögunum hikstar. Allavega er nöfnum skammtað, sem allir hafa löngum vitað fyrir hverju standa, þreyttum og útjöskuðum inn á valda fjölmiðla, þeirra sem hafa hamrað á framsali til ESB trúboðsins.

Magnús Sigurðsson, 23.4.2016 kl. 09:02

3 Smámynd: Hrossabrestur

Sælir fínn pistill, það vantar hér eitthvað nýtt stjórnmála afl, afl fólksins óháð öllu hægri-vinstir-miðjumoði afl sem setur hagsmuni Íslensku þjóðarinnar í forgang, en því miður virðist slíkt bara vera fjarlægur draumur.

það skiptir engu máli hvaða stefnu stjórnmálöfl hafa, þingfólk er ekki fyrr sest á alþingi en það er búið að steingleyma stefnu stjórmála hreyfingarinnar sem það settist á þing fyrir, kannski vissi það aldrei hver stefnan var eða það hafði aðra stefnu frá upphafi en ætlaði að láta stefnu flokksing löng og leið.

kv. 

Hrossabrestur, 23.4.2016 kl. 09:54

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Pétur, það er eitt af því fáa sem ég geri ekki er að vanmeta fjórða valdið.  Það er stóra skýring þess að valkostur fólks við samtryggingarflokka auðmannakerfisins er draumaflokkur auðsins sem býður fram stefnuna, bein völd til auðsins.

Síðustu kosningar snérust um þjóðin versus ICEsave þjófar.  Því Bessastaðir var hindrun sem þurfti að ryðja úr vegi. 

Þjóðin á heiðurinn af fyrra Nei-inu en það seinna kom til vegna þrotlausrar vinnu grasrótarinnar sem náði að skipuleggja sig gegn elítunni.  Munaði þar mestu um að grasrót Sjálfstæðisflokksins bilaði ekki.  Þessi grasrót er ekki til í dag.  Hún er núna í einum af mörgum vösum hins marghöfða þurs.

Framboð Ólafs skerpir hins vegar baráttuna, það þarf sterkan á móti honum, einn af dvergunum 2*7 dugar ekki.  Hver sem +útkoman er þá hefur +Ólafur allavega bjargað embættinu frá algjörri niðurlægingu.

Síðan varðandi niðurlag athugasemdar þinnar Pétur, þá á hún við annan pistil, og ef þú lest þann pistil, þá sérðu að hún er algjörlega útí hött miðað við það sem ég er að leggja út af.

Á einhverjum tímapunkti  Pétur þarftu að átta þig á að þetta snýst ekkert um Ólaf.

Hann var bara var þarna þegar atlagan var gerð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2016 kl. 11:04

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er nú nokkuð frjálslega farið með staðreyndir í þessum pistli enda eins or skrifaður úr áróðursdeild Framsóknarflokksins. Það er þvæla að Sigmundur Davíð hafi einn staðið gegn kröfum fjármálaelítunnar enda gerði hann það ekki. Hann studdi ekki lagasetningu sem færði þrotabú bankanna undir gjaldeyrishöft árið 2012 og var grunvöllurinn af því að ríkið hefði eitthvað um að semja við þrotabúin varðandi stjöðugleikaframlag. Því hefðu þrotabúin ekki þurft að greiða neitt stöðugleikaframlag hefði þessi lagasetning ekki náðst í gegn. Sigmundur og allir hinir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá í þeirri atkvæðagreiðslu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins gegnu lengra og greiddu atkvæði gegn þessari lagasetningu. Með þessu tóku Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sér stöðu með kröfuhöfunum enda eiginkona Sigmundar einn þeirra.

Strax í framhaldi þessarar lagasetningar hófust viðræður við kröfuhafana og í ársbyrjum 2013 voru komin drög að samkomulagi sem var mjög svipað því sem náðist síðan seinni part ársins 2015. 

En eftir að Sigmundur komst til valda þá lét hann stöðva þessar samningaviðræður og fór að beita sér fyrir svokallaðri "gjaldþrotaleið" sem hefði orðið mun hagkvæmari fyrir þá kröfuhafa sem gátu þolinmóðir fjárfest sínu fé hér á landi í nokkur ár eins og hann og konan hans. Þessi leið hefði þvi verið hagkvæmari en stöðugleikaframlagið fyrir Sigmund og konuna hans en verið mun óhagstæðari fyrir íslenskt þjóðarbú. 

En þegar ljóst varð að Sigmundur fengi ekki Sjálfstæðisflokkinn né neinn annan flokk með sér í þá vegferð var sett upp leikrit með 39% stöðugleikaskatti til að þvinga fram samning sem þegar var í raun búið að ná tveimur og hálfu ári fyrr. Ástæða þess að talað var um mun hærri upphæðir árið 2015 heldur en árið 2013 er sú að hlutabréfin í bönkunum sem er helsta uppistaðan í stöðugleikaframlaginu og kröfuhafarnir voru þegar tilbúnir að láta árið 2013 hafa hækkað verulega í verði á þessum tíma. En þetta eru samt sömu eignirnar.

Þessi tveggja og hálfs árs seiknun á samkomulagi við kröfuhafana og þar með seinkun á losun gjaldeyrishafta hafa kostað þjóðarbúið mikið enda gjaldeyrishöftin mjög skaðleg fyrir það. Því hefur þjóðarbúið orðið fyrir miklum skaða meðan Sigmundur tafði þetta mál í tilraun til að ná fram annarri lausn sem hefði komið sér mun betur fyrir hann og konu hans. Það er því þvæla að Sigmundur hafi verið að vinna að þjóðarhagsmunum gegn eigin hagsnumun enda var því öfugt farið. Hann laug sig til valda með stórum kosningaloforðm sem ekki hefur verið staðið við og stóð væntanlega aldrei til að standa við til þess að geta unnið að persónulegum hagsmunum sínum sem hann hélt leyndum fyrir þjóðinni, samstarfsflokki og samflokksmönnum sínum í Framsóknarflokknum.

Sigurður M Grétarsson, 23.4.2016 kl. 11:13

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Þó ég persónulega telji Friedman til eins af stóru illmennum sögunnar, þá breytir það því ekki að margt sagði hann skynsamlegt.  Maó reyndar líka, en það er önnur saga.

Og eitt af því sem hann benti á er að það er ekki til neitt sem heitir frír hádegisverður, enda hafa margar konur þurft að greiða fyrir hann með hjónabandi.

Eins er það með þessar uppljóstranir allar, einhver kostar þær, einhver sér sér hag í þeim.

En hvorki ég eða þú, og vonandi einhverjir fleiri eru ekki á launalistanum.

Það er því okkar að setja þær samhengi.

Okkar að nýta þær sem múrbrjót gegn þagnarmúrs auðs og valda.

Og því fleiri sem leggjast á þennan múrbrjót, því fyrr brestur allt.

Þráin til lifa eins og manneskja án kúgungar og arðráns hinna örfáu verður nefnilega ekki kæfð til lengdar.

Jafnvel ekki með brauðum og leikum nútímans, tuði og röfli.

Einn daginn mun fólk vernda framtíð barna sinna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2016 kl. 11:14

7 identicon

Sæll Ómar.

Eins og við höfum margrætt um, þá er það mér til nokkurs gagns að gera smá ágreining við þig,

það skerpir bæði mig og þig og vonandi vit okkar beggja og ég vona að það sé þér einnig til einhvers gagns :-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.4.2016 kl. 12:01

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Það vantar Hreyfingu lífsins Hrossabresstur minn.

Grundvallarstefna hennar er sú eina sem ekki er hægt að rífast um enda byggir hún á Hagfræði lífsins, og Aðferðafræði lífsins.

Dagurinn sem fólk áttar sig á því hve vandinn er djúpstæður, og hann er hugmyndafræðilegur og siðfræðilegur, þá gerir það sem það þarf að gera til að tryggja börnum sínum einhverja von um framtíð.

Snýr bökum saman og skapar mannsæmandi líf fyrir alla.

Ekki bara suma.

Allt annað er annað að tvennu, hluti vandans eins og til dæmis Píratar eru, eða frestun hans ef fólk heldur að til sé einhver einfaldari leið.

Einn daginn, einn daginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2016 kl. 12:59

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ég hélt að allt bit væri komið úr mér þegar ég var alltí einu orðinn framsóknarmaður, hingað til hafið þið ICEsavevinir mínir kallað mig argasta íhald.

En svo fattaði ég alltí einu skýringuna, hið vanheilagabandalag er strax farið að telja, og brátt slitnar ekki slefan á milli sjálfstæðismanna og ykkar bestu vina Jóns.

Og eitthvað hlýtur Sigmundur hafa gert af sér fyrst ein aukasetning í pistli sem fjallar um hina vanheilögu, kallar á slík vinnubrögð.

Ef við tökum frá grunsemdir þínar um hvatir Sigmundar, því miður er innistæða fyrir þeim grunsemdum, þá er athugasemd þín alveg rétt, það var aðeins skipt um flokka, ekki stefnu, og niðurstaðan þegar samin.

Niðurstaða sem ég kalla Gjöfina miklu, og er tilefni þess að Árni fær að vera með í samtryggingarbandalagi auðmanna, því hann er jafn sekur og Bjarni.

Í sjálfu sér er ekki meiri innistæða fyrir fullyrðingu minni um Sigmund en grunsemdum þínum, ætli það þurfi ekki heilaskanna til að skera þar úr um.

En augljósa rökveila fullyrðinga þinna er sú að Sigmundur er eini fjórflokkarinn sem hafði uppi stærri orð um að sækja ránsfeng hrægammanna, og hann naut ekki kjörfylgi til þess.

Þjóðin vildi jú vera rænd og rupluð.

Og það þarf kjörfylgi til að breyta því sem breyta þarf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2016 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 2023
  • Frá upphafi: 1412722

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband