19.4.2016 | 22:38
Getur hið vanheilaga bandalag.
Þeirra Jóns Ásgeirs og hans gamla þjóns, Óskars útgefanda ekki gert betra en þetta?
Er gengið út frá því að það sé samansem merki milli þess að vera andstæðingar Ólafs Ragnars, og að vera fífl.
Því svona frétt er fyrir fífl, og varla það.
Er kannski hausatalning í gangi??, á að telja í fyrramálið þær feisbókarsíður sem séra þessari vitleysu.
Svona eins konar markaðskönnun, sem mætti þá nýta til að selja hinar og þessar vörur með sem minnstum tilkostnaði.
Því hinn auðtrúi er alltaf auðglaptur.
Sorglegast við þessa nálgun er samt sú vanvirðing sem embætti forseta Íslands er sýnt.
Eins og menn viti ekki að það er þjóðin sem velur í þetta embætti, og hún velur þann sem henni lýst best á.
Og síðustu 4 kjörtímabil hefur það verið Ólafur Ragnar Grímsson.
Punktur. Ekkert meira um málið að segja.
Og ef Ólafur býður sig fram í 5 kjörtímabilið, þá er það hans mál.
Og það er síðan þjóðarinnar að velja.
Það er þjóðarinnar að velja.
Það að Ólafur Ragnar bjóði sig fram er ekki það sama að hann verði forseti, og ef hann verður forseti, þá verður hann bara forseti, og hvað með það?
Ef einhverjum mislíkar það, þá býður hann sig bara fram gegn honum.
Og ef einhverjum hópi fólks mislíkar framboð Ólafs, þá er það lýðræðislegur réttur þess að sameinast um sterkan persónuleika sem gæti átt fullt erindi í Ólaf.
Og sigrar hann ef það æxlast svo.
En sá rógur og níð sem vellur uppúr fólki þar sem alls óskyldir hlutir eru týndir til til að gera lítið úr þeim lýðræðislega rétti Ólafs til að skipta um skoðun og bjóða sig fram sitt fimmta kjörtímabil, hvað þá þessi afglapafréttamennska sem Mogginn er farinn að bjóða uppá í harðri samkeppni við Baugsmiðlana.
Er ekki lýðræðislega réttur fólks.
Ekki fólks sem vill láta taka sig alvarlega í þjóðmálaumræðunni.
Hatursmenn Ólafs eru ekki bara að gengisfella forsetaembættið, þeir eru líka að gengisfella lýðræðislegar forsendur lýðveldis okkar.
Og þar með eru þeir í enn einni aðför að sjálfstæði þjóðarinnar.
Þó vanir menn séu, þá ganga þeir of langt í þetta sinn.
Og aumingjar eru þeir að þora ekki í manninn.
Það er kannski ekki skrýtið eftir allt hvað Ólafur hefur setið lengi.
Hann er heppinn með andstæðinga.
Kveðja að austan.
Ólafur í hópi með einræðisherrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 33
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 2052
- Frá upphafi: 1412751
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 1805
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll þótt þér sé ekkert um mig,verð ég að líta hérna við og lýsa vandlætingu minni.
Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2016 kl. 00:44
L
Í raun er verið að líkja stjórnkerfi íslendinga við þau ríki sem ekki eru ofarlega á lista ríkja sem teljast síður til lýðræðisríkja.
" Í íslenskri pólitík er mikil samþjöppun valds. Einn og sami einstaklingur getur verið ráðherra, þingmaður og formannur-/varaformaður stjórnmálaflokks. Afleiðingarnar eru skortur á lýðræðislegum ákvörðunum á milli kosninga, þar sem 59 þjóðkjörnir þingmenn eru algjörlega háðir geðþóttaákvörðunum 4 manna hóps stjórnarliða.
Þessi hópur semur við forystumenn stjórnarandstöðunnar um hvaða mál fara í gegnum þingið. Á meðan verið er að semja bíða óbreyttir þingmenn eftir að fá skilaboð um hvort vinna þeirra í nefndum og frumvörp/þingsálytkunartillögur lendi í ruslakörfunni. Ég hef aldrei kynnst jafn miklu tilgangsleysi í störfum mínum á vinnumarkaði og sóun á vinnuframlagi eins og á Alþingi. "
Lilja Mósesdóttir.
Kannski að skýringuna á lýðræðishalla sé að finna í orðum Lilju?
Hvað hefur Össur setið lengi á þingi? Frá 1991?
L. (IP-tala skráð) 20.4.2016 kl. 02:04
Mbl.is gjaldfellir ekki Ölaf með þessari ömurlegu ekki-fréttamennsku sinni og lágkúru .Mbl.is setur sjálft sig í ruslflokk með þessari framkomu. Svona gera bara fífl.
Góðar stundir,með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 20.4.2016 kl. 04:48
Ég er búinn að vera áskrifandi að Morgunblaðinu lengur en Ólafur er búinn að vera forseti Íslands
Ef þessi "frétt" birtist í prentuðu útgáfunni
þá er mínu áskrifandatímabili lokið
Grímur Kjartansson (IP-tala skráð) 20.4.2016 kl. 05:50
Blessuð Helga.
Faðir minn heitinn sagði mér stundum af sveitunga sínum úr Vaðalavíkinni sem átti það til að koma í heimsókn þegar útvarpað var frá Alþingi. Hann var mikill framsóknarmaður, og þá Eysteinsmaður. Og hann tók það ákaflega nærri sér þegar Eysteinn var skammaður.
Jafnvel þannig að hann upplifði að hann sjálfur var skammaður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.4.2016 kl. 09:02
Takk fyrir innlitið L.
Því má bæta við að þessi fámenni hópur þolir illa opna umræðu þar sem tekist er á um forsendur ákvarðana þeirra.
Á því fékk Lilja að kenna.
En hún stóð keik á eftir, var ekki með verki í hnjánum eins og margir þáverandi samflokksmanna hennar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.4.2016 kl. 09:05
Blessaður Halldór.
Vandinn við svona fréttamennsku er að hún er úthugsuð við að láta skít annarra festast við þann sem verður fyrir henni.
Og þetta tekst því miður.
Það er ekki bara þannig að andstæðingahópur viðkomandi nýti sér þetta til að fá útrás við gremju sína, heldur virkar þetta stundum sterkt á þann hóp sem er ekki svo mikið að spá í þessa hluti, en nemur þessi neikvæðu skilaboð, og tengir þau óafvitandi við umræðuna.
En þetta getur líka verið búmerang, en það þarf að fylgjast með svona fréttum og vera snöggur að svara þeim.
Allavega þykist ég vita að margir lesendur Morgunblaðsins eru lesendur blaðsins vegna þess að Mogginn lætur yfirleitt svona tegund fréttamennsku eiga sig.
En það er þetta með krosstrén.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.4.2016 kl. 09:13
Blessaður Grímur.
Ég held að það sé ráð að hringja í þá ágætis konu sem heldur um áskrift blaðsins.
Á hana er hlustað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.4.2016 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.