19.4.2016 | 17:02
Katrín í stjórnarandstöðu
Laug þegar hún var spurð af hverju hún hefði ekki samþykkt tillögu Lilju Mósesdóttur um gegnsæi skattaskjóla, þegar hún var ráðherra, og hafði þingmeirihluta til að senda "skýr pólitísk skilaboð".
Hún sagði að næstum því óteljandi vikur hefðu verið henni ofviða, hún þyrfti meiri tíma til að skilja mikilvæg þingmál.
Sem er ekki trúleg skýring hjá velmæltum íslenskufræðing.
Grátkaldhæðnislegt því hún átti skorið þegar stjórnarandstaðan saumaði að skattaskjóli Sigmundar Davíðs.
"Af hverju sagðir þú ekki bara satt??" spurði hún Sigmund, sem var alveg satt hjá henni. Og fylgi Vinstri Grænna rauk upp um næstum 10%.
Skyldi það minnka um þessi 10% þegar hún var uppvís af sama hlut, að segja ósatt. Að reyna ljúga sig út úr óþægilegum staðreyndum.
Núna óskar hún, valdlaus með öllu, að Alþingi sé alvara að berjast gegn skattaskjólum.
Svona nokkrum árum eftir að þau hættu að þjóna þeim tilgangi að auðmenn gætu skotið ránsfeng sínum undan.
Hún er líkt og eiturlyfjalöggan í Mexico sem hélt blaðamannafund áður en hún lagði til atlögu, til að segja frá hve hún væri dugleg og einbeitt í baráttunni miklu.
Einskis nýtt gaspur, bæði henni til vansæmdar, sem og því fólki sem telur að hún sé í framvarðasveit baráttunnar gegn auðráni, og arðráni hinna örfáu ríku á þjóð sinni. Í Mexico til dæmis, þá mældist til dæmis ekki einn stuðningsmaður við hina skilvirku baráttu eiturlyfjalöggunnar. Já, hún sjálf trúði ekki sínum eigin orðum, en naut vel ávaxtanna að þjóna.
Á Íslandi hins vegar er Katrín vonarpeningurinn, sveik vissulega allar sínar hugsjónir, sem og hinn venjulega mann, en er svo brosmild og sæt, að fólkið sem þykist vera svo mikið á móti, man ekki eftir þeim dögum þegar Katrín hafði völd og áhrif.
Líkt og sá kokkálaði sem fyrirgaf Marlyn Moroe allt.
Og gat ekki beðið eftir nýju framhjáhaldi til að vera kokkálaður á ný.
En það versta er að Katrín á sér marga bræður á þingi, mun fleiri en öll vor og sumarhret eru á Íslandi.
Hún er ekki ein um að gaspra löngu eftir að ránið var framið.
Og ekki ein um að þegja um Gjöfina miklu.
Hún er hluti að hópi þar sem engin undantekning fannst.
Þó fundust margar nálar í stórum heystakk.
Við unnum kannski ICEsave, en við töpuðum stríðinu.
Á þingi eru allir flokkar í stjórnarandstöðu, eða stjórn.
Fer aðeins eftir handritinu á hverjum tíma.
Kveðja að austan.
Skýrari viðbrögð gegn skattaskjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 23
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2042
- Frá upphafi: 1412741
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1795
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 18:35
Og enn er íslensk stjórnmálaelíta með allt niður um sig.
"Engar hugsjónir, ekkert, bara ógeðslegt" sagði Styrmir ... eftir hrunið
... en hvað segir hann nú? Ekkert af viti.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 19:10
Blessaður Pétur.
Ég sé að þú hefur líka tekið eftir elliærapistli Styrmis, þar sem hann rifjaði upp sinn sára ósigur frá 1968 fyrir hinum ópólitísku á Íslandi. Eins og maðurinn hefur stundum margt að segja, og er afspyrnugóður penni þegar því er að skipta, þá datt honum ekki annað betra í hug til að sá tortryggni að framboði Ólafs.
Hvað máli skiptir það í umræðu dagsins??
Og hvaða máli skiptir það þó Ólafur tapi. Við búum ekki við stalínískt kosningakerfi, það er gert ráð fyrir að menn geti tapað kosningum, líka þaulsetnir forsetar.
En dvergarnir 2*7 munu ekki fella Ólaf.
Og það eitt og sér réttlætir framboð hans.
Þetta verða alvöru kosningar, ekki sá skrípaleikur sem stefndi í þar auglýsingaframboð virtust hafa yfirtekið meint alvöruframboð, ef þá um einhver alvöruframboð var að ræða.
Gjaldfellingin á meintum kostum frambjóðanda var síðan algjör núna í vikunni þegar Guðni Th dúkkaði uppí umræðunni, talinn sterkur því hann gat fyllt uppí eyður á alltof löngum útsendingum Ruv í kringum Sigmundarmálið. "Tveir tímar" í beinni útsendingu, og maðurinn líklegur sigurvegari kosninganna.
Ólafur á allan heiðurinn, þó ég kaupi ekki rök hans, held að honum langi bara ekki að yfirgefa Bessastaði, það er rólegt þar, gott að vera með hundinn, og svoleiðis. Auk þess að kallinn hefur ennþá svo mikið að segja, og embættið gerir honum það kleyft.
En honum bara eiginlega skylda til að gera þetta, og þjóðin verður að læra af þessum hörmungum sem aldrei urðu, að einhver minnihlutapúki hefði getað endað í embættið, því sérviskan kringum hann hélt best saman.
Kjósa milli tveggja efstu, eða eitthvað svoleiðis hlýtur að vera lausnin.
En æ skal skuld gjalda, og Ólafur á eina inni hjá mér.
Og hún verður greidd á næstunni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.4.2016 kl. 22:03
Minnst er á Katrínu í skjölum wikileaks á einkaspjalli við starfsmann bandaríska sendiráðsins, snemma árs 2008.
Jú, fleiri og fleiri VG-liðar eru komnir á þá skoðun að innganga í ESB sé vænni kostur.
Bíddu nú við, kosningarnar 2009 og einarðleg andstaða við ESB.
En samt eiginlega ekki eins og allir vita.
Eru ekki allir búnir að fá upp í kok að svikráðum og lygum þeirra sem veljast á alþingi?
L. (IP-tala skráð) 20.4.2016 kl. 02:13
Nei, það virðist ekki vera.
Katrín var að hífa VG í 20%, með brosinu einu saman.
Þannig að vegir kjósenda eru órannsakanlegir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.4.2016 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.