19.4.2016 | 13:22
Stórgjaldþrotamaður á íslenska fjölmiðla.
Fyrir utan Moggann, þar lætur hann sér duga að eiga útgefandann.
Algjört vald í gegnum kennitölur sem höfðu allt sitt á þurru, á meðan Gaumur sat uppi með skuldirnar.
Algjört vald á fjórða valdinu.
Og þjóðin lætur kjurt liggja.
Sem er sorglegt.
Blaðamannagreyin hjá fjölmiðlum Jóns, þurfa fyrir salti í grautinn.
Eðlilegt að þau gjammi þegar pótintátar Jóns henda ruðum útum víðan völl.
En að við sættum okkur við að stórgjaldþrota útrásarvíkingur, sem var meira að segja svo ósvífinn að hann komst upp með að láta bílstjóra sína afplána á Kvíabryggju, sé fjórða valdið á Íslandi.
Í vanheilögu bandalagi við leifarnar af fjármálaveldi Sjálfstæðisflokksins.
Hann deili og drottni, skapi ólgu, upplausn, jafnvel aðfarir að lýðræðinu.
Næstu vikurnar ætlar Jón að eigna sér forsetaembættið.
Fjölmiðlar hans hafa slegið tóninn.
Urrabíttu var sagt við Sigmar í morgunútvarpinu.
Og hið vanheilagabandalag virkjar sitt fólk líka.
Hvort sem það var í pistlum þeirra Styrmis og Björns, eða í hinum hlægilega leiðara Morgunblaðsins, sem fjallaði um túnvölu í fjarlægu landi.
Þá er ljóst að hljóðfærin spila þann tón sem hinn stórgjaldþrota skráði á nótnablað fjölmiðla sinna.
Bessastaði skal sigra.
Lýðræðið skal falla.
Auði til dýrðar.
Kveðja að austan.
Milljarða gjaldþrot og lítið greitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 18
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 2037
- Frá upphafi: 1412736
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 1790
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei þetta er misskilningur. Það er konan hans sem á allar eignirnar. Hann á sjálfur bara skuldirnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.4.2016 kl. 14:23
Þetta er hinn eini sanni Índíánahöfðingi Íslands.
þjóðþekktur á Tortóla.
Höfuðpaur hrunsins og á örugglega heimsmet í að setja fyrirtæki á hausinn!
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 14:33
Já Guðmundur, lífið er misskilningur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.4.2016 kl. 15:57
Blessaður Birgir.
Heiðra skal maður söguna, en eigi má gleyma vegsemd nútíðar.
Skuggastjórnandi Íslands, ekki má gleyma þeim titli.
Sem og hinu vanheilaga bandalagi gegn Ólafi, sem vogaði sér að snúast til varnar fyrir embætti sitt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.4.2016 kl. 16:00
Kallinn að austan er kominn í baráttuhug, það líkar mér vel :-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 17:05
Nei Pétur minn.
Það er Ólafur sem ákvað að taka slaginn.
Ég á honum skuld að gjalda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.4.2016 kl. 17:10
Það er greinilegt að hnífasettin eru nú víða, samtryggða valdastéttin ætlar að fella Ólaf.
Það er undarlegt að nú skuli Davíð og Steingrímur Joð. dansa laumulega í takt.
Það hefur alltaf verið undarlega kært með þeim. ÓRG er þeim báðum þyrnir í augum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 17:26
Davíð??, þarf hann ekki líka sitt salt í grautinn???
Ætli ræturnar séu ekki frekar að rekja til bandanna sem útgefandinn hnýtti við hinn nýja auð.
Það var sök sér að láta Moggann vera í stjórnarandstöðu við Bjarna, þegar Bjarni var í stjórnarandstöðu, en það er ekki liðið þegar Flokkurinn ræður ríkisstjórninni.
Hins vegar er alltaf gaman að hlusta á múlbundinn bolabít, sem heldur að honum sé ennþá frjálst að gelta.
Eiginlega bara fyndið.
Styrmir er hins vegar sorglegur, hann á að vera vitrari en þetta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.4.2016 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.