"Við kjósum forsetann".

 

Sagði 12 ára gamall sonur minn þegar ég sagði honum frá því að Ólafur Ragnar væri að boða til blaðamannafundar, og ég teldi að hann myndi tilkynna framboð sitt.

Segir eiginlega allt sem segja þarf.

 

Brandarinn sem átti að verða, verður ekki.

Hinir athyglissjúku fengu mótframboð.

 

Og lýðræðið heldur ennþá sjó í brimsköflum auðsóknarinnar sem reyndi fyrst að selja þjóðina í skuldaþrældóm, en keypti síðan upp lýðræðið til að tryggja Gjöfina einu.  Með góðlátlegri blessun yfirböðuls fjármagnsins, AGS.

Lokaatlagan var að grínvæða Bessastaði.

Sem mun mistakast, þökk sé Ólafi.

 

Spurning dagsins er hvort mun auðurinn velja, Jón grínara eða Kötu sætu.

Tómhyggjuna eða froðuna.

Hin tilbúna ímynd  almannatengla gegn alvörunni, gegn því besta sem fólk af holdi og blóði getur boðið uppá.

 

Nú verður grenjað í höllum, þar á meðal Valhöll.

Hinir keyptu mun verða smalað saman, í fjölmiðlum, í álitsgjöfum, sigað á Ólaf líkt og skriðdrekum Sovétsins var sigað á draum fólksins um lýðræði í Prag forðum daga.

Grenjandi, froðufellandi munu þessi greppitrýni hefja upp útburðavæl sitt, að virðist gegn forsetanum, en í raun til að fá stærra bein úr hendi auðsins.

Aumkunarvert hyski sem aðeins gjammar í þágu húsbænda sinna.

 

En leggur út rauða dregilinn fyrir hinn útvalda.

Þann sem á að fella Bessastaði.

Katrín eða Gnarrinn, markaðskönnun mun velja.

 

Jafnvel sá þriðji sem ekki er þekktur.

Því öllu verður kostað til.

Bessastaðir eiga ekki að verða athvarf þjóðarinnar.

 

Spennandi tímar eru framundan.

Auður gegn þjóð.

 

En sjálfstæðið mun sigra.

Kveðja að austan.


mbl.is Ólafur aftur í forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá Dorrit og kallinum hennar

Kísóla (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 16:55

2 identicon

Tímasetningin var fullkomin hjá Ólafi.  Ég held að öllum sé létt, bæði þeim sem kjósa hann og einnig hinum sem fyrirgefa honum aldrei að hafa virkjað stjórnarskrána til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 19:09

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Pétur, hann bjargar allavega forsetaembættinu frá algjörri niðurlægingu.

Aðeins sterkur frambjóðandi vinnur Ólaf, og þá er það tíminn sem vinnur gegn Ólafi.  Sem og vanheilagt bandalag vinstri manna og sjálfstæðísmanna, það er flokksmaskínunnar.

En ég efa að Katrín Jakobsdóttir sé slíkur frambjóðandi, og Gnarrinn mun ná að sameina marga um Ólaf.

En hvort sá þriðji sé í mótun, kemur í ljós.

En ég og Geir ætlum að kjósa Ólaf, og mér skilst að frúin ætli að gera það líka.

Það er allavega byrjunin,.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.4.2016 kl. 19:27

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Dorrit er flott Kísóla.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.4.2016 kl. 19:28

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vel orðað og skrifað já nú er þjóðin kát en hvað með meintan meirihluta þjóðarinnar á austurvelli eru þau ekki öll skák og mát allt frá Pírötum til vinstri græna og allt þar á milli. 

Valdimar Samúelsson, 18.4.2016 kl. 20:30

6 identicon

Snilldagrein. Takk

Jón (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 21:01

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Valdimar.

Ætli ég verði ekki að vitna í Ólaf eða var það Pálmi Gestsson í hlutverki Ólafas?, "you ain´t see nothing yet".

Það eina sem ég veit að núna er fjör, og það varir langt fram yfir kosningar.

Hins vegar held ég að fleiri en ég hafi verið farnir að íhuga að það væri ekki einleikið með þennan fjölda frambjóðanda, það var eins og dvergarnir 2sinnum7 hafi átt að láta Mjallhvíti virðast stór, þá Mjallhvít hafi ekki verið stór.

Með öðrum orðum, ekki sjálfbærar kosningar.

Og aðeins einn maður gat tekið af allan vafa.

Og það hefur hann gert.

Eitthvað þurfti að gera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.4.2016 kl. 22:02

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jón.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.4.2016 kl. 22:03

9 Smámynd: Elle_

Gullin frétt.  Forsetinn svarar kalla fólksins einu sinni enn. Nú þarf ég ekki að hugsa um það lengur.  Nema mér blöskrar hvað sumt fólk getur talað illa um hann.  Miss Jökulsdóttir sem vill verða forseti beinlínis laug um hann.  En ég er sammála Geir og kýs forsetann.

Elle_, 18.4.2016 kl. 23:22

10 Smámynd: Elle_

 Hann svaraði kalli fólksins.

Elle_, 18.4.2016 kl. 23:30

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, ég held að við verðum ekki ein um það Elle.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2016 kl. 06:12

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jédúddamía!

Wilhelm Emilsson, 19.4.2016 kl. 08:47

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Og Dúddajédamía.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2016 kl. 11:09

14 identicon

Minntu mig nú aftur á Ómar minn,

hver er nákvæm skilgreining þín á "Gjöfin eina"

Með góðri kveðju að sunnan.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 16:41

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Elsku besti Pétur minn, þetta er það eina sem ég hef sagt í 4-5 mánuði, að sjálfsögðu með minna en engum undantekningum.

Sem aftur staðfesti það sem mig hafði lengi grunað um Dögun, að hún væri skoffínflokkur, að þeir sem þægju aur réðu för. 

"Ha, hefur þú ekki heyrt um stjórnarskrána?", svona þegar venjulegt fólk er að kikna undan vaxtaokri verðtryggingarinnar, síborgandi en deyr því sem næst eignalaust.  Og steinheldur kjafti um Gjöfina.

Gamall ICEsave baráttumaður, Friðrik Hansen reiknaði út beinan gróða Sigmundar vegna Gjafarinnar, 50-60 milljónir reiknaðist honum til.  Og hann kann að reikna, er verkfræðingur.

Síðasti pistillinn fyrir Ólaf, um Spurninguna einu sem Sigmundar var ekki spurður, fjallaði um Gjöfina, og mig minnir að þar hafi ég verið nánar spurður útí hana.  Og að sjálfsögðu peistaði ég einhverju í svari mínu.

En grunnbloggið er Gjöfin eina, eða Gjöfin mikla eða bara Gjöfin.  Man það ekki, nenni ekki að fletta uppá þvi.

Pétur, það er eitt að blogga útí loftið, en það er annað að vera minntur á það.

Núna tek ég skeiðið fyrir Ólaf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2016 kl. 17:20

16 identicon

Ekki að ég vissi það ekki Ómar minn

en kannski þyrftu nýir lesendur þínir útskýringar við.

Nú fer sem fer, en ekki baráttulaust.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 17:31

17 identicon

Hér er pistillinn um Gjöfina einu:  520 milljarðar

31.1.2016 | 10:58

Stórþjófnaður er stórfrétt.

 

Nema á Íslandi.

Ef stjórnmálamenn, helst ráðherrar, bera ábyrgðina, þá er þagað.

 

520 milljarðar eru miklir peningar, líka hjá stórþjóðum.

Það stelur enginn 520 milljörðum án þess að það sé skrifað um það frétt, og það upplýst að þjófanna sé leitað.

Jafnvel þó stjórnmálamenn, eða vildarvinir þeirra eiga í hlut.

 

Fjármálaráðherra fékk Alþingi til að samþykkja svokallaðan stöðugleikaskatt, sem átti að setja á ofsagróða vogunarsjóði og annarra hrægamma.

Átti að skila tæpum 900 milljörðum að sögn forsætisráðherra á blaðamannafundi sem var haldinn í Hörpu fyrir tæpu ári síðan.

Síðan heyrðist ekkert um þennan skatt, hann var leyndó, og það fréttist af viðræðum fjármálaráðherra við vogunarsjóðina, sem og aðra vildarvini og ættingja sem áttu fjárhagsmuna að gæta.

 

Hugmyndafræðingur viðræðnanna var Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, góðkunningja hinna meintu  skattafórnarlamba stöðugleikaskattsins, frá því að þjóðin varðist fjárkúgun breta og Hollendinga.

Már var fljótur að koma þeim kvitt í loftið að svona miklir fjármunir myndu stórskaða stöðugleikann, sérstaklega væri hættulegt að fá hluta af erlendum gjaldeyriseignum þortabúanna til að mæta útstreymi innlendra króna sem óhjákvæmilegt var að yrði þegar fjármunir þrotabúanna færi úr landi.

 

Og nýr tónn var sleginn.

Það hurfu um 500 milljarðar úr stöðugleikaskattinum og hann var núna kallaður stöðugleikaframlag.

Og allir þegja. 

 

Eða því sem næst.

Einn og einn sjálfstæður maður lætur í sér heyra, en hið keypta vinstri steinþegir.

Fjölmiðlamenn staðfesta böndin sem á þá voru sett í ICEsave deilunni, og það er ljóst að fjármagnið á Alþingi með manni og mús.

 

Stórþjófnaður er ekki stórfrétt á Íslandi.

Hann ber vott um eðlislæga gjafmildi stjórnmálamanna.

 

Hann er Gjöf.

Kveðja að austan.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 17:37

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur, svona blogg á ekki nýja lesendur, en það á þó nokkuð marga fyrrverandi, en aðallega núverandi.

Flöktið á IP tölum skýrist aðallega með fréttatengingunni, hve fréttin er heit, og síðan í stærra samhengi, hvað margir eru á blogginu hverju sinni.

Sumt virkar, annað ekki, og óhætt er að segja að leikfléttan með Gjöfina einu gekk upp, og ekkert sem einyrkjar gátu gert gegn þeirri fléttu. 

Sigur okkar í ICEsave var líkt og sigur sléttuindíána við Little Big Horn, stórsigur, en stríðið sjálft endaði með fjöldamorðunum við Undaðhné. Því sigurinn mikli var aðeins stundarsigur, þegar annarsvegar andstaðan sameinaði krafta sína, og hins vegar var ægivaldið óviðbúið.  En indíánarnir réðu ekki við kvörn tímans, ekki frekar en fjöldinn ræður við hinn marghöfða þurs auðs og fjármagns.

En það er alltaf gaman að stríða, og nú stríðir Ólafur.

Hið margradda rammakvein staðfestir það.

Og í því stríði skipta pistlar morgundagsins máli, ekki þeir sem féllu í hinu tapaða stríði.

Og hér verða einn eða tveir skrifaðir.

Jafnvel fleiri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2016 kl. 18:37

19 identicon

Sæll Ómar æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar síðuhafi !

Burt séð: frá tilurð Icesave´s hneykslisins, sem Ólafur Ragnar Grímsson lagði blessun sína yfir, ásamt þorra ísl. stjórnmála- og embættismanna á sínum tíma (2003 - 2008), mættir þú alveg rekja / fyrir lesendum þínum Ómar minn, hversu hæg leiguþý Ólafur Ragnar og fyrirennarar hans, hafi verið - og séu:: í lúkum burgeisa og græðgis liðsins hérlenda, allt: frá umskiptunum 1944, a.m.k.

Þið talið mörg hver - í þá áttina Ómar, eins og ekkert væri sjálf sagðara, að reisa snobbliðinu syðra (Reykjavík / Bessastöðum og nágrenni) einhvers konar Sigurboga, eða þaðan af meira, i dæmalausri hrifningu ykkar, fyrir þessum sóðaskap, sem viðgengst hér, til þóknunar þjófabælanna.

Eða: er ég nokkuð að misskilja, greinaskrif þín, Austfirðingur góður ?

Hafið þið annarrs hugleitt - hversu snarlega skattprósenta og annað alm. núverandi gjaldafargan, sem afætur skrifræðisins íslenzka nærast á, kynni að hrapa snarlega niður undir 10 prósenturnar FLATAR:: með því að landsmenn einhentu sér myndarlega til, að afskaffa og afsetja fjárplógslið snobbs- og drambsemi, og hrinda Ólafi Ragnar Grímssyni, ásamt alþingis og stjórnarráðs hirð hans: óforskammaðri, fyrir róða og ráða kunnáttusaman bókhaldsmann, austan frá Japan / eða Suður- Kóreu, þeirra í stað - og hér yrði, um hvern annan fyrirtækis rekstur að ræða, þaðan í frá ?

Og: það sem meira væri - Íslendingar, kynnu að fara að haga sér eftir raunverulegri stærð þjóðarbrotsins, í stað lifnaðarhátta í stíl 30 - 40 Milljóna manna samfélags, og:: það sem meira væri, LÆRÐU að aka Rússneskum / Brezkum og jafnvel Bandarískum Hertrukkum um mis- vel farna vegi og slóða landsins, í stað 5 - 10 Milljóna Króna glæsi kerranna, sem hér sjást óþarflega víða, hin seinni misserin, þó viðbjóðsleg veðrátta (Október - Apríl) og frumstætt vegakerfið, bjóði engan veginn, upp á þann lúxus, fremur en margt annað, í mikilmennzku brjálæði samlanda okkar, á hinum ýmsu sviðum öðrum: ekki síður.

Fannst rétt: að gauka þessum punktum að ykkur Ómar minn, til frekari umhugsunar / Íslendingum er engin vorkunn, að reyna að hrinda þessum óværum græðgi og monts af sér - fremur en, að Rússneskir Hvítliðar, gengnir bræður mínir, freistuðu þess:: að merja niður hyski Leníns og félaga hans (1917 - 1922), þó: undan þyrftu að láta síga, sökum ofur-stuðnings Vestrænna Kapítalista og Frímúrara, við Kommúnízkar sveitir þeirra Leníns og illyrmis fylgjenda hans.

Í - öllu falli.

Ólaf Ragnar Grímsson: og arðræningja selskap hans, suður í Reykjavík og nágrenni, þarf að uppræta / eigi ekki öllu verr að fara, fyrir venjulegt fólk, í landinu !!!

Með beztu Falangista kveðjum - sem oftar og fyrri, af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 21:03

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Óskar, auðvitað ertu að misskilja mig og gerir það viljandi eins og þín er von og vísa.  Mætti halda að einhver forfaðir þinn væri ættaður úr Vaðlavíkinni.

Annars ertu svo djúpur á þessu að það þarf afkomendur í beinan karlegg frá Genghis til að ná að halda utan um þetta og nýta sér punkta þína í baráttunni miklu við óþjóðarlýðinn í Wall Street.

Ég bara er á minni þúfu, og tek þeim stríðum sem mér býst. Ræður þar mestu að andstæðingurinn sé innan kastlengdar handleggja minna.

Það er nú bara svo Óskar minn, það er nú bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2016 kl. 22:09

21 identicon

Komið þið sæl - að nýju !

Ómar !

Vel er: og gott reyndar, að þú skulir leiða mig til réttrar brautar skilnings, á þinni raunverulegu meiningu, þ.e., að við séum sammála, í flestum atriða.

Um Vaðlavíkur tengzl - kann ég ekki deili á, en ekki myndu þau spilla ef væru, svo sem.

Jú - Mongóla samfélagið, mun seint ofmetið verða / fremur en þau mörg önnur, í Austanverðri Asíu - þróttmikil og atorkusöm.

Með sízt lakari kveðjum - en hinum fyrri, og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 511
  • Sl. sólarhring: 678
  • Sl. viku: 6242
  • Frá upphafi: 1399410

Annað

  • Innlit í dag: 433
  • Innlit sl. viku: 5288
  • Gestir í dag: 397
  • IP-tölur í dag: 391

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband