8.4.2016 | 09:41
Bjarni skýtur sig í fótinn.
Nú er málsvörn hans sú að munurinn á honum og Sigmundi sé sá að Wintris eigi kröfur í gömlu bankanna.
Spurður að því hver væri munurinn á máli hans og máli Sigmundar Davíðs í sambandi við Panama-skjölinn, sagði Bjarni að þegar hann horfði yfir sviðið, ekki síst viðbrögð erlendis, væri það fyrst og fremst hagsmunaáreksturinn, þ.e. að Wintris, félag eiginkonu Sigmundar, ætti kröfur á gömlu bankana.
Skýrari getur rýtingsstungan ekki orðið.
Hann virðist ekki skilja að fólk er búið að fá nóg af stjórnmálamönnum, sem setja lög sem gerir fjáreigendum kleyft að fela fé sitt í skattaskjólum, hafa þannig gífurlegar fjárhæðir af samfélaginu, sem sömu stjórnmálamenn þykjast gæta hagsmuna, og svo þegar afleiðingarnar koma uppá yfirborðið, þá þykjast þessir sömu stjórnmálamenn berjast gegn þessum skattaskjólum, en hafa allan tímann nýtt sér sjálfir hagræðið af þeim.
Allt löglegt segja þeir, allt uppá borðinu, en til hvers eru þeir að leggja á sig umtalsverðan kostnað, ef ekki einhver leyndarhyggja býr að baki.
Því ef allt er löglegt, allt uppá borðinu, þá geyma menn fjármuni sína í Landsbankanum, eða í Barkleys ef þeir treysta ekki innlendum bönkum.
Þessi tvöfeldni, þessi leiksýning og skrípaleikur, fólk er einfaldlega búið að fá nóg af þessu.
Og það hlustar ekki á menn sem benda endalaust á hinn, að hann hafi verið verri.
Og Bjarni bætir ekki stöðu sína með því að ráðast á Sigmund. Verður frekar minni kall fyrir vikið.
Síðan eru til önnur hagsmunatengsl, en þau sem eru útkljáð í hjónasænginni.
Til dæmis fjölskyldutengsl.
Og Sigmundur Davíð er þorrinn allur þróttur ef hann spyr ekki á móti, hvað hagsmuna hafði Bjarni að gæta í samningum sínum við kröfuhafana?
Hvað græddu fjölskyldumeðlimir Bjarna á þeim samningum miðað við áður boðaðan stöðugleikaskatt?
Margt var Sigmundi á, en það hefur enginn sýnt fram á að hann hafi verð í neinni annarri stöðu en að kona hans hafi átt skuldabréf á Landsbankann, og það er ekkert óeðlilegt að þau séu innheimt. Það hefðu allir gert það. Þeir sem halda öðru fram eru hræsnarar.
En það er kvittur um að vildarvinir Bjarna hafi keypt kröfur á hrakvirði, og þeir vildarvinir ná inní fjármálaveldi Engeyjarættarinnar.
Á þessu er reginmunur, Bjarna óhag.
Og sá sem rekur rýting, má búast við svari.
Kveðja að austan.
Sígandi lukka best fyrir Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 454
- Sl. sólarhring: 728
- Sl. viku: 6185
- Frá upphafi: 1399353
Annað
- Innlit í dag: 383
- Innlit sl. viku: 5238
- Gestir í dag: 352
- IP-tölur í dag: 347
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð og þörf greining á stöðu mála, hafðu þökk fyrir þennan sem fyrri pistla þína Ómar. Maður er að reyna að átta sig á hvað er eiginlega að gerast hér á landi. Orð þín útskýra margt.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 11:04
Takk fyrir það Pétur.
Hvað heldur þú að ég þurfi marga tugi pistla í viðbót áður en venjulegt fólk geri sér grein fyrir stærsta spillingarmáli seinni tíma í allri sögu vestrænna ríkja?
Gjöfinni miklu.
Maður spyr sig stundum hvort fjármagnið hafi bara ekki sigrað, og það muni alltaf sigra því fólk innst inni vill þjóna, þræla, þola.
Þetta er örlítið prómil af þjóðinni, þeir ráða öllu sem þeir vilja, og komast jafnt upp með þjófnað, sem og stöðugt útsög fjármuna frá samfélaginu.
Og það þarf drama og óendanlegan klaufaskap til að hreifa við fólki en ekki einstaka spillingu fyrir opnum tjöldum.
Lestu þessa klausu sem höfð er eftir Jóni Daníelssyni í erindi hans hjá atvinnurekendum í gær.
Vill lægri vexti
Að lokum gerði hann athugasemd við íslenska vaxtastjórnun sem er framkvæmd í tengslum við verðbólgumarkmið. „Hugmyndin er sú að hærri vextir draga úr atvinnustarfsemi og verðbólgu. Lægri vextir virka í hina áttina. Svona líkan virkar mjög vel á stór lönd líkt og Bandaríkin þar sem innflæði fjármagns skiptir ekki máli.“
Að vera með jöfnu sem þessa sé hins vegar óráð á Íslandi. Þegar vextir eru hækkaðir flæða peningar inn til landsins og það eykur þenslu. „Vextir eru of háir á Íslandi og hafa verið of háir. Ein stærsta ástæða hrunsins árið 2008 er peningastefnan fyrir hrunið og að vextir hafi verið of háir,“ sagði Jón. „Ég skil ekki af hverju vextir eru jafn háir og þeir eru í dag og skil alls ekki af hverju þeir voru svona háir eftir hrun,“ sagði Jón.
Hann sagði lægri vexti góða leið til að takmarka fjármagnsinnflæði. „Þegar þú ert með lægri vexti er minni ávinningur af því að koma með peningana.“
Ég er svo sem ekki hissa á því þó að ekki sé tekið mark á smáfuglum sem kvaka um engin hagfræðileg vísindi séu að baki hávaxtastefnu Seðlabankans en það er feig þjóð sem leggur ekki við eyra þegar virtasti hagfræðingur þjóðarinnar af yngri kynslóðinni bendir á þessa staðreynd, og hávaxtastefna sé í raun afgjald almennings til fjármagnseiganda, líkt og ánauðugir bændur þurftu að greiða góseiganda afgjald til að fá að yrkja jarðir sínar á lénstímanum.
Ég vona að þetta umrót núna sé upphaf af viðreisn þjóðarinnar, en sá illi grunur býr í mér að þetta séu fjörkippir hennar. Því fjármagnið er tilbúið með flokka sem taka við óánægjunni. Og í stað atlögu að auðkerfinu, þá fáum við fjálglegar tillögur um hagræðingu og lýðræðisumbætur a la ný stjórnarskrá.
En sjáum til Pétur, það er allavega ekki leiðindaverk að taka hlutverkaleik með Litlu stelpunni með eldspýturnar.
Sjálfstæð þjóð líður ekki aflandsstjórn, eða aflandsráðherra.
Og meðan hefur maður verk að vinna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.4.2016 kl. 14:48
Að deila og drottna og vaxtaokra þrælana er aðferð auðdrottna allra tíma. Vonum að fólk komist úr skotgröfum þeim sem þeir búa okkur til.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 15:39
"Vonum að fólk komist úr skotgröfum þeim sem þeir búa okkur til."
Vel mælt Pétur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.4.2016 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.