Sigmundur knýr á afsögn Bjarna

 

Annað verður ekki lesið úr þessum orðum hans.

Sig­mund­ur sagðist vel skilja að Bjarni vildi gera þenn­an grein­ar­mun, sér­stak­lega þegar hann sjálf­ur væri bú­inn að segja af sér vegna máls­ins, en ef óánægja fólks væri aðallega til kom­inn vegna grund­vallarprinsippa þá væri mun­ur­inn eng­inn.

 

Og þrýstingurinn á Bjarna eykst enn.

Kveðja að austan


mbl.is Vænir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins um eiginhagsmunasemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Er nú ekki mikið fyrir það að vitna í Sigmund Davíð, get samt ekki betur séð en það sé rétt hjá honum að enginn eðlismunur/ prinsipmunur sé á aflandsmáli hans og Bjarna Ben.

hilmar jónsson, 7.4.2016 kl. 21:10

2 identicon

Sigmundur greyið stingur hægri vinstri eins og sært dýr. Það verður gott fyrir hann að fara í frí með fjölskyldunni sinni. 

En ég held að allir sem hafa heyrn og lessknilning og smá snefil af almennri skynsemi sjái grundvallarmun á þessum málum.

Eina prinsippið sem eftir stendur er að Jóhannes og vinir hans birti allan listann - annars er hann ekki marktækur. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 21:31

3 Smámynd: halkatla

Æ maður veit líka að á bakvið þetta hjá Bjarna er miklu meiri spilling og vilji til spillingar, ég held að Sigmundur hafi bara logið og búið til vesen því hann var hræddur um að þetta gæti skemmt fyrir sér. Mér finnst þannig séð alveg eðlismunur á því, semsagt miklu verra að vera að eðlisfari spilltur og vinna grímulaust fyrir hagsmuni elítunnar, og mér finnst algjör hryllingur að sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið að bjóða sig fram eftir hrunið. Það átti að skilgreina þetta sem glæpasamtök. En nei, við gáfum þeim völdin á ný. Glæsilegt alveg.

halkatla, 7.4.2016 kl. 21:56

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Það fer eftir siðferði fólks Sigrún hvort menn sjá einhvern grundvallarmun, það er þeir sem hafa flokkssiðferði, það er meta rétt og rangt út frá flokkstryggð sinni, þeir sjá örugglega muninn, en aðrir ekki.

Klaufagang Sigmundar má rekja til þess að hann var veiddur í gildru, en fyrstu svör Bjarna voru ekki mikið burðugri, hann hélt ekki línu fyrr en hann var búinn að æfa hana með almannatengli sínum.

En hvort aflandsfélagið var alvarlega, þá er það matsatriði.

Í mínum huga á Bjarni vinninginn, hann nýtti sér þekkta leið fjármálabraskara í fjármálabraski sínu sem hann svo smekklega kallar viðskipti.

Sigmundur var þó aðeins að finna öruggt skjól fyrir fjölskylduarf.  Og ekki séð að þetta félag hans hafi tengst neinu braski.

En lykilatriðið er að það fer ekki saman að berjast gegn skattaskjólum, og nýta sér þau sjálfur.

Og mikil þarf flokkstryggðin vera ef menn sjá þetta ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2016 kl. 22:02

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður hilmar.

Það er það með staðreyndirnar, þær eru óháðar þeim sem heldur þeim fram.

Hins vegar varð ég að vekja athygli á þessu því ég spáði þessum viðbrögðum Sigmundar í pistli mínu í fyrradag, Stálin stinn.

Menn fá ekki rýtingsstungu í bakið, án viðbragða.  

Holskeflan á Bjarna er rétt að byrja.

Unnur Brá kvað hann taka völd fram yfir þjóðarhag.

Og það var líka rétt hjá henni.

Fyrst hún hafði kjarkinn, þá koma fleiri sjálfstæðismenn á eftir.

Þeir eru ekki allir kjarklaus hjörð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2016 kl. 22:24

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð halkatala.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk völdin því auðurinn fjármagnaði hin óteljandi framboð.

Ekkert trúverðugt, þess vegna dugði fjórðungur atkvæða til að fá lykilvöld.

Og ansi er ég hræddur um að auðurinn eigi eftir að gera það aftur.

Fólk taki egó framyfir þjóðarhag.

Og þá nær flokkurinn aftur völdum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2016 kl. 22:28

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Sæll Ómar og takk fyrir svarið. Jú það vantaði ekkert kjarkinn í hana Unni í kvöld.

Páll Vilhjálmsson m.a.s strax búinn að lofa henni brottrekstri úr flokknum. Og svo kemur meira að segja Vigdís Hauksdóttir sem rís upp gegn karlaveldinu í Framsókn.

Þetta eru áhugaverðir tímar.

Kveðja..

hilmar jónsson, 7.4.2016 kl. 22:33

8 identicon

Sæll æfinlega Ómar - og þið önnur, gesta hans !

Vil benda ykkur ÖLLUM á: að mikið verk bíður þeirra Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, og félaga hans.

I. Afhjúpun: Sýslumanna ógeðanna / og Banka Mafíunnar hérlendu, á EIGNAUPPTÖKU þessarra aðila, á eignum almennings, sem og fyrirtækja hans, ýmissa - undandfarinn áratug:: eða frá Haustinu 2008.

II. Sjálvirkar YFIRTÖKUR Lífeyrissjóða landsmanna / þar sem sjálfs skipaðir smákóngar og smádrottningar spila frítt, með sívaxandi hlutdeild í launum landsmanna.

III. Óhuganleg tenging alþingis - við Lífeyrissjóðina, með svokall aðri lögbindingu hluta launanna, í greipar þessarra STÓRSVINDLARA

IIII. Mögulega mútuþægni þessa liðs: til þess að geta braskað, með sífellt stærri hluta almanna fjár.

Með beztu kveðjum: sem endranær - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 22:37

9 identicon

Jóhannes Kr. mun birta restina af þessum 600, þegar hann er búinn að ganga úr skugga um að persónulegir vinir hans eru ekki meðal nafnanna. Alveg eins og Soros & Co. skammtaði nöfnin úr hnefa. Það ætti að birta öll nöfn manna og kvenna með reikninga í skattaskjóli, ekki bara sumra, en fyrr frýs í helvíti en að þau verði birt í heild.

En nú á félagi Putin eftir að létta leynd af öðruvísi listum, aðallega úr kalda stríðinu. Það verður fróðlegt að sjá nöfnin þar, hvort ekki leynist nöfn háttsettra Bandaríkjamanna á þeim listum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 23:16

10 identicon

Ómar. Ég held það sé ekki flokkshollusta heldur bara að hafa almennan og opinn skilning að sjá muninn á því að eiga eitthvað í aflandinu enn í dag eða fyrir formannssetu í stjórnmálaflokki og ráðherradóm. 

Svo held ég flestir sjái (sem eru ekki eins og blindir og heyrnarlausir hundar á roði) að þetta er ekki bara fjölskylduarfur konu Sigmundar sem þar er geymt og skattgreiðslan þó skattgreiðsla sé er smækkuð ansi mikið með að verðleggja hlutinn á 1 dollar þeirra á milli. 

Já, Pétur D. - okkur sýnist hinn fórnfúsi Jóhannes vera ansi valkvæður í sínum uppljóstrunum. Geislabaugurinn skekkist aðeins við það og er bara gallpólitískur. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 23:37

11 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Pétur D. !

Ég geri ekki ráð fyrir öðru: en að Jóhannes Kr., vilji vera sér sjálfum samkvæmur / í þessum efnum, sem ýmsum annarra.

Hins vegar - sýnir þetta okkur glögglega, hversu fáránlegt það er, að skatthlutfall launa hér: almennt (sem önnur gjöld: bein  og óbein) skuli vera, allt að 85 prósentum, sé litið til átroðningi vald hafanna, í vasa almennings - burt séð frá hátekjufólkinu:: 500.000.- Króna +.

O: jú. Valdimar Valdimarsson Pútín: á enn mörg tromp uppi í sínum ermum, til storkunar Heimsvaldasinnum, hér: á Vesturlöndum, þekkjum við pilt rétt.

Ekki síðri kveðjur - öðrum, og fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 23:41

12 identicon

.... Sigrún (kl. 23:37) !

Spyrjum: að leikslokum, hvað Jóhannes Kr. snertir.

Hann hefir náð - að koma við kaun allmargra, að minnsta kosti.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 23:44

13 identicon

Jebb. Sjáum til hvað Jóhannes Kr. snertir. 

Var að lesa rétt í þessu að við fáum víst að berja augum sjónrænan gagnagrunn úr stolnu Panamaskjölunum í maí.

Sem við fáum þá bara að vinna úr sjálf! Var maðurinn ekki að safna fleiri milljónum á Karolina Fund til að vinna að þessum málum áfram í því skyni að upplýsa okkur frekar?  

Mér sýnist hann þá aðeins of mikið sjálfum sér samvkæmur.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 23:54

14 identicon

Komið þið sæl - sem jafnan !

Sigrún !

''Ekki er allt sem sýnist'' kvað Galdra- Imba (Ingibjörg Jónsdóttir, á 17. og 18. öldunum, frá Hreimsstöðum Austanlands - misminni mig ekki, Ómar síðuhafi: leiðréttir mig þá, hvað bæjarnafnið snertir, þurfi þess) forðum.

Þannig að: við skulum bara sjá, hvað setur, Sigrún mín.

Hið næsta - sem fyrir liggur alla vegana, er að fletta ofan af glæpaverkum Banka Mafíunnar og Lífeyrissjóða sukkaranna í landinu, sýnist mér borðliggjandi, alla vegana, auk annarrs.

Ekki lakari kveðjur - en áður /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 00:22

15 Smámynd: Elle_

Jóhannes Kr. Kristjánsson er ómerkingur. Hann svindlaði sig inn í viðtalið við Sigmund með undirferli. Og það opinberlega. Jóhannes á ekki að komast upp með svona fals og ómerkilegheit gegn forsætisráðherra, meðan hann sakar hann um óheilindi og með fyrirætluninni um að fella hann og niðurlægja.

Talandi um FÍFL.

Elle_, 8.4.2016 kl. 00:38

16 Smámynd: Elle_

Ómar. Ég held það sé ekki flokkshollusta heldur bara að hafa almennan og opinn skilning - -  Satt Sigrún. Frá minni hálfu er það alls ekki en þetta var mannorðsmorð.

Elle_, 8.4.2016 kl. 00:44

17 identicon

Komið þið sæl - sem áður !

Elle (kl. 00:38) !

Í ljósi þeirrar vitneskju: sem þorri landsmanna hafði / og hefir: um 2feldni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lygar og svik (sbr. leiðréttinguna svonefndu 2013, sem var sjónhverfing algjör, þar sem verðtryggingar brjálæði + okurvextir LEIKA ENN lausum hala - og leiðréttingin nafnið tómt, þar með) , var aðkoma Jóhannesar Kr. að viðtali Svíans við Sigmund, fyllilega réttmæt.

Og mundu svo Elle mín - Sigmundur og Bjarni: eru BEINIR arftakar sóða skapar Jóhönnu og Steingríms J. (2009 - 2013), hafi fram hjá þér farið, í aðdáun þinni, á þessum líka fuglum (Fuglar Alheims: fyrirgefið mér samlíkinguna - þið: eruð miklu virðingarverðari, alla vegana !!!).

Með beztu Falangista (yzt: af Hægri vængnum) kveðjum - að þessu sinni /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 00:57

18 Smámynd: Elle_

 Nei alls ekki réttmæt framkoma. Hreinn og beinn ómerkingur. Og miklu verri sjálfur en það sem hann vill meina að Sigmundur hafi verið sekur um. Hvar var hinn mikli glæpur? Svo Sigmundur var mannlegur og brást við.

Elle_, 8.4.2016 kl. 01:02

19 identicon

Og sæl: enn á ný !

Elle !

FYLLILGA réttmæt framkoma: gagnvart ómerkilegum loddara (Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni), sem jafnvel ókunnugir gætu haldið, að væri tvíburabróðir Kim jongs- Un, austur í Norður- Kóreu, í sjón a.m.k.

Svipuð manngerð - alla vegana.

Í skjóli Sigmundar Davíðs og Bjarna: hafa Moldvörpur Sýslumanna embætta landsins og Banka Mafíunnar haft FULLKOMIÐ skotleyfi á almenning / heimilin og fyrirtæki, á fölskum forsendum svika pappíra og falskra kennitalna, viðkomandi aðila.

Og þar með - ÁBYRGIR fyrir hörmulegum örlögum fjölda samlanda okkar, á undanförnum árum - sem misserum !!!

Gerirðu þér: almennilega grein, fyrir þeim hluta alvörunnar, Elle ?  

Það 1 og sér: réttlætir ALLAR aðferðir, gagnvart þessum Hvítflibba gerpum, Elle !!!

Sízt lakari kveðjur: samt - sem áður /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 01:15

20 Smámynd: Elle_

Óskar Helgi, loddarinn var þessi Jóhannes Kr. Kristjánsson. Og stór hluti stjórnarandstæðinga. Manstu hrollvekjustjórnina 2009?

Elle_, 8.4.2016 kl. 01:17

21 identicon

.... Elle !

Ég tel ekki skynsamlegt: að vera með frekari orðræðu okkar í milli / getir þú ekki greint mun réttlætis og ranglætis, eða,....... ég hélt, að útskýring mín (í athugasemd nr. 19) dygði þér, sem öðrum, til fullnustu.

Ég vona það - alla vegana.

Hver man ekki - horllvekjustjórnina 2009 (geri ráð fyrir, að þú eigir við tímabilið Febrúar - Maí, það ár ? / og ekki tók betra við, eftir kosningarnar, það sama ár), sem þeir Ólafur Ragnar Grímsson og títtnefndur Sigmundur Davíð suðu saman - OG ÁBYRGÐUST, í stað þess 1 falda möguleika, að Ólafur Ragnar mannaði sig upp í, að skipa Utanþingsstjórn, sem  betur hefði orðið - og þar með, sent þingliðið heim - Í MJÖG LANGAN tíma helzt, hefði verið við hæfi !  

ÓHH  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 01:28

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Já hilmar, þetta eru áhugaverðir tímar.

Það var gaman að sjá snögg viðbrögð launaðs leigupenna við hófsamri greiningu Unnars á aðstæðum flokksins.  Minnti mig einna helst á Sigmund þegar hann var uppá sitt besta í að hóta, allt og öllum.

Eins og þetta fólk haldi að ógnin komi því til bjargar.

Bjarni minnkaði enn við þessi skrif Páls.  Hann ætti að taka hann af launaskrá, fyrir þennan bjarnargreiða.

Fólk þegir ekki lengur, ekki einu sinni stjórnarliðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2016 kl. 08:26

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sigrún.

Það flokkast ekki undir almenna skynsemi að telja mun á morði frömdu í dag, og morði sem var framið fyrir 4 árum síðan.

Til þess þarf mjög brenglað siðferði.  Í góðsemd minni þá reyni ég að afsaka brenglunina með því að útskýra að flokkstryggð slökkvi á einhverjum perum í heilanum.

Þú segir að meira hafi verið falið en fjölskylduarfurinn, og ef svo er þá er ljóst að Sigmundur fer upp fyrir Bjarna á alvarleikaskalanum.  En hvað hefur þú fyrir þér í því??

Hefur Sigmundur stundað ljósfælin viðskipti eins og Bjarni??

Ég veit ekki til þess en ef svo er þá gruna ég hann um græsku. 

En ég þarf eitthvað annað en getgátur þar um. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2016 kl. 08:34

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur D.

Láttu ekki svona maður.

Þú gerir þeim sem þú ert að verja engan greiða með þessari vitleysu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2016 kl. 08:36

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Krafan er HROÐANN uppá yfirborðið.

Ég vona að leikflétta bóndans á Bessastöðum, sem ég hef fulla trú á þótt ég hafi pínuhnýtt í hann, miðist að því að slá af hina gjaldþrota stjórnmálastétt, og skipa utanþingsstjórn sem hefur það eina markmið, að láta sannleikann fljóta á yfirborðinu.

Annars er þessi þjóð glötuð, og getur sent lyklana af stjórnarráðinu aftur til dönsku krúnunnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2016 kl. 08:39

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Það er sorgleg sjón að sjá þig taka upp sama rökræðukeflið sem VG liðar tóku sér í hönd vorið 2009, að verja allt það ljóta sem þínir menn gera, með þeim rökum að  á árum áður verið til aðrir vondir menn, og það hafi verið HINIR.

Og íhugaðu hvern þú ert að verja.

Bjarni og Illugi voru lykilmenn  ESB-atvinnurekanda innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins þegar Geir Harde var stillt upp við vegg og látinn boða landsfund flokksins í ársbyrjun 2009 sem hafði það eina mál á dagskrá að samþykkja aðildarumsókn að Evrópusambandinu.  Þar glitti í hina raunverulegu skoðun Bjarna, að ef hagsmunir fjármagnsins (sem hann er algjörlegar innvinklaður í frá toppi til táar, er ekki einu sinni með hreinan blett á hælnum eins og Akkiles)vilja í ESB, þá eru það hans hagsmunir.  Bjarni beið bara ósigur fyrir sínum gamla formanni, og skrýtið, það var þá sem ofsóknirnar á Davíð hófust á fullu.  Og pólitískur raunveruleiki hefur knúið hann til að tala klofinni tungu.  Hann væri ekki formaður ef hann færi gegn almennum flokksmönnum, en svikin gegn þjóðinni á Ögurstundu, sýna hans innri sannfæringu.

Bjarni studdi þriðju atlögu Jóhönnu að þjóðinni í ICEsave, sem segir aðeins eitt, að þó hann hafi kannski ekki verið sammála afglapasamningnum Svavars, þá hefði hann sjálfur samið, og sá samningur hefði ekki verið talinn í tugum milljörðum, eins og forsendurnar litu þá út.

Bjarni sveik út úr þjóðinni u.þ.b. 500 milljarða  með leynisamningum sínum við hrægammana, þar sem í hópi eru margir nátengdir honum.  Hann gerði það sem Jóhönnu tókst ekki, og þú kóar hann.

Bjarni er að leggja lokahönd á endurreisn gamla græðgikerfisins sem féll haustið 2009.  Það lokaskref heitir afnám gjaldeyrishaftanna, og er fjármagnað af þjóðinni.  Í stað þess að greiða upp gjaldeyrislán þjóðarinnar, og lækka þannig vextina sem sjúga allan þrótt úr almannaþjónustu, þá eru verðlausum krónum skipt út fyrir beinharðan gjaldeyri.   Ráðgjafar hans í því ferli, sem og í leynisamningunum við hrægammana, eru sömu ráðgjafar sem illu heilli náðu að sannfæra Jóhönnu um að ICEsave samningurinn væri þjóðarnauðsyn.  Jóhanna nefnilega trúði því að hún væri að gera rétt.

Ég man þá daga Elle þegar þú barðist gegn óréttlætinu, græðginni og svikunum.

Ég man líka þá daga þegar Steingrímur vinur minn Sigfússon gerði það.

Ég hef nefnilega gott minni.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 8.4.2016 kl. 09:03

27 Smámynd: Elle_

Ómar ég er enn nákvæmlega sama manneskjan og stend enn gegn ranglæti og svikum. Hinsvegar kom ekkert fram enn um neinn glæp og svik frá Sigmundi. Og ég ætla ekki að sverta mann bara til að þóknast ICEsave-liðinu og villuliðinu í stjórnarandstöðuflokkunum. Vertu ekki að saka mig um að vera neitt sem ég er ekki.

Elle_, 8.4.2016 kl. 18:10

28 Smámynd: Elle_

Og Ómar, þú þarft ekkert að rökræða neitt við mig í löngu máli um Bjarna Ben og Illuga. Styð ekki Bjarna Ben og studdi aldrei manninn.

Elle_, 8.4.2016 kl. 18:12

29 Smámynd: Elle_

Og hvað meinarðu með mínir menn? Í alvöru Ómar, hvað í veröldinni ertu að segja við mig? Þeir eru ekki mínir menn og ég styð engan stjórnmálaflokk.

Elle_, 8.4.2016 kl. 18:28

30 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, ég vona ekki að þessir menn séu það mótaðir af almannatenglum, að það renni ekki blóðið í þeim ennþá, að þeir séu orðnir að algjörum fígúrum, en þá er vissulega rangt að nota orðalagið "þínir menn".

Síðan hef ég svo sem ekki fylgst með athugasemdum þínum í bloggkerfinu, þó ég hafi rekist á þær því að sjálfssögðu fylgist ég með bloggum annarra þegar mikið liggur við.  Hef séð meginlínuna hjá þér, en gerði mér ekki grein fyrir að stuðningur þinn væri eingöngu bundinn við Sigmund.

En mér var vorkunn því þú peistaðir þessi orð Sigrúnar; " Ég held það sé ekki flokkshollusta heldur bara að hafa almennan og opinn skilning - -  " sem voru varnarorð fyrir aflandseign Bjarna.

Síðan er það hart að þú þurfir að nota orðin glæp og svik til að réttlæta hegðun Sigmundar, mér vitanlega hefur hann hvorugt framið, og veit ekki hver ætti að halda því fram í umræðunni, en þú treystir þér ekki til að orða þá hluti sem urðu honum að falli, réttum nöfnum.  Rökfærslan er svona svipuð og þegar menn réttlæta heimilisofbeldi vinar síns með þeim orðum að Jón vinur þeirra taki ekki þátt í slagsmálum á almannafæri, hafi til dæmis aldrei slegist á böllum.

Ég á pistla Elle þar sem ég hef útskýrt hvað Sigmundi varð á, ásamt því að benda skýrt á stöðu hinna skinheilögu.  Þú getur lesið þá ef þú vilt skilja málið, rætt efni þeirra við mig ef þú vilt, og ég skal glaður útskýra það fyrir þér sem þér finnst ekki ganga upp.

En ef þú hefur lesið bloggið mitt undanfarna daga Elle, þá veist þú að ég hef fjallað mildilega um Sigmund Davíð, var meir að segja lengi tregur til að fjalla um mál hans, því ég bæði trúði honum að félagið var með heimilisfang í Bretlandi, og það er ekki gott að ljúga í fólk ef þú vilt áframhaldandi velvild þess, sem og að mér ofbauð framganga ICEsave þjófanna, já ég notaði það orð oft í þeim pistlum sem fjallaði um þetta mál.

Vissulega hafði ég fengið þarna skýringu á Gjöfinni miklu, því ég átti alltaf erfitt með að fatta hvernig Sigmundur gat tekið þátt í þeim skrípaleik að ljúga að þjóðinni að til stæði að innheimta um 900 milljarða úr sjóðum hrægamma.  Ég sá hagsmunatengsl Bjarna, en vissi ekki um hagsmuni Sigmundar.  Friðrik Hansen, einn gamall baráttufélagi úr ICEsave stríðunum skaut á að Sigmundur og frú hefði hagnast um 50-60 milljónir á Gjöfinni einu.  Hærri upphæð en sú sem hann þáði í laun frá þjóðinni á sama tíma við gæta hagsmuna hennar.

En ég beið með að skjóta á hann því ég þoldi ekki hráskinnsleikinn, og ég ældi kvöldmatnum þegar ég hlustaði á vandlætingu Sigrúnar Davíðsdóttur.

Ég hef hins vegar skotið grimmt á Bjarna, og þessi pistill minn, sem þú kaust að koma inná, ekki séð þig áður í þessari umræðu, svo enga hugmynda hafði ég um að skoðanir þínar einskoruðust við Sigmund, er einmitt bein árás á Bjarna, með tilvísun í Sigmund.  Mér ofbauð líka rýtingsstunga Bjarna, og eytt töluverðum kröftum í að vekja athygli á henni.

Og þá birtist þú Elle mín, og tekur undir varnarræðu varnaraðila hans.

Þú ættir að þekkja vinnubrögð mín úr ICEsave stríðunum, ef einhverjum varð það á að koma inn og taka undir ummæli stuðningsmanna þess sem ég var að gagnrýna, þá lentu þeir í kvörn minni.

Hvort sem það var óvart eða ekki.

Því í stríði er engin miskunn, og ICEsave stríðunum er ekki lokið, við erum í lokakafla þess.  Þjóðin er þegar rænd um 500 milljarða, og endurreisn græðgikerfisins á lokasprettinum.

En málið er Elle, að það er fámennt í varnarliði þjóðarinnar.  Og því mun hún tapa þessari lokaorrustu. 

Og þar með stríðinu öllu.

Því eins og Cesar vissi í Gallastríðinu, að þá er það aðeins síðasta orrustan sem skiptir máli, það er hún sem ákveður hver vinnur stríðið.  Og hana vann Cesar.

Það er meinið, það er ekkert sem bendir til að þjóðin sjái í gegnum blekkingarvefinn, og taki þessa orrustu líka.

En maður gefst ekki upp fyrir það, og kóar með græðgiöflunum.

Ekki í dæminu hvað mig varðar.

En þú Elle, viltist af leið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2016 kl. 19:46

31 identicon

Ómar, ég er ekki að verja neinn. En ég krefst þess að fá að sjá öll nöfn sem eiga aflandsreikninga, en ekki bara sum, sem hlutdrægum blaðamönnum þóknast að velja úr og skammta úr hnefa. Annars eru þessir blaðamenn jafn miklir hræsnarar og SDG. Þess vegna verður allt að koma upp á borðið, líka nöfn Bandaríkjamanna og annarra sem höfðu verið síaðir frá úr skjölunum.

Ég vil hvorki pólítíkusa á Alþingi né embættismenn í stjórnsýslunni né í stjórnum fyrirtækja sem eiga fé í skattaskjólum. Eftir að SDG sagði af sér ráðherradómi hefur ekkert breytzt, þetta er sami andskotans sorinn sem situr eftir í ríkisstjórninni.

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 20:47

32 Smámynd: Elle_

Ómar, ne ég vissi ekki að Sigrún hafi verið að verja Bjarna en taldi það vera Sigmund og það var alveg óvart að ég tók undir varnir fyrir hann. Og skýrir skilninginn þinn að nokkru og líka það að þú veist ekki nóg um hvað ég vil pólitískt. Mundi kannski verja hann ef ég vissi að ráðist væri ómaklega að honum. Hinsvegir benti og ég oft á í Moggablogginu að hann væri stærsta vandamál Sjálfstæðisflokksins.

Ómar ég hef aldrei stutt heila flokka. Og þegar ég kýs flokk, miðast það bæði við menn í flokkunum í heild og málefni. Núna tel ég að allt sé vinnandi til að hinir flokkarnir komist ekki í stjórn og að við séum með 2 skástu flokkana í stjórn. Það er í heild. Það þýðir alls ekki að ég persónulega eða einu sinni pólitískt vilji styðja alla í stjórnarflokkunum. Það þýðir ekki heldur að ég styðji ekki neinn í stjórnarandstöðuflokkunum og sama hvað fólki segir um mig.

Röksemdafærslan mín fyrir Sigmund er langt í frá í líkingu við manninn í dæminu sem réttlætir ofbeldi af því vinur hans hafi ekki framið það á almannafæri. En ég tel að ráðist hafi verið að Sigmundi af úlfum sem ætluðu að fella hann. Og að honum hafi brugðið við og farið í vörn eins og mannlegir menn gera þegar þeim bregður og vita ekki sitt rjúkandi ráð og hvaðan á þá stendur veðrið. En ekki vegna þess að hann væri endilega sekur um neitt. Hann var mest gagnrýndur fyrir ´aulaviðbrögð´ en ég gagnrýni mann í sjokki ekki fyrir það. Persónulega fannst mér þú líka dæma hann of hart bara fyrir viðbrögðin.

En þú varst ekki fyrsti maðurinn að segja mig styðja þann sem ég styð ekki. Moggabloggið hálffullt af fólki sem beinlínis skáldar upp pólitískar sögur um mann. Og Ásthildur Cesil var ein af þeim þó hún ætti alveg að hafa vitað nóg. Hefði getað svarið að þú af öllum vissir að ég kaus VG 2009. Og vegna Atla, Jóns, Lilju, Steingríms og Ögmundar. Svo rústaði Steingrímur (og nokkrir meðhjálparar eins og hin dýrkaða Kata) flokknum og eyðilagði fyrir góðu fólki sem var þar. Steingrímur gerði sig að fífli með stuðningi hans við mestu hrollvekju stjórnmálanna og ég vissi þá að VG væri lokið fyrir mig. Síðast kaus ég Regnbogann. Vandamálið með fornvin og óvin og vin minn Óskar Helga er að hann hatar alla menn strax og þeir verða stjórnmálamenn (líka forsetann sem vísaði ICEsave til þjóðarinnar) og skiptir engu þó um gott fólk sé að ræða. Það þýðir ekkert að ræða stjórnmálamenn við hann.

Elle_, 8.4.2016 kl. 21:10

33 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Elle !

Ættum við ekki frekar - að umorða þína ályktun, sem þú sendir frá þér, í athugasemd nr. 32, um viðhorf mín / og segja: að ég hafi fullkomna andúð á þeim stjórnmálamönnum og forseta nefnunni: aukinheldur, fremur en, að ég hati þetta fólk, beinlínis ?

Sú lýsing: á betur við: þér, að segja.

Með þeim sömu kveðjum - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 21:47

34 identicon

.... athyglisverðir punktar, Þorsteinn Sch / sem vænta mátti, frá þínum rannsakandi fræða grunni, að venju.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 21:49

35 Smámynd: Ómar Geirsson

Elle ef þú hefur ekki tekið eftir því að ég var að fjalla um Bjarna þá hefur þú ekki lesið pistilinn sem þessi umræða tengist og ekki skilið að þessi orð Sigrúnar "að sjá muninn á því að eiga eitthvað í aflandinu enn í dag eða fyrir formannssetu í stjórnmálaflokki og ráðherradóm." þau benda einmitt á meintar ávirðingar Sigmundar, að hann hafi átt slíkt félag í dag, en Bjarni fyrir nokkrum árum síðan.  Sigmundur bendir einmitt á að á þessu sé ekki nokkur grundvallarmunur, og ég tek undir þau rök hans.

Síðan skilst mér á þér, og það hafði ég reyndar tekið eftir strax og þetta mál kom uppá, að þú sért að verja hið óverjanlega, vegna þess hvernig Sigmundur var veiddur í gildru, sem og hinar harkalegu árásir eftir það.  Skil það vel, það er ekkert fallegt að sjá úlfa rífa í sig bráð, en Sigmundur kaus sjálfur að vera staddur á veiðisvæði þeirra.  En það sem þú kallar úlfaveiðar, er nauðsynlegt ef menn ætla sér að afhjúpa gerendur misgjörðanna.  Þetta sást svo réttlega í viðbrögðum sænskra bankamanna, þeir könnuðust ekki við neitt með tilheyrandi orðagjálfri og lygum, því miður alveg eins og Sigmundur reyndi, en ef þeir hefðu vitað að upp hefði komist um strákinn Tuma, þá hefðu þeir neitað viðtali, og látið síðan almannatengla síðan rugla umræðuna og lögfræðinga sína hóta endalausum lögsóknum.

Það er nefnilega skýring á því Elle af hverju heimurinn er svona ljótur í dag, í heljargreipum siðblindra fjármálamanna og glæpahyskis.

Ég reikna með því að einhver önnur umræða hafi æst þig upp Elle, og því hafir þú komið inní umræðuna hjá mér, án þess að lesa pistla mína, og kastað þér á það fyrsta neikvæða sem þú fannst gegn mér og mínum skoðunum.    Því þú hélst að þú værir að verja Sigmund.

En þú verður hins vegar að skilja að á þessari síðu tekst þú á við skoðanir mínar, ekki annarra sem þér finnst vera á úlfaveiðum.  Úlfaveiðarnar hafa ekkert með mína afstöðu að gera, ég bý yfir þeirri hæfni að meta staðreyndir mála.

Ég ætla hérna fyrir neðan, í næsta innslagi, því þetta er þegar orðið langt, að peista kjarnann úr pistli mínum þar sem ég fjalla um hvað Sigmundi varð á og af hverju hann þurfti að segja af sér.

Ræddu þetta við mig Elle ef þú vilt, en ekki orð og rök annarra, þeir standa örugglega skil á sínum sjónarmiðum.

Á meðan er það kveðjan.

Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 10:09

36 Smámynd: Ómar Geirsson

Úr pistlinum Sjálfsskaparvíti Sigmundar ætlar engan endi að taka.

"Grundvallarmistök Sigmundar voru að eiga þetta félag í skattaskjóli.  Skiptir engu hvort hann telji skattaskjólið ekki skattaskjól vegna þess að fullir skattar hafi verið greiddir af félaginu.  Ef svo var, þá er óskiljanlegt að félagið skuli ekki vistað í landinu sem Sigmundur stjórnaði, í gjaldmiðlinum sem hann hefur lagt svo ríka áherslu á að haldi sjálfstæði sínu.

Þessi mistök ein og sér gera hann ófæran um að gegna stöðu forsætisráðherra.

 

Önnur misstök var að selja eignarhlut sinn á 1 dollar, daginn fyrir reglubreytinguna um hagsmunaskráningu þingmanna. 

Slíkt bendir alltaf til að menn séu að fela eitthvað.  Og viðurkenni það sjálfir með gjörðum sínum.

 

Þriðju mistökin voru að halda að hann þyrfti aldrei að svara hvorki fyrir feluleikinn og aflandsfélagið.  Slíkt er alvarlegur dómgreindarskortur sem vekur upp spurnir um almenna hæfi Sigmundar til að gegna embætti forsætisráðherra.

 

Fjórðu mistökin er síðan viðbrögð hans eftir að aflandsfélagið kom í umræðuna. 

Það þarf ekki að reka það ferli, en með hverjum degi var ljósara að Sigmundur höndlaði ekki embættið undir álagi.  Hann skyldi ekki að hann þyrfti að útskýra málið á opinberum vettvangi, hann sá aldrei ástæðu til að biðjast afsökunar, eða sýna á nokkurn hátt iðrun yfir gjörðum sínum.

Eðlilegar aðfinnslur taldi hann ofsóknir, eðlileg fréttamennska var pólitísk aðför í hans huga.  Og svo framvegis."

Um þetta snýst málið Elle.  Ekki um hvað kemur úr lúðrum ICEsaveþjófanna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 10:13

37 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Ef þú lestu fyrri innkomu þína og berða hana við það sem þú sagðir núna hér að ofan, þá sérðu að þú ert hættur að dylgja um blaðamanninn.  Og þú bendir réttilega á að það þarf að upplýsa um alla en ekki bara útvalda.

Ég hef engar athugasemdir við þetta innslag þitt.

Aðeins takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 10:16

38 Smámynd: Ómar Geirsson

Og hvað Þorsteinn??

Átti þess vegna ekki að leka??

Er þá alltí góðu með skattaskjólin og þjóðfélagskerfi sem gerir hinu ofsaríkari kleyft að verða ennþá ríkari án þess að skila neinu til samfélagsins?

Þú hlýtur að sjá að þetta er harmageddon skattaskjólanna og kallar á bæði á frekari rannsóknir því þessi lögmannsstofa, þó stór sé, er aðeins brot af þjónustunni, sem og að löggjöf verði breytt.

Við eigum í stríði Þorsteinn þar sem framtíð barna okkar er í húfi, og þú veist hvað sagt er um óvin óvinar míns.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 10:21

39 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Ég hafði einhverja hugmynda um þetta, ef ég á annað borð fylgist með, þá les ég alltaf þá heiðurskalla, Halldór og Gústav, auk annarra.  Og mig minnir að Gústav hafi pistlað út frá þessum upplýsingum.  Eins og hið meinta samsæri hafi eitthvað gera með staðreyndir málsins, hvað varðar Sigmund.

Áður en að þessum Kastljósi kom, þá var ég búinn að gera mér grein fyrir að Sigmundur væri ekki hæfur í stöðu forsætisráðherra, því hann dettur út í mótbyr.  Það hefði verið félegt ef hann hefði til dæmis lent í Hruninu.

Ekki það að mér sé ekki alveg sama.

Ég ætlaði ekki einu sinni að nenna að horfa á Kastljós þáttinn, en slysaðist inní stofu á því augnabliki sem viðtalið við Sigmund var tekið.  Og þá skyldi maður allt.

Hann vissi það allan tímann sjálfur að hann var búinn að vera, og hann höndlaði það ekki.  Kallast taugaáfall eða eitthvað.

Hvort að Soros sjái einhvern bissness í uppljóstrunum, það þannig séð snertir mig ekki neitt.  Ekki fyrr en hann fer að flækjast fyrir hugðarefnum mínum.  En fatta engan veginn tenginguna við Rotchild og Rockefeller, ég hélt að þeir væru hæstánægðir með núverandi kerfi, þar sem þeir fjármögnuðu fæðingu og uppgang frjálshyggjunar uppúr 1970.

En vegir illskunnar eru órannsakanlegir, alveg eins og hjá þeim í efra.

En ef fólk hefur áhuga á að fylkja sér undir fána Hreyfingu lífsins, þá skal ég glaður leggja til að kanónum verði beint að þessum körlum, þó steindauðir séu. 

Það verður engin framtíð í heiminum fyrr en illskan í Wall Street verður útrýmt. 

En fólk hefur víst engan áhuga á þessari framtíð, ekki ef það hefur brauð og leika, og tuð.

Takk fyrir upplýsingarnar Þorsteinn.

ÉG hef lengi hugsað illa til þessara afla, og ætla bara að halda því áfram.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 279
  • Sl. sólarhring: 824
  • Sl. viku: 6010
  • Frá upphafi: 1399178

Annað

  • Innlit í dag: 237
  • Innlit sl. viku: 5092
  • Gestir í dag: 227
  • IP-tölur í dag: 224

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband