7.4.2016 | 14:46
"Aflandsfélög í besta falli ósiður"
Þessi beina tilvitnun í Guðlaug Þór segir allt sem segja þarf um pólitíska stöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.
Það jákvæðasta sem samþingmaður hans getur sagt um hann er að hann ástundi ósiði.
Hitt er látið ósagt og það vita það allir,jafnvel veraleikafirrtustu sjálfstæðismenn sem tóku við skjöldunum úr skjaldborg framsóknarmanna, útslitna og tætta, og slugsast nú við að slá með þeim skjaldborg um formann sinn.
Svo er fyrirfram tapaður leikur, en getur orðið flokknum dýrt.
Og endalok Bjarna því þó Dirty Harry hafi verið fínn í Hollywood, þá er stimpill hans ekki æskilegur í stjórnmálum.
Ekki hjá rændri þjóð, ekki hjá svívirtri þjóð sem aldrei naut nokkurs réttlætis í uppgjörinu á Hruninu.
Og um vanhæfni Bjarna til nokkurs annars en að endurreisa auðkerfið sem hefur gert hann og hans líka ofurríka, þarf ekki að efast þegar þessi orð í málsvörn hans eru lesin;
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ítrekaði á Alþingi í dag að baráttan gegn skattskjólum snerist um að ná í skottið á svikahröppunum. Þeim sem væru að fela eignir og komast undan því að greiða skatta. Um það snerist alþjóðlegt samstarf gegn skattaskjólum.
Látum liggja milli hluta tregðu hans gegn embætti skattrannsóknarstjóra þegar það vildi fá fjárveitingu til að kaupa upplýsingar um vildarvinina, og að það var aðeins öflugur þrýstingur úr samfélaginu sem neyddi Bjarna til uppgjafar í þessu máli, ásamt því að kenna honum nýtt tungutak um baráttuna gegn skattsvikurum.
Heldur íhugum kjarna málsins að fæst þessi undanskot eru ólögleg, stjórnmálamenn fóðraðir af peningamönnum, hafa sett á þannig löggjöf að það er næstum því allt hægt.
Fyrir nokkrum árum uppgötvuðu bretar að mörg stórfyrirtæki eins og Starbuck greiddu ekki penní í skatta, og það á löglegan hátt, núna á Cameron forsætisráðherra í miklum erfiðleikum eftir að upp komst um lögleg skattaundanskot föður hans, hann er einn af mörgum blóðsugunum í breskri yfirstétt sem hafa hreiðrað um sig í Íhaldsflokknum og keyrt áfram frjálshyggju flokksins.
Á Íslandi greiða nýju álverin okkar ekki skatta, og allt löglegt, og svona mætti lengi telja.
Þetta er kjarni frábærar greinar Styrmis Gunnarssonar, þessa vitra manns, sem lesa má um á bloggsíðu hans hér í Moggablogginu. Af mörgu góðu segir þessi klausa allt um vandann.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks hjálpaði þeim til að koma þeim milljörðum undan skattgreiðslum með breytingum á skattalögum 1996, sem heimilaði frestun á skattlagningu söluhagnaðar ef honum væri endurfjárfest en það var gert með því að endurfjárfesta í skúffufyrirtækjum í Lúxemborg. Þessi þróun náði svo nýjum hæðum með einkavæðingu bankanna.
Þetta varð ekki svona að sjálfu sér og það er aðeins skussarnir sem láta nappa sig.
En þjóðin tapaði tug milljörðum ef ekki hundruð.
Það eru lögin sem eru sek, og fjórflokkurinn er sekur, því löggjöfin er hans.
Og þessu þarf að breyta.
Núverandi fjármalaráðherra mun ekki gera það.
Hann vinnur aðeins að góðu málunum eins og að gefa hrægömmunum 500 milljarða, og afnema gjaldeyrishöft svo auðmenn geti aftur farið með fé sitt í skattaskjól.
Flytja gróðann úr landi, en skilja skuldirnar eftir á innlendri kennitölu.
Og fjórflokkurinn kóar með.
Þetta eru góðu verkin sem þarf að leysa.
Kveðja að austan.
Snýst um að ná í svikahrappana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1227
- Frá upphafi: 1412781
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1086
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er linkurinn á pistil Styrmis ef svo ólíklega vildi til að einhver lesandi þessa pistils hafi ekki lesið hana.
Ómar Geirsson, 7.4.2016 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.