Píratar enda í meirihluta ef Bjarni og Ólöf segja ekki af sér.

 

Svo einfalt er það.

Svo ég vitna efnislega í mætan íhaldsbloggara og stórgóðan pistil hans núna í morgunsárið, þá snýst málið ekki um hvað viðkomandi stjórnmálamönnum finnst sanngjarnt, eða stuðningsmönnum þeirra, þetta er hinn pólitíski raunveruleiki, og ef viðkomandi einstaklingar taka flokkshag fram yfir skammtíma einkahag, þá segja þau af sér áður en Alþingi ræðir vantrausttillögu stjórnarandstöðunnar. 

Þau þurfa hvort sem að gera það, þau verða neydd til þess að lokum því mikill meirihluti þjóðarinnar hefur fengið nóg af leynimakkinu öllu saman.

Öllu saman, líka því sem gerðist á síðasta kjörtímabili.

 

En það er mikill munur á að halda reisn sinni eins og Júlíus Vífill, sem er sterkari eftir gærdaginn, og alls ekki búinn að vera í stjórnmálum ef hann kýs svo, eða gefast upp rúinn öllu trausti eins og urðu örlög Sigmundar Davíðs.

Og þessi munur er eina val Ólafar og Bjarna.

 

Síðan á fjórflokkurinn ekki val að halda áfram með öll sín góður verk, sem er vel nýttur frasi sem er ættaður úr smiðju Steingríms og Jóhönnu, ef hann heykist á því að opna leyndarkistur sínar og moka út hroðanum.

Endurreisn bankakerfisins, handvalið á þeim fyrirtækjum sem fengu að lifa, verðmæti seld vildarvinum á hrakvirði, lygarnar um ICEsave samningana frá fyrsta degi, og svo framvegis.

 

Síðan þarf að útskýra af hverju 500 milljarðar hurfu í samningaviðræðunum við hrægammana, hverjir voru þessir hrægammar, og hver eru innlendu tengslin við þá.

Þessi samningur er stærsta spillingarmál síðari ára í hinum vestrænum heimi, og það spillingarmál minnkar ekki þó þjóðin stingi hausnum í sand og ákveði núna að trúa lygavaðli ICEsaveviðsemjandanna, þó hún hafi ekki gert það þegar Jóhanna fór fyrir þeim.

Þetta mál hverfur ekkert, þetta mun springa framan í fjórflokkinn, og það er betra að gera það upp núna, en að vera fangelsaður fyrir það seinna.

 

Það eru þegar komin bein fjárhagsleg tengsl forsætisráðherra (SGD hefur ekki sagt af sér ennþá) og fjármálaráðherra við þessa samninga, fjölskyldumeðlimir þeirra græða á eftirgjöfinni.

Og grunsemdir eru um að miklu fleiri innlendir fjármálamenn hafi séð sér leik á borði og keypt kröfur á hrakvirði, séu með öðrum orðum hrægammar.

Fjármálamenn sem eru  áhrifamiklir í bakherbergjum flokkanna.

 

Ef fjórflokkurinn heykist þá líður hann undir lok, stjórnmálin munu leita uppi nýja farvegi.

Hvort sem það er til góðs eða ills fyrir þjóðina, þá er það einfaldlega staðreynd.

Tími græðginnar og óheftar auðsöfnunar er liðinn.

Tími uppgjöra og uppstokkunar er framundan.

 

Fjórflokkurinn getur spilað með, en hann getur ekki spilað á móti.

Hann á ekkert val.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Píratar með 43% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 488
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 6219
  • Frá upphafi: 1399387

Annað

  • Innlit í dag: 414
  • Innlit sl. viku: 5269
  • Gestir í dag: 381
  • IP-tölur í dag: 376

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband