5.4.2016 | 16:20
Það er aðeins hægt að hrókera fyrir skák og mát.
Ekki eftir.
Hefði Sigmundi borið gæfu til að stíga þetta skref strax eftir blaðamannafundinn vonda, þá væri líklegast sæmilegur friður um framsóknarmenn, og um ríkisstjórnina ef Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal hefðu fylgt fordæmi Júlíusar Vífils.
En þjóðin var látin springa, áður en eitthvað var gert.
Og í lífinu er ekki hægt að hraðspóla afturá bak, og laga þar með tjónið af sprengingunni. Ef svo væri, þá væru sjálfsmorðssprengingar ekki hættulegt vopn.
Þjóðin sættir sig ekki við kattarþvott.
Hún sættir sig ekki við stjórnmálamenn sem þarf að taka í bólinu svo þeir druslist til að sýna ábyrgð.
Bretar átta sig á því að hagsmunatengsl stjórnmálamanna ná út fyrir kennitölu viðkomandi, þess vegna er Cameron í kröppum dansi svo vitnað sé í frétt Mbl.is.
Þeir myndu aldrei líða þau hagsmunatengsl sem við liðum fjármálaráðherra þegar hann fékk frítt umboð til að gefa vildarvinum sínum í bland við hrægamma hundruð milljarða króna í samningum sínum við kröfuhafa gömlu bankanna.
Engin siðuð þjóð myndi reyndar gera það.
Og þó fjórflokkurinn slái skjaldborg um Bjarna með því að beina öllum spjótum sínum að Sigmundi Davíð, þá mun sú skjaldborg riðlast næstu daga.
Með tilheyrandi ólgu og umróti.
Ef neitun Ólafs var til þess eins að leyfa þennan hráskinsleik, að ríkistjórnin lafi á horriminni út kjörtímabilið, rúinn trausti og æru.
Þá endar Ólafur feril sinn jafn illa og hann hóf hann.
Í bandalagi við auð, en ekki þjóð.
Hann verður að rjúfa þing og skipa utanþingsstjórn fram að næstu kosningum.
Spillinguna verður að rannsaka í eitt skipti fyrir allt.
Í friði fyrir leikurunum við Austurvöll.
Annars verður önnur sprenging.
Sem verður heldur ekki spóluð til baka.
Kveðja að austan.
Sigurður Ingi taki við af Sigmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 386
- Sl. sólarhring: 746
- Sl. viku: 6117
- Frá upphafi: 1399285
Annað
- Innlit í dag: 327
- Innlit sl. viku: 5182
- Gestir í dag: 302
- IP-tölur í dag: 298
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.