Stóra Bomban hin seinni.

 

Verður Kári fenginn til að skrifa uppá??

 

En án jóks þá er Ólafur kominn með öll spil í sína hendi.

Hann kurteislega neitar forsætisráðherra um þingrof, vísar í að hann þurfi að kanna þingmeirihlutann fyrir slíkri beiðni. Gengur þar gegn hefðinni því ljóst er að Ólafur Jóhannesson, þáverandi forsætisráðherra hafði ekki meirihluta að baki sér þegar hann fékk Kristján Eldjárn til að rjúfa þing 1974.

Og hann segist ætla að kanna stöðu mála.

 

Til hvers??

Hvað gerir Alþingi þegar hann tilkynnir svo að hann telji þingið óstjórntækt, og myndar utanþingsstjórn.

Alþingi vó forsætisráðherra, það hafði ekki manndóm að setjast niður með honum, án stórkarlalegra yfirlýsinga um afsögn eða boðað vantraust, og ræða þá stöðu sem upp var komin.  Heldur voru fjölmiðlar látnir reka áfram atburðarrásina líkt og smalar á fjöllum.

Og Alþingi virkar ekki trúverðugt ef það eina sem sameinar þingmenn er að bola forsætisráðherra frá völdum.

 

Alþingi þarf líka að axla ábyrgð á uppákomum síðustu daga.

 

Það eina sem getur vakað fyrir Ólafi er að fá staðfestingu á sundurlyndinu, og að Alþingi sé ekki lengur stjórntækt.

Hann þarf aðeins að benda á að þjóðin sjái aðeins toppinn á spillingunni, og hvorki sé alþingismenn líklegir til að rannsaka sín eigin tengsl, eða tengsl annarra stjórnmálamanna, þannig að bæði fari saman hlutleysi, ásamt eindregnum vilja að fá allan hroðann uppá yfirborðið.

Jafnt hjá þessari ríkisstjórn, og hjá þeirri síðustu.

Skipan utanþingsstjórnar, sem hefði það eina hlutverk að fram fari alvöru uppgjör við fjármálasóða og leppa þeirra innan fjórflokksins, er því rökrétt framhald.

 

Hvað sem Ólafur ákveður að gera, þá er það ljóst að hans er ákvörðunin.

Fjórflokkurinn er úr leik.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Veitti ekki heimild til þingrofs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 2656
  • Frá upphafi: 1412714

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2318
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband