Man ekki, veit ekki, skil ekki.

Segir Bjarni Benediktsson þegar spurt er um skattaskjól hans.

 

Sem er samhljóða svörum áhrifafólks í stjórnmálum sem var gripið í bólinu.

En þetta sama fólk, sem er miðað við svörin, annaðhvort útbrunnið af streitu, eða hefur aldrei vaðið í vitinu, stjórnar landinu okkar.

Og ákvað að gefa kröfuhöfum gömlu bankanna, að uppstöðu hrægammasjóðum, um það vil 500 milljarða, frá þegar ákveðinni skattlagningu.

Sem bendir til þess að glöp þeirra hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélag okkar og fjárhag þess.

 

En þeim sem man ekkert, veit ekkert, skilur ekkert, er vorkunn, vitglöp þeirra eru þess eðlis að það má þakka guði fyrir að ekki var meira gefið, að ekki var samið um ICEsave 4, að Landsvirkjun var ekki seld vinum fyrir gúmmítékka, og kvótann festur við óðalsrétt.

Spurningin er hinsvegar um okkur hin.

Af hverju sögðum við ekkert??, af hverju gerðum við ekkert??

 

Svona í ljósi 500 milljarðanna sem gefnir voru.

Sem er áður óþekkt upphæð í samanlagðri spillingarsögu vestrænna ríkja.

Og við erum minnsta landið. 

Með stærstu gjöfina.

 

Af hverju snýst umræðan um aflandsfélag í eigu betri helmings forsætisráðherra á meðan gjöfin var gefin fyrir opnum tjöldum??

Og hún þess eðlis að annaðhvort var fjármálaráðherra gjörspilltur, eða leikbrúða í höndum óprúttinna fjárglæpamanna.

Við þurftum ekki að vita um vitglöp hans, minnisleysi hans, skilningsleysi, eða að þá bitru staðreynd að varaformaður hans endurtók sömu möndruna, að hún vissi ekkert, skildi ekkert, og til vara, að þetta væri allt vondum þegar dæmdum bankamönnum að kenna.

 

Rændur maður þarf ekki vitneskju um sálarlíf, eða andlegar takmarkanir þeirra sem rændu hann, honum nægir að vita að hann var rændur.

Og hann hringir á lögregluna, kærir.

Ekki nema að hann eigi hagsmuna að gæta, að hann hafi haft hag af ráninu, eða verið hluti af ræningjahópnum.

 

Ekki ætla ég þjóðinni slíkt, andvaraleysi hennar í góðæri er þekkt.

En illan grun hef ég á ICEsave þjófunum sem núna gala hæst.

Þeirra minnast ekki á Gjöfina, þeir tala ekki um þessa 500 milljarða sem ríkisstjórn Íslands og Seðlabankinn afhentu vogunarsjóðunum á silfurfati.

Þeir tala um aflandsfélög, þeir upphrópa, gjamma hástöfum um allt nema það eina sem máli skiptir.

 

Að þjóðin var rænd.

 

Svona er Ísland í dag.

Svona eru valkostir hennar.

 

Annars vegar þekktir þjófar sem misstu völd.

Hins vegar fólk sem telur sig vart ráða við að reima skóreimar sínar, því það man ekkert, veit ekkert, skilur ekkert.

 

Svona er arfur Héðins, svona er arfur Óla Thors.

Í vasa auðs og fjárglæfra.

 

Stoltir erum við vér Sjálfstæðir menn.

Kveðja að austan.


mbl.is Bjarni: Græddi ekki á staðsetningunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel skrifað og staðfært.

,,Rændur maður þarf ekki vitneskju um sálarlíf, eða andlegar takmarkanir þeirra sem rændu hann, honum nægir að vita að hann var rændur.

Og hann hringir á lögregluna, kærir.

Ekki nema að hann eigi hagsmuna að gæta, að hann hafi haft hag af ráninu, eða verið hluti af ræningjahópnum".

 

Við höfum verið rænd og af okkur var stolin lífeyrissparnaðurinn og heimili okkar seld á nauðungaruppboðum. Margir hafa tekið sitt eigið líf vegna ástandsins á meðan æðstu ráðamenn þjóðarinnar sýsluðu með fé sitt erlendis í skattaskjóli.

Margrét (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 19:56

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið rétt Margrét, en ég var að benda á hlut stjórnarandstöðunnar í þessu málum öllum saman.

Af hverju varð ekki allt vitlaust þegar ljóst var að ríkisstjórnin beitti blekkingum til að fá Alþingi til að veita þrotabúum gömlu bankanna undanþágu frá gjaldeyrishöftunum svo kröfuhafarnir gætu flutt fjármuni þeirra úr landi?

Þar er glæpurinn og það kærði hann enginn.

Sem þýðir aðeins eitt, það skiptir ekki máli hvaða flokkur stýrir þjóðinni, þeir þjóna í raun allir sama húsbóndanum.

Ræningjunum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2016 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 2043
  • Frá upphafi: 1412742

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1796
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband