22.3.2016 | 22:43
Frjálshyggjan á flótta.
Undan almenningi.
Óttast kosningarnar.
Forysta Sjálfstæðisflokksins er smán saman að átta sig á að það kýs enginn flokkinn nema gamalmenni, og þótt þau þrautpýnd hafi kosið flokkinn síðustu ár, þá endist ekki sú tryggð yfir gröf og dauða.
Þá er betra að fórna Friedman og Hayek.
Eftir stendur, hver axlar ábyrgðina á féflettingu undanfarinna ára??
Á því skítlegu eðli að hafa fé af fárveiku fólki???
Þeirri spurningu þarf að svara.
Kveðja að austan.
Kostnaðarþátttökukerfið alveg kolrangt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 340
- Sl. sólarhring: 709
- Sl. viku: 5924
- Frá upphafi: 1399863
Annað
- Innlit í dag: 305
- Innlit sl. viku: 5069
- Gestir í dag: 298
- IP-tölur í dag: 296
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju, Ómar, ér hefur tekist að komast að þeirri niðurstöðu að gamalt fólk sé vandamálið.
Einhverja lausn á þessu vandamáli þínu með gamla fólkið?
Slá það af, í þágu sósíalismans?
Hilmar (IP-tala skráð) 23.3.2016 kl. 00:08
Ha, ha ha,fyndinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2016 kl. 10:32
Hvað veldur fordómum Ómars gagnvart eldri borgurum?
Þeirri spurningu þarf af svara.
Sorrí, Ómar, en þú liggur bara svo vel við höggi.
Wilhelm Emilsson, 23.3.2016 kl. 18:29
"að svara" Ég vona að enginn sé haldinn fordómum gagnvart ásláttarvillum!
Wilhelm Emilsson, 23.3.2016 kl. 18:30
Æ, elsku besti Wilhelm minn, láttu nú ekki Hilmar spila með þig. Þetta var eini aulabrandarinn sem frjálshyggjuvaktin lét sér detta í hug.
Menn geta haft mismunandi skoðanir á Sjálfstæðisflokknum, ég sjálfur ber mikla virðingu fyrir sögu hans og hlutverki í nútímavæðingu Íslands, þó ég leyni ekki skömm minni á krabbameinsæxlinu sem hann hefur fóstrað, en að kalla það fordóma gagnvart gömlu fólki þó bent sé á þá einföldu staðreynd að leifarnar af fylgi flokksins er því sem næst bundið við eldri borgara, sem fyrir daga rétttrúnaðarísku voru kallaðir gamalmenni í íslenskri tungu, það á Sjálfstæðisflokkurinn ekki skilið.
Eða ég vona ekki.
En það er gaman að heyra í þér aftur Wilhelm, mér skildist á kveðjuorðum þínum síðast að það þyrfti að líða öld og nokkrir dagar áður en þú læsir aftur pistla mína.
Þú varst kannski staddur á 20. öldinni þegar þú ritaðir þá kveðju??
En mín er ánægjan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2016 kl. 13:14
Sæll.
Í hvaða mál á stefnuskrá Sjalla eru frjálshyggjumál? Hvað eru þeir að gera til að koma þeim málum í framkvæmd?
Hvað er hið opinbera stórt hér sem hlutfall af þjóðarframleiðslu?
Helgi (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 13:03
Æ Helgi, ég nenni ekki að taka þessa umræðu við þig einu sinni enn.
Þegar á reynir þá getur þú ekki séð skoðanir þínar í spegli þess sem þér mislíkar.
Þú sérð rökveilu ungkommanna, en fattar ekki að þær eru þínar eigin.
Ég gaf þér tækifæri til að rökstyðja að Norður Kórea væri ekki kommúnistaríki, og að Maó hefði ekki verið kommúnískur fjöldamorðingi.
Og þú heyktist á því.
Sem ég skil vel, því Norður Kórea er kommúnistaríki, og Maó kommúnískur fjöldamorðingi.
Það er stefnan sem þeir kenna sig við sem ræður, ekki gjörðirnar sem eru eins langt frá idealóginni eins og hugsast getur.
Frjálshyggjan er hagtrú fjarmögnuð af hinum ofurríku, til að gera þá ennþá ríkari.
Sem gekk eftir.
Afleiðingin er helsi fjöldans, og örbirgð.
Fyrst hins vinnandi manns, síðan sogast millistéttin í ginningargapið, líkt og ævintýrin í Never Endig Story.
Afleiðingin ekkert í ætt við idelogina, en óhjákvæmleg afleiðing hinna fyrst skrefa stjórnmálamanna sem kenna sig við frjálshyggjuna.
Og idelogin gerir þá ekki stikkfría.
Ef þú þekkir ekki til þróunar Sjálfstæðisflokksins, og þá hugmyndafræði sem mótaði hana, þá skalt bara fara að lesa.
Komdu svo og spjallaðu þegar þú ert búinn að því, svona eftir 1-2 ár, og útskýrðu svo fyrir mér afhverju Norður Kórea er ekki kommúnistaríki.
Gangi þér vel við lesturinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.3.2016 kl. 18:18
Sæll.
Ég hefði átt að segja mér að ég fengi engin efnisleg svör og þau litlu sem ég fæ eru byggð á misskilningi. Þú ruglar saman pilsfaldakapítalisma og frjálshyggju - þú ert auðvitað ekki einn um það en slíkt gerir þó villuna engu betri.
Það er alltaf vont þegar menn nenna ekki að kynna sér hvaða merkingu hugtök hafa :-(
Helgi (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 08:52
Vertu ekki svona vanþakklátur Helgi þegar þú færð ókeypis kennslu í grunnatriðum rökfræðinnar.
Svo ég haldi mig við dæmið sem þú skilur, og einn daginn mun ljósið opna hug þinn gagnvart þeirri samsvörun sem ég er að benda þér á, þá eru leiðtogar Norður Kóreu, eða Maó gamli eða Stalín, ekki kommúnistar fyrir 5 aura, ekki frekar en þú eða ég.
En vissulega voru kommúnistar til, og vissulega eru þeir til í dag. Ef maður leitar vel.
En kommúnistar hafa aldrei náð völdum í eina einasta ríki, og þannig séð verður kommúnistum ekki kennt um þau voðaverk sem pilsfaldaríkiskapitalistar unnu í þeirra nafni.
En að gefa þeim annað tækifæri, eða leyfa þeim að réttlæta hin óhjákvæmilegu voðaverk með þeirri rökfærslu, að ekki hafi verið um hreinan kommúnisma að ræða, það er ekki inní dæminu hvað mig varðar.
Og ég ætla halda áfram að kalla þá voðamenn sem frömdu illvirki sín með undir nafni kommúnistaflokka, með kommúnísk slagorð á tungu, kommúnista, þó ég viti mæta vel að þeir voru ekki kommúnistar, ekki frekar en þú Helgi.
Jafnframt veit ég Helgi að þú ert frjálshyggjumaður, og Bjarni Ben er ekki frjálshyggjumaður, ekki frekar en Tatcher eða Hayek.
En eins og ég kalla Ekki-kommúnista fyrir kommúnista, þá ætla ég leyfa mér að halda áfram að kalla verkfæri auðmanna sem kenna sig við frjálshyggju, frjálshyggjmenn. Og hugmyndafræðina sem auðmennirnir fjármögnuðu, og kennd er við frjálsjhyggju, frjálshyggju.
Þú getur látið það duga að kalla Ekki-kommúnista fyrir kommúnista, og fylgt þannig daglegu tali, en talið þig vita það betur að Ekki-frjálshyggjumenn séu Ekki-frjálshyggjumenn, og því sé það rangt að kalla þá frjálshyggjmenn, þó það sé normið að dæma menn eftir frösunum og hugmyndafræðinni sem þeir þykjast fylgja, og það er í góðu lagi.
Mér vitanlega hef ég ekki lagt mig í lima við að banna þér slíkan talsmáta, eða skilgreiningar.
Hef aðeins bent þér á ósamræmið í málflutningi þínum.
Sem og hef ég ítrekað útskýrt fyrir þér af hverju ég nota orðið frjálshyggja, yfir Ekki-frjálshyggju, líkt og ég nota orðið kommúnismi yfir Ekki-kommúnisma.
Og ef þær útskýringar duga þér ekki Helgi, þá er það líka í góðu, en í guðanna bænum hættu þessari síbylju, þú ert farinn að haga þér eins og kommúnískur ritskoðari, eða það sem verra er, rétttrúnaðarmálfarslögregla.
Ekki gott Helgi, ekki gott.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.3.2016 kl. 13:27
Vil bæta því við að þar sem ég lifi í þeim stöðuga ótta, að talva mín ritskoði mig með því að drepa á sér án viðvörunar, sem aftur þýðir að allt sem ég skrifa, hverfur, að þá málfarsritskoði ég ekki textann hér að ofan, eða stafsetningaleiðrétti, enda rétt náði ég að ýta á Send áður en svartur skjár blasti við.
Vona samt að skortur á yfirlestri hafi ekki komið að sök.
Enn og aftur kveðjur að austan.
Ómar Geirsson, 31.3.2016 kl. 13:51
Sæll.
Ég spurði þig einfaldra spurninga í nr. 6 sem þú hefur ekki svarað. Er það vegna þess að þú veist að þú hefur rangt fyrir þér eða vegna þess að þú getur ekki svarað þessum einföldu spurningum?
Hvernir kemur þetta kommúnistatal þitt spurningu minni í nr. 6 málinu við?
Gott þú telur þig vera að að þér í rökfræði. Hefur þú þá lesið Gödel?
Helgi (IP-tala skráð) 1.4.2016 kl. 09:53
Elsku besti Helgi minn.
Láttu ekki eins og þú sért fæddur í gær.
Þá fer mig að gruna að þú sért notendanafn yfir vakt, sem ég hef ekki á nokkurn hátt gert eitthvað til að verðskulda, og þar með ekki manneskja, það er að þú sért þú, en ekki hópurinn sem vaktar.
Þetta hnífsegg er þinn örlagavaldur hér á blogginu, ef þú lætur eins og þú eigir þér ekki sögu, eða fortíð, þá í sannleika sagt, hef ég misst minn uppáhalds athugarsemdarmann, einhver sem ég gat alltaf gengið að vísum, og fannst alltaf þess virði að spjalla við.
Að mig minnir þá hófst okkar samband í pistli sem ég fjallaði um skilgreiningu mína á forheimsku, og einhver tilfallandi taldi þig falla mjög í þann hóp.
En ég upplifði einlægnina, og neistann, sem síðan hefur þátt í mínu beittasta spjalli, plús að vera gleðigjafi.
En þú hér að ofan ert ekki sjálfum þér líkur, og það hvarflar að mér að öll mín ánægja hafi verið byggð á blekkingum.
Sem ég á svo sem skilið, ég blogga ekki til að vera sammála næsta manni.
En samt, Helgi minn, varst þú bara tilbúningur??
Og ég Jokerinn???
Þetta blogg á sér 7 ára sögu, misalvarlegt.
En þú með altzheimer, aldrei hvarlaði að mér að ég ætti eftir að upplifa það.
Það er ekki gott Helgi.
Það er ekki gott.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.4.2016 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.