26.2.2016 | 16:51
Grafaskrift frjálshyggjunnar??
Eða lofgjörð til hins frjálsa markaðar.
Hins frjálsa flæðis.
Evrópusambandsins, eins og það var hugsað frá upphafi.
Lofgjörðin segir að þetta sé það sem koma skal.
Grafskriftin segir að mennskan spyrni við fótum.
Ísland segir, látum fjármálamafíuna græða í skjóli Sjálfstæðisflokksins.
Einkavæðum, borgum bónusa, greiðum arð.
Og gefum hrægömmum 500 milljarða í boði Engeyjarættarinnar.
Því þeirra er gróðinn.
"You ain´t see nothing yet".
Kveðja að austan.
Finna þræla í kjöllurum bakaría | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 47
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 2066
- Frá upphafi: 1412765
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1819
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Las fyrirsögnina óvart sem "Finna þræla í kjöllurum bankaría" sem óneitanlega tengist því hverjir rýja þjóðina inn að skinni.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.2.2016 kl. 17:51
Frjálshyggjan þarf víst að díla við ýmislegt: Kommúnista, Fasista, trúmenn af ýmsu tagi. Það held ég varla að þrælahald ríði henni að fullu - sérstaklega ekki ef haft er í huga að þrælahald var fundið upp talsvert fyrr, fyrir daga dagatals jafnvel, á meðan frjálshyggjan eins og við þekkjum hana er, ja, ekki mikið eldri en svona 250 ára.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.2.2016 kl. 21:30
Ómar. Það er víst kennd siðfræði, en ekki til neins samfélagsins siðmenntaðs gagns, í Háskólum Íslands?
Stjórnsýsla Íslands er gerilssneydd siðmentaðs siðferðis og mennskunnar réttindastýringar-stjórnsýslu.
Frímúraraglæpa-stúkubræður fá ólögleg og lögfræðinga/dómstólavarin sérréttindi, fyrir þau svikaverk að styðja kerfisins óréttlætið og stjórnsýsluafbrotin á Íslandi! Dómstólar sigla í heimsveldis-svikaranna kjölfar, og þannig réttarkerfi kann ekki góðri lukku að stýra til velferðar, siðferðis og friðar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.2.2016 kl. 23:31
Er það ekki hæpið að tengja þrælahald við frjálshyggju? Frjálshyggja, eða liberalism, hefur frelsi innbyggt í nafnið og gengur út á að einstaklingar hafi frelsi til að framkvæma svo lengi sem það valdi ekki öðrum skaða. Þannig að þú þarft aðeins að lesa þér betur til. Það eru vinstri menn sem vilja reisa víggirðingar og búr um fólk og fyrirtæki.
Maður fær alveg klígjuna við að fylgjast með fjölmiðlum fjalla um þrælahald á íslandi eins og það sé eitthvað sem sé að grassera hér. Þetta var maður frá Sri Lanka sem tók sína þræla með sér og það kom bara ekki í ljós strax. En umræðan er eins og verið sé að svipta hulunni af einhverju sem viðgangist á íslandi. Þetta afhjúpar bara þá sem fara á torg með þennan málflutning.
Elmar (IP-tala skráð) 27.2.2016 kl. 09:58
Blessaður Pétur.
Henti þessu alveg óvart inn þegar ég var að slökkva á tölvunni, eftir smá ferðalag um Fésbókina, þar sem ég meðal annars kom inná þína ágætu lífsinsljóðasíðu.
Man ekki alveg afhverju þetta hrökk svona út úr mér, eitthvað flögraði alþjóðavæðingin um huga mér, sem og af hverju var verið að bögga mann sem óvart misskildi reglur Evrópusambandsins um frjálst flæði óþverraskapar, hvað gat hann vitað að það mætti aðeins fara illa með fátækt fólk með heimilisfesti innan sambandsins.
Menn hafa nú misskilið minna af stærra tilefni.
En þetta er rétt, mansalið reynist víða.
En viðspyrna mennskunnar er vandfundnari.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2016 kl. 14:48
Blessaður Ásgrímur.
Það er ekki af Samdauninum skafið, núna réttlætir hann nútímaþrælahald.
Hvað næst?, hvað næst??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2016 kl. 14:49
Já Anna, þetta kann ekki góðri lukku að stýra.
Enda virðist mér Lukkan hafi sagt upp vistinni hjá okkur mannfólkinu.
Fernisúlfur hefur verið leystur úr viðjum sínum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2016 kl. 14:52
Blessaður Elmar.
Taumlaus græðgi,og óendanleg siðblinda kný áfram alþjóðvæðingu fjármagnsins. Birtingarmyndin er arðrán auðlinda, mannfólks, náttúru.
Þrælahald er bein afleiðing kerfis sem virðir engin mennsk mörk.
Allt réttlætanlegt ef fjármagnið aðeins græðir.
Klisjan; "svo fremi sem það valdi ekki öðrum skaða", er algjörlega merkingarlaust fyrir það siðblinda fólk sem drífur græðgivélina áfram.
En fóðrar vel bláeygða bjána sem sjá ekki Helið sem blasir við okkur öllum ef það tekst ekki að stöðva þessa óværu áður en skaðinn verður óbætanlegur.
Þetta er frjálshyggja vegna þess að frasar hennar eru ríkjandi tungutak þeirra stjórnmálamanna, sem svívirðan fjármagnar, og hafa ráðið öllu á Vesturlöndum síðustu 30 árin eða svo.
Varðandi þetta einstaka dæmi sem kom uppá Vík, þá fagna ég mjög fyrir hönd stjórnkerfisins, að hafa loksins fundið litaðan útlending, sem hægt var að hengja sem blóraböggul. Það hlýtur að vera mikill léttir að hafa fundið einhvern sem hægt er að rétta yfir, án þess að styggja höndina sem fóðrar.
En að ákæra verkkaupann; Neiiiii. Svoleiðis er ekki gert.
Og í versta falli heldur hann áfram að kaupa vörur sínar úr þrælabúðum SuðAustur Asíu.
Því það er ekki þrælahald, það er aðeins ef það er í bakgarði okkar. Og tengist fólki sem borgar ekki til Flokksins.
Það er nú það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2016 kl. 15:18
Hver/hvað er þessi "samdaunn" sem þú ert alltaf að tala um? Og hvar og hvenær var hann að réttlæta þrælahald?
Talaðu íslensku maður!
Ásgrímur Hartmannsson, 27.2.2016 kl. 18:46
Það er krafturinn Ásgrímur, það er krafturinn.
Nýbúinn að sjá fyrir mér Kalla kanínu, og núna kom gamall maður úr beitningaskúrunum þegar ég var strákpolli, upp í hugann.
"Hvað segir þú gæskurinn", sagði hann alltaf, eftiráhyggja oft að gefnu tilefni, þó hann hann heyrði ágætlega.
"Hvað segirðu gæskurinn".
"Ha, hvað segirðu?"
Hann var reyndar Sandvíkingur, og talaði ekki sérlega góða íslensku.
Þér hefði greinilega ekki linnt við hann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2016 kl. 20:19
Nei, illa lyndir mér við slíka menn, af langri reynzlu. Þegar menn tala í myndlýkingum, hverfingum og með orðum sem þeir hafa sjálfir fundið upp, er engin leið fyrir mig að skilja hvað þeir eru að segja, svo þeir verða fyrir mér sem hverjir aðrir hundar: bara þarna, gefandi frá sér hljóð, félagsskapur en ekkert annað.
Þessir téðu menn voru reyndar allir hneigðir til dýra, og einn af þeim var omnisexual, held ég - eða það skildist mér á honum eftir að hafa hitt hann daglega í 10 ár. Erfitt að skilja hann, sjáðu til.
Þér hefði líkað við þá, þeir voru allir langt til vinstri, og mikið hallir undir kenningar Mussolini - þó þeir hefðu aldrei viðurkennt það sjálfir. Reyndar held ég að þeir hafi ekki vitað að það voru kenningar Mussolini sem þeir aðhylltust.
Það er fáfræðin, sem ég er alltaf að reynað að draga úr. Segja fólki að lesa sér til um hlutina, nota orð í þeirri merkingu sem þeim hefur verið gefin, og svo framvegis.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.2.2016 kl. 21:00
Og svo sagði hann; "já, já gæskurinn, já já.".
Annars fannst mér tilraun þín til að frýja frjálshyggjuna af nútímaþrælahaldi ákaflega fyndin.
Sé alveg í anda Suðurríkjadrenginn sem neyddist til að sitja undir ræðu Lincolns við Gettysborg, dæsa og segja við félaga sinn. "Afhverju er hann alltaf að klína skömm þrælahaldsins á okkur, við sem höfum bara átt heima hérna í 250 ár. Af hverju minnist hann ekki á Rómverjana??
Já afhverju???".
Já það er margt mannanna meinið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2016 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.