12.2.2016 | 21:14
Stórfrétt hjá Mogganum.
IKEA skaut undan 140 milljónum.
Eins og það sé skömm að frjálshyggjan virki.
Stefnan sem blaðið hefur dag og nótt vegsamað frá því að Matthías var og hét.
Og hefur virkilega sannað gildi sitt síðustu 30 árin, ekki bara í kjörgengi núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, heldur í beinharðri tölfræði
Að þeir ríku verða ofsaríkari, og við hin berjumst í bökkum.
Það hvarflar að manni að þegar svona smápeningur er talinn til í forsíðufrétt, að einhver öfund sé í gangi.
Líkt og að einhver, og þá einhver sem tengist útgáfu blaðsins, hafi ekki fengið spón sinn í askinn.
Að hann hafi verið snuðaður þegar hann skipaði ritstjórn blaðsins að þegja yfir þjófnaði árþúsundsins.
Eins og það sé enginn frétt þegar íslenskur stjórnmálamaður setji heimsmet í spillingu.
Og þegar Mogginn hamri á IKEA, þá sé það skilaboð til þeirra sem rændu þjóðina um 500 milljarða.
"Ég vil mitt", og þá fjalla ég áfram um smáþjófnaði.
Sem aftur áréttar, aldrei skaltu vanmeta græðgi skálda í stól útgefanda.
Ritsnilld þeirra er vanmetin, ekki í gæðum, heldur í aurum.
Og þegar miðill þeirra fjallar um Ekkert, þá segir hann aðeins um hvað hann gæti gert, ef vasinn er ekki fylltur.
En lítið er eftir af Sjálfstæðinu sem klöppin í Vigur mótaði á sínum tíma.
Og hvílík heppni að IKEA sá á sínum tíma arð í okkar litla markaði.
Því Þögn verður ekki til að sjálfu sér.
Jafnvel þögnin þarf sitt fóður.
Kveðja að austan.
Telur millifærslur geta verið ólöglegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki rétt að í þessari sk. frjálshyggju felist hvatning til skattsvika eða annarra lögbrota. Ég mæli
henni ekki bót, en það þjónar engum tilgangi að fara rangt með, er reyndar verra en ekkert..
Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 13.2.2016 kl. 08:47
Sæll.
Tek undir með nr. 1 hér að ofan. Sumir fullyrða bara út í bláinn án þess að skilja að hugtök hafa ákveðna merkingu.
Hérlendis er engin frjálshyggja ríkjandi þó ÓG haldi því ranglega fram. Það er enginn flokkur hérlendis með fulltrúa á alþingi sem er raunverulegur frjálshyggjuflokkur.
Helgi (IP-tala skráð) 13.2.2016 kl. 09:18
Vesalings frjálshyggjufólkið sem alstaðar er misskilið. Hvað ætli valdi?
Toni (IP-tala skráð) 13.2.2016 kl. 11:58
Blessaður Aðalsteinn.
Það hvarflar oft að mér að meginskýring á útbreiðslu þessa ófagnaðar sem kenndur er við frjálshyggju, fyrir utan skammsýni og græðgi, sé útbreitt ólæsi, eða lesblinda.
Það er ólæsi á innihald texta.
Margt og mikið er sagt hér að ofan, þemað er samt um skáld í stólum,en hvergi er minnst einu orði á skattsvik eða önnur lögbrot. Ég held reyndar að það sé ekki heldur gert í þessari frétt Morgunblaðsins um skattaundanskot Ikea, veit það reyndar ekki því ég las fréttina á hundavaði, og varla það, en ég yrði mjög hissa ef skattasérfræðingar IKEA kynnu ekki til verka.
Þannig að innslag þitt er dálítið út úr kú, þó spekin sem slík er ágæt. Skil samt ekki afhverju þú ert að upplýsa mig um að þú mælir hinni sk. frjálshyggju ekki bót. Fyrirfram var ég svo sem ekki að spá í það, og sé ekki svona eftir á hverju það breyti fyrir mig að vita það.
En takk samt, og ég skal upplýsa þig líka um að ég mæli heldur ekki frjálshyggjunni bót, ekki heldur hinni svokallaðri.
Þannig er nú það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.2.2016 kl. 12:11
Það er nú það Toni, þetta virðist vera ákaflega misskilið fólk upp til hópa.
Og fyrst kastar það tóftunum að fólk finnur sig knúið til að taka það fram að það mæli henni ekki bót.
Ætli það fari fyrir frjálshyggjufólki eins og forynjunum í gamla daga, að það fái ekki einu sinni frið á afskekktum eyjum og útkjálkum.
Segi eins og skessan forðum, "einhvers staðar verða vondir að vera".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.2.2016 kl. 12:16
Góðan daginn Helgi.
Ég segi bara eins og Már Guðmundsson forðum daga á 5 manna fundi hjá Fylkingunni.
"Hér inni eru ekki hreinræktaðir kommúnistar", rauk á dyr og stofnaði nýjan "raunverulegan" kommúnistaflokk.
Sem klofnaði aftur í meirihluta og minnihluta þegar meðlimatalan náði þeirri hættulegu tölu, 3.
Minnir að Már hafi verið í minnihluta.
Já, svona er saga hinna hreintrúuðu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.2.2016 kl. 12:20
Ómar steinlá fyrir bullinu í Evu Joley og ætti að skammast sín. Hún hefur nú dregið orð sín til baka um IKEA hér á landi. Fréttin eigi bara ekki við íslensku starfsemina. Mikið væri gaman ef sumir væru ekki svona fljótir að dæma og ekki er allt rétt sem kemur út úr munni Evu.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 13.2.2016 kl. 15:49
Mikill er máttur minn Örn, en ég er ekki ennþá farinn að stjórna fréttaskrifum Moggans.
Og ef þú værir þokkalega læs, þá sérðu að ég er að gera grín af þessum skrifum.
Ásamt því að koma eina áhugamáli mínu þessa dagana, 500 milljarða ráninu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.2.2016 kl. 17:43
Raunveruleg frjálshyggja (libertarianism) hefur aldrei verið reynd sem stjórnarform á Íslandi, nema þá kannski í frumstæðri mynd á landnámsöld. Mörgum hættir hinsvegar til að rugla frjálshyggju saman við þá frændhygli (nepotism) og pilsfaldakapítalisma (crony capitalism) sem einkennt hefur íslenskt stjórnarfar og efnahagslíf meirihluta lýðveldistímans, sérstaklega þann sem er í fersku minni núlifandi Íslendinga. Þessi misskilningur er fyrirgefanlegur því yfirlýstir talsmenn frjálshyggju á Íslandi, hafa sjaldan gert mikið af því að leiðrétta hann. Sumir þeirra hafa jafnvel haft svo náin tengsl við frændhyglandi pilsfaldakapítalista að það er til þess fallið að kveikja efasemdir um hvort þeir séu í raun frjálshyggjumenn.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2016 kl. 19:16
Blessaður Guðmundur.
Ég hef svo sem tekið þessa umræðu áður við Helga, vísaði honum á þekkta umræðu afneitandi kommúnista sem gátu alltaf réttlætt voðaverk skoðanasystkina sinna með þeim órökum að þetta hafi ekki verið kommúnismi, hann hafi aðeins verið reyndur á síðsteinöld, þegar safnarar voru í samkeppni við stórveiðimenn.
Órökin með frjálshyggjuna eru þau sömu.
Orðavaðallinn er úr ranni frjálshyggjunnar, afleiðingarnar þær sömu.
Rof á samfélagssáttmálanum, niðurbrot millistéttarinnar, útskúfun fátækra, samþjöppun auðs, og ofsagróði örfárra.
Óhjákvæmilegt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.2.2016 kl. 21:39
Ég skal alveg fallast á að hægt sé að hafa skoðun á frjálshyggju, til dæmis með eða á móti henni.
Ég mun hinsvegar ekki fallast á að frjálshyggja hafi nokkurntíma orsakað neitt að ráði á Íslandi.
Einfaldlega vegna þess að landinu hefur aldrei verið stjórnað samkvæmt þeirri hugmyndafræði.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2016 kl. 21:53
Blessaður Guðmundur.
Það getur ekki nokkur maður borið á móti því að hugmyndafræðileg frjálshyggja hefur ekki nokkurn tímann stjórnað á Íslandi, eða nokkru öðru landi.
En þessari spurningu var svarað í eitt skipti fyrir allt eftir að Vítnamar tóku Phnom Penh. Og myrkraverkum kommúnistastjórnarinnar var ekki lengur hægt að afneita.
Hinir hreintrúuðu geta ekki notað það sem afsökun að skýring þess að bullhagkenning þeirra virkaði ekki, var sú að þeir sem framkvæmdu hana voru ekki hreintrúaðir, þetta var ekki kommúnisminn eins og hann var skilgreindur í fræðunum.
Menn voru dæmdir eftir raunveruleikanum, hvað þeir gerðu þegar þeir þvinguðu samlanda sína í átt að sæluríkinu, að hinu hugmyndafræðilegu módeli sem þeir vildu koma á laggirnar og kenndu við kommúnismann.
Ástæðan fyrir því að kommúnismanum er kennt um þjóðarmorðið í Kambódíu, þjóðarmorðið í Norður Kóreu, helfarir Maós og Stalíns, er að foringjarnir sögðust vera kommúnistar, flokkarnir sem gerðu þeim kleyft að fremja morð sín, voru kommúnistaflokkar, og aðrir kommúnistar studdu þá með ráðum og dáðum, eða allt þar til nályktin fyllti svo vit þeirra, að þeir komu ekki upp fleiri stuðningshrópum.
Frjálshyggjan hefur verið ríkjandi hugmyndafræði á Vesturlöndum frá því á níunda áratuga síðustu aldar, að afneita því, er að afneita raunveruleikanum.
Og idealalið hefur ekkert með þann raunveruleik að gera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.2.2016 kl. 10:44
@12:
Þú segir að frjálshyggjan hafi verið ríkjandi hugmyndafræði á Vesturlöndum frá níunda áratug síðustu aldar. Þú segir ennfremur að það að afneita því sé að afneita veruleikanum.
Þetta er alrangt hjá þér en eins og oft áður trufla staðreyndir þig ekki hætishót. Er ekki betra að hafa það sem sannara reynist?
Frjálshyggja felur í sér lítinn opinberan geira og lágar álögur á atvinnulífið í formi skatta. Reglur eru fáar í frjálshyggju. Á eitthvað af þessu við Vesturlönd undanfarin 30 ár?
Nei, því fer fjarri. Hvernig stendur á því að menn sjá það ekki? Er það kannski vegna þess að menn vilja endilega kenna frjálshyggjunni um brotlendingu eigin hugmyndafræði?
Hvað hefur í reynd gerst undanfarna áratugi? Reglum hefur fjölgað, opinberi geirinn hefur stækkað og eyðsla hans aukist. Skattheimta alríkisins í USA tvöfaldaðist t.a.m. frá 1980 - 2000 (mæld í dollurum árið 2000). Árið 1942 voru t.d. um 100.000 bls. í því sem kallað er Federal Register en árið 2014 voru þær næstum því 800.000. Um 1960 eyddi opinberi geirinn í USA um 25% af GDP en í dag er það hlutfall komið í um 38%. Er það fjölgun eða fækkun? Hvernig ríma þessar einföldu staðreyndir við fullyrðingar ÓG?
Margir reyna að halda því fram að í USA ríki frjálshyggja en slíkar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast.
Hvers vegna geta menn ekki farið rétt með einföld atriði?
Ómari er að sjálfsögðu frjálst að hafa hvaða skoðun sem hann vill á frjálshyggju eða sósíalisma en þá er auðvitað betra að vita út á hvað þessar stefnur ganga. Er því til að dreifa hér?
Helgi (IP-tala skráð) 14.2.2016 kl. 19:06
Blessaður Helgi.
Ég sagði að frjálshyggjan hefði verið opinber hugmyndafræði á Vesturlöndum, en ekki að flokkar sem hjáguðinn Mammon dýrka, hefðu umbreytt þjóðfélögum Vesturlanda í bein frjálshyggjuþjóðfélög.
Færsla þeirra frá samfélögum velferðar yfir í villimannasamfélög frjálshyggjunnar hefur vissulega stórskaðað vestræn samfélög, og ekki bara lagt drög að eyðingu þeirra, heldur líka komið heiminum á heljarþröm.
En að vestræn ríki séu eins og draumaþjóðfélög frjálshyggjunnar, hef ég aldrei sagt. Enda getur tilbúningur aldrei orðið að raunveruleika. Frjálshyggjan er hagtrú, á ekkert skylt við hagfræði, ekki frekar en systir hennar, Stalínisminn.
Áður en draumsýnin verður að veruleika, þá hefur annað að tvennu gerst, að samfélögin hafa leyst upp vegna innbyrðis vígaferla og upplausnar, eða þá að ríki með sterkt miðstjórnarvald hefur lagt viðkomandi tilraunadýr undir sig.
Ég veit það reyndar Helgi að þú ert ekki sammála þessari greiningu, en það er þreytandi til lengdar að lesa afneitun þína á frjálshyggju Vesturlanda, með þeim rökum að frjálshyggjuflokkarnir séu ekki hreintrúaðir, eða þeir hafi ekki komið á frjálshyggjuþjóðfélagi.
Vegna þess að ég veit að þú skilur alveg röksemd mína.
Þú komst upp um þig þegar þú talar um kommúnistaflokka sem kommúnistaflokka, og ríki sem þeir stjórna, sem kommúnistaríki.
Þó er óravegur á framkvæmd þessara ríkja á kommúnismanum, og kommúnismanum sjálfum samkvæmt fræðum hinna hreintrúuðu.
Til dæmis er ein að forsendum kommúnismans að ríkisvaldið sé ekki til staðar, það sé óþarft. Heldur reki menn samfélög sín í kommúnum, sem hafa svo samskipti sín á milli á jafnréttisgrunni. Þess vegna heitir stefnan jú kommúnismi.
Veistu um eitthvað kommúnistaríki án ríkisvalds?
Svo að ef þú vilt leika blábjána Helgi, og halda áfram að afneita tilvist frjálshyggjunnar með þeim rökum sem þú gerir, þá verður þú að vera samkvæmur sjálfum þér í röksemdarfærslu þinni.
Og biðja Kim Il Sung afsökunar á að hafa kallað hann kommúnista.
Þá skal ég halda áfram að ræða við þig á þessum forsendum.
Ekki fyrr.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.2.2016 kl. 23:07
Sæll.
Þú ert nú farinn að leggjast lágt með því að kasta skít í mig í stað þess að svara efnislega. Getur þú virkilega ekki betur? Ertu ekki vanur því að þurfa að rökstyðja mál þitt í sunnudagsboðunum?
Vandinn er að þú skilur ekki út á hvað frjálshyggja gengur. Hvers vegna veit ég ekki. Vel má vera að við séum meira sammála varðandi fleira en okkur grunar ef þú færir rétt með hugtök. Taktu þér tíma til að lesa þér til um frjálshyggju. Svo væri líka gagnlegt fyrir þig að kynna þér hvað sósíalismi er sem og fasismi.
Nei ég veit ekki um neitt kommúnistaríki án ríkisvalds enda er það vegna þess að hreinn kommúnismi komst hvergi í heiminum á. Sósíalismi er áfangastaður á leiðinni að kommúnisma og gáfu ráðamenn í USSR sálugu við og við út spár um það hvenær hreinum kommúnisma yrði komið á þar án þess þó að þær spár rættust.
Opinberi geirinn hefur farið stækkandi og afskipti hans hafa verið að aukast á Vesturlöndum undanfarið eins og ég sýndi fram á með einföldum dæmum í 13. Það er ekki frjálshyggja heldur nær því að vera fasismi (margir skilja raunar ekki muninn á fasisma og sósíalisma).
Ég er heldur ekki að afneita neinu varðandi frjálshyggju á Vesturlöndum vegna þess að hún var ekki hrein - þarna ertu farinn að gera mér upp skoðanir sem er ekki málefnalegt. Frjálshyggja hefur einfaldlega ekki verið við lýði á Vesturlöndum undanfarna áratugi.
Hvaða munur er á frjálshyggju sem er hrein og þeirri sem er ekki hrein? Hvaða munur er á hreinum sósíalisma og þeim sem ekki er hreinn? Hvaða munur er á fasisma og ekki hreinum fasisma?
Helgi (IP-tala skráð) 16.2.2016 kl. 06:48
Hvaða viðkvæmni er þetta sí og æ í þér Helgi minn, þó hér á þessari síðu sé brúkuð íslenska en ekki eitthvað form af réttrúnaðarísku. Það mætti halda að þú hefðir ekki átt nein systkini (sem hefðu oft og iðulega sagt við þig, "láttu ekki eins og blábjáni", sem er á systkinamáli miklu vinalegra en láttu ekki eins og fífl), verið einbirni og verið alinn uppá leikskóla þar sem mátti ekki einu sinni bölva.
Ef menn halda á appelsínu í sitthvorri hendinni og fullyrða að þar sem lögun þeirra er ekki alveg sú sama, þá séu annað epli, þá eru menn blábjánar, það er að segja ef þú vilt ekki vera neikvæður, hvað þá henda skít yfir fólk.
Og þegar maður telur viðkomandi vera gera sér upp röksemdirnar, þá segir maður við hann, "hættu að láta eins og blábjáni", það er að segja ef maður vill ekki vera neikvæður eða henda skít yfir viðkomandi.
En það er ekki hægt að nefna hlutina öðrum nöfnum en þeir eru.
Og veitu Helgi, þetta virkaði, allt annað að lesa þig núna en sífeldu sömu síbyljuna.
Og þú ert að ná pointinu, "Nei ég veit ekki um neitt kommúnistaríki án ríkisvalds enda er það vegna þess að hreinn kommúnismi komst hvergi í heiminum á. Sósíalismi er áfangastaður á leiðinni að kommúnisma".
En af hverju notar þú þá orðið kommúnisti yfir þá óhæfumenn sem frömdu voðaverkin, í ríkjum sem þú kallar, kommúnistaríki?
Samkvæmt því sem þú segir þá voru þess ekki kommúnistar frekar en ég eða þú, og ríkin ekki frekar kommúnistaríki en Páfaríkið eða Kanada.
Og "hreinir" kommúnistar sem því þessa glæpi af höndum sínum, hafa alveg rétt fyrir sér, þeir bera ekki frekar ábyrgð á glæpum Maós, en morðum Gengis Khan.
En af hverju er ekki lengur hlustað á þessu réttlætingu??
Jú, fólk fékk loksins nóg, það áttaði sig á að "færslan" (sem þú kallaðir áfangastað) frá raunveruleikanum yfir í draumaríki kommúnismans, það sem þú kallar "hreinan", hafði óhjákvæmilega í för með sér þær hörmungar sem urðu þegar "örfáir" töldu sig hafa rétt til að rústa því sem er, til að byggja upp Útópíu sem þeir töldu æskilega.
"Hreinir" kommúnistar geta ekki frýjað sig af glæpaverkum fólks sem hafði sömu frasa á tungu, og lutu sama skurðgoðinu; Marx.
Þess vegna tala ég um kommúnistaríki, og glæpi kommúnista.
Um annað sem þú hefur að segja, þá væri það fyrst svara vert, ef ég hefði nokkurn tímann haldið því fram að hreinir frjálshyggjumenn hefðu komið á hreinu frjálshyggjuþjóðfélagi.
Og ég skal taka þá umræðu, ef þú vilt hvítþvo glæpi kommúnista, í nútíð og fortíð. Með þeim rökum að þetta hafi ekki verið "hreinir", og að það hafi ekki verið um "hreinan" kommúnisma að ræða.
Ég hef nefnilega tekið þessa umræðu við hreintrúaða kommúnista, reglulega í gegnum tíðina, og ég hef tekið hana, að mig minnir, tvisvar við þig.
En ég nenni ekki að taka hana í þriðja skiptið, nema þú kokgleypir glæpi kommúnista.
Hinsvegar get ég sagt þér að ég miklu meira álit á "hreinum" frjálshyggjumönnum, en þeim stjórnmálamönnum vaða með skítugum krumlum um eigur almennings, með frjálshyggjufrasa á tungu. Ég hef mikla og reyndar algjöra skömm á þeim. En samt meiri skömm á því vinstraliði sem gekk hugmyndafræðinni á hönd, og það í nafni velferðar sbr. Blairisminn. Og fyrirlitningin er algjör á þeim vinstrimönnum sem flokka sig til vinstri við krata, líkt og VG flokkar Norðurlanda, þeir tóku allir með tölu þátt í aðför hins skítuga fjármagns á hendur íslensku þjóðinni í ICEsave deilunni.
Hins vegar þá hef ég enga skömm á "hreinum" frjálshyggjumönnum, er frekar hlutlaus, virði jafnvel staðfestu þeirra í mörgum málum. Þeir studdu til dæmis þjóðina í ICEsave deilunni, ekki fjármagnið sem í sögulega samhengi hafði alltaf fjármagnað starfsemi þeirra.
Það þarf kjark til að glefsa í höndina sem fæðir þig.
Hins vegar hef ég áhyggjur af sálarheill þeirra, en það er annað mál.
Það er nú það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.2.2016 kl. 13:57
Sæll.
Engin efnisleg svör - frekar en vanalega :-(
Helgi (IP-tala skráð) 18.2.2016 kl. 06:30
Það fer bara eftir læsi fólks hvernig á það er litð.
En ég er ánægður með að þú heykist á að frýja kommúnista af glæpum sínum.
Hættu svo að bögga mig með þessu eilífa tali þínu um að ekki sé um hreina frjálshyggju að ræða, ég er ekki að ræða um ykkur hreintrúuðu og útópíu ykkar.
Ég lifi í raunheimi. og er að tala um raunveruleikann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.2.2016 kl. 10:21
Sæll.
Nú ertu aftur farinn að kasta skít, það er ekki málefnalegt.
Þú segist lifa í raunheimi. Gott og vel. Það má þá kannski líta til frummyndakenningar Platóns hér.
Hvernig er hrein frjálshyggja? Hvernig er hreinn sósíalismi? Hvernig er hreinn kommúnismi? Hvernig er hreinn fasismi? Er t.d. einhver mynd frjálshyggju iðkuð einhvers staðar?
Er fjármálageirinn, bæði hér og á Vesturlöndum, birtingarmynd frjálshyggju? Ríkir frjálshyggja í fjármálageira Vesturlanda? Ef svo er, að hve miklu leyti?
Hugtök hafa merkingu. Hvað er á bak við þessi hugtök? Var Hitler kannski frjálshyggjumaður?
Helgi (IP-tala skráð) 20.2.2016 kl. 11:58
Blessaður Helgi og fyrirgefðu hvað ég kem seint inn, var á fótboltamóti með strákunum mínum.
Eitt þarftu að temja þér, ef þú vilt ræða málin, og láta taka þig alvarlega í þeirri umræðu, er að hætta að vera svona hörundssár þegar rætt er við þig á því kurteisasta mannamáli, sem hægt er að nota, án þess að mannamálið glati merkingu sinni, og fer að verða einhver rétttrúnaðaríska; "hey, ekki segja neitt, þú gætir hugsanlega mögulega sært einhvern", og þar með er ekkert sagt.
Annað er að læra að lesa langar setningar, og skilja merkingu þeirra, til dæmis góð æfing hér að ofan.
Það þriðja er að muna um hvað menn hófu umræðuna, svo menn tíni sér ekki þegar menn fara um víðan völl. En það að fara um víðan völl með rök og tilvísanir er eitthvað sem menn gera þegar menn telja að viðmælandinn hafi vitsmuni til að skilja umræðuna, að halda þræði og svo framvegis. Þegar Jón Baldvin hóf að telja á fingrum sér, þá afhjúpaði hann fyrirlitningu sína á venjulegu fólki, hélt að það réði ekki við vitsmunalega umræðu, og að hann þyrfti að éta ofaní það staðreyndir líkt og um ómálga börn væri að ræða. Ég gæti svo sem alveg gert það, og geri það alveg ef þú biður mig um það, en ég ætla að láta þig njóta vafans. Treysti með öðrum orðum á læsi þitt.
Síðan verður þú að hafa í huga að þú stjórnar sjálfur því viðmóti sem þú færð. Lestu fyrstu innslög þín, ætti að vera auðvelt, ég blogga sjaldan, og þú ert sá eini sem ég ræði eitthvað við, og sjáðu hvar þú uppskerð stríðni mína, og hvar ég reyni að vera eins alvarlegur og málefnalegur og mér er unnt. Sem kannski er aðeins blæbrigðamunur.
Ekkert að því sem þú sagðir hér að ofan, tengist á nokkurn hátt því sem við vorum að ræða, það er að segja því sem þú hófst umræðu þína á.
Hins vegar hefur þér miðað mikið áfram.
Og ef þú vilt halda áfram á þeirri braut, þá skaltu lesa þetta í rólegheitum, mátt jafnvel kíkja á fyrri umræðu, og þá skal ég halda áfram að ræða við þig um af hverju ég kalla ráðandi stjórnmálastefnu síðustu áratuga frjálshyggju.
Hins vegar hef ég ekki nokkurn áhuga á að ræða við þig um hvað er hrein frjálshyggja og hvað ekki, vísa á Britannicu, ef þú vilt spá í það.
Ef ég pistla hins vegar eitthvað sem tengist þessum skilgreiningum, eða þú nærð nógu forvitnilegum fleti til að ég nenni að ræða hann, vegna þess að þetta er alltaf spurning um tíma, þegar pikkað er inná lyklaborðið, þá má vel vera að ég ræði við þig um afhverju frjálshyggjan er hagtrú, ekki hagfræði.
Hef svo sem svarað því öllu áður, en ég get alveg hrist upp í mínu rykaða minni, og útfært rökin nánar, það er á lyklaborðinu.
En það verður að vera eitthvað bitastætt Helgi.
Ég er eiginlega ekki að spá í neitt að þessu sem bloggið fjallar um, aðeins hrein skyldurækni fær mig til að kynda undir þeim pottum sem hinir "gjafmildu" verða að lokum soðnir í.
Annað ekki.
Heyrumst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2016 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.