12.2.2016 | 20:13
" Enginn gruni hér Bjarna sjálfan um græsku"
Þessi fyrirsögn er sótt í pistil á Hringbraut, þar sem fjallað er um tengsl fjármálaráðherra þjóðarinnar við ofsagróða fjármáladeildar Engeyjarættarinnar í spillingarmálinu sem kennt er við Borgun.
Sjálfur hef ég fjallað um þjófnað aldarinnar, og þá er ég að tala um á síðustu öld, og um hinn þekkta alheim, ekki Ísland, þar sem stjórnmáladeild Engeyjarættarinnar tók ákvörðun sem skilaði vogunarsjóðunum hundruð milljarða í beina hagnað.
Og fjármáldeild Engeyjarættarinnar hagnaðist í leiðinni um nokkra milljarða.
En enginn grunar Bjarna um græsku.
Og til að koma í veg fyrir alla grunsemdir, þá er fjarskafrétt á forsíðu Mbl.is um eitthvað sem enginn innlendur kostunaraðili hefur hagsmuna að gæta.
Og leiðarar blaðsins fjalla um eitthvað sem gerðist, eða um eitthvað sem er ekki að gerast.
Strútar gruna aldrei ljónið um græsku.
Enda sjá þeir ekkert með höfuðið á kafi í sandi.
Mogginn fjallar um IKEA.
Þjóðin er rænd um 500 milljarða.
Og við þegjum öll.
Eða næstum því.
Kveðja að austan.
Umfangsmikil skattaundanskot IKEA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Alltaf er það þannig að þegar einstaklingar eða fyrirtæki eru vænd um skattaundanskot að vandlætarar stíga fram á sviðið - hvort sem eitthvað er hæft í þeim ásökunum eður ei.
Nokkur dæmi eru um að þeir sem vilja endilega láta hina ríku borga háa skatta hafi ekki hugmynd um hve mikið þeir borga. Dæmi eru líka til um að ríkir vinstri sinnaðir einstaklingar vilji að hinir ríku borgi háa skatta - en bara ekki þeir.
Íhugum aðeins hvað skattfé okkar fer í? Er því skynsamlega varið? Er íslenska heilbrigðiskerfið skínandi módel sem önnur lönd geta lært af? Höfum í huga að íslenska kerfið er sambærilegt við það breska og í Bretlandi vantar heimilislækna. Vantar lækna hérlendis? Vantar hjúkrunarfræðinga hérlendis?
Ætli skattfé hérlendis sé vel varið í stjórnsýsluna? Hvað eru t.d. margir íbúar á Íslandi á bak við hvern þingmann borið saman við Norðurlöndin?
Þegar stór fyrirtæki fjárfesta hér vegna þess að það er þeim hagkvæmt á að taka því fagnandi en ekki saka þau um að stela og svíkja undan skatti. Hafi mennn rökstuddan grun um það á að vekja athygli t.d. skattrannsóknarstjóra á málinu. Af hverju gerir þú það ekki?
Besservisserar úti í bæ sem vita í reynd nákvæmlega ekkert og skilja jafnvel enn minna ættu frekar að benda tilbærum yfirvöldum á það sem þeir telja vera lögbrot í stað þess að öskra sig hása á annað hvort bloggi eða í fjölmiðlum.
Bjarna Ben og hans fjölskyldu ætla ég ekki að verja. Það ætti samt að vera morgunljóst að það er ALLTAF þannig að einhverjir aðilar ná tangarhaldi á hinu stóra batteríi sem vinstri menn elska: Hinum opinbera geira. Ætli BB og hans fjölskylda séu dæmi um það? Pilsfaldakapítalismi?
Vissir þú að ríkasta 1% í USA greiðir um 37% allra skatta í USA? Vissir þú að ríkustu 5% í USA greiða um 59% allra skatta? Ég held þú hafir aldrei séð slíkar tölur. Hve mikið er sanngjarnt?
Ein spurning undir lokin: Af hverju er skattheimta ekki þjófnaður?
Svo ættir þú líka að kíkja á það hve mikið Seðlabankinn hefur kostað okkur? Hvað er Seðlabanki USA að gera núna?
Helgi (IP-tala skráð) 13.2.2016 kl. 09:14
Blessaður Helgi.
Ég held svei mér þá að þú sért hæfur til að skrá niður réttindaskrá krabbameinsfruma, sem fá ekki að mynda æxli í friði án þess að það sé alltaf verið að ráðast á þær.
Það er tími til kominn að þær eignist sinn málsvara.
Annars sé ég að þú hefur ekki skráð þig á lestrarnámskeiðið sem ég ráðlagði þér síðast þegar við spjölluðum saman. Eða minntist ég ekki á það, hugsaði ég það bara?
Allavega þá var ég ekki að pistla um IKEA.
Nema svona óbeint, varð að gera það fyrir siðasakir þar sem ég tengdi við fréttina.
En skemmtilegar pælingar, gaman að heyra í þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.2.2016 kl. 12:35
Sæll.
Takk fyrir að svara í engu því sem ég nefni að ofan. Þú ert alltaf jafn málefnalegur :-) Getur þú ekki farið að bjóða upp á námskeið í þessu?
Ég fer kannski á námskeið um krabbameinsfrumur fyrir þín orð.
Svo hittir gagnrýni þín varðandi krabbameinsfrumur og mig sjálfan þig fyrir þar sem þú vilt, ef ég skil rétt, moka hingað inn sýrlenskum flóttamönnum. Hefur þú ekkert kynnt þér hvernig múslimum vegnar á Vesturlöndum? Er það rétt hjá Helga Hrafni pírata, ef ég skyldi hann rétt, að koma flóttamanna hingað skapi mörg störf?
Borgunarmálið og mál svipuð slíkum ættu ekki að koma neinum á óvart - nema kannski bláeygum vinstri mönnum sem trúa ekki á Guð heldur á Ríkið. Ríkið er algott og almáttugt og gerir aldrei nein mistök. Stækkum ríkið og aukum völd þess enn meira ef það klúðrar einhverju. Spilling? Hún er þá kapítalisma og frjálshyggju að kenna þó hvorugt þessara stefna mæli fyrir stórum spilltum opinberum geira og pilsfaldakapítalisma (sem er fylgifiskur stórs opinbers geira).
En hei, einföld hugtök eru ofar skilningi sumra og þá er bara hinu óþekkta kennt um hið illa í heiminum!! Skítt með staðreyndir!!
Ertu annars ekki ánægður með hina mjög svo faglegu ráðningu hæstvirts utanríkisráðherra á nýjasta aðstoðarmanni sínum, 22 ára gömlum nema sem verður í 50% starfi? Er sú ráðning góð eða slæm?
Helgi (IP-tala skráð) 13.2.2016 kl. 13:47
Blessaður Helgi.
Það hvarflaði svona að mér að þú værir sérstakur málsvari fyrir þann ofsótta hóp, sem kallast sníklar. Datt því svona í hug að það mætti verja fleiri en auðsníkla.
En auðvitað ræður þú í hverju þú sérhæfir þig.
Annars þakkað ég þér fyrir skrifin, sem ég las af sömu þolinmæðinni og áður. Og þakka þér aftur, það liggur við að ég sé hrærður yfir því hvað þú vilt ræða við mig um margt.
Og það er alveg satt, sem allir geta vottað sem þekkja til umræðu minnar hér í athugasemdarkerfinu, að ég hef mjög gaman að spjalla við þig, finnst þú áhugaverður.
En á þessum síðustu og verstu, þar sem athygli mín á blogginu er í algjöru lágmarki, þá set ég mörk um hvað ég tala.
Manstu ekki, eitthvað efnislegt varðandi pistilinn, set mörk á hvað ég svara sömu spurningunni oft, og svo framvegis.
Síðan svara ég ekki fyrir hönd annarra, nema ef ske kynni að ég sæi flöt á að hjóla í þá. Samt læt ég Pírata stundum í friði, þeir eru nú ágætir á sinn hátt. En þetta með ráðninguna, var Pitt yngri ekki forsætisráðherra fyrir tvítugt?? Og talinn með merkari primeminesterum þarna í Bretlandi.
Skiptir ekki innhaldið meira máli en umbúðirnar???
Sem í þessu tilfelli þekki ég ekki, líklegast er mér sama.
Og að lokum, antikristnin er ekki óþekkt, henni var lýst um miðbik fyrstu aldar eftir Krist, og sú lýsing hefur alveg staðist tímans tönn.
Hinsvegar getum við velt fyrir okkur hvers eðlis Harmageddon verður.En það er önnur saga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.2.2016 kl. 18:08
@4:
Svör óskast - ekki einhverjir útúrdúrar.
Helgi (IP-tala skráð) 13.2.2016 kl. 19:31
Æ láttu ekki svona Helgi, hvaða vanþakklæti er þetta.
Ég veit ekki betur en ég hafi svarað þessari spurningu; "Er sú ráðning góð eða slæm?", og leiðrétt þennan misskilning; "þá er bara hinu óþekkta kennt um hið illa í heiminum".
Eins tók ég það fram að ég væri ekki sérstakur talsmaður Pírata, þó mér leiddist ekki að hjóla í þá, þá gripi ég ekki hvert tækifæri til þess.
Jú og svo ræddi ég frekar við þig um réttindi krabbameinsfruma, og þá rétt þeirra til að mynda æxli eða meinvörp (bara orðanotkunin felur í sér neikvæðni). Gerði það nú bara þar sem þú varst eitthvað að ýja að þú vildir fara á námskeið þar um.
Mer fannst þetta nokkuð ágætt hjá mér miðað við að þú fjallar ekkert um efni pistla minna.
Hvað viltu meira??? Að ég útskýri fyrir þér enn einu sinni um skyldur kristins manns gagnvart neyð náungans. Eða þá siðað manns ef þú ert hræddur við að viðurkenna kristnar rætur menningar okkar.
Eða viltu að ég útskýrir fyrir enn og aftur að frjálshyggja hefur ekkert með kapítalisma að gera, hún er reyndar ekki síðri ógn við hann en systir hennar, Stalínisminn.
Þú verður allavega að gera það upp við þig hvað þú vilt. Ég hef sagt þér að ég áskil mér rétt til að setja kvóta á spurningar, og ég valdi úr þá sem ég hafði aldrei heyrt áður.
En ef einhver önnur er í uppáhaldi hjá þér, segðu mér það bara,og ég skal reyna að finna flöt á henni sem þú ættir að gera verið sáttur við.
Allavega, fókusaðu þig, eða bíddu rólegur eftir pistli þar sem frjálshyggjan er skotspónn minn.
Hann kemur, hafðu ekki áhyggjur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.2.2016 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.