Stórþjófnaður er stórfrétt.

 

Nema á Íslandi.

Ef stjórnmálamenn, helst ráðherrar, bera ábyrgðina, þá er þagað.

 

520 milljarðar eru miklir peningar, líka hjá stórþjóðum.

Það stelur enginn 520 milljörðum án þess að það sé skrifað um það frétt, og það upplýst að þjófanna sé leitað.

Jafnvel þó stjórnmálamenn, eða vildarvinir þeirra eiga í hlut.

 

Fjármálaráðherra fékk Alþingi til að samþykkja svokallaðan stöðugleikaskatt, sem átti að setja á ofsagróða vogunarsjóði og annarra hrægamma.

Átti að skila tæpum 900 milljörðum að sögn forsætisráðherra á blaðamannafundi sem var haldinn í Hörpu fyrir tæpu ári síðan.

Síðan heyrðist ekkert um þennan skatt, hann var leyndó, og það fréttist af viðræðum fjármálaráðherra við vogunarsjóðina, sem og aðra vildarvini og ættingja sem áttu fjárhagsmuna að gæta.

 

Hugmyndafræðingur viðræðnanna var Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, góðkunningja hinna meintu  skattafórnarlamba stöðugleikaskattsins, frá því að þjóðin varðist fjárkúgun breta og Hollendinga.

Már var fljótur að koma þeim kvitt í loftið að svona miklir fjármunir myndu stórskaða stöðugleikann, sérstaklega væri hættulegt að fá hluta af erlendum gjaldeyriseignum þortabúanna til að mæta útstreymi innlendra króna sem óhjákvæmilegt var að yrði þegar fjármunir þrotabúanna færi úr landi.

 

Og nýr tónn var sleginn.

Það hurfu um 500 milljarðar úr stöðugleikaskattinum og hann var núna kallaður stöðugleikaframlag.

Og allir þegja. 

 

Eða því sem næst.

Einn og einn sjálfstæður maður lætur í sér heyra, en hið keypta vinstri steinþegir.

Fjölmiðlamenn staðfesta böndin sem á þá voru sett í ICEsave deilunni, og það er ljóst að fjármagnið á Alþingi með manni og mús.

 

Stórþjófnaður er ekki stórfrétt á Íslandi.

Hann ber vott um eðlislæga gjafmildi stjórnmálamanna.

 

Hann er Gjöf.

Kveðja að austan.


mbl.is Hvað varð um 520 milljarða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar,eins og ég hef ábyggilega komið inn á áður þá ríður hyski röftum á Íslandi, þessir "stórþjófar" hafa þegar keypt alla stærstu fjölmiðla landsins svo það er engin hætta óþægilegra tíðinda úr þeirri átt, frekar en um árið. En hafðu þökk fyrir að benda á púkann á fjósbitanum.

Magnús Sigurðsson, 31.1.2016 kl. 11:39

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

 Stórþjófnaður? Voru þetta virkilega okkar peningar nokkurn tíma? Klíkan fer sínu fram, ennþá! en bíður eftir stóravelli sem kemur í sumar frá almenningi.

Eyjólfur Jónsson, 31.1.2016 kl. 13:43

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús og takk fyrir innlitið.

Það er sök sér þetta með fjölmiðlana, samfélagsmiðlarnir hafa fyrir löngu rofið einokun þeirra á upplýsingastreymi og stjórnun þeirra á umræðunni. 

Verra er þetta með manninn og músina á Alþingi.

Meira að segja sá alþingismaður sem ég ber mestu virðinguna fyrir, Ögmundur Jónasson, er sleginn þagnargaldri.  Eins og bónabeygja Steingríms sé farin að virka.

En sorgin í þessu er þögnin útí samfélaginu.  Hún nístir jafnvel meir en samþögnin eftir samþykkt ICEsave þrælalaganna í sumarlok 2009.

Þá kannski vissi fólk ekki betur, en í dag á það að þekkja blekkingarhjúpinn.

Gjafmildur fjármálaráðherra sem vísar í sérfræðirök Seðlabankans sem notar beina staðleysu í rökstuðningi sínum.

Klingja ekki bjöllur þegar vitnað er í lánsfjárhæfi ríkissjóðs??

Þetta skil ég ekki Magnús, og það veldur mér áhyggjum. 

Ég hélt að það væri ekki hægt að kaup upp þjóðarsál, jafnvel þó að furðufuglar eins og Píratar séu fengnir til verksins.

Jákvæðu fréttirnar eru hins vegar hinn Sjálfstæðimaður, hann þagði ekki í ICEsave, og kurrið í honum er þegar orðið að titringi innan Sjálfstæðisflokksins.

Enda felldu íhaldsmenn frjálshyggjuna hina fyrri, og þeir eru helsta ógn hins skítuga fjármagns í dag.

"Gjör rétt, þol ei órétt" er nefnilega ekki innantómt slagorð í huga  Sjálfstæðamannsinns.

En Andstaðan, aumingja hún.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2016 kl. 13:48

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eyjólfur.

Fyrir utan rök bandarískra yfirvalda þegar þeir sektuðu þarlendar fjárglæfrastofnanir vegna þess tjóns sem þær ollu samfélaginu, að þá vill svo til að það er búið að samþykkja stöðugleikaskattinn.

Skattahlutfallið tók reyndar ekki mið af skynsemisrökum Lilju Mósesdóttur (90-95%), heldur varið farið eftir góðvilja hagsmunatengdra þingmanna, en það var samþykkt engu að síður.

Þegar frumvarpið var kynnt, þá vissulega talað um hið svokallaða stöðugleikaframlag, en þá var það ef eitthvað, hærri upphæð en skatturinn.

Mismunurinn er náttúrlega stórþjófnaður, einstakur í vestrænni sögu, en ég er hógvær og læt mér nægja að tala um Gjöf.

En það eru ekki allir hógværir, og þögn þeirra er óskiljanleg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2016 kl. 13:54

5 identicon

Menn verða að stíga varlega til jarðar ef þeir ætla að verða ráðherrar í 4 flokka vinstristjórninni...

GB (IP-tala skráð) 31.1.2016 kl. 15:50

6 identicon

Sæll Ómar ... hvað telur þú, hershöfðingi lífsins, helst vera nú til ráða? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.1.2016 kl. 16:15

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður punktur GB.

En reyndar þá seldu vinstri menn sálu sína fyrir völd vorið 2009, og tóku að sér böðulsstarf fyrir fjármagnið.

Með þeirri undantekningu þó sem kennd er við "villikettina".

Það kemur því ekki á óvart að þeir haldi áfram að þjóna sínum gamla húsbónda. 

Og fjármagninu er nákvæmlega sama hvort það sé 2 flokka hægri stjórn eða 4 flokka vinstri stjórn, svo fremi að það hafi frítt spil í rán sitt og rupl.

En ég skil þetta ekki alveg með þjóðina.

Varla ætlar hún öll í ríkisstjórn?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2016 kl. 16:15

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Þú veist svarið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2016 kl. 16:16

9 identicon

Sæll Ómar, sýnist þér almenningur vera að vakna ... til lífsins?

Er hann ekki bara orðinn dofinn og finnur til vanmáttar gegn stórþjófunum sem eru verndaðir af ríkisvaldinu?

Sérstakur sakóknari segir í viðtali að enga iðrun sé að finna hjá stórþjófunum.

Sömu forherðingar gætir hjá þeim sem stýra þjóðarskútunni.   

Og fíflagangurinn ríður ekki við einteyming, hefurðu séð streymið frá fundinum um TISA?

Allt þetta vitum við, en hvað er til ráða?  

Nei, ég veit ekki svarið, því miður.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.1.2016 kl. 16:44

10 identicon

Allir skattar eru þjófnaður. Það telst ekki þjófnaður að taka ekki eignir fólks.

En siðferði Íslendinga er ekki meira en svo að þeir geta réttlætt fyrir sjálfum sér þjófnað ef fórnarlambið er útlendingur, eða einhver sem hægt er að kalla ljótu uppnefni. Víkingablóð útrásarvíkinganna og þjófseðli er ríkt í Íslendingum, græðgi meðfædd og frekja eðlislæg.

Jós.T. (IP-tala skráð) 31.1.2016 kl. 16:56

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jós.T.

Það eru þrjú samfélög manna sem innheimta ekki skatta.  Póstnúmer þeirra er í Brasilíu, Nýju Guineu og á eyju í Indlandshafi sem tilheyrir Indlandi.

Að því gefnu að þú ert ekki nakinn með steinöxi í hendi, þá verð ég að áætla að þú sért tölvuforrit, prógrammað af einhverjum lötum vinnumanni hrægammanna, þar sem í bland eru heimskustu frasar Nýfrjálshyggjunnar ásamt sjálfvirkri vörn fyrir gjafmildi fjármálaráðherra.

Vitiborið fólk lætur ekki svona vitleysu út úr sér.

Hið kómíska er þar með að ég er að skrifast á við sýndarpersónu.

Segir allt sem segja þarf um þögnina einu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2016 kl. 19:54

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Ef þú veist ekki svarið Pétur, þá hef ég algjörlega verið að skrifa út í tómið þegar hélt úti þessari bloggsíðu af einhverri alvöru.

Ég veit ekki af hverju útrásarvíkingarnir ættu að iðrast, ekki iðrast þjóðfélagið sem gerði þá út.

Þeir sem stýra þjóðarskútunni eru síðan bara að gera það sem þeir sögðust ætla að gera, að gæta hagsmuna þeirra sem fjármagna þá.

Og já, ég veit hvað er í gangi hjá TISA, þar er verið að hnykkja á endalokum siðmenningarnar eins og spáð var.  En fyrir opnum tjöldum, það er ekki verið að leyna neinu.

En það er ekki rétt að almenningur sé dofinn, og að hann finni til vanmáttar.  Voru ekki Píratar að kljúfa 40% múrinn??

Ekki ætla ég að lasta þá, þeir eru sjálfum sér samkvæmir. 

En þjóð sem fylkir sér um sýndarveruleik á Ögurstundu sinni, er þjóð sem hefur tekið ítarlegt námskeið í að grafa sína eigin gröf.

Það er ekki hægt að afsaka það Pétur. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2016 kl. 20:06

13 identicon

Sæll Ómar ... sjaldan er góð vísa of oft kveðin og hamra skal járnið og allt það.

Í ljósi þess spyr ég enn, okkur öllum til glöggvunar sem þitt góða blogg lesum,

hvað telur þú helst vera til ráða?  Nú veitir ekki af uppörvandi upprifjunarpistli.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.2.2016 kl. 00:05

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Það er ekkert heitt járn til að hamra, hvort maður sækir sér járn á steðjann til að hamra er svo annað mál.

Í augnablikinu er það ekki að fara að gerast. Hvorki innri þörf eða ytri hvati er til staðar.

Suðið núna er bara svona smá hjálpsemi við Bjarna, hann er annars fullfær um að viða að sér efni í sinn eigin gálga.  Og hann er stórtækur í þeim smíðum, mér sýnist að það verði pláss fyrir flokk hans að hanga líka.

Og ef einhver þjakaður af hægri hveli skyldi lesa þetta innslag þá þarf ég ekki að taka fram að um myndlíkingu er að ræða og vísar í pólitísk endalok hinna gjafmildu.

Og Pétur minn, það er ekkert til ráða, tími ráðagerðanna er löngu liðinn.

Það þarf að rísa upp og gera.

Og Upprisan hefst innan frá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2016 kl. 09:07

15 identicon

Það þótti frekar hæpið að það stæðist fyrir dómstólum að hægt væri að leggja á 39% eignaskatt 2016 á fyrirtæki sem störfuðu í einum geira árið 2008. Svipað og að ætla öllum sem bjuggu á Austfjörðum 2008 að greiða sérstakan 39% eignaskatt 2016, sem er ekki slæm hugmynd í sjálfu sér.

Davíð12 (IP-tala skráð) 1.2.2016 kl. 10:11

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja,Davíð tólfti, ég skil ekki af hverju þú ert ekki glaður yfir gjafmildinni, það jarðar við að ég lesi einhvern pirring í orðum þínum, líkt og enginn moli hafi fallið á þinn disk.

Það er eins og þú sért að halda því fram að lögfræðingurinn í stóli fjármálaráðherra hafi fengið Alþingi til að samþykkja ólöglegt skattafrumvarp, þegar þingið samþykkti frumvarpið um stöðugleikaskatt.

Til lítils fyrir afdalamann að austan að sannfæra þig um annað ef vantreystir allri lögfræðingahjörðinni á Alþingi.

En ég get vitnað í gegna íhaldsmann hér á Moggablogginu, hokinn af reynslu og eitursnjall penni.

"Flestir ólöglærðir telja að íslenska fullvalda ríkið geti lagt á skatta á Íslendinga og innlenda lögaðila eins og því sýnist. Ef einhverjum mislíkar þá getur hann skotið lagatextanum til Hæstaréttar sem verður að dæma eftir lögum aðeins.".

Kannski er meinlokan að telja landið fullvalda, ekki "eign" eins og ég hef bent á í fyrri pistli mínum.

En fjandinn hafi það, ég hélt að það væri bara sérviskuskoðun mín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2016 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband