30.1.2016 | 17:34
Annar forsætisráðherra, sama orðræðan.
Jóhanna Sigurðardóttir kvað ICEsave samning Svavars Gestssonar vera nauðsynlega forsendu endurreisnar fjármálakerfisins og þar með endurreisnar efnahagslífsins.
Hann var hagstæður þjóðinni, hann tryggði endurfjármögnun bankanna, flýtti fyrir afnámi gjaldeyrishaftanna, hann kæmi í veg fyrir dómsmál vegna neyðarlaganna, og ekki hvað síst, hann myndi bæta lánsfjárhæfi ríkissjóðs.
Og Jóhanna vitnaði í bankastjóra Seðlabankans, máli sínu til stuðnings.
Morgunblaðið undir ritstjórn Ólafs Stephens, át athugasemdarlaust upp fullyrðingar Jóhönnu.
Morgunblaðið í dag, undir ritstjórn Davíðs Oddssonar, étur líka sömu fullyrðingar, í aðeins öðrum búningi, því það er búið að endurreisa bankakerfið, og tilgangurinn er ekki að borga erlenda fjárkúgun, heldur að gefa vogunarsjóðum 385 milljarða af þegar áætlaðri skattlagningu á skyndigróða þeirra.
Allt er sem sagt orðið eins og var, fjármagnið er fóðrað en almenningur settur á gaddinn.
Þess vegna ætla ég líka að spá því að sömu örlög munu bíða Sjálfstæðisflokksins, og Samfylkingarinnar undir stjórn Jóhönnu.
Flokkurinn mun bíða algjört afhroð í næstu kosningum.
Leyndarhyggjan og orðagjálfrið mun ekki til lengdar ná að fela sannleikann fyrir þjóðinni.
Og þó að vogunarsjóðirnir eigi Alþingi eins og það leggur sig í dag, þá þarf ekki nema einum mælskumanni að langa á þing, og hann mun benda á þá innlendu aðila sem hirða sinn skerf af Gjöfinni miklu frá ríkisstjórn Íslands til hrægamma og vogunarsjóða.
Aðilar sem meðal annars tengjast fjölskylduböndum inní ríkisstjórnina.
Síðan þarf aðeins að setja það á stefnuskrána að þetta fólk verði einu sinni látið sæta ábyrgð. Ekki vinnumennirnir, ekki skúringarkonurnar, heldur þeir sem ábyrgðina bera.
Það má minna á að Ítalir fengu nóg af Kristilegum demókrötum, eftir áratuga spillingu, og lögðu flokkinn niður.
Hvort það verða örlög Sjálfstæðisflokksins, veit ég ekki.
En flokkurinn mun ekki lifa af í núverandi mynd, ef þessi 385 milljarða Gjöf gengur eftir.
Ekki ef orðræða Jóhönnu og allt það pukur sem viðgengst í stjórnartíð hennar, verður látið stýra framgang mála.
Menn komast ekki upp með það að gefa 385 milljarða.
Þarf ekki að ræða það.
Kveðja að austan.
Stórmál fyrir lausn á höftunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Morgunblaðið undir ritstjórn Ólafs Stephens,...."
Þarna áttu væntanlega við Fréttablaðið undir ritstjórn Ólafs.
Erlingur Alfreð Jónsson, 30.1.2016 kl. 19:12
Neib.
Les ekki Fréttablaðið.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 30.1.2016 kl. 19:51
Fróðlegt að vita hverjir skipa þennan flokk manna sem þú kallar hrægamma og vogunarsjóði. Þetta er mikið notað í umræðunni og hefur maður á tilfinningunni að þetta séu e-r fjarlægir aðilar (væntanlega erlendir)sem engin lög eða reglur ná yfir. Tímabært að upplýsa hverjir þetta eru og mér sýnist á málflutningi þínum að þú sért rétti aðilinn til að upplýsa mig og aðra e-ð um það.
valdimar Kristinsson (IP-tala skráð) 31.1.2016 kl. 10:44
Blessaður Valdimar.
Ég var heppinn að minnast ekki á Kínverja í þessum pistli, það hefði tekið nokkuð langan tíma, að nafngreina þá alla með kennitölu. Hefði samt líklegast vísað á þarlenda þjóðskrá.
Og þegar ég vitna í hinn andlitslausa hóp sem kenndur er við hrægamma, þá er ég ekkert að spá í hvað þeir heita. Nema reyndar að því marki sem þeir tengjsast beint hinum gjafmildu gerendum málsins.
Ég er til dæmis á móti þeim verknaði sem kenndur er við þjófnað, og andstaða mín þarf ekki það gildismat að vita hvað þjófarnir heita. Dugar að vita að þeir sæti ábyrgð gjörða sinna, og tel persónulega að sú ábyrgð eigi að mótast eins mikið af miskunn og hægt er.
Fjárníðingar, kenndir við hrægamma, hafa í gegnum tíðina fjárfest mikið í þeim aðilum sem setja lög, hvort sem það eru stjórnmálamenn eða lögfræðingar. Starfsemi þeirra er því lögvarin í dag, líkt og þjóðarmorð og stríðsglæpir voru til skamms tíma.
En réttlætið mun ná í skottið á þeim, og það ekki innan svo langs tíma.
Veit það því tilvera barna okkar er komin undir að það verði gert.
En ég skil þá sem eru nafnaþyrstir, geti ekki einbeitt sér að ógn nema hún hafi andlit og kennitölu. Og það segir margt um heljartök þessara fjárníðinga á þjóðfélaginu, að allar upplýsingar um nöfn þeirra, kennitölur og skóstærð liggi ekki fyrir.
Ásamt eignarhlut, hagsmunatengslum, launuðum starfsmönnum, hvort sem það er innan stétt lögfræðinga, viðskiptafræðinga, stjórnmálamanna eða fjölmiðlamanna.
Og í framhaldinu sé sett lög um ábyrgð þessara launuðu starfsmanna. Og þeir sæti síðan ábyrgð.
Eitthvað sem er grundvallaratriði ef þjóð vill teljast frjáls og óháð.
En það má finna mola hér og þar. Þórður viðskiptablaðamaður, sem ég man aldrei hvers son er, tók saman góða úttekt fyrir 2-3 árum síðan um erlenda eignarhaldið, Gúgli frændi man örugglega eftir henni, og Stundin fjallaði nýlega um skítugu tengslin inní Sjálfstæðisflokkinn.
Síðan eru þrálátar gróusögur um aðkomu hinna föllnu útrásarvíkinga að hrægammahópnum. Ekkert staðfest því þetta er jú ósnertanlegt lið.
Því við erum ekki lengur sjálfstæð þjóð, höfum ekki verið það frá haustinu 2008.
Aðeins stjórnarskráin hélt sjálfstæði sínu, og gettu hverjir eru fremstir í þeim hópi sem vill hana feiga.
Jú, fólkið sem þykist vera á móti.
Segir það ekki allt um ítök hins skítuga fjármagns??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.1.2016 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.