Árið er 2016

 

Og börn og fullorðnir svelta í hel.

Í okkar boði, í okkar samþykki, íslenska þjóðin er í Nató, og ábyrgð hennar er algjör.

 

Það er ömurlegt, að hefja nýtt ár með þeirri vissu, að það er enginn munur á okkur, og öllum hinum, sem hafa eytt, valdið ómældum þjáningum, og láta sig ekki líf varða, þegar gróði og hagnaður er annarsvegar.

Svo sem alltí lagi á tímum trúleysis, þegar boðorð kristninnar laut lægra haldi fyrir boðskap frjálshyggjunnar, að það sem eina skipti máli að það væri til auðmaður sem græddi, að það væri til aur sem hefði hagnað.

 

Og aurinn hagnast á þjáningum Sýrlensku þjóðarinnar.

Hans gróði er óendanlega mikill þegar siðmenningin lýtur í gras fyrir stjórnleysi og ofbeldi.

Fyrir fjármagnið er það aðeins lítil fjörlegur kostnaður að kaupa upp þá stjórnmálamenn sem þykjast taka á móti flóttamönnum, og meina ekki orð með því, en láta vargöldina og vígöldina viðgangast.

Stjórnmálmenn sem lúta höfði fyrir aurnum sem fjármagna óöldina.

 

Og við hin, sem teljum okkur siðuð, horfum á, og þykjumst góð því við ætlum að taka við pínu, pínu, pínu litlum hluta af þeim þjást vegna gjörða stjórnmálamanna okkar.

Við björgum einum, en horfum á þúsundir svelta, horfum á tugþúsundir deyja, horfum á milljónir flýja, land sem áður var friðsælt.

Og þar með erum við góð, erum hólpin, höfum gjört okkar.

 

Líkt og strúturinn sem átti eina sekúndu ólifað með hausinn í sandinum.

En hann gat ekki annað.

Hann gat ekki flúið ógnina, en hann vissulega skóp hana ekki.

 

En við berum fulla ábyrgð.

Stjórnálamenn okkar skópu óöldina, öflin sem fæða þá og fjármagna kosningabaráttu þeirra, þau fjármagna líka hörmungarnar í Sýrlandi.

Það er engin borgarastyrjöld í Sýrlandi, ekki frekar en í Póllandi á sínum tíma, þegar nasistar réðust á landið.  Þá trúði heimst fólk áróðri þeirra, og í dag trúir heimskt fólk sporgöngumönnum þeirra, öflunum sem gera út á hatur  og heift.

 

Erlent fjármagn, erlendir vígamenn, herja á sýrlensku þjóðina.

Í okkar boði, í boð Nató, í boði hins svarta fjármagns.

Sem græðir óendanlega á ólgunni, á upplausninni.

Og lætur ekki staðar numið fyrr en siðmenningin sjálf er undir.

 

Árið er 2016.

Árið sem við þurftum að velja.

 

Velja á milli framtíð barna okkar.

Og þess að ákalla aurinn, að kjósa þá stjórnmálamenn, og þau öfl sem Helið þjóna.

 

Árið er 2016.

Það deyja börn úr vannæringu við bæjardyr okkar.

Og það eina sem kemst að, er að hindra að saklaust fólk fái flúið neyðina.

Eins og okkar góða fólkinu finnist að ekki nógu margir séu vannærðir við dauðans dyr.

 

Árið er 2016.

Fáum því ekki breytt.

 

En við ráðum árinu 2017.

Hvort við veljum aurinn, og þá aur hinna ofurríku, eða hvort við veljum lífið sem ólum,

Lífið, sem við lofuðum að gæta. 

Lofuðum að vernda.

 

Hvað við veljum, veit ég ekki.

Aurinn þarf sína milljarða, vogunarsjóðirnir sem hann Bjarni greyið passar þurfa jú sitt.

Og við kusum jú aurinn til að gæta framtíð barna okkar.

 

Og þó það sé leitt að sjá sveltandi börn, þá finnst þjóðinni líka leitt að sjá sveltandi aur.

Líklegast lokar hún augunum fyrir svona ljótum myndum, og fylkir sjálfa sig um hinn tilbúna raunveruleika Netflix og annarra miðla sem svæfa sjálfið og þrá þess eftir að finna til, að vera lifandi, að þroskast, að vera til.

Og samþykkir skýringar hinna fjármögnuðu að sveltandi börn séu eitthvað sem við getum ekki hindrað, líkt og hlýnun andrúmsloftsins, eða vaxandi ójöfnuð og fátækt í hinum vestrænum samfélögum.

 

Að ef við aðeins lokum augunum nógu lengi, að þá séu þau örugglega horfin þegar við opnum þau næst.

Og örugglega hafa einver lifað af hungrið og vesöldina, þú það lifir jú alltaf einhver af.

Sem staðfestir sakleysi okkar og góðan vilja.

 

Árið er 2016.

Og leiðtogar okkar svelta börn.

 

Þar til yfir líkur.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Börn og fullorðnir svelta í hel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru sendiboðar Djöfulsinns sem koma í veg fyrir að hjálpargögn berist til Madaya. Þeir eru skapaðir af USA og studdir af Tyrkjum (NATO). Alheimur veit þetta. Sá eini sem getur stoppað þessa ára Djöfulsinns er Pítín, því ekki hafa múslimarnir sjálfir áhuga á að verja sig.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 14:11

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ER EKKI ÁBYRGÐ OKKAR Á EGIN ÞJÓÐ- ALGJÖR- AÐ ENGINN ÞURFI AÐ SVELTA- AÐ ENGUM SE NEITAÐ UM SJÚKRAHJÁLP OG SKÓLAGÖNGU ?

 maður- líttu þer nær !

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.1.2016 kl. 19:00

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Vissulega Erla, en mennskan viðurkennir ekki takmarkaða ábyrgð á náunganum.

Síðan skaltu hafa það í huga að þau öfl sem bera ábyrgð á ástandinu í Sýrlandi, eru nokkurn vegin þau sömu og fjármagna þá stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á því sem þú ert að lýsa.

Það eru jú þó nokkrir áratugir síðan þjóðin var það fátæk að hún gat ekki veit öllum þegnum sínum þau grundvallarmannréttindi sem þú telur upp hér í innslagi þínu.

Þetta snýst ekki um að skoða naflann á sér, þetta snýst um að sjá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2016 kl. 20:15

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Valdimar.

Ég hélt að árið í ár væri ár ljósins, það er árið sem lífið fór fyrir alvöru að andæfa hinu svarta fjármagni.

En ef við lítum framhjá tilvísunum þínum í fornt táknmál, þá er það rétt að Pútín virðist vera sá eini sem spyrnir við fótum af nokkurri alvöru.

Hins vegar held ég að þú sért full dómharður gagnvart íbúum Sýrlands, einhvern veginn held ég að margir mundu forða sér ef kristnir miðaldamenn tækju upp svipaða iðju og hinir múslímsku.

En það er ekki endalaust hægt að flýja af hólmi, eða grafa höfuð sitt í sandbing.

Þess vegna spái ég því að þetta verði ár ljósins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2016 kl. 20:24

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hve mörgum flóttamönnum ætlar þú að bjóða heim til að búa hjá þér, Ómar?

Wilhelm Emilsson, 9.1.2016 kl. 03:35

6 Smámynd: Ómar Geirsson

575, af hverju spyrðu Wilhelm?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2016 kl. 10:50

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Fyrst "mennskan viðurkennir ekki takmarkaða ábyrgð á náunganum," samkvæmt því sem þú segir, langaði mig bara að vita hvað þú værir tilbúinn að leggja af mörkum.

Wilhelm Emilsson, 9.1.2016 kl. 21:30

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Skil.

Vona að þú sért ánægður með svarið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2016 kl. 22:18

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, mjög sáttur :)

Wilhelm Emilsson, 11.1.2016 kl. 00:10

10 identicon

Sæll.

Ég er afar ánægður með spurningu WE. Ansi margir, sennilega Ómar þar á meðal, vilja að aðrir borgi fyrir góðverk þeirra. Ætli Eygló hafi í hyggju að taka á móti sýrlenskum flóttamönnu? Hún ætti að vera í góðri aðstöðu til þess enda held ég að laun ráðherra séu ekkert slor.

Ætli Ómar viti hvað t.d. Sádí-Arabía og Katar hafi tekið á móti mörgum flóttamönnum frá Sýrlandi? 

Hvað finnst Ómari svo um gjörðir flóttamannanna m.a. í Köln og Zurich? Vill hann fá slíka flóttamenn hingað?

Telur Ómar, líkt og Helgi Hrafn pírati ef ég skil hann rétt, að með því að taka á móti flóttamönnum verði til mörg störf hérlendis?

Svo eru auðvitað frjálshyggja og kristni ekki andstæðir pólar þó Ómar telji svo vera.

Helgi (IP-tala skráð) 13.1.2016 kl. 14:19

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Þó ég sé orðinn stór og mikill á alla kanta, þá er alveg óþarfi að tala við mig í þriðju persónu, eins og einhverjir aðrir séu að lesa. Ég veit ekki hvernig þín sjálfvirka vöktun er á þessu bloggi, en póstkerfið lætur mig vita um athugasemdir, annars kveiki ég aldrei á þessu og það sama gildir um aðra.

En mín er ánægjan að skjóta á þig orðum, fyrst að þú hefur svo gaman að lesa athugasemdir mínar.

Í það fyrsta þá er það ekki ég sem benti fyrst á að það krisni og frjálshyggjan séu andstæðir pólar, þann heiður á Jóhannes af Patmos, sá mæti maður sem benti fyrst á þátt antikristninnar í komandi Harmageddon.

Annað, spurning Wilhelms var einhver pæling hans vegna þeirrar staðreyndar sem ég benti Erlu á að mennskan viðurkenndi ekki takmarkaða ábyrgð, og mér var ljúft að svara Wilhelm þó spurning hans kæmi efni pistils míns ekkert við, en út frá því sem þú spinnur hér að ofan Helgi, þá er ekki örgrannt að sá grunur læðist að mér að þú þekkir ekki vel til þessarar siðlegu nálgunar á réttri breytni hins siðaða manns.  Líklegast hefur verið tekið eftir því víðar, því þegar ég opnaði tölvuna áðan, þá byrjaði Foxinn minn að uppfæra sig, og henti út merkjastiku minni, og setti einhverja eldgamla frá öðrum vafra í staðinn.  Og fyrir rælni þá opnaði ég einmitt pistil um mannúð og mennsku, skrifaðan af mér af sjálfsögðu, og þar með sé ég að ekki var um tilviljun að ræða, þér var ætlað að kynna þér þetta viðfangsefni nánar.  Því jú sálarheill okkar veltur dulítið á skilningi okkar á því hvað felst í að vera krisin manneskja.

Læt því linkinn fljóta með.

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1274485/

Síðan mæli ég með sjálfshjálparbók um lestur, þar sem kennt er að orð eru ekki bara stafir sem mynda hljóð, heldur hafa þau merkingu, og mengi þeirra til samana gefur texta sem hefur líka merkingu.

Í hreinlega sagt, ég var alls ekki að skrifa um flóttamannavandann, eða móttöku á flóttamönnum, ekki nema að á einu stað þegar ég minnist á kattaþvott hinna góðu.

Lestu, reyndu að skilja, og þó það opnist ekki fyrir þér nýr heimur, þá allavega gætir þú rætt það við mig sem ég er að skrifa um.

Hafðu það sem best Helgi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.1.2016 kl. 15:14

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Shit happens, Foxinn klikkaði á feitletrinu.

 

 

Bætti úr því.

 

Kveðjan.

Ómar Geirsson, 15.1.2016 kl. 15:16

13 identicon

Sæll.

Kristni og frjálshyggja eru ekki andstæðir pólar. Þessi ummæli þín sýna í raun vel hve lítið þú veist um kristni og frjálshyggju. Hvað finnst Ómari, fyrst honum er tíðrætt um kristni og telur sig sjálfsagt þekkja vel til hennar, um 1 Tím. 5:8?

Ég skal nú ekki alveg fullyrða að ég sé frjálshyggjumaður en látum það liggja á milli hluta því merkimiðar eru ekki alltaf gagnlegir.

Svar þitt við spurningu WE er þannig að ég efast um að þú hafir skilið spurningu hans :-( Svo svarar þú auðvitað ekki þeim spurningum sem ég beini til þín. 

Eigum við að taka á móti hundruðum sýrlenskra flóttamanna hingað? Hvað finnst þér um það ÓG?

Helgi (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 09:46

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Forskeytið "anti" er notað til að tjá andstæðu.

Svar mitt til Wilhelms var í anda spurningartækni hans.

Og varðandi flóttamenn, þá ber okkur siðferðislega skyldu til að hjálpa, við eigum ekkert val.  Ekki nema við viljum jú ganga frjálshyggjunni endanlega á hönd, og afneita siðmenningu okkar, og þeim kristilegum rótum sem hún byggist á.

Hins vegar ef fólki finnst erfitt að uppskera sáningu sína, þá ætti það aðeins að íhuga þá svörtu illsku sem ábyrgðina ber.

Ætti til dæmis að lesa þennan pistil.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.1.2016 kl. 22:18

15 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ómar, okkur ber skylda til að hjálpa, segir þú og þú ætlar að taka við 575 flóttamönnum, ekki satt? (Ég vona að þú hafir ekki verið að gantast með svona alvarlegt málefni.)

Wilhelm Emilsson, 18.1.2016 kl. 01:59

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Gantast?, gantast við þig Wilhelm!, skil ekki hvernig það hvarflar að þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.1.2016 kl. 13:34

17 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Góður! :)

Wilhelm Emilsson, 19.1.2016 kl. 06:00

18 identicon

Fleiri en ég eru farnir að fá ómálefnaleg svör.

Þú segir að okkur beri siðferðileg skylda til að hjálpa. Gott og vel en hvað með afleiðingarnar? Hvaða áhrif hefur þessi "hjálp" á konur hérlendis sem erlendis? Hefur þú ekkert lesið um það sem vinir þínir flóttamennirnir eru að iðka í Evrópu? Er þér kannski sama?

Helgi (IP-tala skráð) 24.1.2016 kl. 21:27

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Hér er uppskorið eftir sáningu.  Og ef þér finnst leiðinleg að ég skuli hafa kvóta á sömu spurningarnar, þá ráðlegg ég þér að leita á önnur mið þar sem er ekki kvótasetning, eða þú hefur ekki lagt spurninganet þín áður.

Eða, koma með nýjan flöt, nýjar nálganir sem vekja þá glóð í kulnað blogg mitt að ég nenni að ræða af hóflegri alvöru.

Gæti til dæmis verið gott að ræða efni pistlanna, en ekki það sem þig langar að ræða eða aðrir eru að ræða.  Hvað það fyrra varðar þá ræður alltaf húsráðandinn en ekki gesturinn, hvað það seinna, þá er gott að ræða við viðkomandi þar sem þeir eru að ræða málin.

Ég pistlaði ekki um flóttamannavandann, heldur um þá sem ábyrgðina bera, og viðbrögð okkar við þeirra djöfluskap.  Erla hins vegar fékk almennt svar um siðferði, og eitthvað hefur það komið til tals síðan,og andsvör mín í takt við tilefnið.  Sbr. þetta með uppskeruna.

Varðandi nálgun þína hér að ofan um áhrif flóttamanna á konur, þá reikna ég að þú sért að vísa í sviðsetta atburði um síðustu áramót.  og þú átt nú að geta sagt þér það að ég er ekki það trúgjarn að ég telji leiksýningar raunveruleikann, þó þær geti fjallað um raunveruleikann.  En vissulega spái ég í hver ábyrgðina beri, og er ekki með á takteinunum beina tilvísun í hið svarta fjármagn.  Þó ég efi ekki að pótindátar andskotans beri ábyrgð á því, þá eru þeir ekki ein heild.

En þú ert fyrir leikrit og ert undir áhrifum antikristninnar.

Og skilur þar að leiðandi ekki svör mín um ábyrgð kristins manns, og kristinna samfélaga á náunganum.

Áttar þig ekki á því að siðmenningin fellur ef við bregðumst skyldum okkar.

Það er ekkert gott við núverandi ástand, Evrópa er að riða til falls.  Ekki vegna þess að flóttamannavandinn sem slíkur sé það alvarlegur, heldur vegna þess að hann bætist við upplausnarástand sem var búið að grafa um sig í fjöldamörg ár.  Hann yfirfyllti barma á þegar fullu glasi.

Þægindasamfélag neysluhyggjunnar er að öllu líkindum úr sögunni, stigmögnun átaka, upplausn, ringulreið framundan. 

Ef ekki eitthvað þaðan af verra.

En það verður hvort sem er þó við lokum og læsum.  Kveikurinn í púðurtunnunni sloknar ekkert þó við lokum augum og lítum í hina áttina til öryggis.

En í siðaðri hegðun býr  von lífsins.

Og siðleysið er ávísun á endalokin.

Eins og Jóhannes af Patmos er alltaf að reyna benda þér á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2016 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 1253
  • Frá upphafi: 1412807

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 1103
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband