Hroki Seðlabankans.

 

Gengur aftur eins og Glámur forðum en núna er enginn Grettir til staðar að kveða hann niður.

Raunveruleikinn kvað niður hrokann sem átti að fá þjóðina til að samþykkja Svavarssamningana. Það var ekki einu sinni hægt að borga upp Steingrímsbréfið, hvað þá að það hefði verið til gjaldeyri í allt hitt.

Raunveruleikinn mun líka kveða niður nýjasta óráðshjal bankans, en munurinn er sá að þá situr þjóðin í súpunni, en mun ekki verða eins heppin og flugan, það mun enginn þjónn koma og bjarga henni.

 

En allar sjónhverfingar byggjast á vissum staðreyndum, og það er vert að vekja athygli á þeim.

 

Í það fyrsta er staðfest að stöðugleikaframlagið er metið á 365 milljarða, og það þarf ekki að taka það fram að það er loftbóla í því mati, þetta kemur jú frá Seðlabankanum.

En þegar ríkisstjórnin tilkynnti sjónhverfingarnar þá var samkvæmt Morgunblaðinu talað um; "Í kynn­ing­unni kom fram að gert sé ráð fyr­ir því að stöðug­leika­skatt­ur­inn verði um 850 millj­arðar, en ef kröfu­haf­ar velja að fara leið stöðug­leikafram­lags nemi áhrif­in um 900 millj­örðum. Stór hluti þess­ar­ar upp­hæðar mun fara til að greiða niður skuld­ir við Seðlabank­ann og ríkið, en fram kom að skuld­ir rík­is­ins gætu lækkað um tugi pró­senta.".

Í hverju liggur sjónhverfingin??

Voru stóru tölurnar bara notaðar til að blekkja þjóðina og fá einróma samþykki á Alþingi??

 

Í öðru lagi er minnst á einhverja 500 milljarða sem umfang þess vanda sem vill leita út. Í góðri frétt Morgunblaðsins, sem ég hef áður vitnað í, og heitir Ráðist að rót vandans kemur þetta fram:

 

"Af þess­um 900 millj­arða inn­lendu eign­um eiga slita­bú­in um 500 millj­arða króna í krónu­eign­um og um 400 millj­arða í öðrum inn­lend­um eign­um. Hvað varðar af­l­andskrón­urn­ar, þá nema þær um 300 millj­örðum króna. Um er að ræða verðmæti í ís­lensk­um krón­um eða ávís­un á slík verðmæti, svo sem verðbréf, í eigu út­lend­inga. Gert er ráð fyr­ir að af­l­andskrónu­eig­end­urn­ir svo­kölluðu vilji skipta þess­um krón­um, sem verða að telj­ast nokkuð auðselj­an­leg­ar, í er­lend­an gjald­eyri. „Snjó­hengj­an“ vill burt Heild­ar­um­fang vand­ans, sem við er að glíma, er því sam­tals 1.200 millj­arðar króna. Í fyrsta lagi krónu­eign­ir slita­búa föllnu bank­anna að fjár­hæð 500 millj­arða, í öðru lagi kröf­ur slita­bú­anna í er­lendri mynt gagn­vart inn­lend­um aðilum að fjár­hæð 400 millj­arða og loks af­l­andskrón­ur í eigu út­lend­inga að fjár­hæð 300 millj­arða. Áætl­un stjórn­valda, sem kynnt var í dag, miðar að því, eins og áður sagði, að koma í veg fyr­ir að þess­ar eign­ir, 1.200 millj­arðar, flæði inn á gjald­eyr­is­markaðinn og skapi þannig þrýst­ing á krón­una þegar höft­un­um verður lyft.".

 

Allt annað dæmi, allt aðrar tölur.

Á þessu geta verið skýringar, en þær eru ekki að lesa í greinargerð Seðlabankans.

Svipað og í ICEsave, það sem tilheyrði raunveruleikanum, og var óþægilegt, því var bara sleppt.

 

Í þriðja lagi er skýrt tekið fram að uppgjör eigi ekki að skila umframtekjum, sem er svo aftur skýring þess að fjármálaráðherra (nei það var ekki Steingrímur núna) lagði fram skattahyglunarfrumvarp fyrir hrægammana, arðinn skyldu þeir fá skammlaust úr landi, en skilja það eftir sem ekki fannst gjaldeyri til að leysa út, sbr þessi klausa úr frétt Morgunblaðsins um rótina; "En af hverju er þetta vanda­mál? Í ör­stuttu máli er svarið á þá leið að Ísland á ekki gjald­eyri til að skipta þess­um krón­um, sem vilja fara úr landi,".

Allt tal hægrimanna um skaðabætur er löngu liðin tíð. 

Af því leiðir að þessir 300 milljarðar sem eftir eru af aflandskrónunum verður skipt í evrur, vissulega með afföllum, en samt sem áður, er verðlausum krónum skipt í beinharðan gjaldeyri.

Sem er glæpur gegn þjóðinni og menn hafa verið hengdir fyrir af minna tilefni hjá siðuðum þjóðum.

Því þó þetta lagi eitthvað dæmið til skamms tíma, þá er þetta skuld okkar í ellinni, og skuld barna okkar og barnabarna.  Fjármunir sem hefðu farið í að byggja upp innviði samfélagsins, fara í vasa áhættubraskara, sem höfðu tapað á braskinu sínu, en keyptir menn sáu til þess að þeim var bjargað.

 

Í fjórða lagi er síðan áætlun SÍ um afganga af vöru og þjón.viðskiptum uppá 2,5%.  Sem á að fara í að borga upp öll þessi evrubréf.

Áætlun sem gengur ekki eftir nema fjárfestingu og neyslu sé haldið í skefjum ofurvöxtum, lágum launum, og lélegri almanna þjónustu.

Sem er vítahringur landflótta og upplausnar.

 

Þetta er stöðugleikinn í boði sjálfstæðismanna.

Engeyjarættin endurheimtur vissulega fjármálaveldi sitt, glataðir fjármunir skila sér til baka þegar hrægammarnir hirða út verðmæti þjóðarinnar.

 

En þetta er stöðugleiki andskotans.

Og ég spái því að það fari fyrir Sjálfstæðisflokknum eins og það fór fyrir Kristilegum Demókrötum á Ítalíu.

Flokkurinn var bannaður, lagður niður, því hann var ekki flokkur heldur skipulögð glæpasamtök.

Þannig er komið fyrir flokki þeirra Bjarna og Óla.

 

Ekki nema að ennþá séu menn í flokknum.

Þá lifir flokkurinn.

 

Og þjóðin losnar við súpuna.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Virðast misskilja vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 524
  • Sl. sólarhring: 713
  • Sl. viku: 6108
  • Frá upphafi: 1400047

Annað

  • Innlit í dag: 476
  • Innlit sl. viku: 5240
  • Gestir í dag: 455
  • IP-tölur í dag: 449

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband