11.11.2015 | 15:44
"Við höfum ekkert val"
Segir seðlabankastjóri, og segir þar með loksins sannleikann.
Stjórnvöld kynntu stöðugleikaskatt uppá 900 milljarða, en sömdu við kröfuhafa bankanna um stöðugleikaframlag, sem glöggir menn segja að verði um 300 milljarðar, þegar allar sjóhverfingar og blekkingar eru dregnar frá.
Og það er ríkisstjórnin sem ræður, ekki seðlabankinn.
Síðast þegar sömu aðilar, þeir Már, Bjarni, Buchheit og jú Steingrímur og Jóhanna, reyndu með moðreyk og sjóhverfingum að koma rangindum á þjóðina, þá var Morgunblaðið skeleggt að upplýsa lesendur sínar, og í raun almenning allan því Morgunblaðið skar sig úr fyrir vandaða og greinargóða fréttamennsku.
Í dag upplýsir almenning í raun enginn um hvað býr að baki leyndarhjúpsins.
Líkt og í ICEsave þá upplifir almenningur almennan kjaftavaðal forsætis og fjármálaráðherra um hina bestu niðurstöðu miðað við aðstæður, þörfina á að semja því annars verði þjóðin lögsótt, áhættan sé svona og svona, en engin ástæða sé að hafa áhyggjur því framtíðar hagvöxtur muni redda þessu öllu saman.
Og svo framvegis, og svo framvegis.
Og Seðlabankinn á að sjá um trúverðugleikann.
Már tilkynnir frábæran hagvöxt, greiðsluafgangur nægur, þjóðin ráði við fjárstreymið út úr hagkerfinu.
Fyrst þegar Már Guðmundsson sagði þetta, þá taldi hann að þjóðarbúið réði vel við árlegar greiðslur vegna Svavarssamningsins uppá 30-60 milljarða í beinhörðum gjaldeyri.
Ásamt því að standa skil á lánum sínum, og ásamt því að greiða upp Steingrímsbréfið vegna uppgjörs Nýja Landsbankans við þrotabú þess gamla.
Þar að auki átti að losa um aflandskrónur með láninu frá AGS.
Þjóðin stóð skil á lánum sínum en ICEsave var ekki samþykkt og AGS lánið var aldrei notað.
Samt var ekki hægt að greiða Steingrímsbréfið á umsömdum tíma, og það var allt ministærð miðað við ICEsave og AGS lánið.
Með öðrum orðum, allar Exelforsendur Seðlabankans reyndust vera algjört bull.
Og í dag eigum við að trúa sama seðlabankastjóra, sama orðavaðlinum.
Lýðræðið er ekki virkt nema til staðar sé frjáls fjölmiðill sem hefur kraft og burði til að upplýsa almenning um raunverulegar staðreyndir mála sem snerta allan almenning, og hafa lykiláhrif á velferð hans og framtíð á komandi árum.
Morgunblaðið hefur verið slíkur fjölmiðill, og reyndist þjóðinni ómetanlegur í ICEsave stríðinu við breta og innlenda leppa þeirra.
Fram að þessu hefur Morgunblaðið aðeins endurrómað orð ráðamanna, og litið á Má Guðmundsson sem heilagan mann, jafnvel ígildi Maós formanns, og þar með étið allt upp sem útúr honum hefur komið.
Kannski er Mogginn ekki lengur til.
Kannski er hann ein deildin í hrægammasjóðnum.
En ég trúi því ekki.
Ég trúi því ekki uppá ritstjóra blaðsins að hann sé ekki lengur meðal vor.
Morgunblaðið útskýrði í ítarlegri frétt, fyrst þegar ríkisstjórnin kynnti hugmyndir sínar um stöðugleikaskatt versus stöðugleikaframlag.
Þar var vandi vogunarsjóðanna útskýrðir í meitluðum orðum;
En af hverju er þetta vandamál?
Í örstuttu máli er svarið á þá leið að Ísland á ekki gjaldeyri til að skipta þessum krónum, sem vilja fara úr landi, í. Þrátt fyrir að hreinn gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands hafi vissulega aukist að undanförnu, þá er hann dropi í hafið miðað við vænt útflæði við afnám hafta. Óskulsettur gjaldeyrisforði bankans er um sjötíu milljarðar, sem er aðeins um 6% af snjóhengjunni svonefndri. Snjóhengjan vill sem sagt komast út úr hagkerfinu sem að öllu óbreyttu myndi valda gríðarlegu gengisfalli krónunnar og verri lífskjörum þjóðarinnar.
Gjaldeyrisforðinn er 6% af sjóhengjunni.
Stöðugleikaframlagið er metið innan við 300 milljarða.
Og seðlabankastjóri segir að nauðasamningarnir munu samt styrkja gjaldeyrisforða þjóðarinnar.
Og hann segir líka að hagvaxtarbullið hans skiptir engu máli. "Seðlabankinn sagðist vissulega miða við hærri hagvöxt en bætti við að það skipti í raun engu máli hvað uppgjör slitabúanna varðar.".
Hvað er rétt í málinu? Hvert er stöðugleikaframlagið í raun?
Hvað streyma miklir peningar úr landi??
Hvaðan kemur gjaldeyrinn sem á að dekka þann pening, og jafnvel mynda umframsjóð?
Hvaða trúverðugleiki er að spá hagvexti sem á enga samsvörun í hagvaxtarspám helstu viðskiptaþjóða okkar, og á sér ekki heldur sögulega samsvörun.
Af hverju segja menn satt núna sem sögðu alltaf ósatt áður??
AF hverju er hægt að greiða niður skuldir ríkisins með verðmætum sem eiga sér ekki tilvísun í raunveruleg verðmæti, svo vitnað sé í Morgunblaðið hér að ofan.
Er ríkið í bakábyrgð fyrir verðlausar krónur sem breytt er í evruskuldabréf??
Og ekki hvað síst, af hverju er þrotabúin ekki látin borga skaðabætur fyrir það tjón sem óábyrg starfsemi gömlu bankanna olli efnahagslífinu og þann skaða sem af því hlaust.
Skaða heimila, fyrirtækja, ríkissjóðs.
Jafnvel Wall Street, háborg kapítalismans sættist á skaðabótagreiðslur til bandaríska ríkisins vegna þess tjóns sem fjármálabrask þess olli samfélaginu.
Á Íslandi kallar Seðlabankastjóri þessar skaðabætur "varasjóð", og segir í hroka sínum að hann hafi enga heimild fyrir slíkum sjóð.
Eiga þrotabúin að sleppa??
Eigum við bara að sitja uppi með tjónið og skaðann.
Eiga hrægammar að sjúga öll verðmæti út úr hagkerfinu en skilja eftir þau sýndarverðmæti sem felst í froðukrónunum??
Það þarf að spyrja þessara spurninga.
Og það er gert í öllum lýðræðisríkjum.
En í auðríkjum, þar sem auðurinn fer með öll völd, er þagað.
Eða logið og blekkt.
Neyðarlögin voru þrekvirki á sínum tíma, en til einskis ef endirinn er á þann hátt að hrægammar hirði til sín hverja lausu krónu sem hægt er að skipta í gjaldeyri.
Því endirinn er sá sami, þrot þjóðarinnar.
Og það er endirinn sem verður skoðaður þegar menn verða dæmdir.
Annað er saga, hitt er raunveruleiki.
Það hefur enginn val.
Það þarf að gera hið rétta.
Kveðja að austan.
Enga heimild fyrir varasjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 2020
- Frá upphafi: 1412719
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1773
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt er að halda því til haga að það sem þú kallar "Steingrímsbréfið" (sennilega réttnefni) er kolólöglegur gjörningur, af ýmsum ástæðum. Fyrir það fyrsta er það ólöglega gengistryggt, í öðru lagi stærra en reglur um einstakar áhættur fjármálafyrirtækja leyfa, í þriðja lagi mölbrýtur það lögbundið þak á skuldbindingar milli tengdra aðila, í fjórða lagi voru engar heimildir á fjárlögum til að skuldsetja ríkisfyrirtæki svona upp í rjáfur, í fimmta lagi var tilgangurinn sá að láta ríkið (óbeint) borga Icesave (að hluta) sem er brot á EES-samningnum. Þessi stórskaðlegi skrípagjörningur hefur svo raungerst sem ein mesta ógnin við fjármálastöðugleika eftir hrunið. Það er í raun óskiljanlegt hvers vegna þetta var ekki skilið eftir í gamla bankanum, en til tryggingar þessari tilbúnu skuld standa veð í útlánum bankans m.a. til sjávarútvegsfyrirtækja, var þetta kannski samkvæmt pöntun frá LÍÚ?
Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2015 kl. 18:23
Það er mikið rétt Guðmundur þó ég telji ýmsar aðrar skýringar nærtækari á þessum gjörningi en jólagjafalisti LÍÚ, til dæmis mikil minnimáttarkennd þáverandi stjórnarliða sem birtist í áráttunni að bjóða sig fram við að sleikja óæðri endann á breska ljóninu. Það er í táknrænni merkingu.
Hins vegar tók ég þetta dæmi um stærstu skekkjuna í áliti Seðlabankans um Svavarssamninginn, og ef ég man rétt þá tók Hagfræðistofnun HÍ undir þennan þvætting.
Miklir fræðimenn þar á ferð. Og hlutlausir með afbrigðum.
En þetta er sagnfræði Guðmundur.
Pistill minn fjallar um nútímann.
Og þögn hægri manna er óhugnanlega farinn að minna mig á viðbrögð stuðningsmanna VG þegar þeir kokgleyptu Svavarssamningnum.
Mikið gerðu hægri bloggarar grín af þeim þá.
Ætli þeir hafi grunað sporin sem þeir eru í dag.
Enginn veit sína ævi.
Nema að þjóðin skar VG úr snörunni, svo þeir sátu ekki uppi með Svarta Pétur.
Að vera dæmdir þjóðníðingar um aldur og ævi.
Það er endirinn, niðurstaðan sem mótar dóm sögunnar.
Sá dómur verður mjög harður.
Og hann mun ekki fjalla um VG og Samfó.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2015 kl. 19:03
Ekki gleyma því að sjálfstæðismenn vildu ólmir samþykkja síðasta Icesave samninginn, sem kenndur er við Buchheit, þann sama og þeir fengu svo til ráðgjafar um haftalosunina.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2015 kl. 19:20
Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá; "vildu ólmir samþykkja síðasta Icesave samninginn, sem kenndur er við Buchheit". Þar liggur hundurinn grafinn, því Bucheit hefur ekki ennþá verið grafinn sama hverjir sagðir eru stjórna á "gamla" endurreista Íslandi.
Magnús Sigurðsson, 11.11.2015 kl. 19:43
Blessaður Guðmundur.
Réttara væri að segja að forysta flokksins og stofnanir hans vildu samþykkja Bucheitsamninginn, en fleiri en færri héldu tryggð við þjóðina og gáfu skít í leiðsögn flokksforystunnar.
Fylgdu sínum gamla foringja, sem vægast sagt flengdi Bjarna ítrekað í háðsgreinum sínum.
Við hefðum aldrei sigrað ef þessi stuðningur almennra sjálfstæðismanna hefði ekki komið til.
Og ég held að Bjarni geti ekki reitt sig á stuðning hins þögla meirihluta ef ýldan og viðbjóðurinn nái að fljóta uppá yfirborðið.
Það þarf enginn að segja mér að gamlir ICEsave andstæðingar fái ekki grænar bólur þegar þeir hlusta á Má Guðmundsson endurtaka sömu frasana, með sömu hrokafullu framsetningunni, eins og tíminn standi í stað.
Eins og það sé ennþá 2009, 2010, 2011 og 2012.
Það þurfti EFTA dóminn til að þurka af honum glottið.
Nei, það er margt í þessu máli óskeð.
Og hundurinn ekki ennþá grafinn upp.
Við sjáum til hvað verður búið að skýrast, næst þegar ég pikka inn pistla út af þessum máli.
Þagnarböndin eru að bresta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2015 kl. 22:20
Já Magnús, þegar náð er í blekkingarmeistarnn með skilkiröddina, þá er ljóst að mikið þarf að fela.
En frumlegir eru þeir ekki Bjarni og co, að treysta á útslitna plötu.
Ég vorkenni aumingja sjálfstæðismönnunum að sitja uppi með sín útbrot og grænu bólur.
Í helögu bandalagi með Bucheit og Má, sitjandi undir yfirlæti Steingríms og Árna Páls, að svona hefðu þeir alltaf viljað gera þetta, og að síðasta ríkisstjórn gerði þessa nauðasamninga kleyft.
Þetta er eins og Donald Trumph þyrfti föðurlega blessun Kim Il Sung, eða hvað sem nýjasti IL-inn heitir, til að verða útnefndur forsetaframbjóðandi. Og til að ná kjöri þyrfti hann stuðning klerkana, ekki hjá Saudum, heldur í Íran.
Þvílíkur er félagsskaðurinn.
Ekki von þó exemkrem seljist vel þessa dagana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2015 kl. 22:27
Hei guys, það á að tala um nauðganir sem kanski eða kanski ekki gerðust, en ekki féflettingu íslenska almúgans.
Hvað er eiginlega að ykkur did you not get the memo?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 12.11.2015 kl. 03:40
Sammála þessum pistli.
En það er eiginlega bölvað að sjá að þú er aftur kominn í gang Ómar.
Ert eins og hrafninn sem krunkar á kirkjuburstinni af því að einhver er dauður.
Þetta er að vísu ekki sagt þér til hnjóðs heldur napurleg athugasemd gagnvart því samfélagi sem við búum í.
Mér er vel við hrafninn en þegar hann er farinn að setja sig niður og krunka þá er einhver andskotinn að!
Ég hef reyndar verið að krunka þetta sama, t.d. á facebook en þar vill fólk fremur spá í einkennileg youtube myndbönd, andlitsmyndir og mat en hvort hagkerfið sé á leið í gröfina.
Með góðum vilja mætti segja að framsókn hafi orðið undir með hugmyndir sínar um aftöppun loftkróna úr hagkerfinu sem og þann mjög svo nauðsynlega gjörning að afnema vísitölubindingu lána úr því að hér á að hleypa verðlausu krónunum inn í hagkerfið.
En ekki er það hrósvert.
Það er jú ósköp notalegt að fljóta bara með og græða smá í leiðinni. Kenna svo launþegum um verðbólguna sem af þessu hlýst.
Krunk!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 09:37
Krunk, krunk, jú þetta er hábölvað Bjarni, en svona er þetta, það verður stundum að gera meir en gott þykir.
Og sem faðir ungra drengja á ég ekkert val.
Sem betur fer stendur hver hrina stutt yfir, þegar maður er í einsmanna stríði þá er takmörk fyrir hvað maður getur endurtekið sig oft.
En þetta er tapað hvað þjóðina varðar, þeir sem við glímum við núna er of miklir fagmenn, munar mestu um hvernig þeim tókst að koma allri andstöðunni yfir til meinlausra gæfuleysingja.
En þar með sáðu þeir í akur nýrra átaka.
Á einhverjum tímapunkti mun unga fólkið hjá Samfó og VG losa sig út úr því fangelsi sem svikasamningur Jóhönnu og Steingríms við AGS, var. Og endurnýja sitt fylgi.
Það koma nýjir pennar á vinstri vængnum í stað þeirra keyptu.
Og þegar þjóðin kemst af því hvað mikill hluti af gróða hrægammanna, er í raun gróði íslenskra braskara og útrásarvíkinga, þá verður hún ill.
Og þegar reiknaður gróði Engeyinganna kemst í almanna umræðu, þá verður allt vitlaust.
Og þá vill ég ekki vera sjálfstæðismaður.
Það er ekki víst að orðið kvislingur verði þekktasta skandinavíska orðið yfir þá háttsemi að selja þjóð sína.
Þó ICEsave stríðunum lauk með ósigri okkar, þá er sagan ennþá óskráð.
Og þeir atburðir sem skrá hana eru ekki svo langt undan.
En þá eru mínu hlutverki lokið, að ég held.
Ég nenni aðeins þegar aðrir nenna ekki.
Og mig langar rosalega mikið að fara að spá í andlitsmyndir og mat.
Hvað eru svo mörg O í því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.11.2015 kl. 13:54
Blessaður Jóhann.
Það jákvæða við það sem ekki gerðist, eða gerðist, að netheimur var líflegur fyrir vikið, margir komu inn og lásu.
Og hjá liggja allar leiðir til Rómar.
Kom því að sem ég vildi koma að.
Og þetta síast inn, trúðu mér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.11.2015 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.