10.11.2015 | 19:42
Reglur Evrópusambandsins eru hannaðar utanum svindl.
Frjálst flæði þjónustu er fínt orð yfir launasvindl og undirboð.
Samnefnari hins lægsta knýr niður kaup og kjör í betur stæðum Evrópulöndum.
Frjálst flæði fjármagns er fínt orð yfir fjármálabrask, skattaundanskot, og ekki hvað síst, að auðvelda glæpasamtökum að þvo illa fengna fjármuni.
Afnám innri landamæra hafði ýmis háleit markmið um samræmi og eina heild, en gagnast fyrst og fremst glæpalýð ýmiskonar að stunda iðju sína óáreittur, óháð landamæraeftirliti.
Smygl á fólki, mannsal, eiturlyfjasala, sérhæfð glæpastarfsemi eins og búðaþjófnaður, innbrot, falsanir ýmiskonar, allt blómstrað í krafti Schengensamstarfsins.
Að ekki sé minnst á landbúnaðarstefnuna sem snýst um styrkjasvindl, gæðasvindl, afurðasvindl.
Þangað vill ASÍ inn en grætur afleiðingarnar.
Skilur ekki neitt í neinu.
Kennir svo einhverjum innlendum aðilum um.
Ótrúleg sjálfsblekking.
Ótrúleg blinda.
Kveðja að austan.
Berskjaldað fyrir svindli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 16
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 2656
- Frá upphafi: 1412714
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já og kalla svo svindlið "fjórfrelsið" er náttúrulega snilld.
Magnús Sigurðsson, 11.11.2015 kl. 06:13
Já húmorinn er svo sem ekki langt undan en ótrúlegt að þessi glæpasamtök skuli hafa náð að sjúga allan þrótt úr Evrópu.
Falleg hugsjón en napur raunveruleiki.
Líkt og hjá Sovétinu í gamla daga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2015 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.