10.11.2015 | 13:51
Stýrt skrílræði.
Það stýra engir bjánar Fréttablaðinu.
Þeir vita nákvæmlega hvað þeir voru að gera.
Þeir vissu að þegar þeir stilltu málinu svona upp, að þá yrðu hörð viðbrögð útí þjóðfélaginu.
Og að gefnu tilefni, við skulum ekki draga úr því.
Æsifréttablöð grípa oft til svona uppsetningar.
Það eykur söluna, og tryggir hana ef þeim tekst að viðhalda múgæsingunni.
En Fréttablaðið er ekki æsifréttablað, heldur auglýsingablað þar sem rekstrargrundvöllurinn byggist á útbreiðslu, það er frírri dreifingu, og einhvers konar virðuleika. Margir virðulegir auglýsendur auglýsa ekki í umdeildu blaði, eða blaði sem hefur á sér einskonar sora ímynd.
Nauðgunarfréttin er því stílbrot miðað við rekstrarmódel blaðsins.
Jafnvel skaðleg.
Hver var þá tilgangurinn að efna til uppþota og æsinga í samfélaginu??
Og af hverju þessi tímasetning??
Af hverju var allt gert brjálað í gær??
Með hæpnum fullyrðingum, jafnvel röngum sakargiftum??
Það hlýtur jú jafnvel hver einasti auli að átta sig á því að það er ekki góður bissness að fjárfesta í sérstöku nauðgunarherbergi heima hjá sér, í réttarríki þar sem nauðganir varða við lög.
Fólk átti að staldra við og átta sig að eitthvað var málum blendið þegar hlutirnir eru settir upp á þennan hátt.
Svarið við þessum spurningum er ákaflega einfalt, ætti að blasa við.
Og allir myndu sjá það ættu þeir heima í útlöndum.
En á Íslandi gilda víst önnur lögmál, aðrar skýringar á einföldu orsakasamhengi.
Hver er eigandi Fréttablaðsins??
Hver er tengsl hans við vogunarsjóðina sem mun fá leyfi frá ríkisstjórninni að tæma landið af verðmætum eftir áramót??
Það er sagt illa dulið leyndarmál að hann, ásamt nokkrum öðrum gerendum Hrunsins, hafi fjárfest grimmt í hrakkröfum bankanna á fyrstu vikum eftir Hrun. Og munu endurheimta fyrrum auðlegð sína þegar nauðasamningarnir ganga í gegn.
Sagt tek ég fram, þessir gjörningar eru ekki auglýstir í Lögbirtingarblaðinu.
En það er ekkert leyndarmál, hvað þá illa dulið leyndarmál, að frá fyrsta degi tók Fréttablaðið beina afstöðu með fjárkúgun breta kennda við ICEsave, og hefur alla tíð haldið fram skoðunum sem gagnast hrægömmum vogunarsjóðanna.
Það skiptir því ekki máli hvort eigandinn hefur beina fjárhagslega hagsmuni af Ráninu mikla, kennda við samkomulag þrotabúa bankanna um nauðasamninga, málstaður Fréttablaðsins hefur alltaf legið fyrir.
Og það þurfti að gera eitthvað núna eftir ljóst var að Indefence náði loksins athygli Alþingis.
Már þorði ekki á fund efnahags og viðskiptanefndar á mánudaginn var, vissi eins og er að rangfærslur hans yrðu afhjúpaðar á þeim fundi.
Már fékk frestun, og skýring á þeirri frestun kom í ljós í gær.
Hávaði skrílsins átti að yfirgnæfa allar fréttir af afhjúpun Más.
Hverju er logið til um upphæð stöðugleikaframlagsins?
Hvað stór hluti af henni á sér vísan í raunveruleg verðmæti?
Hvað þarf vaxtastigið að vera hátt til að tryggja umframgjaldeyri í hið fyrirhugaða fjármagnsflæði úr landi.
Hversu miklu er logið í forsendum Seðlabankans, hagvaxtarspá og svo framvegis.
Og ekki hvað síst, verður sá glæpur framinn að verðlausum krónum verði breytt i evruskuldabréf, þar sem þjóðin er skuldarinn??
Nei, starfsmenn Fréttablaðsins eru engir bjánar.
Þeir þjóna.
Og þjóna vel.
Kveðja að austan.
Stendur við umfjöllunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 434
- Sl. sólarhring: 731
- Sl. viku: 6165
- Frá upphafi: 1399333
Annað
- Innlit í dag: 366
- Innlit sl. viku: 5221
- Gestir í dag: 337
- IP-tölur í dag: 332
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekkert er ókeypis í lífinu.
Ekki einu sinni Fréttablaðið á litla sundraða Íslands-samfélaginu.
Hver borgar?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.11.2015 kl. 17:17
Einkennilegt, þegar ég sá þessa múgæsinga frétt þá spurði ég sjálfan mig, hvað er nú verið að fela, sem ekki má vera á forsíðum fjölmiðla?
Eftir að lesa pistilinn þinn Ómar, þá skil ég af hverju fjölmiðill sem er kanski í eigu eins af Hrægammasjóðaeigandana dreifir athygli landsmanna frá óþverramálinu sem seðlabankastjóri setur blessun sína yfir.
Þakka ábendinguna Ómar.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 10.11.2015 kl. 17:43
Jón Anna, það er fjárfesting að afvegleiða fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2015 kl. 18:10
Já Jóhann, hjá mér liggja allar leiðar Rómar, það er hrægammanna.
Eða hvernig á maður endalaust að skýra þessa storma úr vatnsglasi út af engu??
Þetta gerðist of oft í ICEsave stríðinu til að þetta sé einleikið.
Og þegar milljarðar á milljarða ofan eru undir, í hreinan gróða, er þá ekki komin skýring?
Það myndi enginn efast erlendis.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2015 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.