"Skundum á Þingvöll og treystum vort heit"

 

Þessi þekkta ljóðlína meitlar hornstein lýðræðisins.

Fólk kemur saman og setur reglur sem það ætlast til að sé farið eftir.

Breytilegar eftir tíma, hugsunarhætti, valdahlutföllum og svo framvegis.

 

Eiga oftast það sameiginlegt að um þær ríkir sátt en ef svo er ekki, þá skunda menn á Þingvöll og fá þeim breytt. 

Eða reyna fá þeim breytt, hafi þeir ekki til þess meirihluta.

 

Mótmæli eru eðlileg, krafa um breytingar er eðlileg.

Þannig eru lifandi samfélög.

 

En það er ekkert eðlilegt við þá gjörð að grýta lögreglustöðina fyrir það eitt að lögreglan fer að lögum landsins.

Og fari sú gjörð saman við þá kröfu að ákveðnir einstaklingar séu skyndirefsaðir, eða umframrefsaðir, það er hengdir án dóms og laga, þá kallast sú gjörð skrílræði.

 

Þjóðin var vitni af skrílræði í gær.

Í sinni verstu mynd ef mið er tekið að við teljum samfélag okkar siðað samfélag.

 

Í þessu samhengi skiptir tilefnið ekki máli, heldur gjörðin, hvernig reiðin fékk útrás.

Tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið, og góður málstaður réttlætir ekki hvað sem er.

 

Það brast eitthvað í gær.

Ekki bara þolinmæði fólks.

Heldur líka viðbrögð okkar gagnvart því sem á ekki að líðast.

 

Við eigum að þekkja skrílræði.

Og við eigum alltaf að fordæma það.

Undantekningalaust, sama hvert tilefnið er.

 

Ég get ekki lesið þá fordæmingu í fréttaskrifum Mbl.is í dag.

Ég fann ekki örla á henni í umfjöllun Ruv í gær.

 

Það er eitthvað mikið að.

Það er eins og við séum hætt að þekkja muninn á réttu og röngu.

 

Það er kannski þess vegna sem það er svo auðvelt fyrir hrægammana að ræna okkur með stuðningi ríkisstjórnarinnar, sem og reyndar annarra flokka á Alþingi.

Það liggur við að siðkennd okkar sé orðin þannig að við teljum að við hefðum gert það sama, hefðum við haft aðstöðu til.

 

Siður er deyjandi.

Og það er miður.

 

Hann er jú forsenda tilveru okkar.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Mun reyna á ábyrgð Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr. Í þessum dúr hefði fréttaflutningurinn átt að vera í gær og í dag. Að fjölmiðlarnir skuli hafa gengið undir þessum hengingarlýði í gær er til háborinnar skammar og enn eitt dæmið um dugleysi og getuleysi fjölmiðlanna.

Fólk er greinilega fljótt að gleyma: eða munið þið eftir Lúkasar málinu? Þar áttu tveir menn að hafa drepið hund, og ef ég man rétt meira að segja flegið hann lifandi. Þessir menn voru teknir af lífi í samfélagsmiðlunum af þessum hengingarlýð og fjölmiðlarnir sungu með. En hvað kom svo í ljós: jú téður hundur kom spásserandi heim í rólegheitum einhverjum mánuðum síðar alheill.

Ætlum við nú að fara að endurtaka þetta??

Ég er ekki með þessu að segja að viðkomandi menn séu saklausir, en ég er heldur ekki að segja að þeir séu sekir. Það mun væntanlega allt koma í ljós þegar löggan hefur haft tíma (og frið) til að klára sína rannsókn. Og þá fer málið rétta leið.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 10.11.2015 kl. 09:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Það má bæta við að ef fólki ofbýður, þá hefur það margar leiðir til að tjá sig.

Ef það vildi halda fund, þá beinast við að halda hann niðri á Austurvelli og afhenda jafnvel áskorun til þingmanna að skerpa lagaheimildir lögreglu varðandi að taka ofbeldismenn úr umferð.

En að veitast að lögreglunni út af sérstöku máli, þar sem ekkert hefur komið fram að lögreglan hafi gert sig seka um stórkostlega vanrækslu, eða yfirhylmingu, það er leið skrílræðisins.

Og sú leið var valin.

Sorglegt, og aldrei réttlætanlegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2015 kl. 14:01

3 identicon

jájá, sýnist að lögreglustjóri geti farið niðrá Dunkin Donuts, drjúg með sig í dag og fengið sér kleinuhringjabakka og gefið lýðnum góðlátlegt væntumþykjubros á meðan hún labbar þennan spöl í friði.

jon (IP-tala skráð) 10.11.2015 kl. 17:32

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Hún var allavega ekki sköruleg í gær.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2015 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 2020
  • Frá upphafi: 1412719

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1773
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband