Heimur á heljarþröm.

 

Hundsar allar aðvaranir.

Lætur hið skítuga fjármagn Wall Street hefta allar neyðaraðgerðir.

Heldur að flokkun á rusli sé bót allra meina.

 

Börnin okkar munu erfa hrun siðmenningarinnar.

Kveðja að austan.


mbl.is Loftslag að nálgast nýjan veruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Verð að viðurkenna að ég hef meiri áhyggjur af þessum fleiri hundruðum tonna af mjög geislavirku vatni sem fossar út í umhverfið á degi hverjum í Fukusima þar sem 3 kjarnakljúfar eru í "meltdown" og hafa verið síðustu fjögur og hálft ár. Og kælilaugin yfir einum af þeim sem hefur að geyma yfir 1500 notaðar eldsneytis stangir gæti hugsanlega hrunið ef það kæmi einn góður skjálfti. (Ein stöng nægir til að drepa nokkra milljarða af fólki) But every thing will be ok in the end. If it is not ok, it is not the end :)

Alexander S Gjöveraa (IP-tala skráð) 9.11.2015 kl. 16:28

2 Smámynd: Ómar Geirsson


Blessaður Smári.

Eru þeir ekki að gera eitthvað þarna niður frá??

En það má vel vera að við upplifum ekki hrun siðmenningarinnar, að hún verði hrunin áður.

Þess vegna er sú umræða svo kómísk að fyrst margt annað sé skítt, þá eigum við ekki að takast á við eitthvað skítt. 

En grafalvarleg er sú strútshegðun að skilja ekki alvöru Hvað ef spurningarinnar.

Sumar spurningar okkar eru þess eðlis að það er enginn second chance ef svar okkar við þeim reyndist vera rangt.

Og skilningur okkar á því er eitt af því sem gerir okkur að Homo sapiens, hinni vitiborinni mannveru.

Afneitunarsinnar, fjármagnaðir af hinu skítuga fjármagni, þeir sækja stuðning sinn til annarrar manntegundar, samtíða okkur, Homo  Dinosauria.

Eftir hörmungarnar í Japan þá skrifaði ég pistil á blogginu um þessa Hvað ef spurningu.  Hann lásu fáir en þar sem hann er frá þeim tíma þegar ég nennti að skrifa eitthvað, þá læt ég hann fljóta með hérna í athugasemd fyrir neðan.

Til fróðleiks handa þeim sem vilja spá í hvorri manntegundinni þeir tilheyra.

Kveðja að austan.

 

Ómar Geirsson, 9.11.2015 kl. 17:30

3 Smámynd: Ómar Geirsson

"Hvað ef" er að gerast í Japan.

Og þá eiga menn engin svör en að fara með bænir sínar.

"Hvað ef" er ein stærsta spurning sem maðurinn getur spurt sig.  Og hún tekur á þeim grunnkjarna að þegar eitthvað er framkvæmt, að menn eigi svar við hvað þeir geta gert ef eitthvað fer úrskeiðis.

Hvað ætla menn að gera ef kjarnorkuver springur í miðju þéttbýli???  Svarið var alltaf, það getur ekki gerst, en það er einmitt að gerast núna í Japan.  Og það gerðist í Ukraínu.

Hvað ætla menn að gera þegar genbreyttar lífverur sleppa út í umhverfið og valda þar ómældum skaða???  Svarið er að það getur ekki gerst, og ef eitthvað getur ekki gerst, þá gerist ekkert.  Af hverju???  Ja, við vitum það ekki svo gjörla, en við græðum alveg rosaega mikla peninga á því að halda fram öryggi þess að fikta við lífið.

Hvað ætla menn að gera ef svörtustu spárnar um loftlagsbreytingar ganga eftir????  Ha, er þetta ekki sólin eða geimgeislar er þá svarað en það svarar ekki spurningunni um hvað menn ætla að gera.  Mönnum yfirsést alveg sú staðreynd að það var spurt, "hvað ef" en ekki "af hverju".

"Hvað ef" spurningunni er nefnilega alltaf svarað með útúrsnúningi, annað hvort, það "getur ekki gerst", eða þá menn deila um "af hverju".   Hvorugt er rök í málinu. 

Það er ekki þannig að eitthvað geti ekki gerst við ákveðnar aðstæður, og margar af þeim aðstæður eru okkur huldar.  Og ef menn eiga ekki svar við afleiðingunum, þá eiga menn ekki að ráðast í hlutinn.  Því afleiðingin er allra, ekki bara þeirra sem tóku ákvörðunina.

Og "af hverju" er ennþá meira bull miðað við alvarleika málsins.  Það skiptir ekki máli af hverju eitthvað gerist, kjarninn er alltaf sá að eitthvað getur gerst, og hvað ætlum við að gera í því.  Það skiptir ekki máli af hvaða völdum loflagsbreytingar eru, spurningin er hvort þær eigi sér stað og hvað er það sem við getum gert í málinu????

Þessi algjöri skortur á grunnhugsun skynseminnar gegnsýrir alla umræðu, og í dag er framtíð barna okkar í hættu vegna þess að grunnhyggin fífl hafa valist til forystu fyrir mannkynið.  Þau þurfa að vera grunnhyggin svo skammtíma gróðahugsun hafi þau algjörlega á valdi sínu.  Og við hin venjulega manneskja látum bjóða okkur fíflaganginn því við nennum ekki að snúa bökum saman og verja framtíð barna okkar.

En það er ekki sjálfgefið að heimskan móti umhverfi okkar og framtíð.  

Í fróðlegu bloggi Friðriks Hansen, um jarðskjálftann í Japan, vakti hann athygli á að öll mannvirki sem Japanir hafa hannað og byggt síðustu áratugi, að þau stóðust þennan ógnarskjálfta með sóma.  Og þá fór hann að gruna að hönnuðir kjarnorkuveranna sem brugðust hafi komið úr musteri skammtímaheimskunnar, Bandaríkjunum.  Og mikið rétt, hönnuðirnir voru bandarískir.

Og Bandaríkjamenn eru að vakna upp við þann vonda draum að gróðafífl hafa byggt upp tugmilljóna samfélag ofaná jarðskjálftasprungu, og það samfélag mun ekki standast ógnaröfl jarðar.

En hins vegar urðu margir auðjöfrar ríkir á heimskunni.  Og þeir munu ekki deyja, heldur ginkeyptur almenningur sem lætur skrum gróðapunga ráða uppbyggingu samfélags sína.  Gróðapunga sem kæra sig kollóttan um "hvað ef" spurninguna.

Sumu er ekki hægt að verjast, en mjög mörgu engu að síður.  Með hinu þarf að læra að lifa.  Og við eigum að hafa vit á að greina þar á milli.

Og við eigum ekki að ráðast í eitthvað nema við kunnum svar við afleiðingum þess.

Þetta eru stóru spurningarnar sem mannkynið þarf að eiga svar við ef það ætlar að lifa af í núverandi mynd. 

Í fyrsta lagi þá erum við hluti af náttúrunni, við þurfum að læra að lifa með henni, og um leið þekkja okkar takmörk gagnvart henni. 

Og í öðru lagi þá eigum við ekki sjálf að skapa þær ógnir sem geta gert út um okkur ef illa fer.

Enginn hefur rétt á því að gambla með líf annarra.  

Á Íslandi erum við að glíma við svona "Hvað ef" spurningar.  Við höfum þegar fengið eina í hausinn.  Bankarnir sem áttu ekki að geta farið á hausinn, fóru á hausinn líkt og öll fyrirtæki sem hafa vaxið svona hratt fyrir lánsfé.  Raunveruleikinn sigrar nefnilega alltaf orðagjálfrið.

Og einhver hélt að ábyrgðarmenn Hrunsins hefðu þá eitthvað lært um heimsku sína og fávitahátt.  En svo er ekki þjóðin þraukaði nokkuð keik Hrunið og þá á endanlega ganga frá henni með sömu heimskunni og sama fávitahættunni.

ICEsave er opinn tékki upp á hundruð milljarða, og enginn veit hvernig þær aðstæður þróast sem ákveða endanlega upphæð hans.  En vitað er að þær eru að þróast á verri veginn og það er vitað að barmafullur bikar skulda okkar þolir ekki mikla viðbót ef ekki á að flæða upp úr og allt verða óviðráðanlegt.

Samt á með lygum og blekkingum að knýja fram löglausa kröfu breta með þeim orðum að allt fari á besta veginn, og þetta sé ekki neitt neitt.  En enginn á svör við hvað gerist ef illa fer.

Og til að kóróna heimskuna og fávitaháttinn, þá er ICEsave skuldabagginn notaður sem röksemd að þá verði hægt að fjármagna virkjunarframkvæmdir fyrir hundruð milljarða, alla tekna að láni.

Þjóð sem getur ekki borgað núverandi lán sín, ætlar að bæta á sig fjárkúgun upp á tugi eða hundruð milljarða, til að geta tekið ennþá fleiri hundruð milljarða að láni.

Og menn eru að tala um þetta í fullri alvöru.

En hvað ætla menn að gera ef allt fer á versta veg.  Til dæmis að áliðnaður hrynur í kjölfar kreppu í bílaiðnaði, ef þá að eldgosasprunga opnast á miðju virkjunarsvæðinu???

"Hvað ef", hvað gerir sá sem hefur lagt allt undir og þarf að borga af lánum sínum en tekjur koma ekki inn á móti???

Jú hann fer á hausinn.  Og í tilviki fávitaháttar íslenskra stjórnmálamanna, þá er það þjóð þeirra sem fer á hausinn.   Þeir fá sér bara vinnu í Brussel.

Og þetta vekur upp spurninguna, er fávitaháttur nauðsynleg forsenda þess að vera kosinn á þing á Íslandi.  Og þeir sem hlustuðu á atvinnusköpunarræðu Jóhönnu Sigurðardóttir, kinka kolli yfir því.

Núverandi ríkisstjórn Íslands sannar það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.11.2015 kl. 17:32

4 identicon

 "Hvað ef" er mjög góð spurning sem við getum flest okkar nýtt okkur. En að mínu mati þarf að spurja first einnar álíka einfaldrar spurningar. Til að geta spurt "Hvað ef" þurfum við að hafa lært eitthvað af okkar firri mistökum og lært að spurja "Af hverju". "Why" is just as important as "Pi" and "Phi" was in bulding the Pyramids. Við erum bara ekki að byggja pýramída núna, heldur eitt stykki framtíð og "Af hverju" er spurning sem getur tekið okkur að rót allra vandamála og öllu því sem við teljum að hafi farið miður í vegferð okkar á þessari fallegu litlu perlu okkar ;)

Alexander S Gjöveraa (IP-tala skráð) 9.11.2015 kl. 20:47

5 Smámynd: Ómar Geirsson

"Af hverju" er góð spurning, ekki spurning.

Hún er grunnþráður Mattheusar guðspjallsins, og þar er henni svarað, svo við hefðum tíma til að melta svarið þegar til Harmageddonar kæmi.

Því ef við skiljum ekki svarið, þá er út um okkur.

En þessi spurning er flóknari, krefst vits og vitrænnar hugsunar, veldur deilum og endalausum slagsmálum þar sem menn leitast við lemja viðmælanda sinn eða aðra í hausinn fyrir að skilja ekki sína nálgun af sannleikanum.

En það er eðlishvöt dýra að forðast hættur, hvað þá hættur sem leiða til öruggs dauða.  Sbr. skógareldur og svo framvegis.

Og sem betur fer er það mikið dýr í okkur, að við skiljum þessa eðlishvöt.

Og eigum því að skilja "Hvað ef" spurninguna.

Við viljum öll lifa af.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2015 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 519
  • Sl. sólarhring: 686
  • Sl. viku: 5335
  • Frá upphafi: 1438302

Annað

  • Innlit í dag: 456
  • Innlit sl. viku: 4383
  • Gestir í dag: 422
  • IP-tölur í dag: 416

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband