Í hvaða heimi lifir hin ofsótta?

 

Sú hugsun hvarflaði að mér þegar ég renndi yfir harmakvein niðurskurðarböðulsins í þessari frétt.

Við hverju býst manneskja, sem fékk völd sín meðal annars vegna gagnrýni formanns hennar á hinu dauðu hönd niðurskurðarins, þegar hún heldur áfram að höggva í þágu hins skítuga fjármagns þegar hennar hlutverk var að hlúa að, bæta, byggja upp.

Bjóst hún við þakklæti fórnarlamba hennar??

Það er eins og að niðurskurðarböðullinn gleymi að pólitískir andstæðingar hennar sá aðeins út, en frjósemi þess sem sáð er í, ræðst af hennar verkum og hennar framgöngu.

 

Og hvað er að því að vera umdeildur, að vera skotspónn.

Ekki virðist það ergja systurflokkssystur hennar í Frakklandi, frú Le Pen.  Sú ágæta kona þrífst í brimrótinu, gerir í því að ergja og æsa, og uppsker hugsanlega forsetaembætti í næstu kosningum.

Hún grætur það ekki á torgum. 

Enda ekki ofsótt, heldur sigursæl.

 

Og líklegast er það vandi Vigdísar Hauksdóttur í hnotskurn.

Hún er ekki í þessum heimi.

Hún er í heimi þar sem hennar góða sjálf blómstrar, lætur gott af sér leiða, þar sem hún vill vel, og berst í þágu hins góða (samanber orð hennar um heilbrigðiskerfið).

Verkin tala, og fuglarnir syngja.

 

Svo vaknar hún á morgnana, í andheiminn þar sem hún er umflotin neikvæðri umræðu.

Ofsótt jafnt innan flokks sem utan, sætir atlögum, fellur jafnvel í valinn áður en kveldar.

Það er ekki von þó eitthvað bresti í svona tvískiptri veröld.

 

Hún á alla mína samúð.

En hóflega þó.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Ósýnilegur her neikvæðrar umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Gjörsamlega galið en ég get ekkert gert"

GB (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 10:29

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já bjargleysið GB, bjargleysið, það er alveg galið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.11.2015 kl. 15:18

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er frekar víst auðvelt að gagnrýna aðra þegar maður er áhorfandi. Ég hef oft hegðað mér sem mjög gagnrýnin áhorfandi, sem ekki stend í raunverulegum sporum þess einstaklings sem ég gagnrýni. Ég skammast mín oft fyrir að dæma þá sem ég veit ekki hvernig aðstæðum þeir raunverulega standa í.

Léttara á að horfa en í að vera. Þau orð eiga oft vel við. Gagnrýnandi verður af sanngirni að gagnrýna sjálfan sig á sama hátt og aðra.

Líklega er Vigdís ekki nógu undirförul og fölsk til að passa inn í óskaramma pólitískra rétttrúaðra skoðana sem einka-eigna sér víst "lýðræðis-skoðana-sviðið".

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.11.2015 kl. 22:09

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei hún er ekki fölsk Anna.

En heilbrigð manneskja lætur ekki þetta út úr sér;

"Sér­stak­lega til­greindi Vig­dís heil­brigðis­kerfið  og rak þess dæmi að skjól­stæðing­ar þess gæfu því hæstu ein­kunn á meðan að það væri ein­dregið talað niður op­in­ber­lega. „Okk­ar heil­brigðis­kerfi með okk­ar góðu lækn­um og hjúkr­una­fræðing­um hef­ur verið drullað út. Við verðum sem sam­fé­lag að fara að koma okk­ur upp í ljósið!“".

En veruleikafirrt hins vegar.

Sem aftur skýrir nálgun mína í pistlinum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.11.2015 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 624
  • Sl. sólarhring: 624
  • Sl. viku: 6355
  • Frá upphafi: 1399523

Annað

  • Innlit í dag: 535
  • Innlit sl. viku: 5390
  • Gestir í dag: 489
  • IP-tölur í dag: 483

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband